Morgunblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1980 Minning: Valgeröur Kr. Gunnarsdóttir Fædd 23. júlí 1894. Dáin 27. ágúst 1980. í dag fer fram útför Valgerðar Kr. Gunnarsdóttur, sem lézt 27. ágúst sl. Valgerður fæddist í Guftlaugsvík í Hrútafirði hinn 23. júlí 1894. Foreldrar hennar voru hjónin Valgerður H. Bjarnadóttir og Gunnar Magnússon. Aðeins þriggja ára gömul missti hún föður sinn. í þá daga voru tæki- færin fá til mennta og því eigi lítið þrekvirki, er Valgerður lauk námi frá Ljósmæðraskóla íslands vorið 1918 með mikilli prýði. Vann hún um árabil farsælt starf í Bæjar- hreppi, Strandasýslu, þar sem hún var skipuð ljósmóðir. Fór orð af hæfileikum hennar og framkomu. Aðstæður voru tíðum erfiðar, en Valgerður var ljósmóðir af lífi og sál og fórnfús svo af bar. Fyrir þær sakir eignaðist hún fjölmarga þakkláta ævivini. Hinn 28. nóvember 1921 gekk hún að eiga eftirlifandi mann sinn, Arnkel Ingimundarson, og varð þeim fimm barna auðið, auk þess sem þau ólu upp eina fóstur- dóttur. Börnin eru: Gunnar Val- geir, kvæntur Sigríði Símonar- dóttur, Benedikt Ingimundur, Sverrir Þorvaldur, Jakobína Unn- ur, gift Samúel Arnkels-Webb, Gísli Borgar, kvæntur Katrínu Þ. Guðlaugsdóttur, og Júlíana Ruth Sigurðsson, gift Sævari Sigurðs- syni. Barna- og barnabarnabörnin eru nú tuttugu og tvö. Mér er ljúft að minnast Val- gerðar á kveðjustund. Varla hefur nokkur betur borið sæmdarheitið „ljós-móðir", en einmitt hún, þessi hógværa, blíðlynda kona, sem alls staðar bar með sér birtu og yl. Það viðmót mætti mér ungri, er ég fyrst kom á heimili þessara góðu hjóna, sem verðandi tengdadóttir. Þau umvöfðu mig í kærleika frá fyrstu stund, og hefur aldrei borið skugga á samvistir okkar. Vegna náins sambýlis síðustu ára voru böndin knýtt jafnvel sterkari en nokkru sinni fyrr, og rík erum við af dýrmætum minningum um heilsteypta móður, tengdamóöur og ömmu. Hún gaf af sjálfri sér og sínu, þeim, sem hún unni hugást- um, en sjálfri sér til handa krafðist hún einskis. Ófáir munu þeir og aðrir, ættingjar og vinir, sem nutu kærleika og gestrisni á heimili Valgerðar og Arnkels. „Væna konu, hver hlýtur hana?" segir í Orðskviðum Salómons. Vissulega hlaut Arnkell væna konu, er hann kvæntist Vaigerði, og miklir kærleikar voru ávallt með þeim hjónum og gagnkvæm + Eiginmaöur minn. BENEDIKT HALLDORSSON, frá Hnifsdal, Skipasundi 26, andaðist á Borgarspítalanum 2. sept. Jaröarförin auglýst síöar. Þórunn Guojónsdóttir. + Móöir okkar, MARGRÉT TH. INGVARSDÓTTIR, Freyjugötu 7, andaöist aö kvöldi 1. september. Svava S. Guttardo, Gunnar Símonarson, Njéll Simonarson. + Móoir okkar, tengdamóöir og amma, GUOBUN AUDUNSDOTTIR, Hrfsholti 14, Selfossi, sem lézt 31. ágúst í Sjúkrahúsinu á Selfossi, verour jarösungin frá Selfosskirkju, laugardaginn 6. sept. kl. 2 e.h. Auounn Fnðriksson, Kolbrún Sveinbjörnsdóttír, Gunnar Fríoriksson, Guöný Jónsdóttir, og barnabörn. + Eiginmaöur minn, faöir og tengdafaöir, INGOLFUR ÞORSTEINSSON, frá Langholti, Granaskjóli 7, sem lézt 27. ágúst verour jarösunginn frá Neskirkju föstudaginn 5. september kl. 13.30. GuOlaug Brynjólfsdóttir, Þorsteinn Ingólfsson, Maríanna Mortensen, Elin Ingólfsdóttir, Þorgeir K. Þorgeirsson, Auour Ingólfsdóttir, Þór Halldórsson, Svsrrir Ingólfsson, Lillý Svava Snævarr umhyggja til hins síðasta, er veikindi Valgerðar bundu hana langdvölum á sjúkrahúsi. Leið vart sá dagur, að Arnkell vitjaði hennar ekki, og það þótt um langan veg væri að fara að Reykjalundi, þar sem hún dvaldist síðasta árið. Margt drífur á daga þess, sem lifir langa ævi, — en sá, sem treystir Drottni, á athvarf hjá honum í gleði og þraut, og Val- gerður æðraðist aldrei. Hún var trúuð kona, sem lifði í einlægu bænasamfélagi við Drottin sinn og frelsara, og í hóp trúaðra var henni ljúft að leita, meðan heilsa og kraftar leyfðu. Ung að árum gekk hún í K.F.U.K. og síðar einnig í Kristniboðsfélag kvenna í Reykjavík. Hélt hún ævinlega tryggð við þessi félög bæði og hafði oft á orði hverja blessun hún hefði hlotið af þeim. Við leiðarlok er þakklæti efst í huga, fyrir það, sem Valgerður var mér persónulega og okkur ollum, stórum og smáum. Hún var