Morgunblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 1
48 SIÐUR wgttmMtafeifr 199. tbl. 68. árg. FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ný jar viðræður um framtíð Palestínu Alexandriu, 3. september. — AP. EGYPTAR og ísraelsmenn hafa komið sér saman um að hefja að nýju viðræður um heimastjórn Palestinumanna og undirbúa sameiginlegan leiðtogafund Eg- yptalands. ísraels og Bandaríkj- anna. Sol Linowitz, aðalsamn- ingamaður Bandaríkjastjórnar í Miðausturlöndum, greindi frá þessu í dag að loknum 45 min- útna fundi með Sadat Egypta- landsforseta. Ekki var þó skýrt frá því, hvenær fundirnir myndu hefjast á ný. Ekki var heldur minnzt á þá ákvörðun ísraelsmanna að inn- lima Jerúsalemborg alla í ísraels- ríki og gera hana að höfuðborg. Mánuður er nú liðinn frá því Sadat sleit viðræðunum og er þessi ákvörðun talin sigur fyrir viðleitni Carters Bandaríkjafor- seta til að finna lausn á heima- stjórnarmálum Palestínuaraba. Ljóst er þó að samningaviðræð- urnar verða mjög erfiðar. Sakharov-vitna- leiðslur í Haag Haan. 3. september. — AP. VITNALEIÐSLUR til að varpa Ijósi á örlög sovézka andófsmanns- ins Andrei Sakharov hefjast í Haag á fimmtudag, eins og ráð- gert hefur verið, þrátt fyrir við- leitni venzlafólks Sakharovs í Bandarikjunum til að koma þvi til leiðar að vitnaleiðslurnar verði ekki tengdar nafni hans. Sovézku andófsmennirnir og feðgarnir dr. Mikhail og Victor Stern, sem komist hafa frá Sovétrikjunum og búsettir eru i Hollandi. standa fyrir vitnaleiðslunum. Efrem Yankelevich, sem kvænt- ur er stjúpdóttur Sakharovs og búsettur er í Massachusetts í Bandaríkjunum, hefur skrifað und- irbúningsnefnd vitnaleiðslanna bréf og krafist þess að nafn Sakharovs verði ekki notað í heiti vitnaleiðslanna, þar sem hann hafi ekki veitt til þess heimild. Undir- búningsnefndin hafnaði þessu og sagði Mikhail Stern í dag, að Sakharov hefði fengið upplýsingar um vitnaleiðslurnar eftir leyni- legum leiðum. Hins vegar hefði ekki verið óskað eftir framlagi frá Sakharov, þar sem það kynni að stofna öryggi hans í hættu. Meðal þeirra sem fram munu koma í vitnaleiðslunum eru sovézki andófsmaðurinn Alexander Gins- burg, sem nú býr í París, og E. Lozansky, formaður hinnar alþjóð- legu Sakharov-nefndar. Gert er ráð fyrir að niðurstöður fundanna í Haag, en þeir munu halda áfram á föstudag, verði sendar ríkisstjórn- um þeirra landa, sem undirrituðu Helsinki samkomulagið 1975. Þær verða einnig sendar á Madrid ráðstefnuna í nóvember, þar sem meta á árangurinn af Helsinki samkomulaginu. KEKKONEN ÁTTRÆÐUR — Uhro Kekkonen Finnlandsforseti varð áttræður í gær. Finnskur barnakór kom að heimili hans snemma í gærmorgun og söng fyrir hann og var meðfylgjandi mynd tekin þegar Kekkonen þakkaði börnunum fyrir sönginn. í hádegisverðarboði fluttu fulltrúar Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs, íslands og Sovétríkjanna forsetanum árnaðaróskir og afhentu honum gjafir. Gjöf Helsinkiborgar til forsetans var sú, að gatan þar sem hann ólst upp var skírð eftir honum og heitir nú „Uhro Kekkonen stræti". Meðal gesta við hátíðahöldin í tilefni af afmæli Kekkonens eru forsætisráðherrar íslands, Noregs og Svíþjóðar, Carl Gustav Svíakonungur, Haraldur ríkisarfi í Noregi og Benedikte Danaprinsessa. (Símamynd AP). Pólska stjórnin „frystir" verðlag á nauðsynjavörum Varsjá. Róm. Muskvu. Paris. 3. september. AP. PÓLSKIR námamenn byrjuðu að koma til vinnu sinnar að nýju siðdegis i dag að loknu verkfalli þeirra. Pólska þingið mun koma saman á fostudag til að ræða „fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda", að því er pólska fréttastofan PAP greindi frá í dag. Gierek flokksleiðtogi á sæti á þinginu og er búizt við að hann geri grein fyrir því ástandi. sem nú hefur skapast i Póllandi eftir að stjórnvöld hafa gengið að ollum helztu kröfum verkfallsmanna. Ríkisstjórn Póllands tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að „frysta" verð á 47 algengum mat- vörum, 55 tegundum af annars konar neyzluvörum og 14 tegund- um þjónustu, þ.