Morgunblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1980 13 Eftir helgar er hér allt glerbrotum stráð - rætt við Manuelu Wiesler og Snorra Snorrason „SÍÐASTA helgi hér í Grjóta- þorpinu var sú versta sem við höfum upplifað. Fólk var gjör- samlega búið að morgni dags — enginn svefnfriður föstudags- nóttina vegna hávaðans. Það var stöðugt flaut alla nóttina. Það er rétt eins og fólk átti sig ekki á. að hér i Grjótaþorpinu búi íólk.“ sögðu þau Snorri Snorrason, Mjó- stræti 10 og mágkona hans. Manuela Wiesler, að Mjóstræti 10 b. þegar blaðamaður hitti þau að máli. Síðastliðið föstudagskvöld var ástandið sérstaklega slaemt og börnin vöknuðu við lætin. Grind- verkið var skemmt og læsing á hliðinu brotin — ekki í fyrsta sinn að slíkt kemur fyrir," sögðu þau. Manuela hefur búið í Mjóstræt- inu í um ár. Og um ástandið nú sagði hún: „Það hefur versnað mjög upp á síðkastið. Okkur hér þykir vænt um Grjótaþorpið og ætlum okkur ekki að flytja héðan. Erum staðráðin í því að þrauka. En eftir helgar er hér allt gler- brotum stráð. Smábörnin hér í hverfinu hafa jafnvel komið heim með hálffullar brennivínsflöskur, sem þau hafa fundið, að loknu bríeríi. A laugardaginn var Mjóstrætinu lokað að beiðni okkar til að koma í veg fyrir þá stöðugu umferð, sem hefur verið í gegn um hverfið með öllum þeim hávaða, sem fylgir þegar stórum bíldrek- um er gefið í.“ Snorri er nýfluttur í hverfið og hann sagði: „Við vitum auðvitað að orsakir þess, að unglingar safnast saman á Hallærisplaninu eru, að þeir hafa í engan stað að venda. Þetta vandamál verður ekki leyst frá degi til dags. Ég skil vel, að krakkarnir þurfa útrás, — þau vantar stað. Það er ekki gæfuleg sjón að sjá þau hírast í kulda niðurfrá að vetri til. Mér dettur í hug tillaga sem Hrafn Gunnlaugsson kom með á sínum tíma, — ágæt tillaga en hún gekk úl á það, að breyta sænska frystihúsinu í æskulýðshöll. Astandið er gjörsamlega óvið- unandi eins og það er nú og yfirvöld hafa sýnt þessu máli allt of mikið tómlæti. Krakkarnir ganga hér um hverfið, brjóta, skemma og kasta af sér þvagi. Það er hreint rosalegt að sjá Aðal- strætið eftir slíkar samkomur — það er glerbrotum stráð sem ekki eru hreinsuð fyrr en á mánudegi. Krakkarnir hafa raðað upp kók- flöskum og síðan farið í keiluspil — eftir liggja glerbrotin eins og hráviði, smábörnum og öðrum til stórhættu," sagði Snorri. Snorri Snorrason. Manuela Wiesler og Camilla Söderberg, eiginkona Snorra ásamt barni þeirra. Kristin ásamt syni sinum. Tómasi. og vinkonu hans, sem við ekki kunnum að nafngreina. við hlið trésins sem var hrotið um helgina. Grjótaþorpið not- að sem salerni - rætt við Kristínu Unnsteinsdóttur „UNGLINGARNIR nota Grjóta þorpið sem salerni — drykkju- lætin og óspektirnar um helgar halda vöku fyrir ibúum. í gegn um þorpið er stanslaust rennerí háværra bíla — ástandið er vægast sagt óþolandi,“ sagði Kristín Unnsteinsdóttir, en hún býr að Bröttugötu 3a. „Síðustu misserin hefur börnum fjölgað hér mjög og það er ugg- vænlegt, að ekki skuli vera svefn- friður fyrir þau hér um helgar. Ónæðið er svo mikið, að stórhætta er af. Fyrir skömmu var stærðar grjóthnullung kastað inn um svefnherbergisgluggann — möl- braut rúðuna — ófögur heimsókn það og stórhættuleg. Við hjónin höfum búið hér í sex ár og undanfarið hefur ástandið mjög farið versnandi. Helst hægt að líkja því við múgæsingu. Það er hreint með ólíkindum, hve um- gengni fólks er lágkúruleg. Grind- verkið hefur margoft verið brotið. Tréð í garðinum var brotið um helgina. Hér er vaðið inn í garðinn og fólk gengur örna sinna. Að lokinni hverri helgi er það okkar fyrsta verk að hreinsa garðinn, — fjarlægja brotnar brennivínsflöskur og klósettpapp- ír og svo framvegis. Ástandið er ekki hægt að þola öllu lengur — borgaryfirvöld verða að grípa til einhverra að- gerða til að stemma stigu við þessum ófögnuði. Til að mynda að stöðva alla umferð að Hallæris- planinu. Grjótaþorpið nýtur nokkurrar sérstöðu meðal íslenzkra íbúðar- hverfa. Ekki er öllum húsum vel við haldið. Unglingarnir myndu aldrei haga sér svona í eigin hverfum — þau virðast líta á Grjótaþorpið sem eitthvert „slöm“. Þrátt fyrir það sem undan er gengið, ætlum við ekki að gefa okkur — erum staðráðin í því að búa hér áfram,“ sagði Kristín. hefur fengið nóg af ofbeldi á stríðsárunum, ráðleggur konu sinni að skipta sér ekki af því sem er að gerast, en án árangurs og taugar hans bresta. Gabriele er sjálf að því komin að falla saman. Hana dreymir lauflaust tré og í því hanga nakin lík eins og þungir ávextir. Tréð er án róta. Gestern war Heute er vitnis- burður konu sem lifað hefur mikla ólgutíma og kemur ekki auga á að þeim linni þrátt fyrir breytt viðhorf margra. í heiðar- leik sínum tekst Ingeborg Drew- itz að segja okkur margt sem fáum tekst án öfga. Bók hennar er heimild sem er ekki síst merk fyrir þann vilja að skilja hin illu öfl sem búa í manninum og von um að unnt sé að halda þeim í skefjum. Ef flokka á bók hennar með svokölluðum kvennabók- menntum felast lykilorðin í eft- irfarandi: „Allar konur eru um leið Ég og Við.“ Gestern war Heute er meðal trúverðugri bóka um þýska sam- tíð — ekki síst þann óróleik sem einkennt hefur Þýskaland eftir- stríðsáranna. En bókin er fyrst og fremst persónusaga Evrópu- búa sem skynjar samhengið í þjáningum allra manna. Við erum f lutt!! med auglýsingastof u og skrif stof u okkar ad Bolholtí 6. Breytt símanúmer 36777 og 37035 I... — Offsetmyndagerð og prentmyndagerð eru áfram að Aðalstrœti 6, óbreytt simanúmer MYNDAMÓT HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.