Morgunblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 32
Sýningargestum gef- inn matur og drykkur fyrir milljónir króna MÁ BJÓÐA þér síld? Má bjóða þér kaffi? Þctta eru algengustu tilhoó á sýninKunni HeimiliA '80. Alls eru það sjo aðilar sem kynna vöru sína á þann hátt aö viöskiptavinunum cr Kefið að smakka. Það er. þegar að er náð. ekkert smára'ði, sem fer i smakk handa sísvönnum íslend- inKum. en allir eru þessir aðilar sammála um það að þessi vöru- kynninií borjfi sij? ok segja að það séu alífjörar undantekn- inKar að fólk fúlsi við veiting- sýningarKestir hafa þegar hest- húsað tonn af Goðapylsum og um 350 kíló af fiskbollum frá Bjarna Bæringssyni. Smjörlíki og Sól hf. hefur svalað þorsta sýningargesta með 6.000 lítrum af Topp svaladrykk og af gos- drykkjum frá Vífilfelli og Pepsi hafa verið drukknir um 10.000 lítrar. Þá hafa um 20.000 manns fengið sér síldarbita hjá Islenzk- um matvælum. Eins og sjá má er þetta ekkert smáræði og skiptir milljónum LjÓNmynd Mbl. Rax. Það hefur oft verið þröng við garðann hjá Smjörliki og Sól hf. unum. Svona til gamans fékk blaðamaður gefið upp hve mik- ið hver aðili hefði gefið: Rydéns-kaffi hefur gefið um 13.000 manns að smakka á rúm- lega 600 lítrum af Gevalía-kaffi, króna hvað verðmæti snertir, en „þetta er auglýsing og það er ekki vafi á því að hún borgar sig, þótt ekki verði i nánustu fram- tíð,“ segja gestgjafarnir og eru hvergi bangnir. Húsgagnaverzlunin Bústoð: 12 hjónarúm pöntuð Ilúsgagnaverzlunin Bústoð frá Keflavik sýnir á heimilis- sýningunni ítölsk húsgögn, sem talsverða athygli hafa vakið. Til sýnis eru meðal annars svefnherbergishúsgögn. b<irð, stólar og skápar. Hún Guðbjörg Guðmundsdótt- ir, sem kynnti húsgögnin í sýn- ingardeildinni, sagði að fólk virtist hafa verulegan áhuga á þessum húsgögnum, það væri mikið spurt og hún hefði þegar tekið niður umtalsverðan fjölda af pöntunum. Það væri til dæmis búið að panta um 12 hjónarúm auk ýmislegs annars. Hún sagði einnig að húsgögnin væru seld með afborgunarskilmálum með allt niður í 50% útborgun og afgangurinn síðan á 4 til 6 mánuðum. LjÓNmynd Mbl. Rax. Guðbjörg Guðmundsdóttir við hluta itölsku húsgagnanna. sem Bústoð er með á sýningunni. Þær voru ekkert feimnar við að láta teikna sig þessar ungu blómarósir. Ljósmynd Mbl. RAX. „Ef ég er ekki ánægður með myndina máttu bara eiga hana“ - segir Árni Elfar, sem teiknar sýningargesti VILTU láta teikna af þér „skrípamynd"? Árni Elfar teiknar myndir af sýningar- gestum, svo kallaðan „karikat- úr“ og segir að ekki beri verulega á spéhræðslu hjá fóiki, þó vissulega komi það fyrir, að því sé illa við að láta draga fram sérkenni sin á skoplegan hátt. „Konur og börn má helzt ekki afskræma en karlmönnum er yfirleitt sama, enda eru þeir oftast auðveldari viðfangs. Ef fólk er ekki ánægt með myndina þarf það ekkert að borga og getur, ef það vill, látið teikna sig aftur. Verðið er frá 3.500 upp í 5.000, en það má alltaf reyna að prútta," sagði Árni Elfar. „Þetta kemur svona í lotum, stundum er biðröð, en dettur svo niður á milli. Það er mjög misjafnt hvað þetta tekur lang- an tíma, stundum er þetta ekki nema augnablik og það verða venjulega beztu myndirnar, því þá hefur fyrirmyndin mjög sterk sérkenni, sem auðvelt er að ná. Það kemur líka fyrir að maður er í vandræðum með að ná einkennunum fram og er þá að puða við teikninguna talsverðan tíma. Nú, ef ég sjálfur er ekki ánægður með myndina, þá gef ég hana bara,“ sagði Árni Elfar að lokum, um leið og hann gaf mér myndina, sem hann teiknaði af mér. Það er hressandi að fá sér kaffisopa. Ljósmvnd Mbl. Rax. GEVALÍA: Um 13 þúsund manns hafa bragðað á Gevalíu-kaffi Á heimilissýningunni er Ryd- éns-kaffi með sýningardeild. þar sem kynnt er Gevalia-kaffi, en það er sænskrar ættar, þó að hráefnið sé reyndar komið úr öðrum stað frá. Þetta kaffi hefur iengi verið þekkt á hinum Norðurlöndunum og er nú mest selda kaffi Svíþjóðar. Hér á landi hefur kaffið verið fáan- legt um nokkurra ára skeið, en áður var það flutt inn pakkað og var þá háð gjaldeyrisleyfi og því ekki alltaf fáanlegt. Nú hefur Rydéns-kaffi tekið upp þá nýbreytni að flytja baun- irnar inn ómalaðar, en brenndar. Þær eru síðan malaðar hér og pakkaðar í loftþéttar umbúðir. Við pökkunina er sett kolsýra í pokana til þess að auka geymslu- þol kaffisins. Að sögn forráða- manna fyrirtækisins hefur þetta gengið mjög vel og er salan nú orðin 10 til 12 tonn á mánuði. Þá hefur sýningarkynningin einnig gengið mjög vel, en þar eru sýndar fjölmargar tegundir Gevalía-kaffis, sem fáanlegar eru hér. Sýningargestum hefur verið gefið að smakka á kaffinu og í gær höfðu um 13 þúsund manns bragðað á því og nær undantekningarlaust líkað vel. Þá hefur verið talsvert selt af kaffinu á sýningunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.