Morgunblaðið - 19.08.1980, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 19.08.1980, Qupperneq 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980 UnKfrú Simone Overman (í miAju) með kórónuna sem hún hlaut með sÍKri sínum i feKuróarkeppninni Miss VounK International í Manila á Filippseyjum. UnKfrú ísland. Unnur Steinsson. varð fjórða ok er lenKst til hæKri á myndinni. UnKÍrú Filippseyjar. Felicidad Luis. sem varð fimmta, er lenKst til vinstri ok síðan kemur UnKfrú Danmörk. Rikkie Petcrsen. sem varð 2. UnKÍrú Finnland. Anne Marie Tarhia, sem er önnur frá ha-Kri, varð þriðja. UnKfrú ísland vann til. tvc-KKja verðlauna i keppninni þc-Kar hún var kjörin Ungfrú Vinátta ok Ungfrú Stundvísi. Fréttir um uppreisn gegn stióm Khadafy Tripoli. 18. ágúst. AP. ARABÍSKIR diplómatar i Marökkó sökóu i daK að líbýsk herdeild hefði Kert uppreisn K<‘Kn stjórn Moammar Khadafy ofursta nýlc-Ka. en líbýska I/ondon 18. ágúst AP. AÐ SÖGN bresku löKreKlunnar. sem nú vinnur að rannsókn mesta fjöldamorðs i breskri söku. kunna að vera allt að 50 vitni að upptökum eldsins i næturklúbbn- um þar sem 37 manns brunnu til bana. Ekkert þeirra hefur þó enn Kefið sík fram við löKreKluna. Þeir, sem að iöKreKlurannsókn- inni vinna, soköu í dag, að það gæti tekið margar vikur áður en full kennsl yrðu borin á alla, sem í brunanum létust. Vitni hafaengin gefið sig fram enda hafði hvorug- ur veitingastaðurinn við hliðina á þeim, sem brann, löggild leyfi. fréttastofan bar fréttina eindreg- ið til baka. Heimiidir í Casablanca hermdu, að um 400 manns hefðu fallið eða særzt í bardögum, sem hefðu fylgt í kjölfar uppreisnar níundu fót- Talið er að auk, þess séu margir í hópi fórnarlambanna og þeirra, sem komust á brott Suður-Amer- íkumenn, einkum Kólumbíumenn, sem vinna sem ólöglegir innflytj- endur í Englandi. Ymsar getgátur eru uppi um undirrót íkvfeikjunnar. Sumir nefna til baráttu milli glæpa- flokka í Soho, hefnd vegna þess, að veitingastaðurinn hefði neitað að gjalda glæpamönnum skatt, og jafnvel stríð milli pylsusala í West End. Lögreglan telur, að bensín eða annar eldfimur vökvi hafi verið notaður við íkveikjuna vegna þess hve eldurinn breiddist ört út. gönguliðsstórdeildar Líbýu nálægt Tobruk skammt frá egypzku landamærunum. Fjöldi manna flúði til Egyptalands eftir upp- reisnina samkvæmt heimildunum. í Tripoli sagði hin opinbera Jana-fréttastofa, að engin upp- reisn hefði verið gerð í Líbýu og allt væri með eðlilegum hætti í Tobruk. Evrópskar heimildir herma, að viss öfl í hernum hafi verið óánægð með Khadafy vegna stuðnings hans við Idi Amin, fyrrverandi einræðisherra í Uganda, og tilrauna hans til íhlutunar í borgarastríðinu í Chad. Herforingjar voru einnig óánægðir vegna handtöku um 1.000 háttsettra embættismanna nýlega, einkum í stórum fyrir- tækjum. Arabísku diplómatarnir í Marokkó sögðu, að neyðarástandi hefði verið lýst yfir á Tobruk- svæðinu. Hersveitir hollra stjórn- inni umkringdu lið uppreisnar- manna. Stjórnarherinn var efldur með liðsforingjum, sem voru sótt- ir til Austur-Þýzkalands. Líbýa hefur keypt mikið magn vopna í Sovétríkjunum. Vitni vilja ekki gefa sig fram Þetta gerðist 1973 — Georg Papadopoulos verður fyrsti forsætisráðherra Grikklands. 1966 — Rúmlega 600 farast í jarðskjálfta í Tyrklandi. 1956 — 200 farast í flóðum i Connecticut og níu öðrum norð- austurríkjum Bandaríkjanna. 1940 — ítalskur her tekur Brezka Somaliland herskildi. 1934 — Þjóðverjar samþykkja í þjóðaratkvæði að Adolf Hitler fái alræðisvald sem Foringi. 