Morgunblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1980 33 Frá aðalfundi Sambands sveitarfélaga i Austurlandskjördæmi. Ljósm. Mbl. Jóh. D. Jónsson. Samband sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi: Vilja orkufrekan iðn- að í Reyðarf jörð Esilsstððum 28. áKúst 1980. AÐALFUNDUR Sambands sveit- arfélaga i Austurlandskjördæmi var haldinn á Vopnafirði dagana 21. -23. ágúst sl. í framhaldi af aðalfundi SSA var haldinn á laugardeginum 24. ágúst fundur sveitarstjórnarmanna og alþing- ismanna kjördæmisins um orku- mál. Mörg mál voru til umfjöllunar á aðalfundinum, en mest bar þar á aðalmáli fundarins, sjávarút- vegsmálum. Kom fram hjá fund- armönnum gagnrýni á kvótaskipt- ingu sem kemur illa niður á smærri byggðum á Austurlandi. Meðal annara mála, sem fengu langa, nákvæma og snarpa um- ræðu var hugmyndin um orku- frekan iðnað í Reyðarfirði. Aðeins einn fundarmanna mælti eindreg- ið gegn orkufrekum iðnaði í Reyð- arfirði, en alþingismaðurinn Helgi Seljan frá Reyðarfirði vildi fara varlega í sakirnar og ráðherrann Hjörleifur Guttormsson vildi láta fara fram mjög nákvæma rann- sókn á öllum hliðum málsins. Þrátt fyrir þessa afstöðu þing- manna Alþýðubandalagsins hefur náðst samstaða bæjar- og sveitar- stjórnarmanna á Eskifirði og Reyðarfirði um framgang málsins. Segja má frá því, að helsti tals- maður orkufreks iðnaðar í Reyð- arfirði á fundinum var ásamt Sverri Hermannssyni, Hrafnkell Jónsson, bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins á Eskifirði. Tillaga um þetta mál var samþykkt og fer hún hér á eftir: „Aðalfundur S.A.A., haldinn á Vopnafirði 21.—22. ágúst 1980, ítrekar og áréttar tillögur aðal- fundar S.S.A. 1979 um orkumál. Jafnframt lýsir fundurinn stuðn- ingi sinum við framkomna sam- þykkt sveitarstjórna á Reyðarfirði og Eskifirði dags. 20. ágúst 1980 um orku- og atvinnumál." Á orkumálafundinum, sem haldinn var á Vopnafirði á sama tíma eins og áður segir, var ályktun um orkumál einróma samþ.: 1 „Fundur S.S.A. um orkumál, haldinn á Vopnafirði 23. ágúst, lýsir ánægju sinni með samstöðu þingmanna Austurlands í virkjun- ar- og atvinnumálum fjórðungs- ins. Fundurinn vill leggja áherslu á eftirfarandi atriði: 1. Virkjunarmál: Til að nálgast þau markmið S.S.A., að í fjórð- ungnum sé til staðar nægileg orka, við sem mestu öryggi og við sem lægstu verði er virkjun í fjórðungnum grundvallarat- riði. 2. Orkufrekur iðnaður: Fundurinn telur nauðsynlegt að nú þegar verði hafinn undirbúningur að orkufrekum iðnaði í fjórðungn- um. 3. Verðlagsmál: Fundurinn leggur áherslu á að fullur jöfnuður náist sem fyrst í verðlagningu orku í landinu, og skorar á þingmenn að halda vöku sinni í þessum efnum." Stjórn Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi skipa nú: Jónas Hallgrímsson, Seyðisfirði, formaður, Albert Kemþ, Fá- skrúðsfirði, Sigurður Geirsson, Höfn, Logi Kristjánsson, Nes- kaupstað, Brynjólfur Bergsteins- son, Fellahr., Vilhjálmur Hjálm- arsson, Mjóafirði og Kristinn Pét- ursson, Skeggjastaðahreppi. Jóh. D. Jónsson. Spenna magnast aftur í Kampala Kampala. 2. september. AP. LOGREGLA hefur komið íyrir nýjum vegatálmunum í Kampala og nágrenni vegna vaxandi spennu, sem stafar af því, að ljóst virðist vera að fyrstu kosningar í Uganda síðan 1962 muni ekki fara f ram í lok mánaðarins. Ákveðið hafði verið að kosn- ingarnar færu fram 30. sept- ember. En Demókrataflokkur- inn sagði í yfirlýsingu í þess- ari viku, að samkvæmt „áreið- anlegum heimildum" yrði kosningunum frestað í einn mánuð. Aðalritari flokkstns, Franc- is Bwengye, sagði á blaða- mannafundi, að ef herfor- ingjastjórnin gæfi ekki við- hlítandi skýringu á þessari töf kynni flokkurinn að boða alls- herjarverkfall. Ferðamenn, sem hafa komið til Kenýa, segja, að vegatálm- unum hafi bæði verið komið fyrir í Kampala og á leiðinni að landamærunum. Leit er gerð á fólki og í bílum að vopnum. Auknar öryggisráðstafanir fylgja í kjölfar nýlegra lög- brota í höfuðborginni. Emb- ættismenn í Kenýa segja einn- ig frá fréttum um bardaga milli landsmanna og Uganda- og Tanzaníuhermanna á landamærasvæðum. G§ÐI — erm einu stnm feti rramar # Við höfum ávallt kappkostað að sinna kröfum neytenda og höfum því útbúið nýja merkimiða á vörur okkar Söltuð. þurrkuð og reykt Spæipylsa PAKKAÐ } p^NGD ¦ KÍLÓVERÐ VERÐ Kælivara - Geymiat við 0-4' C ..SrPASTI sðLUDAGUR_J*»^!l!^ Hráelnl: Svínatita, nautgripa kjöt,svínak)öt,salt.krydd, sykur. Sýnir. Glukono-delta-lakton. bráavamawfnl og JónWndar. Askorbinsýra. Rotvamaretnl: Natriumnitrit Nærlngarglh«í100gu.Þ.b.: Prótein13g,«ta50g.matór- salt 2.8 g. hltaeiningar 450. INNIHALDSIÍSING er unnin í samráði við Rannsóknarstofu Búvörudeildar, með ýtarlegri upplýsingum en áður hafa þekkst, — enda trygging fyrir góðri vöru. , UTTUÁ MIÐANN AÐTJR EN ÞÚ VELUR — pað bot^ar sig. @ KJÖITOs[/\ÐAI^iœ SAMBANDSINS ALLT FYRIR BARNIÐ ÞITT aÖr* Hentug husgögn í smekklegu samræmi vekja löngun hjá barni þínu til að vera heima og stunda nám sitt af kostgæfni. Hjá okkur er mesta úrval landsins af allskonar húsgögnum í unglingaherbergi, svefnbekkjum, hirslum, skrifboroum og fleiru og fleiru. 0g afborgunarkjörin eru hvergi hag- stæðari en hjá okkur. Líttu inn, þaö borgar sig. UJU ^^^^^PPfck. BUdshöfÖa 20 -S (91)81410-81199 Sýningahöllinni - Ártúnshöfða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.