Morgunblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1980 25 gesti þar hafa litið skelfda hvern á annan þegar rafmagnið fór af og allir settu það í samband við gosið. — En þetta hefur verið mjög skemmtilegur tími, við höfum tekið þátt í ströngu nám- skeiði og erum nú að ljúka við þjálfun. Eftir þjálfunina hér fara þeir heim til Stokkhólms og síðan er ráðgert að þeir fari til Malaysíu snemma í september og taki þar við störfum eftir frekari þjálfun þar. Þjálfunarflugstjóri Mal- aysia Airline System kom hingað til lands á dögunum til að ræða við hina væntanlegu flug- menn sína og kváðu þeir hann hafa verið ánægðan með allan undirbúning og þjálfun þeirra hér. — Við verðum þó að hafa eitt í huga þegar við hefjum störf þarna suður frá, en það er að koma ekki fram eins og sá sem valdið hefur. Við göngum inn í störf á Fokker-flugvélum hjá félagi sem hefur þúsundir starfsmanna og segja þeir sem Sem fyrr greinir er ástæða þess að Svíarnir hverfa úr starfi heima sú að Linjeflyg þarf að fækka nokkuð starfsmönnum. Þeir lýstu nánar þessum erfið- leikum: — Félagið á við tímabundna erfiðleika að stríða núna og vorum við flugmenn spurðir hvort við gætum hugsað okkur að starfa um tíma erlendis, en á meðan er búist við að félagið geti vaxið frekar og að okkar verði þörf að tveimur árum liðnum eða þar um bil. Forráðamenn Linjeflyg hafa fundið verkefni í Malaysíu og við förum þangað einir tíu, en þeir sem heima eru breyta einnig nokkuð um starfs- tilhögun, sumir minnka við sig vinnu, fara í 50 eða 75% starf, sumir hyggjast hætta áður en þeir ná eftirlaunaaldri og fá þá lægri eftirlaun og þar fram eftir götunum. Linjeflyg greiðir kostnaðinn af þjálfun okkar og vill þannig að við höldum starf- inu, en förum aðeins um tíma til annars félags. menn 1 eiðum Hvers vegna fer þjálfunin fram hjá Flugleiðum ? — Það er vegna þess að þetta kom mjög snögglega til og þegar farið var að leita að félögum sem reka F-27 vélar og gætu þjálfað okkur var Flugleiðir eitt þeirra og gat tekið okkur strax, auk þess sem við höldum að verðið hafi verið sanngjarnt, segja Sví- arnir að lokum. starfað hafa með Asíumönnum að við verðum að leyfa þeim að finna hvaða hæfileikum þeir búa yfir, enda förum við ekki út til annars en að fljúga, við eigum ekki að sjá um neina þjálfun eða kennslu þarna. Þvi er líka við að bæta að þarna vinnum við eftir allt öðrum kjarasamningum en heima, lækkum nokkuð í láunum og fljúgum trúlega meira. En við förum ekki til að moka inn peningum, gerum þetta til að greiða fyrir því að sem flestir haldi starfi hjá Linjeflyg og þannig sinnum við áfram því starfi sem við höfupi lært til. Við höfum flestir flogið í yfir 20 ár og erfitt að skipta um stárf eftir svo langan tíma. Hita og þunga af flugþjálfun- inni hefur borið Ingimar Svein- björnsson flugstjóri og Gylfi Jónsson með honum, en fleiri hafa komið til og kennt á bóklegu námskeiði sem fram fór fyrst. Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi sagði að nokkuð hefði verið gælt við þá hugmynd að námskeið sem þessi gætu orðið fastur liður hjá starfi Flugleiða, mörg flugfélög hefðu af því töluverða atvinnu að þjálfa flugmenn og mætti kannski búast við að fleiri kæmu í kjölfar Svíanna þegar fréttir af námskeiðinu spyrðust til ann- arra félaga, sem þyrftu á þjálfun nýrra flugmanna að halda. Þrír starfsmanna Arnar- flugs, sem sátu fund með sam- gönguráðherra í gær. frá vinstri: Guðmundur Hilmarsson, Guð- björg Kristjánsdóttir og óskar Sigurðsson. Ljósm. Krístján. sem hinar tvær þotur Arnarflugs hafa sinnt í sumar, og fáist ekki frekari verkefni er ljóst að all- margir starfsmenn verða þá að hætta, en haida á eftir tveimur áhöfnum. Flugfreyjur hafa verið 45 og mun um helmingur þeirra vilja halda áfram því starfi, en hinar hverfa í nám eða aðra vinnu. Óljóst er því einnig hvaða verkefni hinar fá. — Draumur okkar hjá Arnar- flugi er sá, að með tímanum takist að afla verkefna hér heima fyrir aðra þotuna árið um kring, en hin yrði í leiguflugi úti í heimi, en með því gefst tækifæri til að skipta um áhafnir við myndum áfram búa i sína að þakka Irnarflugs, sem voru guráðherra í gær förnu. Arnarflugsfólkið tók það skýrt fram, að hér töluðu þau aðeins sem starfsmenn félagsins og lýstu hér málunum eins og þau kæmu þeim fyrir sjónir. Samvinna stjórna Arnarflugs og Flugleiða hefði alla tíð verið með ágætum og yrði vonandi áfram. I þessum mánuði lýkur þeim verkefnum, hérlendis. Við viljum starfa á Islandi, en ekki til langframa erlendis og væri því æskilegt að fá sem flest verkefni heima við. Innanlandsflugið virðist ganga eins og við var búist og þótt nú komi til áætlunarflug á nýjan stað, Grundarfjörð, verður innan- landsflugið aðeins hluti af starfi Arnarflugs, hinn hlutinn er milli- landaflugið, sem verður að sinna og leggja mikla vinnu í að ná verkefnum og berjast af hörku til að halda þeim. lítið breyst þrátt fyrir allt. Önnur ástæða fyrir blaða- skrifum er vafalaust sú, að nú er komið í óefni og eru margir í miklum vandræðum með sig og sína. Öldruðu fólki fjölgar hlut- fallslega miklu meir en öðrum aldursflokkum. Háaldraðir — 80 ára og eldri — eru sérstaklega illa settir, vegna þess að þá fer heilsan að gefa sig fyrir alvöru hjá mörgum. Þetta vita reyndar allir, sem hugsa um þessi mál, en því miður eru það ekki margir. Ef áhugi og skilningur væri fyrir hendi, væru þessi mál ekki komin í strand. Gísli Sigurbjörnsson forstjóri: Hjúkrunar- heimili Undanfarið hefur óvenju mik- ið verið rætt og ritað um málefni eldra fólksins og ber að fagna því. Of lengi hefur allur fjöldinn látið sig þau litlu eða engu skipta, enda er elli kerling óra- langt undan hjá svo mörgum. Astæðurnar fyrir því, að elli- málin koma á dagskrá, eru eftir minni reynslu þær, að kosningar eru í nánd, en aldraða fólkið hefur ennþá kosningarétt og þess vegna er rétt að muna eftir því — blessuðu — eins og þær gerðu um árið. Þær komu einn dag á skrifstofu mína á Grund — fjórar talsins — og spurðu, hvað þær gætu gert fyrir bless- aða gamla fólkið, einmana vina- fáa einstæðinga, sem dveldu á Grund. Þessari góðsemi var ég óvanur og þakkaði þeim innilega fyrir framtak þeirra og vinarhug og benti á, að eflaust myndi það gleðja einhvern, ef honum eða henni væri boðið í sunnudags- matinn hjá þeim. Þær