Morgunblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1980 24 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakiö. íslensk stjórnvöld og Atlantshafsflugið Afyrstu 6 mánuðum þessa árs var fjöldi viðkomufarþega á Keflavíkurflugvelli tæplega 100.000 en rúmlega 200.000 á sama tíma í fyrra. Verkefna- og tekjuhrun Flugleiða, sem þessar tölu segja til um samhliða stórhækkun á eldsneytiskostnaði og undirboðum í verðstríði á fjölþjóðaflugleiðum hafa kippt fótum undan rekstri Flugleiða, miðað við óbreytt umfang starfseminnar. Innlend verðbólga og skammsýni stjórnvalda auka síðan á vandann. Hundruð manna hafa misst atvinnu á vegum Flugleiða. Samdráttur starfseminnar hlítur að segja til sín í keðjuverkandi rýrnun verkefna í margháttaðri hliðarstarfsemi — og í þjóðarbúskapnum í heild. Sigurður Helgason, forstjóri, líkir þessu áfalli vð hrun Norðurlands- síldarinnar, sem í áratugi var helzti hlekkur verðmætasköpunar og gjaldeyrisöflunar í þjóðarbúskapnum. Agnar Kofoed Hansen, flugmála- stjóri, segir í blaðaviðtali að „ekki verði um bata á Norður-Atlantshafs- fluginu að ræða næstu árin ...“ Flugleiðum er því ógnþrunginn vandi á höndum, sem kallar á samhug í stað Leitis-Gróu sögusagna. Steingrímur Hermannsson, samgönguráðherra, sagði í sjónvarpsum- ræðum um Flugleiðamálefni, að ístenzk stjórnvöld hyggðu á framhalds- viðræður við stjórnvöld í Luxemborg um hugsanlegt samátak þjóðanna til styrktar Atlantshafsfluginu. Dagblaðið Tíminn birtir viðtal við ráðherrann undir fyrirsögninni: „VILL RÍKISSTJÓRNIN GANGA JAFN LANGT OG LUXEMBORGARSTJÓRN TIL BJARGAR?" Hér er til þess höfðað, að stjórnvöld í Luxemborg felldu niður lendingargjöld Loftleiða, bæði 1979 og 1980, gegn því að íslenzk stjórnvöld gerðu hið sama. Samgönguráðherra mun hafa lagt það til í íslenzku ríkisstjórn- inni en skiptar skoðanir orðið um málið, A.m.k. var aðeins fallizt á tímabundinn gjaldfrest í stað niðurfellingar. Samgönguráðherra mun því þurfa að taka þetta mál aftur upp á stjórnarvettvangi. Stjórnvöld í Luxemborg hafa sýnt velvilja til hugmyndar um samátak gegn aðsteðjandi vanda í Atlantshafsflugi. Hinsvegar hafa forystumenn Lux Air, sem er lykilaðili í þessu hugsanlega samstarfi, verið mjög tregir til að axla þá áhættu, sem sýnt er að fylgja mun Atlantshafsflug- inu næstu misserin a.m.k. íslenzk stjórnvöld hafa og verið svifasein í viðbrögðum hér heimafyrir. Ríkisstjórnin þarf t.d. að taka hliðstætt á tilmælum um niðurfellingu lendingargjalda og stjórn Luxemborgar. Og hvað um flugvallargjaldið, sem er dragbítur á ferðamál okkar? Þá er hið tvöfalda gengi, þ.e. hærra verð á gjaldeyri til íslenzkra ferðamanna, hæpið framlag til eflingar ferðaþjónustu. Það eru einkum hin háu lendingargjöld, hátt eldsneytis- verð og flugvallarskattur, sem gerir það óhagkvæmt fyrir erlend flugfélög að hafa hér viðdvöl. Raunhæf stefna stjórnvalda ætti að vera sú að lækka þessi gjöld í þeim tilgangi, að laða hingað fleiri erlendar flugvélar og skapa þannig auknar gjaldeyristekjur af farþegunum. Stærsti þröskuldurinn í vegi þeirrar viðleitni, að laða hingað erlenda ferðamenn, er þó hin innlenda verðbólga, sem er að