Morgunblaðið - 19.08.1980, Síða 35

Morgunblaðið - 19.08.1980, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980 43 Guðjón F. Teitsson: Gáð til veðurs Nú þegar víðtækar launadeilur eiga sér stað hér á landi og verkföll eru yfirvofandi til stór- tjóns fyrir þjóðarbúið, er vert að litast um og athuga hvað gerzt hefir og er að gerast meðal nokkurra helztu viðskiptaþjóða vorra á sviði þýðingarmikilla iðngreina, svo sem í skipasmíðum og bílaframleiðslu. Skulu í þessu sambandi endursagðar nokkrar upplýsingar nýlega birtar í hinu brezka dagblaði Lloyd’s List, sem tengt er hinum heimsþekkta brezka vátryggingamarkaði. Skipasmíðastöðvar í Svíþjóð Hinn 8. maí sl. var sérútgáfa af Lloyd’s List helguð Svíþjóð og var þar m.a. gefið eftirgreint yfirlit um stöðu nokkurra hinna þekkt- ustu skipasmíðastöðva í landinu: sept. n.k. og fækki starfsliði úr 740 1250. V auxhall-bílaver k- smiðjurnar í Bretlandi í L. L. hinn 1. júlí sl. er skýrt frá því, að ofangreindar verksmiðjur hafi á árinu 1979 tapað rúmlega 16 millj. sterlingspunda, samsv. nærri 19 milljörðum ísl. kr., í stað þess að hagnast um nærri 12 millj. £, samsv. nærri 14 milljörðum ísl. kr., á árinu 1978. Stjórn verksmiðjanna kennir aðallega vinnudeilum á árinu 1979 um nefnda kollsteypu í rekstrar- útkomu og segir dæmið táknrænt Bílaiðnaður i Bandaríkjunum Vitað er, að hinn mikli bílaiðn- aður í Bandaríkjunum á nú við verulega rekstrarörðugleika að etja og er sumpart kominn á ríkisframfæri, svo sem Chrysler- verksmiðjurnar. Eru orsakir þessa m.a. raktar til vinnudeilna, sí- hækkandi olíuverðs og samkeppni annarra þjóða, einkum Japana. Snertir þetta ís- lendinga, t.d. flug- reksturinn? Þegar svo stórbrotnir atburðir, sem hér hefir verið lýst, gerast í næstu viðskiptalöndum með há- þróaðan iðnað, er vafalítið, að Guðjón F. Teitsson slíkt mun snerta íslendinga með ýmsum hætti. Er því þörf á öðru fremur hér á landi en kjaradeilum og verkföllum. — Mætti fram- angreint dæmi frá Vauxhall- verksmiðjunum í Bretlandi verða til nokkurrar viðvörunar. t.d. i sambandi við flugrekstur íslend- inga. sem er sérstaklega við- kvæmur fyrir öllum trufiunum og á nú sem kunnugt er af margþættum ástæðum mjög í vök að ver jast. Erfiðleikar og gagnsókn Þótt syrt hafi í álinn hjá Bretum á sumum sviðum, þá skal bent á, að þeir hafa hafið gagn- sókn á öðrum, og er t.d. áætlað, að olíuvinnsla þeirra frá botni Norð- ursjávar nemi á þessu ári 80—85 milljónum tonna; við lok ársins samsvarandi sem næst því, er þeir þurfa beinlínis til eigin nota. Enn er tiltölulega lítið af auð- lindum íslands í fallvötnum og jarðvarma virkjað og nýtt. Þar bíða landsmanna mjög álitleg verkefni til aukinnar hagsældar fólks, ekki aðeins á íslandi heldur einnig í öðrum löndum. Beinum því fjármagni og vinnuafli þjóðar- innar á komandi árum i auknum mæli að nýtingu nefndra auðlinda fremur en t.d. stefna að því að eiga flesta bíla allra þjóða miðað við íbúatölu. Nafn skipasmíðastöðvar Algeng tala starfs- • Áætlanir um framtíð manna vorið 1980 eða áður en rekstur drógst saman eða hætti eða upplýsingar um hvað gerst hefur