Morgunblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1980 5 Þessi mynd er tekin á tizkusýningu i LauKardalshöllinni en þar stendur yfir sýningin Heimilið 80, eins ok alþjóð mun kunnugt. Rúmlejía 50 þús. manns hafa nú þegar komið á sýninguna en henni lýkur n.k. sunnudag og verður þá opin frá kl. 13 — 22. Fagranesið í berjaferðum tsalirði, 3. september. SÍÐAN mjólkurflutningar um tsa- fjarðardjúp færðust af djúpbátn- um Fagranesi yfir á bila að nokkru leyti og vegur var lagður um Djúpið, hafa verkefni Fagra- ness breytzt mikið frá þvi sem áður var, að minnsta kosti að sumrinu. í stað daglegra ferða um alla firði Djúpsins og hraðferða með bila milíi Isafjarðar og Ögurs eru nú tvær póstíerðir í viku í eyjarnar /Eðey og Vigur og bæi á Snæfjallaströnd, að auki er komið við í annarri ferðinni á um tíu öðrum stöðum. Ferðir hafa aukizt mikið um Hornstrandir eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu fyrr í sumar, en um þetta leyti eru farnar sérstakar berjaferðir norður. í ferð í Veiðileysufjörð fyrir skömmu tíndi hver maður allt að 50 potta af aðalbláberjum á dag- parti. Mjög góð berjaspretta hefur verið á Vestfjörðum í sumar. Næsta berjaferð verður á laugar- daginn. Farið verður að Skarði á Snæfjallaströnd, en þar er mjög gott berjaland. Frá Isafirði á að fara klukkan 9 að morgni, en ef farþegar með morgunflugi Flug- leiða hafa pantað far með djúp- bátnum verður hinkrað eftir þeim í nokkrar mínútur, en flugvélin lendir samkvæmt áætlun klukkan 9:15. Komið verður aftur að kvöldi. - Úlfar. Siglósíld: Tapið á gaffal- bitaframleiðslu milljón á dag TAPIÐ á gaffalbitaframleiðslu Siglósildar fyrir Rússlandsmark- að nemur einni milljón krónum á dag, að því er Pálmi Vilhjálms- son framkvæmdastjóri segir í viðtali i nýjasta hefti Sjávar- frétta. Pálmi segir að umsamið verð fyrir kassa af gaffalbitum sé 51,50 dollarar, en fyrir nokkru hefði verið talið að til að framleiðslan borgaði sig þyrfti lágmarksverð að vera 58 dollarar og segir Pálmi, að sú tala hafi hækkað töluvert upp á siðkastið. Síðan segir: „I íslenskum krónum lítur dæm- ið þannig út að Rússar kaupa kassann á 28.391 kr. en fram- leiðsluverð þessa sama kassa er 33.435 kr. Þarna er því mismunur upp á rúmar 5000 krónur og það er sú upphæð sem við Islendingar borgum með hverjum, ka^sa af gaffalbitum til Sovétríkjanna. Þessi útreikningur þýðir tap fyrir Siglósíld upp á 1 mijljón dag hvern. VfeVðið,' séhn Við fáiírii frá Rússum i dag mun standa fyrir allan breytilegan kostnað en eftir JNNLENT stendur fastur kostnaður verk- smiðjunnar.“ Ludvig Hjálmtýsson Ferðamála- stjóri SAMKVÆMT lögum um skipulag ferðamála nr. 60/1976 hefur sam- gönguráðherra endurskipað Ludvig Hjálmtýsson til að gegna starfi ferðamálastjóra næstu fjögur ár. Ludvig hefur starfað sem ferða- málastjóri frá árinu 1976, en í starfið er skipað til fjögurra ára í senn. Ludvig Hjálmtýsson var formað- ur og framkvæmdastjóri hins fyrsta Ferðamálaráðs, sem skipað var árið 1964, en ný lög um ferðamál tóku gildi 1976 og var þá stofnað embætti ferðamálastjóra. Pétur Pétursson þulur: I Lystigarðinum norðan við stríð Æ, mig auman. Þetta mátti ég vita, algjört Flóafífl, Áverji og Oddaverji, — að Gudmanns Efter- fölger á Amtsbókasafninu í Lysti- garðinum við Ráðhústorg (Eyja- fjörður finnst oss er fegurst byggð á landi hér) talaði ekki við seglskip úr Eyrarbakkabugt eða skektu úr Selsvör. Hörður fundarstjóri og skóla- stjóri kvaðst alls ekki vilja að hart mætti Herði, og baðst undan hval- beininu. Allt samtal okkar var í anda Þorláks þreytta. Skildist mér að hann væri í álögum og Ólafslög- um, en hefði