1861 — Vegabréfakerfi innleitt í Bandaríkjunum. 1858 — Austurríki, Prússland, Frakkland, Bretland, Rússland, Tyrkland og Sardinía ákveða að sameina Moldavíu og Valakíu. 1812 — Bandaríska freigátan ,Constitution“ (kölluð „Old Iron- sides") sigrar brezka freigátu í orrustu á Norður-Atlantshafi. 1796 — Frakkar og Spánverjar stofna bandalag í San Udefonso gegn Bretum — Franskur her gerir innrás í Þýzkaland, en Karl erkihertogi af Austurríki sigrar hann við Amberg. 1792 — Franski byltingar- dómstóllinn settur á laggirnar. 1692 — Prestur og fimm konur dæmd fyrir galdra og tekin af lífi í Salem, Massachusetts. 1691 — Lúðvík af Baden sigrar Tyrki við Salem Kamen, Búig- aríu, og Mustafa Kiúprili fellur í orrustu. 1601 — Mikael djarfi, fursti af Moldavíu, ráðinn af dögum af ungverskum ættjarðarvinum. 1587 — Sixtus páfi V lýsir yfir kaþólskri krossferð til innrásar í England. 1561 — María Skotadrottning snýr aftur frá Frakklandi. Afmæli. Elízabet, „vetrardrottn- ing“ af Bæheimi (1596—1662) — Maria Jeanne Becu, greifafrú du Barry, frönsk ævintýrakona (1746-1793) - Orville Wright, bandarískur flugbrautryðjandi (1871—1918) — Georges Enescu, rúmenskt tónskáld (1881—1955). Andlát. 1662 d. Blaise Pascal, guðfræðingur & stærðfræðingur — 1819 d. James Watt, verk- fræðingur — 1928 d. Haldane vísigreifi, stjórnmálaleiðtogi — 1929 d. Sergei Diaghliev, ballett- meistari — 1944 d. Sir Henry Wood, hljómsveitarstjóri — 1959 d. Jacob Epstein, mynd- höggvari. Innlent. 1871 Alþingi mótmælir Stöðulögum — 1870 Benedikt Sveinssyni vikið úr starfi yfir- dómara — 1871 Þjóðvinafélag stofnað 1876 Vesturfarar koma til Gimli — 1891 d. Gestur skáld Pálsson - 1925 d. Sig. K. Pétursson rith. — 1939 Blindra- félag stofnað — 1960 Sex Spán- verjar finnast eftir leit á Vatna- jökli — 1978 Þrennt ferst í Krossá — 1979 Grænfriðungar handteknir. Orð dagsins. Tónlist Wagners er betri en hún hljómar — Mark Twain, bandarískur rithöfundur (1835-1910). Sprengjuárásir Rússa á Herat Nýju Delhí. Kabúl. 18. ágúst AP. SOVÉSKAR orrustuþotur hafa undanfarið gert harðar árásir á Flúði Spán undan saudi-arabískum sendiráðsmönnum Grepevine, Texas 18. áKÚst AP. UNG saudi-arabísk stúlka kom i dag til Bandaríkjanna eftir að hafa flúið undan saudi-arabískum sendi- ráðsstarfsmönnum frá Spáni. í fjóra daga fór hún huldu höfði á Spáni af ótta við að verða framseld til Saudi-Arabíu. ásökuð fyrir hór- dóm. Refsingin við hórdómi þar i landi er dauðadómur. Stúlkan, Huda Kreiner hafði það til saka unnið að giftast bandarísk- um manni, án þess að sækja um leyfi til slíks hjá innanríkisráðuneytinu í Saudi-Arabíu. Kreiner fór til sendi- ráös lands síns í Madríd og bað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Hún var beðin um að sýna vegabréf sitt og eins leyfisbréf. Þegar hún sýndi það var spurt um íslamískt leyfisbréf. Hún hafði ekkert slíkt og var þá sagt, að hún hefði brotið í bága við lög Saudi-Arabíu þar sem hún hefði gifst útlendingi án leyfis. Þgar hún fór frá sendiráðinu í Madríd var hún elt, að hennar sögn og henni var gefið í skyn hvað hún ætti yfir höfði sér. Hún fór í felur meðan beðið var leyfis um að yfirgefa landið. Það fékkst og Krein- er fékk að fara úr landi án nokkurra hindrana. gamla hluta Heratborgar i V-Afganistan. Ilerat er þriðja stærsta borg Afganistan. Harðir bardagar hafa undanfarið geisað í borginni milli frelsissveita Afg- ana og hersveita Kabúlstjórnar- innar. Hersveitir stjórnarinnar ráða að sögn mestum hluta borg- arinnar að degi til en hermenn frelsissveitanna koma i borgina