þökkuðu með mörgum orðum þessa uppá- stungu, sem þær tóku fegins- hendi. Síðan sendu þær eigin- menn sína nokkrum sinnum til þess að ná í sunnudagsgestina sína. En eftir kosningar hefur ekkert heyrst frá þeim. Líklega hefur þessi hugsunarháttur Oft og mörgum sinnum hef ég reynt, í ræðu og riti, að benda á ieiðir til úrbóta, en því miður án árangurs. Enda er fátt jafn illa séð hjá ráðamönnum og það, að leggja á ráðin. Þeir vita þetta svo miklu betur, reynslulitlir oft að vísu, en á íslandi er reynslan lítils metin og svo fer sem fer. Um þessi mál er tilgangslaust að skrifa langt mál. Geri það reyndar í Heimilispóstinn — hef gert það í 16 ár — en hann er ekkert Morgunblað. Þessi grein kemur fyrir margra augu, en hitt er óvíst, hvort margir lesa hana. Allur fjöldinn hefur of- næmi fyrir slíkum skrifum, en ef til vill les greinina einhver, sem áhuga hefur á úrlausn mála, úrlausn er stórt orð — réttara er að segja, hefur áhuga á að ræða mikið vandamál, sem snertir fjölda manns, einstæðinga — oft vinafátt aldrað og sjúkt fólk. Við ættum að tala um þetta, ef þér hafið tíma og áhuga. Við erum að vinna að þessum málum, en það vantar áhugafólk, sem vill leggja hönd á plóginn. Ef við berum saman bækur okkar, er ég sannfærður um, að eitthvað pósitívt — jákvætt — verður árangurinn. Ef þér hafið tíma. Siglfirðingar gera 50—75 m skíðastökkbraut ,.I>ETTA verður anzi stór stökkbraut, að minnsta kosti miðað við það. sem íslenzkir skíðastökkmenn hafa verið að stökkva í síðustu árin. því við vonum að hún gefi stökk á bilinu 50 til 75 metrar. en til samanburðar má geta þess, að lengsta stökk á Stóra-Bola mældist 03 metrar. en Stóri- Boli var sérbyggður stökk- pallur, sem við höfum nú lagt af vegna breyttra snjóalaga og einnig stóð hofuðvindáttin alltaf þvert á stökkpallinn. Og lengsta stökk á íslandi. sem ég veit um, og var stokkið í Hvanneyrarskál mældist 64,5 metrar.*' sagði Kristján Möll- er. íþróttafulltrúi í Siglufirði, er Mbl. spurði hann um nýjan skíðastökkpall. sem Sigflfirð- ingar eru að gera. „Við erum að ryðja út fyrir brautinni núna norðanvert í Hólshyrnunni og þar er svo mikill bratti, að við erum með tvær jarðýtur. Frá þeirri, sem er að vinna í brautinni liggur vír í gegn um blökk og síðan í hina jarðýtuna, sem heldur við þá, sem er að vinna og dregur hana upp í brautinni," sagði Kristján. „Við hliðina á stökk- pallinum verður togbraut og þetta ætlum við að hafa tilbúið, þegar landsmótið á skíðum verður hér um páskana." Kristján sagði, að stökkpall- urinn væri teiknaður af norska stökkmanninum Ingolf Mork, en fyrirhugað er að gera til hliðar við þessa aðra og enn stærri braut, sem gæti gefið allt að 20 metra lengri stökk. Þá sagði Kristján einnig mögu- leika á að gera fleiri og minni stökkbrautir á þessu svæði. Kristján sagði, að það myndi vafalaust taka eitt, tvö ár að þjálfa stökkmenn til að nýta möguleika nýju stökkbrautar- innar til fulls, en stefnan væri að fá alþjóðlega viðurkenningu á brautina, þegar þar að kæmi. Rikisútvarpið: 10% álag og einnig há- marksdráttarvextir - nýiar reglur um vanskilagreiðslur SJÓNVARPS- og hljóðvarpseig- endur