sæmilega veikna von um ómælda aukavinnu. Gaf í skyn að hann ætlaði að samþykkja möðruvellinginn hikstalaust. Með von um að blása flöskur í Glerár- hverfinu eða verða fálki í Krossa- nesi á ævikvöldi. Væri eindreginn Gudmanns Efterfölger. Laugardal- urinn í Reykjavík jafnaðist hvergi á við Lystigarðinn á Akureyri, og það þótt tekið væri mið af því að Örlygur ætti heima þar. Fúslega fórna vísitölunni fyrir axlabönd handa Óla. Borð og fjóra stóla yrði að semja um þegar Völundur tæki völdin. Nú væri ekkert svigrúm á Grund, eins og þegar Geir bjó þar. Ragnar hefði trúað sér fyrir því, að ekki væri í önnur hús að venda en beitarhúsin þar sem Bólu-Hjálmar hafðist við og kvað. Sjá nú hvað ég er beinaber. Ef nokkurt skáld hefði kveðið stefnuskrársöng af viti, þá væri það hann. Kvað þó landið vera orðið einn Akrahrepp. Og bætti við. Nú falla öll vötn til Dýrtíðarfjarð- ar. Hefði hann sloppið naumlega úr Gönguskörðum og búist um í Vísi- töluskarði. Tekið upp kjörorð úr Laugaskarði, með smábreytingum vegna náttúrunafnakenningarinn ar og verðlagsvísitölunnar: Ef laun þín eru lág, láttu bara skerða þau meira. Svo gaf Hörður í skyn að nú mætti hann ekki vera að þessu iengur. Hann þyrfti að koma við undir kirkjutröppunum á heimleið- inni. Eins og ég hlyti að skilja tæki það nú lengri tíma en áður, þar sem hann væri vísitölulaus buxnaklaufi úr herradeild BSRB og yrði að fara úr samfestingnum ef hann ætti ekki að blotna. Auk þess væri mælendaskráin ráðin. Lenni í Saurbæ, Halldór skafr og Þorbjörn rindill hefðu allir kvatt sér hljóðs. Og ekki að vita nema Hoepfner- bryggjan vildi líka láta í ljós álit sitt. Spurt hefðu fregnir um and- látsorð Guðmundar ríka, er harin heyrðist muldra: Alles kapútt. No money. Ich bin nur ein armer Wandergesell. Ritstjórar Þjóðvilj- ans og ermskir biskupar teldu það þýða: Ekkert svigrúm til kaup- hækkana. Bara verðhækkana. Heimilt að fækka útkomudögum Þjóðviljans um einn á viku. Það telst til kjarabóta, þótt sama verð sé. Að loknum Kaupfélagspunktum og Amarobasta. Ekki mýkk í Lysti- garðinum norðan við stríð. Hitt- umst undir kirkjutröppunum. Helena og Eydal syngja: Kátir dagar koma og fara. Á morgun ást mín vaxandi fer. Félagsmálapakkinn bragðast á við rauðar bolsjur frá Thorarensen. Við erum nú einu sinni á Akureyri en ekki í Póllandi. Enga hátalara á virkisvegginn. Pétur Pétursson þulur. Harmonikkukennsla í Tónskóla Sigursveins KENNSLA i Ilarmonikkuleik er að hefjast í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar i fyrsta sinn í upphafi skólaárs i viðurkenndum tónlistarskóla á Reykjavíkursvæð- inu, segir í fréttabréfi frá Félagi harmonikkuunncnda. Kennari verður hinn kunni harmonikku- leikari, Grettir Björnsson. í samtali við Mbl. sagði Bjarni Marteinsson formaður Félags harmonikkuunnenda að félagið teldi þetta mikinn sigur í baráttu fyrir harmonikkukennslu og vildi hvetja sem flesta til þess að nota tækifærið og leita sér upplýsinga í Tónskólanum, en innritun nem- ,enda fer aðeins fram i þessari viku. Félag harmonikkunnenda er að hefja vetrarstarfið af fullum krafti. Thermor LOFTRÆSTIVIFTUR Á undanfömum tveimur áratugum höfum við byggt upp stcerztu og reyndustu sér- verzlun landsins með loftrcestiviftur í híbýli, skrifstofur, skóla, samkomuhús, verksmiðjur, vörugeymslur, gripahús og aðra þá staði þar sem loftrcestingar er þörf. Veitum tceknilega ráðgjöf vio val á loftrcestiviftum. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 . . •/ • -••••• -* ' '•r S ‘r •>• • • • --■.'T Fálkinn póstsendir allar nánari upplýsingar, sé þess óskað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.