Morgunblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1980 Bjarni Bjarnason kaupmaður: Við gegnum þjón- ustuhlutverkinu KJÖRBÚÐ Bjarna er einhver stærsta neysluvöruverslun í einkaeign á Akureyri og því ástæða til að ætla, að stækkun og flutningur útibús Hagkaups hefði einhver áhrif á viðskiptin þar. Tíðindamaður Mbl. spurði Bjarna Bjarnason kaupmann, hvort hann hefði misst mikil viðskipti við opnun þessarar nýju verslunar. — Ég neita því ekki, að fyrsta mánuðinn dró aðeins úr versluninni hjá mér, meðan nýjabrumið var á, en ég sé ekki betur en það hafi alveg jafnað sig. Júlímánuður kom betur út hjá mér en oft áður. Ég sé ekki betur en ég haldi alveg mínum hlut. Fólk, sem skipt hefur við mig, heldur því áfram. Nei, ég þarf ekki að kvarta. — Þú hefur ekki þurft að grípa til tímabundinna verð- lækkana á neinum vöruteg- undum til að laða að þér viðskiptamenn? — Nei, ég hvorki vildi né þurfti að grípa til neinna slíkra hundakúnsta, enda er fólk fljótt að sjá og skynja, að þessar verðbreytingar hjá öðr- um fyrirtækjum eru tóm blekking. Þeir hjá Hagkaup sögðust ætla að flytja vörur norður án þess að leggja flutningskostnaðinn á vöru- verðið, til dæmis Coca Cola, og bjóða þannig lægra verð en ég gat boðið, því að ég verð að kaupa af umboðsmanninum á Akureyri, sem bætir flutn- ingskostnaðinum vitanlega ofan á, annað er einfaldlega ekki hægt. En það leið ekki á löngu, þar til við vorum farin að fá inn í búðina til okkar kókflöskur með verðmiðum frá Hagkaupi, og þar sást að þeir voru strax komnir með annað og hærra verð en þeir auglýstu fyrst. — Telur þú, að Hagkaup hafi tekið viðskipti frá öðrum smásöluverslunum í bænum? — Ég veit það ekki. Senni- legt er, að Hagkaup hafi tekið einhver viðskipti frá KEA og er reyndar enginn vafi á því, en ég veit ekki, hve það endist lengi. Mér skilst, að sala hafi eitthvað minnkað fyrst í stað hjá öðrum smásöluverslunum í bænum, en mér er sagt, að þar sé sama sagan og hjá mér, það sé að jafna sig aftur. — Við verðum líka að athuga, að Hagkaup var búið að versla hér lengi, áður en nýja búðin kom, þó að hún sé vitanlega miklu stærri í sniðum en sú gamla. — Hvað úm þjónustuna? — Þar er ég heldur ekkert kvíðinn. Þeir geta aldrei veitt sömu þjónustu og ég veiti. Húsmæður geta ekki farið' þangað á mánudagsmorgnum og keypt fisk í matinn, þeir eru með allt frosið, ekkert ferskt. Þeir eru ekki að standa í því að keyra út á Dalvík eða Ólafsfjörð á sunnudögum til þess að ná í nýjan fisk til að hafa á boðstólum á mánudög- um. — Þessi mál öll eru býsna mikið rædd hér í bænum. — Já, og það er líka mikið rætt um það hér á Akureyri hvernig Morgunblaðið hamast við að auglýsa Hagkaup í hverri stórgreininni eftir aðra. Ég hefði þakkað fyrir að fá brot af þessari óbeinu og ókeypis auglýsingu, þegar ég var að byrja að versla og koma á fót kjörbúð minni, og var það ekki minna átak. Það er rétt eins og nýr Messías hafi verið að fæðast. Það er athygl- isvert, að í síðustu heilopnu- greininni, þeirri þriðju á tveimur mánuðum, var ekki hægt að fá einn einasta Akur- eyring til að hæla þessari verslun, það varð að fá utan- bæjarfólk og ferðamenn til þess. Ég skil ekki þessa af- stöðu blaðsins að hefja þessa nýju búð upp til skýjanna á kostnað okkar, sem erum og höfum verið að halda uppi þjónustu við neytendur á Ák- ureyri um langt skeið. — Hvað segirðu annars um framtíðina? — í framhaldi af þessu mætti gjarnan nefna, að nú er langt komið viðbótarbyggingu við Kaupvang og búið að selja meginhluta hennar ýmsum að- iljum. Það er byggingarfyrir- tækið Smári, sem byggir. Þar verða