Götaverken Arendal 3,300 Áframhaldandi starf- semi verði einkum við smíð olíuborpalla, tilheyrandi tækja og ýmiss konar véla. Starfsmönnum fækki um 1500. Uddevallavarvet 3,000 Haldi áfram smíði skipa af venjulegri gerð, en starfs- mönnum fækki um 100. Kockums 4,600 Smíði framvegis skip til sérstakra nota, svo sem tankskip til flutnings á gasi og kemiskum efnum, enn fremur ýmiss konar vélar. Starfsmönnum fækki um 1,880. Eriksbergs 4,750 Stöðin lögð niður 1979. Götaverken Öresundsvarvet 3,000 Starfsemi hætti við árslok 1983. Götaverken Finnboda 450 Starfsemi hætti við árslok 1983. Götaverken Sölvesborg 300 Stöðin verði endur- skipulögð með tilliti til þarfa iðn- aðar eða lögð niður. Karlskronavarvet 1,700 Haldi áfram að smíða varðskip og/eða herskip, en starfsmönnum fækki um 250. Götaverken Cityvarvet 2,200 Taki að sér smíðar, sem áður tilféllu Finnboda, en starfsmönnum fækki um 900. Skipasmíðar í Bretlandi Hinn 2. júlí sl. birtust í Lloyd’s List fréttir af því, að hin stóra skipasmíðastöð Harland and Wolff í Belfast á Norður-írlandi hafði á sl. ári tapað 24 millj. sterlingspunda, samsvarandi nærri 28 milljörðum ísl. kr., og hafði ríkisstjórn Bretlands vegna hinnar mjög slæmu rekstrarstöðu ákveðið að láta stöðina fá án tafar 42,5 millj. sterlingspunda, sam- svarandi nærri 49 milljörðum ísl. kr., fjárstuðning í reiðufé til áframhaldandi rekstrar, sem hafði þó þegar dregizt verulega saman vegna verkefnaskorts að undanförnu. Starfsmönnum hafði fækkað um 800 og enn búizt við frekari fækkun. í annarri grein í L. L. 2. júlí var skýrt frá því, að yfirvofandi væri lokun hinnar víðkunnu vélaverk- smiðju Doxford Engines Ltd. í Sunderland, Englandi, sem eink- um hefir framleitt meðalhrað- gengar dísilvélar á styrkleika- sviðinu 5000—27000 héstafla (BHP). Er ráðgert, að verksmiðjan hætti framleiðslu nýrra véla í fyrir það, hve samdráttur í fram- leiðslu og viðskiptum af nefndum ástæðum í viðkvæmum atvinnu- rekstri geti skipt sköpum. — Sumir kunni að álíta, að slík truflun viðskipta sé aðeins bundin þeim tíma, sem truflunin stendur, en það sé í flestum tilvikum harla óraunsætt, því að töpuð viðskipti verði sjaldan endurheimt og óvíst með öllu, að viðskiptasambönd, sem glatast, fáist upp tekin á ný. Vauxhall-verksmiðjurnar eru sagðar hafa tapað sölu 48.000 bíla á árinu 1979 vegna umræddra vinnudeilna innan og utan verk- smiðjanna, og eru þessar taldar: Verkfall flutningaverkamanna í janúar/febrúar, deila við starfs- menn birgðastöðvar varahluta í febrúar og í verksmiðju í Luton í marz, röð skærustöðvana í verk- fræðideild, sem hafði áhrif á framleiðslu síðari hluta sumars og loks 12 vikna deila í Ellesmere Port-verksmiðju um haustið, sem olli því að sú verksmiðja var lögð niður með alvarlegum afleiðingum fyrir verksmiðjureksturinn í sunnanverðu landinu. ALFA VEGGSAMSTÆÐAN frá hinu þekkta norska fyrirtæki BAHUS gefur óendanlega möguleika í uppsetningu. Komiö og skoðið þessar fallegu veggsamstæöur uppsettar í verslun okkar. MJOG HAGSTÆTT VERÐ Verió velkomm! SMIDJUVl.Gí 6 SIMI 44544

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.