gera islenzka ferðamálastarfsemi ósamkeppnisfæra. Síhækkandi vörugjöld og hæsti söluskattur sem um getur eru þannig „niðurtalning" á hingað komu erlendra ferðamanna, engu síður en kaupgetu íslenzks almennings. Verðbólgan heggur ekki aðeins að rótum útflutningsframleiðslunnar, heldur einnig að rótum íslenzks ferðamannaiðnaðar — og tengist þann veg vandamáli Flugleiða. Millilandaflugið færði ekki einvörðungu Island nær umheiminum og tengdi okur betur en áður viðskiptalega og menningarlega þjóðum Evrópu og Ameríku. Það var aflgjafi í íslenzku efnahagslífi og gjaldeyrisöflun. Þjóðin sem heild á því skuld að gjalda. Því ætti að vera sjálfgefið að íslenzk stjórnvöld sýni ekki minni skilning á aðsteðjandi vanda Flugleiða en stjórnvöld í Luxemborg. Það á að gera með því að auðvelda því framtaki, sem að baki býr Flugleiðum, að kljást við aðsteðjandi vanda, en ekki með því að ríkið leggi „dauða" hönd á reksturinn. Forysta Flugleiða verður og að efla og treysta tengsl og skilning milli stjórnenda og starfsfólks. Slíkt er ætíð af hinu góða — og óhjákvæmilegt á erfiðleikatímum. Tíminn: Fólk magn- laust vegna geysi- legrar skattpíningar * Íframhaldi af umfjöllun Mbl. um skattpíningarstefnuna, sem allt er að sliga og verkar letjandi á allan framkvæmdavilja, er ástæða til benda á ummæli Þórunnar Valdemarsdóttur, formanns Verka- kvennafélagsins Framsóknar í Tímanum, höfuðmálgagni ríkisstjórnar- innar, næst á eftir Dagblaðinu og Þjóðviljanum. Þar kveður við annan tón en fagnaðarlæti ráðherra og stuðningsmanna á þingi vegna skattastefnunnar. Þórunn segir í gær við agndofa blaðamann Tímans „að fólk væri margt hreinlega magnlaust yfir því, hve skattpíningin virtist geysileg í ár ... þess vegna væri líka óvenjulega áberandi og nánast gegnumgangandi hjá öllum, að það sé alveg hræðilegt að þræla sér út og hafa síðan eins lítið eftir til eigin þarfa og umráða og raun ber vitni. Það sé nær ekkert eftir í launaumslaginu þegar búið sé að drags frá öll gjöldin", þ.e. þegar vinstri stjórnar hítin hefur tekið sitt. Þannig er vitnað í Tímanum um þessar mundir. Og þarf frekari vitna við? Sænsku flugmennirnir og islenski þjálfari þeirra, frá vinstri: Leifur Larsson, Tönnies Finke, Ingimar Sveinbjörnsson og Sigvard Kullman. Ljósm. Kristján. Tíu sænskir flugi þjálfun hjá Flugl AÐ UNDANFÖRNU haía verið á námskeiði hjá Flugleiðum tíu sænskir flugstjórar, sem hafa búið sig undir að fljúga Fokker-flugvélum. Eru þeir frá sænska flugfélaginu Linjeflyg, en flugstjórar þessir munu síðan hverfa til starfa í Malaysíu og Tanzaníu. Kemur það til af því að Linjeflyg á nú við nokkra erfiðleika að glíma og í stað þess að segja upp starfsfólki hefur hluta þess verið útveguð önnur vinna um tíma. — Við höfum ákveðið að fara til starfa í Malaysíu í tvö til þrjú ár, en eigum að þeim tíma liðnum að ganga að okkar fyrra starfi hjá Linjeflyg og má því segja að við séum eiginlega lánaðir til annars félags í þenn- an tíma, sagði Leif Larsson fyrirliði hópsins, sem hér hefur verið til þjálfunar, er Mbl. ræddi við hann á dögunum. Leif Larsson, eða Leifur, eins og hann vildi skrifa sig á Islandi, hefur komið hingað