Morgunblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1980 ' ¦MMMMH A FLAKKI UM FLJOTSDALINN: Frá Asunum, innan vid Hallormsstaö þar sem Jón Loftsson lót í fyrra gróöursetja 30 þús. lerkiplöntur innan um urö og grjót. < fc Sveppagróður og lerki virðist hvarvetna fylgjast að og styður hvort annað. „Það er ekki nóg að haf a 1 ur örfoka vegna hirðulc Heimsókn til Jóns Lof tssonar, skógarvarðar á Hallormsstað „Þá er sú breyting varð á um ábúð Hallormsstaðar, að fjárbú lagðist niður innan takmarka skógarins, heyrðust raddir um það, að það væri óvit að „eyðileggja" eins góða bújörð og Hallormsstaður væri, eins og þeir komust að orði. Þá var almenningi eigi Ijóst, hve glæsileg skilyrði voru hér til þess að gera skóginn, sem þá var kominn í niðurníðslu, einkum af fjárbeit, blómlegan og tilkomumikinn. Ræktunar- hugur sá, er aukist hef ur mjög seinustu áratugina, var þá eins Svo ritar Guttormur Pálsson, urður Blöndal og lið hans, plantaði skógarvörður í bæklingnum „Hall- ormsstaður- og Hallormsstaðar- skógur, — tuttugu og fimm ára minningarrit skógræktarinnar," sem var gefið út 1931. Á þeim tæpu fimmtíu árum, sem eru liðin síðan, hafa breytingar á skóginum í Hallormsstað orðið með ólíkind- um, hann hefur þanizt út og tekið glæsilega fjörkippi, bæði sá sem fyrir var, og einnig hefur plöntun og uppgræðsla nýrra reita orðið ákaflega farsæl. Ég hef aldrei verið á móti trjám. Eins og ég hef orðað það ansi góð með mig „tré eru ágæt þar sem þau skyggja ekki á landslagið." Síðan ég á dögunum þeyttist um allan Hallormsstað- arskóg, — í fyrsta sinn — í fylgd með skógarverðinum sem nú er, Jóni Loftssyni, er ég farin að horfa öðruvísi á landslag. Velti því stundum fyrir mér, þegar ég fer um berangursleg svæði, að þarna ættu skógræktarmenn að vippa sér í að girða og planta trjám. Eftir að hafa farið út í lerki- skóginn í Mjóanesi, þar sem Sig- örsmáum plöntum, sem varla náðu upp úr jörðinni árið 1970, blasir nú við stór og mikill skógur. Eftir að hafa skyggnzt bak við „leiktjaldið" þar sem birkitrén við veginn skýla tignarlegum greni- skógi, farið og horft yfir flæmið í Hafursárlandi, sem hefur nú ný- lega verið friðað og Jón Loftsson spáir því, að þarna verði í stað uppblásturs kominn skógur innan áratugs; farið með honum og skoðað græðireitina, þar sem er verið að búa plönturnar undir að fara út í stóra heiminn, rölt um um gróna og gamla lundi eins og Guttormslund o.fl. og síðan en ekki sízt farið á nýtt svæði, Ásana, innan við Hallormsstaö, þar sem við fyrstu sýn er ekkert nema urð og grjót. Ganga út á allt þetta grjót og sjá: þarna eru örlitlar lerkiplöntur að teygja úr sér. Þarna lét Jón gróðursetja í fyrra 30 þús. plöntur og nú á að vita, hvað gerist. Hann segir, að ýms- um hafi blöskrað þessi uppátekt sín og ekki hafa allar lerkiplönt- urnar lifað af, en sumar þeirra eru og á byrjunarstigi. Hugsunarhátturinn er rányrkjan hafði mótað, var þá enn almennur, að minnsta kosti hér austan- lands. Það var því eðlilegt að því yrði ekki vel tekið að takmarka búskap á góðri fjárjörð eins og Hallormsstað. Framan af árunum er síðan eru liðin hefur bólað á sams konar skammsýni og enn í dag eru hér um slóðir menn, er sami hugsunarhátturinn loðir við. Þó má fullyrða, að þetta eru undantekningar..." Sigurði Blöndal