Morgunblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1980 3 Elvar efstur á unglinga- skákmótinu KÍNVERSKI skákmaðurinn Ye Ronguang vann báðar skákir sínar á unglingamótinu að Kjar- valsstöðum í gær; i þriðju umferð vann hann Jóhann Iljartarson og í þeirri fjórðu Árna Þ. Árnason. Efstur að loknum 4 umferðum var Elvar Guðmundsson með 3,5 vinninga, Jóhann Hjartarsson var með 2,5, Ronguang, Björgvin Jónsson og Jóhannes Gisíi Jóns- son voru með tvo vinninga og Árni Þ. Árnason hafði tapað öllum skákunum. Önnur úrslit í gær urðu þau, að Jóhannes Gísli vann Árna, Elvar vann Björgvin og í fjórðu umferð gerðu Elvar og Jóhannes Gísli jafntefli og einnig Björgvin og Jóhann. Síðasta umferðin verður tefld í dag og vegna ferðar Ron- guangs til Akureyrar setjast hann og Jóhannes Gísii að tafli klukkan 13, en hinir tefla síðdegis og eigast þá við Elvar og Jóhann og Björg- vin og Árni. Ye Ronguang heldur síðdegis til Akureyrar og teflir þar á hrað- skákmóti í Skátaheimilinu Hvammi í kvöld og um helgina verður væntanlega haldið ungl- ingaskákmót á Akureyri, þar sem hann verður meðai keppenda. Áfengissala jókst um 47.2% ÁFENGI seldist fyrir tæpa sex milljarða, á tímabilinu 1. apríl til 30. júní sl. Aukning miðað við sama tíma í fyrra er rúmlega 47,2%, þá var salan á öllu landinu rúmir fjórir milljarðar, en verð hefur hækkað nokkuð frá því í fyrra. Hvammstangi: Bygging heilsugæzlu- stöðvar boðin út Hvammstanga. 3. september. MIKIL ánægja rikir hér nú vegna þess að Innkaupastofnun rikisins hefur boðið út byggingu heilsugæzlustöðvar á Hvamms- tanga. en það er mál, sem hefur tekið sinn tima að komast i gegn um kerfið. Vonandi sjá heima- menn sér fært að bjóða í verkið, en byggingin er 700 fermetrar á einni hæð og er reiknað með að húsið verði fokhelt og frágengið utan 1. september 1982. Heilsu- gæzlustöðin á að risa norður af sjúkrahúsinu, en þar er nú verið að byggja 8 ibúða hús fyrir aldraða og er helmingur þess að verða tilbúinn og hinn er upp- steyptur. Heilsugæzlustöðina á að vera hægt að taka í notkun í áföngum, en húsið verður H — laga og verða móttaka og fleira í miðhlutanum, læknastofur og sjúkrastofa í ann- arri álmunni og aðstaða til tann- lækninga og endurhæfingar í hinni álmunni. Síðar meir verður svo hægt að byggja legudeild við. í húsi því fyrir aldraða, sem nú er í byggingu, verða sex einstakl- ingsíbúðir og tvær hjónaíbúðir, en að byggingunni standa sameigin- lega nokkur sveitarfélög í V-Húnavatnssýslu og Bæjar- hreppur í Strandasýslu. Fréttaritari. Fólk trúir ekki sínum eigin augum þegar það sér verðið á vörunum á f ■ ■ ■ ■ ■ utsolunm enda er þaö vægast sagt hlægilega lágt. ft0°/»60o/» T.d. kosta dömu- ullarbuxurnar aöeins kr. 9.900.- en kostuðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.