hafa síðustu daga fengið i hendur innheimtuseðla Kíkisút- varpsins, síðari innheimtu þessa árs. Nokkur breyting heíur verið gerð á innheimtunni og er þar stuðst við reglugerð menntamála- ráðuneytisins frá 15. ágúst s.l. um breytingu á fyrri reglugerð um Rikisútvarp, en við fyrri innheimtu var ekki farið að þeirri reglugerð, eins og Neyt- endasamtökin bentu á á þeim tíma og Mbl. gerði grein fyrir. Voru eigendur sjónvarpsviðtækja þá einnig látnir greiða fyrir hljóðvarp, þrátt fyrir ákvæði reglugerðar um að þeir hefðu með greiðslu sjónvarpsgjalds einnig innt aí hendi hljóðvarps- gjald. Þá er á innheimtuseðlun- um nú boðuð ný aðferð til inn- heimtu vanskilaskulda og hefur túlkun þess boðskapar nokkuð vafist fyrir mönnum. þeirra, sem ekki eiga sjónvarp er kr. 10.700, þannig að sjónvarps- gjöldin hafa verið hækkuð um sem svarar sjónvarps- og hljóðvarps- gjaldinu, eins og þau voru við fyrri innheimtuna, auk verðbótahækk- ana. Þá er nú tekinn upp nýr háttur á meðferð ógreiddra gjalda eftir ein- daga og segir svo á innheimtuseðl- inum: „Hafi reikningur ekki verið greiddur á réttum tíma leggst strax á hann 10% álag og innheimtu- kostnaður auk dráttarvaxta, eins og þeir eru á hverjum tíma samkvæmt ákvörðun Seðlabanka íslands." í reglugerðinni til breytinga á fyrri reglugerð segir um þetta atriði: „Nú hefur gjaldandi ekki greitt afnota- gjald innan 21 dags frá gjalddaga þess, og leggst þá við gjaldið 10% álag vegna kostnaðar af innheimtu og annar kostnaður af vanskilum. Dráttarvextir reiknast mánaðar- lega frá og með næstu mánaða- mótum eftir eindaga." Sú breyting hefur verið gerð, að nú er innheimt afnotagjald Ríkis- útvarpsins, sem miðast við fjölda sjónvarpsviðtækja og er gjaldið 41.200 kr. fyrir litatæki, 32.800 fyrir svart/hvítt tæki og hljóðvarpsgjald Skv. því sem stendur á innheimt- useðlinum skal greiða 10% álag á heildarupphæðina, þegar til ein- daga kemur, og innheimtukostnað, auk dráttarvaxta, eins og þeir eru ákveðnir á hverjum tíma sam- kvæmt ákvörðun Seðlabankans, en í reglugerðinni er talað um að 10% álagið sé vegna kostnaðar af inn- heimtu. Mbl. hafði samband við Hörð Vilhjálmsson fjármálastjóra Ríkis- útvarpsins og spurði hann hvernig Ríkisútvarpið myndi standa að þessari innheimtu. Hann sagði að um leið og gjaldið félli í eindaga myndi 10% gjaldið bætast við og væri það hreinn innheimtukostnað- ur og myndi ekki annar innheimtu- kostnaður leggjast þar ofan á, skv. sinni túlkun. „Þá verða þremur vikum eftir gjalddaga lagðir á dráttarvextir, skv. hæstu lögleyfðu vanskilavöxtum, ákvörðuðum af Seðlabankanum og er það hreinn fjármagnskostnaður að okkar rnati." Þá sagði Hörður, að drátt- arvextir yrðu reiknaðir mánaðar- lega á heildarupphæðina eins og hún væri orðin hverju sinni, en hámarksupphæð vanskilavaxta er nú 4,74% á mánuði, skv. ákvörðun Seðlabankans. Hörður sagði einnig að hann teldi, að hér væri fyllilega farið að lögum og ekki væri um að ræða aðrar aðfarir en þær sem gildu almennt í þessum efnum. Ekki tókst að ná sambandi við menntamálaráðherra Ingvar Gísl- ason vegna máis þessa í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.