Morgunblaðið - 19.08.1980, Page 33

Morgunblaðið - 19.08.1980, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980 41 félk í fréttum & Miðillinn. Doris Collins ásamt hinum nýlátna leikara Peter Sellers. + Breskur miðill, Doris Collins hef- ur nýlega látið hafa eftir sér að hún hafi náð sambandi við leikarann Peter Sellers sem er látinn fyrir skömmu. Miðilsfundurinn var hald- inn á heimili gamanleikarans Miehael Bentine. Lynne, ekkja Peters var stödd á fundinum og se({ir hún fundinn hafa gefið sér trúna á lífið aftur og nú muni hún geta tekið gleði sína á ný. Hún segist vera fullkomlega sann- færð um að þetta hafi verið Peter sem hún talaði við. Peter sagði m.a. við hana að giftingarhringurinn sem hann gaf henni hefði verið notaður áður. Þetta var giftingarhringur móður hans og væri Lynne sú eina af eiginkonum hans sem hefði borið hringinn. Doris sagði að Peter hefði verið mjög ánægður með að ná sambandi við Lynne vegna þess hve snögglega hann hvarf af sjónarsviðinu. Doris Collins hélt oft miðilsfundi með Peter meðan hann var í lifanda lífi og hjálpaði honum til að komast í samband við móður sína. Kirkjuklukkur kalla Kirkja kaþólska safnaðarins í Reykjavík stendur á fallegum stað efst á Landakotstúni við Túngötu. Hún blasir við sjónum víða í höfuðborginni og hefur hún sett fallegan og vinalegan svip á umhverfi sitt. Klukkur kirknanna hljóma víða um land, einnig að sumri til. Við minnum aðeins á hvatningarsöng sr. Friðriks Friðrikssonar, sem margir kannast við: Afram, Kristsmenn, krossmenn, Kóngsmenp erum vér. Fram í stríðið stefnið, sterki æskuher. Kristur er hinn krýndi Kóngur vor á leið. Sjáið fagra fánann Frelsis blakta’á meið. Nú er irautin jyngri RAÐAÐU átta peningum jafnstórum á þann hátt, sem sýnt er á myndinni. Nú áttu að flytja einn af peningunum þannig, að í hvorri röð séu fimm pen- ingar. Er þetta mögulegt? (Spurðu pabba eða mömmu ...) • • qoj ijjoaij i juSuiuad uiuiij nja 'jsáa| ja urjbq •nuiujoq i uuiguiuad v uujo uubij njjas 8o iuuiqoj njjajpoj i uuihuiuad ujsja :jn.\g Fáeinar gátur 1. Hvaða barn foreldra þinna er það, sem er hvorki bróðir þinn né syst- ir? 2. Hvað er það sem flýgur um loftin blá án vængja eða fóta? 3. Hvað eru margir dagar í einu ári? 4. Hvort var til á undan skeggið eða maðurinn? 5. Hvenær kemur hinn síðasti á undan þeim fyrsta? jSUUUQUUBUI >fO[ [ g umuiuunui unpun n jp qiqjo ijnq uuijnjnqjiaá qb ‘luunijqia ! Jnpuajs qbcJ — QiSao>[s f "Ajj's'o pnuuui ‘jnSnpnuuns öfs g QiA'>(s Z •Jnj[Bfs nc[ 'i :ÍÓa§

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.