í nokkur ár áður. Eg spyr hann í hverju starfið sé fólgið. ljómandi bragglegar og Jón fer létt með að sannf æra mann um að „þarna verði kominn lerkiskógur eftir fimm ár." Við sjáum auðvitað til með það. En hversu til hefur tekizt á Hallormsstað er vissulega lýsandi dæmi um, hversu vel skógur getur þrifist þar og sjálfsagt víðar. En breytir þó ekki þeirri skoðun minni, að ekki eigi að rjúka með skógrækt út um allar trissur, heldur velja vel og vandlega þá staði, sem gróðurs- og veðurfars- lega henta til ræktunar. Jón Loftsson er liðlega þrítugur, en hann er þriðja kynslóðin í fjölskyldunni, sem er á kafi í skógrækt. Einar Sæmundsen eldri var afi hans og Einar Sæmundsen annar, móðurbróðir hans. Hann er alinn upp í Kópavogi, innan um skógrækt og tilraunir með plönt- ur, svo náttúrulega kom ekki annað til mála, en hann legði það fyrir sig. Hann lærði í Noregi, var työ ár á Kóngsbergi og þrjú ár á Ási. Hann var skipaður skógar- vörður á Hallormsstað fyrir tveimur árum, en hafði unnið með Hann segir að í raun sé hann skógarvörður Austurlands. — En það hefur æxlast svo, að ég vinn aðallega hérna, enda mestur skóg- urinn hér. Má segja, að ég geri lítið annað. En þó hef égr sérstak- lega í ár, gert töluvert víðreist um umdæmið í tilefni af ári trésins. Ég hef leitast við að átta mig á hlutunum, reynt að leiðbeina og komast að niðurstöðu um hvað sé viturlegast að gera á hverjum stað. En það er ljóst, að verkefnin hér á Hallormsstað einum, eru út af fyrir sig alveg nægileg. Þetta er líka spurning um stjórnun. Ég þyrfti að fá menn að minni hlið, svo að ég gæti sinnt öllum fjórð- ungnum að gagni. Ég var hér sjálfur með Sigurði, og síðan ég tók við hefur í reynd enginn komið í mitt starf. En inn í þetta fléttast peningamál, eins og í allt. Síðasta ár unnu hér tíu manns að stað- aldri yfir árið, á sumrin eru fleiri, 25—30 við margvísleg ræktunar- störf í gróðrastöðinni og skógin- um. — Hvernig árið gengur fyrir sig? í janúar og fram í febrúar er einkum unnið að viðhaldi véla og dyttað að ýmsu, byggingafram- kvæmdum sínnt o.fl. I febrúar- marz hefst skógarhöggið, sem stendur fram í maí, en hluti af mannskapnum hugar þá einnig að nýmörkunum og grisjun í birki- skógi, sinnir gróðrastöðinni, klippir stiklinga, setur upp plast- hús, undirbýr sáningu. Um miðjan maí er liðið komið fyrir alvöru í gróðrastöðina, þá hefst garð- plöntusalan, skógarplöntusalan, dreifsetning o.fl. og varir fram í júní eða miðjan júlí. Svo er hluti af vinnukraftinum áfram í um- hirðu á plöntum, er í reitingu og f arið er að huga að girðingarmál- um. Þegar líður að hausti hefst vetrarundirbúningur í gróðrastöð- inni. Þá er að ganga frá og búa um plönturnar og fer æðimikill tími í það. í nóvember og desember er röðin síðan komin að jólatrjám og þar með er hringnum lokað. — Fljótsdalsáætlun er nú tíu ára, heldur Jón áfram og má rekja aðdraganda hennar til aðalfundar Skógræktarfélags Islands 1965, en þá var samþykkt eftirfarandi til- laga frá Skógræktarfélagi Austur- lands: „Með hliðsjón af þeim athugun- um, sem fram hafa farið og áætlunum sem gerðar hafa verið á vegum Skógræktarfél. Austur- lands, um skógrækt, sem þátt í búskap í Fljótsdalshreppi, beinir aðalfundur Skógræktarfél. ís- T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.