Morgunblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1980 23 Karmal sendir Kremlverjum þakkargjörð Moskvu. 3. spptember. — AP. BABRAK Karmal, forseti Afganistan sendi félögum sínum, þeim Leonid Brezhnev og Alexei Kosygin, svarskeyti vegna heillaóska frá Moskvu vegna þjóðhátíðardags Afganistan þann 19. ágúst síðastlið- inn. í svari sínu sagði karnial. að hann vonaðist til þess, að þegar friður væri kominn á í landinu tækist samvinna, scm ekki ætti sér fordæmi í samskiptum ríkjanna. Hann vegsamaði fórnfúsa að- stoð Sovétríkjanna. Kallaði hana „aðstoð gegn óvinum sjálfstæðs og framfarasinnaðs Afganistan." „Afganska þjóðin metur þessa fórnfúsu aðstoð mikils og er viss um, að þegar friður kemst á í Afganistan, takist samvinna með Ók inn i hóp barna JóhanneHarborg, 3. september. AP. ÁTTA börn létust í dag í Jóhannesarborg er stór vöru- bill ók inn i hóp barna sem voru að leik í fríminútum i skóla einum þar i borg. Börn- in sem létust voru öll á aldrinum 7—11 ára. Bilstjórinn flýði eftir slysið. Logreglan komst fljótt á snoð- ir um ferðir hans og var hann handtekinn. ríkjunum, — samvinna sem ekki á sér fordæmi." Karmal sagðist von- ast til þess, að samvinna þessi yrði öllum „framfarasinnum til eftir- breytni." Sovétmenn hafa að undanförnu varið miklum fjárhæðum í mútu- greiðslur til þess að reyna að treysta stöðu sína í Afganistan, að því er félagar í útlagasamtökum Afgana segja. Á undanförnum mánuðum vörðu Sovétmenn yfir 2 milljónum dollara til að kaupa stuðning Paktía- og Shinwariætt- flokkanna, sem búa suður af höfuðborginni. Gegn þessari greiðslu hafa ætt- flokkarnir skuldbundið sig til að vera samvinnuþýðir og ætlast er til, að þeir hindri skæruliðaárásir múhameðstrúarmanna á sovéskar hersveitir á áhrifasvæði ættflokk- anna. „Alexander mikli komst ekki gegnum Afganistan fyrr en hann fann upp á því, að múta ætt- flokkahöfðingjum og þetta hafa Sovétmenn nú lært af honum," segja útlagarnir. Sovétmenn hafa að undanförnu ráðið málaliða gegn loforði um geysihátt kaup, sem er allt að tólf sinnum hærra en kaup hermanna í afganska hernum. Útlagarnir segja, að Sovétmenn hafi gripið til þessa ráðs vegna þess að afganska hernum sé ekki lengur treystandi. Frakkland: Fiskimennirnir greiða atkvæði um samkomulag BouloKnc. 3. september. — AP. FRANSKIR fiskimenn hafa ákveð- ið að ganga til atkvæðagreiðslu n.k. föstudag um samkomulag sem náðist á fundi bátaeigenda og fiskimanna i Paris í morgun. Fiskimennirnir fóru í verkfall fyrir 6 vikum. Samkomulagið náðist í morgun en þá hafði fundur staðið yfir alla nóttina. Talið er að meiri- hluti fiskimanna styðji samkomu- lagið. Samkomulagið felur m.a. í sér að samningaviðræður um fækkun áhafnarmeðlima hefjist en tryggt verði að negrum verði sagt upp. Sjálfstæðir fiskimenn tóku einnig þátt í verkfallinu en þeim hefur enn ekki tekist að fá ríkisstjórnina til að ganga að kröfum sínum. Þetta geróist 4. sept 1975 — Futltrúar Egyptalands og ísraels undirrita nýjan bráða- birgðafrið í Genf. 1971 -111 farast með flugvél flugfélags Alaska í fjöllum nálægt Juneau, Alaská. 1964 — Herlið brezka samveldis- ins sækir fram gegn indónesískum skæruliðum i Malaysíu. 1948 — Vilhelmína drottning legg- ur niður völd í Hollandi af heilsu- farsástæðum. 1929 - Þýzka loftskipið „Graf Zeppelin" kemur úr hnattferð. 1918 — Hsu Shi-Chang kosinn for- seti kínverska lýðveldisins. 1916 - Brezkt herlið tekur Dar- Es-Salaam, þýzku Austur-Afríku. 1909 — Fyrsti skátafundurinn í Crystal Palace, London. 1872 — Sameiginlegri stjórn Breta og Frakka í Egyptalandi aftur komið á fót. 1870 — Þriðja lýðveldið stofnað í Frakklandi. 1669 — Feneyingar ofurselja Krít- eyinga Tyrkjum eftir umaátur sem hófst 1648. 1576 - FuIHrúar í hollenzka ríkisráðinu grunaðir um liðveizlu við Spánverja fangelsaðir. 1571 — Lennox ríkisstjóri veginn í byltingu í Skotlandi. 1260 — Orrustan við Monte Ap- erto, ítalíu. Afmæli. Francois Chateaubriand, franskur rithöfundur (1768—1848) — Anton Bruckner, austurrískt tónskafd (1824-18%) — Darius Milhaud, franskt tónskald (1892— 1974). Andlát. 1907 Gizur ísleifsson vígð- ur til biskups — 1786 f. Þórður Sveinbjörnsson — 1888 d. Jón Árnason bókavörður — 1867 Síra Páll Pálsson að Kálfafelli fær leyfi til malleysingjakennslu — 1874 f. Guðra. Guðmundsson skáld — 1958 Mótmælafundur gegn Bret- tun. Orð dagsins. Snilligáfa er eitt prósent innblástur og níutiu og níu prósent sviti - Tómas Alva Edi- son, bandarískur uppfinningamað- ur (1847-1931). •^¦^" 0\CKSM\TH'S Hlutverkaskipti Venjulega eru það ofurhugar á mótorhjólum sem gera það að gamni sínu að reyna að stökkva yfir svo og svo marga strætisvagna, en hér er það ástralski milljónamæringurinn Dick Smith sem reynir að stökkva á strætisvagni yfir 15 mótorhjól. Reyndar var Dick aftast i vagninum og stjórnaði öllu saman, en undir stýri sat ævintýramaður að nafni Hans Tholstrup. Tilraunin. sem fram fór í Sidney í Ástralíu fyrir skómmu, tókst ágætlega, en vagninn rakst þó í íremsta mótorhjólið „í lendingunni" og skellti því um koll en hin stóðu öll. KM Í5T Höfum opnað glæsilega húsgagnasýningu í verzlun okkar að Langholtsvegi 111. m Gíf urlegt úrval húsgagna á 800 fermetrum. i Við höfum m.a. byggt heila íbúð á svæðinu sem gefur góða hugmynd um hvernig raða má húsgögnunum. Sýningin stendur yíir frá 23. ág.-7. sept Opið frá kl. 9-9 í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.