Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1980 13 ÚTIVIST 6. 96 bls. Ársrit Útivistar 1980. Reykjavík. 1980. Ársrit ferðafélagsins Útivistar er nýkomið út, glæsilegt að vanda. Ritstjórar eru sem fyrr Einar Þ. Guðjohnsen og Jón I. Bjarnason. Sérstaka athygli vekur hversu mikið myndefni er birt í þessu hefti, mestallt í lit, einungis fáein- ar svarthvítar myndir — eins og til að heiðra forna hefð. Allt er ritið prentað á úrvals mynda- pappír þannig að unnt er að dreifa myndunum innan um textann þar sem þær koma að notum til útskýringar ekki síður en til augnayndis. Því myndskreyting í riti sem þessu á að vera meira en fyrir augað, hún á líka að vera til leiðbeiningar við lestur textans. Þó Útivist birti land- og leiðar- lýsingar úr mörgum áttum sýnist megináherslan hafa verið lögð á tvö landsvæði öðrum fremur: ann- ars vegar Hornstrandasvæðið og hins vegar óbyggðir Suð-Austur- lands. Slíkt er eðlilegt þar sem hvort tveggja svæðin voru til skamms tíma nánast lokuð ferða- mönnum en hafa á seinni árum orðið allra svæða vinsælust til hópferða. í fjórða árgangi Útivist- ar birti Einar Þ. Guðjohnsen þáttinn Ferð í Lónsöræfi en hér er Skaftafellssvæðinu brugðið undir brennigler. Tvær Öræfajökul- göngur heitir þáttur eftir Hans Albrecht Schaefer. Upplýst er að hann sé Vestur-Þjóðverji »en hef- ur dvalizt lengi í Noregi og öðlazt þar full réttindi sem fjallaleið- sögumaður.« Af ferðalýsingum Schaefers má ráða að Öræfajök- útivist Einar Þ. Guðjohnsen. Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON ulsganga sé meira en skemmti- reisa, hún rís næstum undir að kallast leiðangur. Skaftafellsf jöll heitir ítar- legur þáttur, texti og myndir eftir Guðjón Jónsson frá Fagurhóls- mýri. Landlýsing Guðjóns er ná- kvæm og verður ókunnugur (und- • irritaður er í þeim hópi) að lesa með vökulum huga til að fylgja höfundi eftir. En þá koma mynd- irnar líka í góðar þarfir. Ber þar fyrir augu hin breytilegustu lita- skil. Geislar yfir kynkvíslum heitir þáttur eftir Hallgrím Jónasson en hann »skrifar hér um Guðríði Þorbjarnardóttur, víðförlustu konu Sögualdar« eins og ritstjóri útlistar í eftirmála. Tvær ritgerðir fjalla um ná- grenni okkar Reykvíkinga. Jón Jónsson jarðfræðingur ritar þátt- inn Gönguleið á Grænudyngju. Jón er sérfræðingur í Reykja- nesskaganum. Hér fær hinn al- menni ferðamaður að njóta þekk- ingar hans. Nokkur jarðfræði- þekking er talin nauðsynleg hverj- um leiðsögumanni. Hitt gefst sjaldnar að njóta leiðsagnar jarð- fræðings á kjörsvæði hans sjálfs. En þess konar tækifæri býðst einmitt hér. Þá vil ég nefna Þjóðleiðir um ölfus og Hellisheiði eftir Þórð Jóhannsson, afar fróðlegar og ljósar og skýrar leiðalýsingar. Að tala um þjóðleiðir yfir Hellisheiði er orð að sönnu. Hafi þjóðin nokkurs staðar gengið sín örlag- aspor á liðnum öldum kemur Hellisheiði fyrst upp í hugann. Eftir að Reykjavík varð — um miðja nitjándu öld — sá staður landsins sem þenkir og ályktar jókst umferð um þessa fornu leið. Alllöngu áður en bílar litu dagsins ljós hér á landi, hófu menn að koma vegarmynd á vegleysurnar. Á einum stað »má sjá götu, sem grjótið hefur verið tínt úr og beinan upphlaðinn veg, þann fyrsta sem lagður var á Hellis- heiði. Sá vegur mun hafa verið lagður árið 1879 og kallaður Ei- ríksvegur, kenndur við verkstjór- ann, Eirík Ásmundsson frá Grjótá.« Höfundur segir að margar hinar fornu götur séu greiðfærar »enn, þó að ekki hafi verið tíndur steinn úr þeim í 100 ár.« Greinargóður uppdráttur fylgir þættinum. Er þá flest talið nema félagsannáll, eft- irmáli ritstjóra og ávarp: Ár trésins. eftir Sigurð Blöndal. »Við væntum þess,« segir skógræktar- stjóri, »að árið 1980 skili okkur fegurra umhverfi, þegar unnið hefur verið eftir vígorðinu »Prýð- um landið, plöntum trjám«.« Eftir á að hyggja: íslenskir skógræktarmenn hafa furðusjald- an látið til sín heyra á vettvangi sem þessum, t.d. í hlutfalli við jarðfræðinga sem hafa verið manna ötulastir að koma vísind- um sínum á framfæri — óþreyt- andi að heimta vernd fyrir gíga sína og katla meðan margnagaðar skógaleifar hafa verið að deyja út víðsvegar um landið án þess að nokkur virtist hafa áhyggjur af. Mér sýnist jarðfræðin hafa þegar fengið svo mikið í sinn hlut að nú sé óhætt að leggja aukna áherslu á gróandina í náttúrunni, enda hvíl- ir athygli ferðamannsins ekki síð- ur á henni. Trjáræktaráhugi er líka orðinn almennari en ætla mætti í fljótu bragði. Og hann mun fara vaxandi á komandi árum þegar í ljós kemur að trjágróður þrífst raunar á íslandi! Verkefni fyrir þetta vandaða og glæsilega ársrit eru því óþrjótandi hvert sem litið er. Erlendur Jónsson. Fimmta bókin um Siggu Viggu komin út _STATTU klár Sigga Vigga!_ nefnist limmta vasabrotsbók- in um teiknimyndahetjuna Siggu Viggu sem Bros h.f. í{efur út. Höfundur er Gísli J. Ástþórsson. Áður hafa komið út bæk- urnar Sigga Vigga og tilveran, Fjörtíu og sjö snúðar, Plokk- fiskur, Sigga Vigga og þing- maðurinn og Sigga Vigga í steininum. Bókin er prentuð hjá Prent- húsinu s.f. Ég óska eftir að fá sendan Kays pöntunarlista á kr. 4900.— Vinsamlega krossiö I réttan reit. □ I póstkröfu Q meöfylgjandi greiösla Nafn ........................................ Heimilisfang................................. Staöur............................... Póstnr. Með því að versla í gegnu unarlistann verslið þiö mun ódýrar og hafiö meira vöruúrval. Þægindin eru I mikil, þar sem þið getið valió ykkar vöru heima í stofu. Til þess aó geta notfært sér þessi kosta- kjör og þægindi þurfið þið aðeins að fylla út formið í vinstra horni auglýsingarinnar, senda þaó til okkar og þá fáið þió sendan litprentaðan Kays pöntunarlista ásamt eyðublööum sem þið fyllið út. B. M AGNÚSSON SÆVANGI 19 - SÍMI 52866 ■ PÓSTH. 410 ■ HAFNARFIROI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.