Morgunblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1980 31 Af framangreindu má sjá að stálbræðslan og sú vinna, sem nú er unnin til fullnaðarákvarðana- töku, er síður en svo eitthvert einka gæluverkefni Hjörleifs Guttormssonar, heldur lætur hann nú á ábyrgan hátt vinna til hlítar verkefni sem virðist væn- legt til árangurs. Að því er nú unnið og er vonast til þess að endanleg skýrsla verkefnisstjórn- ar, er hann skipaði nú í sumar, liggi fyrir um miðjan október. Verði niðurstaðan að þessu sinni jafn hagstæð og áður má búast við því að ný og arðbær iðngrein verði komin á framkvæmdastig áður en langt um líður. Munu þá fljótlega myndast áttatíu til hundrað ný atvinnutækifæri þegar brota- járnsiðnaðurinn er með talinn. Tilraunastarfsemi Rekstur hinnar fyrirhuguðu stálbræðslu hefur ekkert með neina tilraunastarfsemi að gera. Beitt verður háþróaðri og vel þekktri tækni sem nú er í notkun í öllum nágrannalöndum. Vissir aðilar hafa og reynt að gera rekstur fyrirtækisins tor- tryggilegan vegna skorts á inn- lendu hráefni (brotajárni). Brota- járnið er auðvitað aðaihráefni stálbræðslunnar þótt aðrar rekstrarvörur þurfi í nokkrum mæli (innlendar og innfluttar). Almenna verkfræðistofan vann á þessu ári á vegum iðnaðarráðu- neytisins að athugun á tilfallandi brotajárnsmagni hérlendis. Miðað við lægri mörk brotajárnsmagns- ins í athugun Alm. verk.st. er niðurstaðan sú að verði ekki flutt út brotajárn meðan á byggingu verksmiðjunnar stendur og að tveggja ára samsafn sé fyrir hendi, mun vera til nægilegt brotajárn til starfseminnar fyrstu fjögur árin, það er andvirði ca. 3,5 milljarða króna komið að verk- smiðjuvegg (nú að mestu grafið eða komið fyrir á annan hátt með ærnum kostnaði). Séu hinsvegar hærri mörkin tekin til hliðsjónar má ætla að enginn innflutningur þyrfti að koma til. Það er sam- dóma álit okkar Stálfélagsmanna að sú verði reyndin, þegar verk- smiðjan hefur tekið til starfa og brotajárnið verði eftirsótt og verð- mæt vara, í stað þess að vera nú rusl sem þarf að fjarlægja. Brota- járnsmagnið ræðst nefnilega af neyslu í þjóðfélaginu fyrst og fremst, en íslendingar standa þar fáum þjóðum að baki og sé miðað við flestar nágrannaþjóðirnar ættu hérlendis að falla til um 20 þúsund tonn árlega, eða meira en nægilegt til þess að fullnægja þörf verksmiðjunnar tii framleiðslu á um 15 þúsund tonnum af steypu- styrktarstáli. Vísir að stóriðju Á íslandi er nú framleitt ál og járnblendi í stóriðjustíl, hráefni er flutt að og framleiðsla flutt út, en íslendingar selja vinnu, þjón- ustu og orku. Keflavikurflugvöllur: Hér lijíííja þúsundir tonna aí brotajárni á svaíði Varnarliðsins, Sölunefnd- arinnar og Aðalverktaka. Fyrir þremur árum urðaði Varnarliðið mikið magn af brotajárni sem enginn gat hagnýtt. Stálverk- smiðjan myndi breyta þessum og öðrum brota- járnshaugum í verðmæta verslunarvöru og stuðla að umhverfisvernd. Áframhald hlýtur að verða á stóriðjuframkvæmdum, um það verður ekki deilt, þótt deilt hafi verið um eignaraðild íslendinga að slíkum fyrirtækjum. Hversvegna skyldi ekki verða framleitt stál í stórum stíl hér- lendis úr aðfluttu hráefni eins og nú á sér stað með álið og járn- blendið? Þetta er gert víða og má þar sérstaklega minna á japanska stáliðnaðinn sem átt hefur drjúg- an þátt í „japanska efnahagsundr- inu". Litla stálbræðslan, sem nú er fyrirhuguð, gæti orðið vísir að miklu stærra fyrirtæki í framtíð- inni og myndi þá áunnin reynsla og iðnþekking verða ómetanleg. 40% samdrátt- ur vegria skatt- lagningar EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á aðalfundi „ís- landsdeildar alþjóðasambands hljómplötuútgefenda", sem haldinn var 3. júlí 1980: „Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir því að þrátt fyrir mjög erfið skilyrði skuli á næstu vikum taka til starfa hljómplötupressa á íslandi. Má því segja að þessi ungi iðnaður sé að öllu leyti kominn inn í landið. Er það von fundarins að yfirvöld sýni hljómplötuiðnað- inum aukinn skilning í framtíð- inni og létti verulega þeirri þungii skattbyrði sem hvílt hef- ur á innflutningi og sölu hljómplatna, sem m.a. hefur orðið til þess að verslun með hljómplötur hefur í mjög aukn- um mæli flust úr landinu. Sýnt hefur verið fram á að þótt ríkisvaldið drægi veruiega úr skattheimtu á hljómplötum, myndu tekjur ríkissjóðs ekki minnka þar sem gera má ráð fyrir mjög aukinni eftirspurn. Því til staðfestingar vill fundur- inn benda á að sala á hljómplöt- um hefur dregist saman um u.