tannlæknastofur, augn- lækningastofur og gleraugna- sala, Norðurfell stækkar við sig og þar að auki verða einar fjórar eða fimm verslanir. Öll sú umferð, sem þessari starf- semi fylgir, eykur auðvitað aðsókn og viðskipti hjá öllum fyrirtækjunum í verslunar- miðstöðinni. Það er sko engin ástæða til svartsýni. Sv.P. Bjarni Bjarnason fyrir utan verslun sína í Kaupvangi Kjörmarkaður KEA i Hrisalundi. Björn Baldursson, verslunarfulltrúi KEA: Heiðarleg samkeppni eðlileg og nauðsynleg NYLEGA birti Morgunblaðið viðtal við einn af framkvæmda- stjórum Hagkaups um áhrif nýju verslunar Hagkaups á viðskiptahætti á Akureyri, en þar segir framkvæmdastjórinn, að vöruval hafi batnað og vöruverð lækkað. Af þessu tilefni sneri Morgunblaðið sér til Björns Baldurssonar verslunarfull- trúa Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri og innti hann eftir áliti hans á ummælum Hagkaupsmanna. Hlutur KEA 65-70% af heildarverslun Það gleður mig, að Morgunblað- ið vill einnig heyra raddir úr röðum Kaupfélagsmanna, en sem kunnugt er, mun hlutur KEA í svokallaðri dagvöruverslun á fé- lagssvæði þess, nema á bilinu 65—70% af heildarversluninni! Hvað vilt þú segja um þau ummæli Hagkaupsmanna að vöru- verð hafi lækkað hér á Akureyri? Ég vil byrja á því, að mótmæla þeim ummælum sem birtust í blaðinu að viðskiptahættir Norð- urlands, er þar trúlega átt við Akureyri, hafi borið mörg ein- kenni einokunaraðstöðu. Eg vil einnig mótmæla því, þegar sagt er, að ef til vill eru landsmenn að verða vitni að skólabókardæmi um gildi frjálsrar samkeppni. Að mínu mati er þarna verið að vega ómaklega að samvinnuhreyfing- unni og ég vil geta þess að hér á Akureyri eru margir ágætir kaup- menn, sem starfað hafa hér um áratugaskeið og með slíkum um- mælum finnst mér þeir vera afgreiddir heldur ódýrt. Eg vil geta þess, að með því að nota orðið einokun í þessari merkingu er verið að misnota það orð. Við gátum t.d. talað um einokun þegar íslendingar máttu ekki versla við nema einn aðila, Dani og við gátum talað um einokun, þegar bændur á Sval- barðseyri urðu að versla á Húsa- vík, en máttu ekki versla við Eyjafjörð, en það fer fjarri að slíkt ástand ríki í dag. Nú geta landsmenn verslað þar sem vörur og þjónusta er best að þeirraidómi- og vöFuval best. Hversu stórt er Kaupfélag Ey- firðinga? KEÁ er eitt af stærstu fyrir- tækjum landsins og rekur marg- háttaða starfsemi. Kaupfélagið samanstendur af 25 félagsdeild- um, með um 7200 félagsmenn, en þess má geta að velta verslunar- deilda Kaupfélags Eyfirðinga nam 16,6 milljörðum á árinu 1979 og mun það einsdæmi hérlendis. Fé- lagsdeildir hafa áhrif á rekstur fyrirtækisins, þær kanna t.d. óskir um opnun nýrra verslana í nýjum hverfum hér á Akureyri og hafa margs konar önnur áhrif. Rekur KEA umfangsmikla verslun hérna á Akureyri? Við rekum 10 kjörbúðir auk kjörmarkaðs, sem er að flatarmáli stærsta verslun á Akureyri. Utan Akureyriar rekur KEA verslun í 7 byggðakjörnum. Eg vil bæta því við að KEA er að láta byggja nýja kjörbúð í verslunarmiðstöð nyrst í bænum, þar sem um það bil 10' kaupmenn munu einnig versla, þannig að það getur enginn með rökum sagt að kaupmannaverslanir séu útilokað- ar, enda teldi ég það mjög miður. Hverfaverslanir og stórmarkaðir Hver er munurinn á minni verslunum ykkar og stórmarkaðn- um? Munurinn er einkum fólginn í því, að stórmarkaðir eins og kjör- markaður KEA og verslun Hag- kaups á Akureyri halda niðri vöruverði, þ.e. nota ekki leyfilega álagningu, sem er mögulegt vegna mikillar magn.solu.og nftj'mil þjónustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.