Morgunblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1980 27 Vopnafjörður: Saltað Í500 tunnur SÍLD hefur ekki fyrr en nú verið söltuð á Vopnafirði síðan 1968. Mikil veiði hefur verið í lagnet hjá trillum. t.d. fékk Dröfn NS 23 tunnur í 4 net í einni lögn. Mikill fjöldi af trillum stundar nú la«- netaveiðar á firðinum og eru nú aðeins tveir stærstu bátar heima- manna eftir á þorskveiðum i net. Auk þess hafa reknetabátar stundað veiðar i firðinum, i« hafa undanfarnar nætur verið allt að 10 bátar i firðinum. Allt Hornfirð- ingar. Þegar best hefur aflast hefur veiði þeirra verið allt að 300 tunnum í lögn. Undanfarnar tvær nætur hefur afli þó verið minni og kenna menn of mikilli birtu um. Aðfaranótt mánudagsins, en þá var besta veiðin, þá fengu 5 bátar alls 950 tunnur. Ekki var hægt að taka við aflanum á Vopnafirði og sigldu bátarnir suður á firði. Nú í dag mun vera búið að salta í 500 tunnur á Vopnafirði. (þ.e. í allt, laugardag., mánud., þriðjud.) Mikil atvinna hefur verið á staðnum, t.d. er togarinn Bretting- ur NS 50 væntanlegur inn í dag, og er skipið með fullfermi af þorski. Er það gleðilegt þegar vel fiskast og eins hitt að þetta er í fyrsta sinn sem Gunnar Tryggvason fer með skipið sem skipstjóri. Meðfylgjandi myndir tók Krist- ján Jóhannesson fréttaritari. Þykkvi- bær: Allt að 25- f öld uppskera Nýjung reynd að Eyrartúni KARTÖFLUUPPTAKA stend- ur sem hæst í Þykkvabænum og er ljóst að um metuppskeru verður að ræða að sögn kunn- ugra. Talið er að i heildina tekið verði uppskeran 12 — 13 föld en dæmi eru um 25-falda uppskeru i einstaka görðum. Margir bændur í Þykkvabæn- um hafa endurnýjað vélakost sinn í sumar. Þá hefur Guðlaug- ur bóndi Árnason í Eyrartúni reynt merka nýjung við upptök- una í haust. Hingað til hefur alltaf verið tekið upp í 50 kílóa poka. Guðlaugur hefur hætt við að nota pokana en þess í stað setur hann kartöflurnar lausar inn í hús. Þær fara á færibandi út af vélinni og á vagn og af vagninum á færiband, sem skil- ar þeim inn í hús. Meðfylgjandi mynd af hinum nýja búnaði Guðlaugs tók Arnór Ragnarsson blm. Guðlaugur er t.h. Fimm sölur ytra í þessari viku SÍÐUSTU daga haía nokkur ís- lenzk fiskiskip landað afla sínum erlendis, en hins vegar hafa margir útgerðarmenn hætt við fyrirhugaðar siglingar og landað i heimahöfnum í staðinn. A mánudag og þriðjudag seldi Klakkur VE 186.9 tonn í Bremer- haven fyrir 92.7 milljónir króna, meðalverð 496 krónur. Katrín ÁR seldi 59.9 lestir í Fleetwood á þriðjudag fyrir 32.4 milljónir, meðalverð 541 króna. OddKeir ÞH seldi þann dag 51.3 lestir í Grimsby fyrir 28.1 milljón, meðilverð 548 krónur. Þá seldi Helgi S. KE 47.7 tonn i Hull fyrir 30.9 milljónir, meðalverð 648 kro r. Loks seldi Sporður RE 47.8 tonn í Fleetwood í gær fyrir 32 milljónir, meðalverð 669 krón- ur. Síldin hleypir lífi í Eyjamenn Vestmannaeyjum, 3. september. EFTIR mikla deyfð hér í nokkrar vikur hljóp að nýju kapp í menn og lífið viö höfnina tók að nýju fjörkipp er fréttist um góða sild- veiði í lagnet hér rétt við Eyjarnar. Það var eins og nýtt gullæði rynni á menn og flestir þeir, sem áttu lagnet i fórum sinum, lögðu þau hið snarasta. Ófeigur III kom með 90 tunnur í gær og f dag, fékk báturinn yfir 200 tunnur. Árni i Görðum fékk 35—40 tunnur og einnig fékk Dala-Rafn einhvern afla. Síldin fékkst grunnt upp í landi eða á 8—30 faðma dýpi. Netagirðing er nú meðfram nýja hrauninu utan við ytri innsiglinguna, suður með Urðum, fyrir Stakkabótina og suður fyrir Litlahöfða. 3—4 met eru í trossu og er lagt við lítinn dreka, þannig að ekki er um mikinn né stórhrotinn útbúnað að ræða. Sum netir voru „alveg kafbúnkuð" af síld og fengust allt upp í 10 tunnur í net. Síldin yar jöfn og falleg og af fyrsta farmi Ófeigs fóru um 25% í 1. flokk, en allt hitt í 2. flokk. „. Sigurgeir Silfri hafsins landað úr ófeigi III i Vestmannaeyjum. (Ljósm. siipinreh-). Símar: 86080 og 86244 qar I Húsgögn / Ármúli 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.