ávallt glöð, og ljúflyndi hennar var kunnugt öllum þeim, sem hana þekktu. Það bar enda fagran vott þess innra manns, er hún hafði að geyma. Hún var mér kærri en orð fá tjáð, og sárt verður hennar saknað. Góður Guð blessi minn- ingu Valgerðar og veiti líkn og lið okkar, sem eftir iifum. Katrin Þ. Guðlaugsdóttir. Willi Hanssen (i miðið) ásamt undirleikurunum Steve Hill og Matthew Gillard. Söng- og lækn- ingasamkomur GOSPEL-söngvarinn Willy Hanssen heldur söng- og SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM h Ég er flogaveikur. Það, sem veldur mér mestum erfiðleikum. er ekki sjúkleikinn, heldur afstaða fólks til hans. Allir forðast mig af ótta við, að ég fái flog í návist þeirra. Mig langar til að lifa eðlilegu lífi. en það virðist ógerlegt. Fólk ætti aö vita, að flogaveiki er ekki „plága," og að þeir, sem eru haldnir þessum sjúkdómi, eiga ekki sjálfir sök á honum. Mér er Ijóst, að flogaveikt fólk á að geta lifað eðlilegu lífi, ef það fær þá meðferð, sem völ er á nú á tímum, og við erum öll þakklát fyrir það. Á hinn bóginn ber yður að minnast þess, svo að þér getið lifað eins og venjulegt fólk, að þér megið ekki taka það allt of nærri yður, þó að þér verðið að bera þennan sjúkdóm. Ef þér viljið, að fólk viðurkenni yður, verðið þér að viðurkenna stað- reyndirnar um sjálfan yður. Helen Keller er sígilt dæmi um það, hvernig bregðast skuli við því, sem heftir för okkar á lífsgöngunni: „Ég þakka Guði fyrir bæklun mína, því að hennar vegna hef ég fundið sjálfa mig, starf mitt og Guð minn". Þeir eru til, sem búa við mun minni bæklun en þér, en eru þó að drekkja sér í sjálfsmeðaumkun, og þannig takmarka þeir þjónustu sína við menn og Guð. Vinur Byrons lávarðar skrifaði: „Hann gældi við lömun sína ... þangað til hann hafði gert vörtu að æxli. Hann brást þannig við sjúkleika sínum, að hann varð efasjúkur, kaldlyndur og grimmur". Maður getur átt velgengni að fagna á vissum sviðum. Ef við látum beiskju og kulda komast inn í hjarta okkar, höfum við beðið ósigur. Kristur læknaði flogaveikt fólk, og hann getur læknað sárin, sem sjúkdómurinn er að marka í huga yðar, með því að blessa þjónustu yðar í hans þágu. Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. lækningasamkomur (Gospel- kvöld) víðs vegar um landið í þessum mánuði. Með honum í för verða undirleikarar og aðrir aðstoðarmenn. Halda þeir fyrst til Vest- mannaeyja þar sem samkomHr verða í Félagsheimilinu á morg- un, 5. september, laugardaginn 6. september og sunnudaginn 7. september og hefjast þær kl. 20.30. Síðan er förinni heitið til Stykkishólms þar sem samkom- ur verða haldnar þriðjudaginn 9. september, miðvikudaginn 10. september og fimmtudaginn 11. september kl. 21. Laugardaginn 13. september og sunnudaginn 14. september halda þeir samkomur á Akur- eyri. Á laugardaginn í Sam- komuhúsinu og á sunnudaginn í Sjálfstæðishúsinu. Hefjast báð- ar samkomurnar kl. 20.30. Þar næst verða haldnar sam- komur á höfuðborgarsvæðinu. Fyrst í Félagsheimili Kópavogs 19. og 20. september og síðar í Reykjavík. Einnig hyggjast þeir halda samkomur á Keflavíkur- flugvelli. A samkomunum munu Willy og félagar hans m.a. syngja lög eftir Willy sjálfan og kynna plötu sem verður tekin upp í London í nóvember n.k. Þeir munu einnig biðja fyrir sjúkum. Eru einhverjir ortodoxir íbú- ar á íslandi? Metropolitan Paulos, sem er biskup ortodoxra á Norður- iondum kemur hingað til lands á laugardaginn vegna fundar ortodoxra í Skálholti. Hann vill gjarnan hitta þá að ntáli, eí einhverjir eru hérlendís, sem teljast til ortodoxu kirkjunnar. Eru þeir beðnir að hafa sam- band við sr. Bernharð Guð- mundsson fréttafulltrúa á Bisk- upsstofu (sími 29377), en hann annast móttöku kirkjuleiðtog- anna af hálfu þjóðkirkjunnar. Metropolitan Paulos hefur að- setur í Stokkhólmi. Fjöldi orto- doxra hefur aukist sérstaklega vegna farandverkamanna sem í vaxandi mæli starfa þar í landi og víðar á Norðurlöndum. í Finnlandi er ortodoxa kirkjan þróttmikil og hefur starfað þar lengi. Leiðtogi hennar, Metro- politan Johannes sækir einnig ráðstefnuna í næstu viku í Skálholti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.