þ.b. 40% sl. tvö ár. Höfuð- ástæður þessa mikla samdrátt- ar er aukin skattheimta ríkisins á sama tíma. í stjórn félagsins voru kjörnir fyrir næsta starfsár Ölafur Haraldsson, formaður, Steinar berg ísleifsson, ritari og Jón Ólafsson, meðstjórnandi. AUCLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTA hf 200.000 menná æfingum Cwteau, Belgfu, 2. xeptember. AP. Rúmlega 200.000 hermenn munu taka þátt í árlegum æfingum NATO er ganga undir nafninu „ Autumn Forge 80" og hef jast á mánu- daginn og standa fram í miðjan nóvember. Æfingarnar eiga að sýna sameiginlegar tilraunir bandalagsríkjanna til að auka varnargetu sína og hæfni til að koma í veg fyrir árás, að því er sagt var í aðalstöðvum herstjórnar NATO í dag. Æfingarnar verða alls 25 og fara fram á öllu bandalags- svæðinu, allt frá Norður- Noregi til Tyrklands. Allt að sex bandalagsríki taka þátt í æfingunum. Fastur liður í æfingunum eru loftflutningar bandarískra hermanna til Evrópu og að þessu sinni verða 17.000 hermenn fluttir loft- leiðis. AUGLYSINGASÍMINN ER: fe^. 224ID ^O^ P*r0unbUbtt> Brlöge Umsjón. ARNÓR RAGNARSSON Sumarspilamennsk- an í Domus Ekki er lát á góðri þátttöku í sumarspilamennskunni í Domus. Sl. fimmtudag mættu 54 pör og var spilað í 4 riðlum. Bestu skor náðu: A-riðill: stig Zophanías Benediktsson — Baldur Ásgeirsson 265 Brandur Brynjólfsson — Þórarinn Alexandersson 241 Kristín Þórðardóttir — Jón Pálsson 234 Óli Valdimarsson — Baldur Jónsson 229 B-riðill: stig Sigríður Ottósdóttir — Dóra Priðleifsdóttir 256 Bernharður Guðmundsson — Júlíus Guðmundsson 250 Georg Sverrisson — Rúnar Magnússon 238 Steinar — Heimir 233 C-riðill: stig Valur Sigurðsson — Jón Baldursson 197 Guðmundur Auðunsson — Svavar Björnsson 188 Oddur Hjaltason — Guðbrandur Sigurbergsson 176 Tryggvi Bjarnason — Steinberg Ríkharðsson 175 D-riðill: stig Dröfn Guðmundsdóttir — Einar Sigurðsson 105 Aðalsteinn Jörgensen — Stefán Pálsson 104 Sigurjón Heigason — Vigfús Pálsson 91 Enn jafnast keppnin í heildar- stigabaráttunni því erfitt virðist að hemja Val og Jón. Þegar tveim spilakvöldum er ólokið er staðan þessi: stig Sverrir Kristinsson 17 Valur Sigurðsson 17 Sigfús Örn Árnason 16 Jón Baldursson 15 Jón Þorvarðarson 12,5 Aðalsteinn Jörgensen 12 Meðalskor í A og B var 210,156 í C og 84 í D-riðli. Keppnisstjóri var Ólafur Lárus- son. Spilað verður á fimmtudaginn kemur, og er það næst síðasta kvöld sumarkeppninnar. Keppt er í Domus Medica og hefst spilamennskan í síðasta riðli kl. 19.30, stundvíslega. Frá Ásunum: Næst síðasta keppniskvöld í sumarspilamennsku Ásanna var síðastliðinn mánudag. 18 pör mættu og var spilað í tveim 10-para riðlum. Efst urðu: A-riðill stig Georg Sverrisson — Rúnar Magnússon 134 Sverrir Ármannsson — Valur Sigurðsson 132 Stefán Pálsson — Ægir Magnússon 124 B-riðill: stig Ester Jakobsdóttir — Guðmundur Pétursson 124 Kristín Þórðardóttir — Jón Pálsson 118 Ragnar Halldórsson — Högni Torfason 115 Aðeins er eftir að spila eitt kvöld og stendur slagurinn í heildarstigakeppninni því ein- ungis milli félaganna Georgs og Rúnars: stig Georg Sverrisson 13 Rúnar Magnússon 10,5 Valur Sigurðsson 8,5 Sigfinnur Snorrason 7 Orðsending frá Bridgefélagi Breiðholts Fyrsta spilakvöld vetrarins verður þriðjudaginn 9. sept. kl 7.30. Byrjað verður á eins kvölds tvímenningi og er fyrirhugað að spila á hverju þriðjudagskvöldi í vetur. Mætið vel og stundvíslega. • Stjórnin. þeir eru að fáann þessa dagana á Rcfa girnislinuna Grandagaröi 13 SÍmi 21915. W fHmgmt i Kaupmannahöf n FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI PARKER 45 Sígildur skólapenni Ý PARKER eftirsóttasti penni heims

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.