Morgunblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1980 Noregur: Umræða um utan- ríkis- og varnarmál Frá fréttaritara Mbl. í Ósló 3. september. „Vopnabræður“ á heræfingum í A-Þýzkalandi. Pólland: V er kf öllum í Slesíu lokið Jastrzebie. Póllandi. 3. september. — AP. SAMKOMULAG pólskra stjórnvalda og námamanna í Slesíu var undirritað í nótt. Verkfalli námamanna er því lokið og þeir munu hefja störf aftur í dag og á morgun. Undirritun fór fram að viðstöddum 500 verkfallsmönnum. Það var Aleksander Kopec, aðstoð- arforsætisráðherra landsins, sem skrifaði undir sam- komulagið af hálfu stjórnvalda. Forsvarsmenn Verka- mannaflokksins í Noregi og fylgismenn ríkisstjórn- arinnar hafa ákveðið að hefja miklar og opinberar umræður um utanríkis- og varnarmálastefnu Norfr- manna. Upphafsmenn þessara umræðna benda á það að ekki verði horft fram hjá því að Norðmenn verði að endurskoða afstöðu sína til utanríkis- og varnarmála með tilliti til vígbúnaðarkapphlaupsins og aukinnar tæknivæðingar. Með- al þeirra sem óskuðu þess að umræðurnar yrðu hafnar eru Jens Evensen sendiherra og Einar Ger- hardsen fyrrum forsætisráðherra. Eftir nokkra mánuði kemur út bók með greinum um utanríkismál eftir nokkra framámenn í Verka- mannaflokknum. Er búist við að útkoma hennar verði hápunktur þessara umræðna og jafnframt að hún muni leiða til átaka innan Verkamannaflokksins og ríkis- stjórnarinnar. Líklegt þykir að þar komi fram gagnrýni á stefnu flokksins í utanríkis- og varnar- málum. Fyrr á þessu ári urðu miklar deilur innan norsku ríkisstjórnar- innar um staðsetningu nýrra eldfiauga NATO í Vestur-Evrópu. Bra-siliu. 3. september.— AP INDÍÁNAR af Gorotireætt- flokknum í Xinguþj(>Agarðinum í Brasilíu myrtu 12 hvita menn — bændur og fjölskyldur þeirra á þriðjudag. að því er skýrt var frá i Brasilíu. höfuðborg landsins i dag. Morðin áttu sér stað skammt frá borginni Sao Felix, um 1600 kilómetra norður af Brasiliuborg. Etna hef ur hægt um sig Sikiley, 3. september AP. ELDFJALLIÐ Etna á Sikiley hafði hægt um sig í dag. Hraun rann þó niður hlíðar þess. Gígur í um 2800 metra hæð opnaðist á þriðjudag með mikilli sprengingu og þeytti fjallið grjóthnullungum í allt að 500 metra hæð. Þeir sem standa að útkomu bókar- innar voru á móti því að Norð- menn tækju þátt í þeim aðgerðum bandalagsins. Lífvörðum sleppt í Salisbury SalÍNbury. 2. september. — AP. SJÖ lifverðir Edgar Tekere orkumálaráðherra, sem verða leiddir fyrir rétt ásamt honum ákærðir fyrir morð, voru látnir lausir í dag gegn tryggingu. Tekere, sem er aðalritari stjórn- arflokksins Zanu og þriðji valda- mesti maður flokksins, var látinn laus gegn 82,000 dollara tryggingu í síðasta mánuði. Mennirnir átta eru ákærðir fyrir að myrða hvítan bónda, Gerald Adams, á býli hans 4. ágúst sl. og eiga á hættu að verða dæmdir til dauða. Robert Mugabe forsætisráð- herra hefur ábyrgst að Tekere verði leiddur fyrir rétt 22. sept- ember. Verjandi lífvarðanna, Chris Mercer, sagði fyrir rétti, að Mugabe hefði einnig ábyrgst að lífverðirnir yrðu dregnir fyrir rétt. Indíánarnir hafa ekki snúið aftur til verndarsvæða sinna. Þeir skildu spjót sín við hlið líkanna, — merki um, að þeir séu í stríði og hyggist gera aðrar árásir. Lög- reglulið hefur verið sent á staðinn. Fyrir rúmum mánuði myrtu indíánar af sama ættflokki 10 hvíta landbúnaðarverkamenn um 500 kílómetra frá þeim stað sem morðin áttu sér stað á þriðjudag. Orsakir morðanna eru sagðar landadeilur indíána og hvítra landnema þarna. Indíánar hafa krafist skilmerkilegra landa- merkja til að koma í veg fyrir ásókn hvítra landnema. Indíán- arnir komu til búgarðs á þriðju- dagsmorgun og báðu um kaffi- sopa. Þeim var veittur sopinn en án nokkurs fyrirvara réðust þeir á landnemana og fjölskyldur þeirra, — þeirra á meðal börn, og myrtu fólkið. Alls fóru námamenn í 31 kola- námu og 27 iðjuverum tengdum þeim í verkfall, — alls um 250 þúsund manns. Verkfallið var mun víðtækara en pólsk stjórn- völd skýrðu frá. Samkvæmt sam- komulaginu er námamönnum frjálst að mynda eigin verkalýðs- félög, eins og í Gdansk. Stjórnvöld lofuðu að hækka laun námamanna og auka öryggi í námunum. Verkfall námamanna í Slesíu þykir veikja