á.m. húsaleigu. Er talið að með þessu vilji stjórnin koma til móts við kröfur verkfalls- manna og lægja óánægjuöldur almennings vegna hækkandi verð- lags. Jóhannes Páll páfi 2. lýsti því Verður Geng Biao varn- armálaráðherra Kina? yfir í dag, að með fórnum sínum í síðari heimsstyrjöldinni hefði pólska þjóðin áunnið sér „siðferði- legan rétt" til sjálfstæðis, full- veldis og frelsis. Páfi sagði þetta er hann ávarpaði u.þ.b. eitt þús- und pólska pílagríma í Vatikaninu í dag. Fjölmiðlar í Sovétríkjunum og Austur-Þýzkalandi fóru í dag mjög hörðum orðum um svokölluð „andsósíalísk" öfl í Póllandi og „heimsvaldasinnaða aðila erlend- is, sem reyndu látlaust að grafa undan sósíalismanum í Póllandi". Kommúnistaflokkar á Vesturlönd- um hafa hins vegar tekið allvel því samkomulagi, sem náðst hefur í Póllandi milli stjórnarinnar og verkfallsmanna. Marchais leiðtogi franskra kommúnista sagðist vera ánægður með lok mála í Póllandi og sama er að segja um talsmenn ítalskra og spænskra kommúnista. Kommúnistaleiðtogar á Norður- löndum tóku í sama streng. Dagblöð á Vesturlöndum hafa yfirleitt fagnað samkomulaginu en haft efasemdir um, hvort pólska stjórnin getur staðið við sinn hlut í því. Schmidt kanzlari V-Þýzkalands staðfesti í dag, að stjórn sín vildi áframhaldandi náið samstarf við Pólland og lán yrðu veitt til landsins á næstunni. Jagielski aðstoðarforsætisráð- herra Póllands kom fram í sjón- varpi í kvöld og sagði m.a. að landsmenn stæðu nú frammi fyrir mjög alvarlegum vandamálum, en Sovétríkin hefðu beitt sér fyrir aðstoð til að leysa þau. Sjá nánar: „Verkföllum í Slesíu lokið" á bls. 22 í Mbl. ídag. PekiiiK. 3. september. — AP. HUA Guofeng, leiðtogi kinverska kommúnistaflokksins. greindi frá þvi i dag i samtali við Masayoshi Ito, utanrikisráðherra Japans, að hann hefði sagt af sér embætti forsætisráðherra og að Zhao Ziyang, aðstoðarforsætis- ráðherra, mundi taka við. Sagði Hua að Zhao væri „mikill hæfi- leikamaður". Gert er ráð fyrir að alþýðuþing- ið í Kína muni fallast á afsögn Huas og setja Zhao í embætti 10. september n.k. Hua hefur ekki áður greint frá því, að hann muni láta af embætti forsætisráðherra, þótt fréttir um það hafi lengi verið á kreiki. Hua verður áfram leið- togi kommúnistaflokksins. Ýmsar aðrar breytingar verða gerðar á æðstu stöðum í Kína á næstunni. M.a. er gert ráð fyrir að Geng Biao, aðstoðarforsætisráð- Hua Guofeng (t.v.) fráfarandi forsætisráðherra Kína og Zhao Ziyang. sem væntanlega tekur við embættinu í næstu viku. herra verði gerður að varnarmála- ráðherra. Umræður hófust í dag á alþýðu- þinginu í Peking um nýjar skatta- reglur, sem laða eiga erlent fjár- magn til landsins. Einnig hófust umræður um nýja hjúskaparlög- gjöf, sem hækka mundi löglegan giftingaraldur kínverskra kvenna úr 18 árum í 20 og karla úr 20 árum í 22 ár. Einnig var lagt fyrir þingið í dag frumvarp, sem mundi banna Kínverjum að hafa ríkisborgara- rétt í tveimur löndum. Einnig kom fram frumvarp, sem afnema mundi stjórnarskrárheimild er andófsmenn hafa nýtt sér til þess að gera árásir á stjórnkerfið á opinberum veggspjöldum. Hef ur þagað í þr jú og hálf t ár Norfolk. 3. septemher. — AP. CIIARLES A. Szychowskiaa hef ur þagað þunnu hljóði i þrjú og hálft ár. Ekki vegna þess að hann megi ekki mæla heldur vegna þess að honum finnst hann ekki hafa neitt að segja. Szychowskiaa ákvað fyrir 42 mánuðum að segja ekki eitt aukatekið orð fyrr en hann væri sjálfur tilbúinn til þess og hefði eitthvað af viti til málanna að leggja. Hann er frá Kaliforníu og ferð- aðist á puttanum til Norfolk í Virginíu. Þar er hann nú að leita sér að skipsfari til Evrópu þar sem hann hyggst þegja af öllum kröft- um, helzt á frönsku eða þýzku. Szychowskiaa skrifar á biað það sem hann vildi sagt hafa og hefur þannig samband við annað fólk. Nokkrir ökumenn á leiðinni frá Kaliforníu neituðu að taka hann upp í bíl sinn og er sagt að Szychowskiaa hafi hugsað þeim þegjandi þörfina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.