þegar skyggja tekur og herja á stjórnarhermenn. Bardagar i borginni hafa staðið siðan í júlí. Þá hefur komið til bardaga að degi til, að sögn sjónarvotta. Sovéskir hermenn hafa ekki enn tekið þátt i bardögum i borginni. Afganska útvarpið skýrði frá því í dag, að aðstoðarforsætisráð- herra landsins, Assuldullah Sar- wari, fyrrum yfirmaður leynilög- reglunnar hafi verið gerður að ambassador í Mongólíu. Tilkynnt hafi verið, að Sawari hefði verið fluttur fyrr á árinu til Moskvu. Sarwari er leiðtogi Khalflokks- ins, annarar tveggja helstu fylk- inga sem standa að baki stjórn- inni. Hin fylkingin er Parchamites en leiðtogi þeirra er Karmal, forsætisráðherra. Þessar tvær fylkingar hafa háð grimmilega baráttu um völdin í landinu. Þykir nú sýnt, að Khalfylkingin hafi beðið lægri hlut í þeirri baráttu. Þegar Sovétmenn gerðu innrás í landið gerðu þeir Sarwari að aðstoðarforsætisráðherra ásamt Kistmand, einum helsta leiðtoga Parchamíta. írak lokar sendiráði BaKdad, 18. ágÚHt. AP. STJÓRNIN í írak lokaði sýr- lenzka sendiráðinu í dag, skipaði öllum sýrlenzkum diplómötum að fara úr landi innan 48 tima og sakaði þá um að smygla þungum vopnum og sprengiefni til skemmdarverka gegn stjórn Saddam Husseins forseta. írakska utanríkisráðuneytið sagði í yfirlýsingu, að hergögn og sprengiefni hefðu verið flutt úr byggingu sýrlenzka sendiráðsins. Svo virðist sem öryggissveitir hafi ráðizt inn í bygginguna. Talsmaður stjórnarinnar í Damaskus sakaði írakskar örygg- issveitir um að hafa gert áhlaup á sendiráðið. Irakska utanríkisráðu- neytið sagði að 36 pokar af ótilteknu eitri og mikið magn af eitruðum vindlingum og sígarettu- kveikjurum hlöðnum sprengiefni hefði fundist í sendiráðinu og auk þess fimm flöskur af fljótandi eitri. Ráðuneytið sagði að vopnin hefði átt að nota til skemmdar- verka, hryðjuverka og fjölda- morða í Irak og lýsti alla sýr- lenzku sendiráðsmennina óæski- lega. Þó hefur írak ekki slitið stjórnmálasambandi við Sýrland. Samskipti íraks og Sýrlands hafa verið stirð síðan stjórn Huss- eins í Bagdad tók af lífi 21 háttsettan embættismann fyrir tilraun til að steypa stjórninni með stuðningi ónefnds Arabaríkis fyrir um það bil einu ári. Leit að Titanic frestað um sinn New York, 18. áKÚst. AP. STÓRSJÓR og vistaskortur hafa bundið enda á leitina að Titanic að sinni en gert er ráð fyrir, að hafist verði handa við hana að nýju næsta sumar. Að sögn áhafnarinnar á leitarskipinu H.W. Fay hefur hún fundið hlut á hafsbotni, sem er „sá sami á lengd. breidd og hæð og Titanic“. Við leitina að Titanic var notað- ur sleði búinn næmum mælitækj- um og var hann dreginn á eftir skipinu í um 200 m fjarlægð frá botni. Þrír stórir hlutir komu fram á mælitækjunum, tveir reyndust vera mikil björg en sá þriðji virðist koma heim og saman við útlit Titanics. Fyrirhugað var að senda niður sjónvarps- og ljósmyndavélar til að taka myndir af hlutunum en vont veður og 3—4ra metra ölduhæð kom i veg fyrir það. Jack Grimm, olíukóngurinn frá Texas, sem stendur straum af leitinni, hyggst gera út annan leiðangur næsta sumar og verður hann búinn litlum, sjö-manna kafbát, sem farið verður á niður að skipinu. Carter vinnur á New Vork. 16. áxúst. AP. JIMMY Carter forseti hefur aukið fylgi sitt í kjölfar landsþings demókrata samkvæmt skoðana- könnun AP og NBC. Samkvæmt könnuninni styðja 39% Ronald Reagan, 32% Carter og 13% John Anderson. Samkvæmt könnun AP og NBC fyrir hálfum mánuði studdu 47% Reagan, 22% Carter og 15% Anderson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.