áður og bjó þá í Vestmannaeyjum, en þar var faðir hans við störf um tíma. Kvaðst hann hafa búið nokkra metra frá þeim stað sem hraunið kom upp í Vestmannaeyjagosinu 1973, en hann var þó víðsfjarri þegar það hófst. Tönnies Finke og Sigvard Kullman spjölluðu einnig við blaðamann Mbl. ásamt Larsson og voru þeir allir mjög ánægðir með dvölina hér: — Flugleiðir hafa tekið mjög vel á móti okkur og auk þess sepi við höfum setið á skólabekk og verið í flugþjálfun höfum við fengið að fara með í áætlunar- flug til hinna ýmsu staða á landinu og séð heilmikið, sögðu þeir félagar. — Við höfum fylgst með störfum flugmannanna á Fokkerunum og um leið kynnst hluta af landinu, fengið að sjá eldgos og ýmislegt fleira. Einn flugmannanna var staddur á kaffiteríu Hótels Loft- leiða að kvöldi sunnudagsins sem gosið hófst og sagöi hann — ÞESSI fundur hjá samgöngu- ráðherra var fyrst og fremst til að minna á okkur og starfsemi Arnarflugs og i sambandi við þá erfiðleika, sem nú blasa við Flugleiðum, viljum við að þess verði gætt að ekkert verði gengið á okkar hlut tii að friða aðra, sem að flugmálum starfa, sögðu fuli- trúar starfsmanna Arnarflugs. sem gengu á fund samgönguráð- herra í gær, en Mbl. ræddi við þrjá þeirra, Guðbjörgu Kristjáns- dóttur flugfreyju og flugmenn- ina Guðmund Hilmarsson og mesti misskilningur og virðist útbreiddur. Einnig ber á því að sumt starfsfólk Flugleiða lítur á Arnarflug sem einhverja afætu, en það viljum við ekki samþykkja og viljum ekki að hrunið í fluginu, sem er á Atlantshafinu, komi niður á okkur. Við höfum haft okkar verkefnum að sinna og Flugleiðamenn sínum, en hins vegar hefur skipting verkefna félaganna svolítið blandast eftir að Flugleiðir eignuðust meirihluta í Arnarflugi. — Arnarflug var búið að vinna Misskilningur að Arnarflug eigi Flugleiðum tilveru Óskar Sigurðsson. — Allt starfslið Arnarflugs, sem er í sömu stéttarfélögum og starfsmenn Flugleiða, eru í minni- hluta í þessum félögum og við viljum vara við því að farið verði að versla með okkur þegar um er að ræða hagsmuna- og atvinnumál í sambandi við íslensk flugmál, sögðu þau ennfremur. — Það virðast margir halda að Arnarflug eigi tilveru sína að þakka ein- hverjum molum, sem falla af borðum Flugleiða, en það er hinn upp ákveðinn markað í flugi á Þýskaland, til Kanada og til norð- urhluta Skandinavíu, en nú hafa Flugleiðir tekið við flugi á þessa staði, þ.e. þá staði, sem haldið hefur verið áfram að fljúga á, en við höfum í sumar sinnt leiguflugi, t.d. í sólarlandaferðum ferða- skrifstofanna. Við höldum því fram, að Arnarflug væri nú stærra í sniðum eitt sér, heldur en raunin er, ef ekki hefði komið til þessa samruna við Flugleiði. Sam- runinn felst í því að markaðsdeild - segja starfsmenn I á fundi með samgön Flugleiða sér um öflun verkefna á íslandi fyrir bæði félögin, en Arnarflug hefur séð um leigu á vélunum erlendis. Arnarflug hefði haldið áfram að byggja upp mark- aði sína í Þýskalandi og Kanada og þannig reynt að skapa verkefni fyrir flugflota sinn, en svo virðist sem þessum mörkuðum hafi ekki verið gaumur gefinn að undan-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.