stöðu Edwards Gier- ek, leiðtoga kommúnistaflokksins, en hann hófst einmitt til valda fyrir tilstuðlan námamanna í Slesíu. Það vakti athygli að náma- Orsakir hótunar Kreiskys er hneykslismál, sem komið hefur upp og hefur verið lýst, sem mesta hneykslismáli eftirstríðsáranna í Austurríki. Hneykslismálið er vegna byggingar sjúkrahúss í Vín- arborg. Kreisky fer meðal annars fram á það, að ráðherrum jafnað- armanna í Austurríki verði mein- að að eiga einkafyrirtæki, — og virðist þessari kröfu vera beint gegn Androsch sem er eigandi ráðgjafafyrirtækis um skattamál. Kreisky stakk upp á að hann segði skilið við fyrirtækið. Ráðherrann hefur einkum verið í skotlínu stjórnarandstöðunnar vegna menn létu samningamenn stjórn- arinnar bíða í klukkustund áður en þeir settust með þeim og skrifuðu undir. Námamenn skeggræddu saman og meðal þeirra var útbýtt samlokum. Á vegg fyrir ofan samningamennina héngu myndir af 8 námamönnum, sem fórust í námuslysi á mánu- dag. Eftir undirritun sungu náma- menn og samningamenn pólska þjóðsönginn og mikil fagnaðarlæti brutust út meðal námamanna að undirritun lokinni. „Þetta er sögu- leg stund, sem sannar að við erum allir Pólverjar," sagði einn náma- tengsla við sjúkrahússbygging- una. Hann hefur m.a. verið sakað- ur um að hafa notfært sér aðstöðu sína til þess að byggja mikið íbúðarhús með því að færa fé frá sjúkrahússbyggingunni. Þá hafa komið fram ásakanir um, að stórfelldar mútur hafi verið greiddar þegar verkinu var úthlut- að. Tíu manns eru í gæslu vegna rannsóknar málsins, þeirra á með- al formaður austurrískra iðnrek- enda. Vantrauststillaga var borin fram á þinginu en stjórnin stóð hana af sér. Jafnaðarmenn skipa % þingsæti af 183. Litið er á hótun Kreiskys, sem kröfu um afsögn Androsch. manna. Samkvæmt samkomu- laginu fá námamenn að mynda eigin verkalýðsfélög við hlið hinna ríkisreknu verkalýðsfélaga. Að- spurður hvernig námamenn ætí- uðu að keppa við hin ríkisreknu svaraði einn námamanna: „Hér verður aðeins eitt verkalýðsfélag — okkar verkalýðsfélag. Við mun- um krefjast þess að fá yfirráð yfir sjóðum og orlofsheimilum gamla verkalýðsfélagsins, sem var ekkert annað en ríki í ríkinu." Veöur víða um heim Akureyri 10 akýjaó Amsterdam 23 heióakírt Aþena 26 heíóskírt Berlín 20 heiðakírt BrUssel 24 heióskírt Chícago 27 heióskírt Feneyjar 21 lóttskýjaó Frankturt 20 heióskírt Færeyjar 14 akýjað Genf 22 heiðskírt Helsinki 19 skýjaó Jerúsalem 26 heióakírt Jóhannesarborg 23 skýjaó Kaupmannahöfn 19 heiöskírt Laa Palmas 25 léttskýjaó Lissabon 29 heióakírt London 24 heiöskírt Loa Angelea 26 heiöakírt Madrid 32 heföskírt Malaga 28 lóttakýjaó Mallorca 28 skýjaó Miami 26 rigning Moakva 7 heióskírt New York 35 heiðskírt Oalo 15 akýjaó Paría 23heióakírt Rio de Janeiro 34 akýjaó Reykjavík 11 akýjað Rió de Janeiro 34 akýjaó Rómaborg 25 heióakírt Stokkhólmur 15 akýjaó Tel Aviv 29 heióakirt Tókýó 29 heióakírt Vancouver 12 akýjaó Vínarborg 16 heióakírt Var viðstaddur fæðinguna: Höfuðkúpubrotnaði er leið yfir hann Macclexfield. 3. september. - AP. fyrir manninum, að hann höfuð- MAÐUR nokkur, hvers nafns kúpubrotnaði þegar hann féll af ekki var getið í fréttaskeytum stól. Hann er nú á batavegi. AP, varð fyrir heldur óþægi- „Þetta var heldur ógæfusamt legri reynslu í gær þegar hann hjá honum en sjálfsagt hefði var viðstaddur fæðingu hjá getað farið enn verr," sagði konu sinni. talsmaður sjúkrahússins við Þegar konan var að rembast fréttamenn. Að ósk mannsins, og barnið að koma í heiminn var nafn hans ekki gefið upp. varð honum svo mikið um, að Líðan móður og barns er með hann féll í yfirlið. Svo illa fór þó ágætum. Brasilía: Indíánar myrtu 12 hvíta landnema Austurríki: Kreisky hótar að segja af sér V ínarhorg. 3. september. — AP. BRUNO Kreisky, kanslari Austurríkis hótaði í dag að segja af sér nema ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir mútuþægni og spillingu næðu fram að ganga. Hótun Kreiskys beinist að þvi ,að knýja Hannes Androsch, varakanslara og fjármálaráðherra til að segja af sér embætti. Kreisky setti fram kröfur i 10 liðum til að knýja fram hert eftirlit með opinberum framkvæmdum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.