Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1980 30 BÍ mótmælir hand- töku blaðamanns MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi ályktun frá stjórn BlaðamannafélaKs íslands: A fundi stjórnar Blaðamannafé- lags Islands í dag, var fjallað um handtöku Guðlaugs Bergmunds- sonar blaðamanns á Helgarpóstin- um, er hann var að störfum í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 6. september, vegna mikils mannfjölda, sem þar hafði safnazt saman. Stjórn Blaðamannafélags Is- lands mótmælir harðlega ástæðu- lausri handtöku Guðlaugs Berg- mundssonar blaðamanns. Eftir að hafa kynnt sér mála- Bíll og búslóð brunnu í Oddsskarði Hskiíirði 8. september. UNG IIJÓN. sem eru að flytja búferlum úr Reykjavik til Nes- kaupstaðar. voru á leið norður yfir Oddsskarð á laugardags- kvöldið þegar eldur kom upp i sendibifreið þeirra. Bíllinn varð alelda á skammri stundu og tókst hjónunum ekki að bjarga neinu af farangri sínum. Þeim tókst að koma boðum til Eskifjarðar og fór slökkvilið stað- arins þegar á vettvang. Ekki varð við neitt ráðið með handslökkvi- tækjum, sem í bílnum voru og slökkviliðið kom með. Þegar slökkvibíll Eskifjarðar kom á staðinn var bíllinn alelda og mest brunnið, sem brunnið gat. Þegar slökkvistarfi lauk var bifreiðin orðin ejörónýt og allt, sem í henni var. Búslóðin mun hafa berið ótryggð. — Ævar. vöxtu, telur stjórnin ljóst, að lögregluþjónar hafi vitað, að Guð- laugur Bergmundsson var þarna að störfum fyrir blað sitt. Stjórn BÍ lítur það mjög alvar- legum augum, að blaðamaður skuli hafa verið handtekinn og hindraður í starfi. Ljósm. Július. íkveikjutilraun Hópur unglinga safnaðist saman i miðbænum aðfaranótt sunnudagsins en mun minna bar þá á ölvun en nóttina áður. Tilraun var gerð til ikveikju í húsi því sem kennt er við Hótel Vík en lögreglan réð niðurlögum eldsins fljótlega. Saltað og fryst af kappi á Höf n FYRSTA síldin á þessari vertíð barst til Hafnar í Hornafirði á laugardag. en þá bárust þangað um 700 tunnur, sem voru saltaðar hjá Fiskimjölsverksmiðju KASK. í gær komu um 1900 tunnur til Hafnar og fóru um 1100 í söltun hjá kaupfélaginu. en um 400 tunnur voru frystar þar. Þá tók Stemma við um 300 tunnum. en söltun hefst væntanlega þar í dag. Mjög hefur dregið úr afla var að hafa austan við Eyjar, lagnetabáta við Vestmannaeyj- þar sem bezt gekk í síðustu viku. ar. Á laugardag komu bátarnir Úr þessu er líklegt að Eyjabátar með um 55 tunnur, en í dag barst byrji á reknetum eins og Horn- nær enginn afli á land og ekkert firðingarnir. Alrangt að ég hafi á nokkurn hátt hindrað lögreglu í störf um hennar „ÞAÐ SEM er rétt í þessari frásögn lögreglunnar i Morg- unblaðinu er, að ég var hand- tekinn og að mér var sleppt klukkan 5.25. — annað er rangt“. sagði Guðlaugur Berg- mundsson blaðamaður á Helg- arpóstinum i samtali við blaðamann Morgunblaðsins i gær. er hann var spurður um tildrög þess. að hann var hand- tekinn í miðborg Reykjavikur aðfaranótt laugardags. Guðlaugur kvaðst hafa verið við vinnu sína í miðbænum á föstudagskvöld, ásamt ljós- myndara Helgarpóstsins. Upp- haf viðskipta hans við lögregl- una hefði verið það, að einn hinna óbreyttu lögreglumanna hefði spurt ljósmyndarann hvort hún væri að taka myndir fyrir sjálfa sig eða hvort hún væri að störfum. Svaraði hún því til, að hún væri að vinna. Guðlaugur kveðst þá hafa spurt lögreglu- þjóninn, hvort bannað væri að taka myndir. „Lögreglumaður- inn spyr þá aftur, hvort bannað sé að spyrja", sagði Guðlaugur, „og kvaðst ég þá einnig vera að spyrja. Þegar þetta gerðist vor- um við á göngu í Aðalstræti, og í samtali okkar kom fram, að ég væri blaðamaður. Hann fór þá fram á að fá nafn mitt, og er — segir Guð- laugur Berg- mundsson um handtöku sína á föstudagskvöld fleiri lögreglumenn komu á stað- inn rétti ég þeim ökuskírteini mitt til staðfestingar á því hver ég væri. Lögreglumennirnir gengu síðan í burtu, og við ljósmyndarinn gengum áfram um Aðalstræti. Um það bil 10 til 15 mínútum síðar, sá ég álengdar hvar verið var að setja einhvern inn í lögreglubíl. Eg gekk þar að og hitti þá þar fyrir þennan sama lögregluþjón og ég hafði áður átt orðastað við. Spyr ég hann hvað sé að gerast, og hvers vegna sé verið að setja krakka inn í bílinn. Hann vísaði mér þá á stjórnanda aðgerðanna, Magnús Einarsson. Magnús kom þarna að um leið og ég beini þá þeirri spurningu til hans hvort mér sé skylt að segja til nafns og svaraði hann því játandi og spyr mig að nafni. Segi ég honum það umsvifalaust. Magnús vissi að ég var blaðamaður, gagnstætt því sem fram kemur í frétt Morgun- blaðsins á sunnudaginn í samtali við Guðmund Hermannsson. Við Magnús eigum þarna stutt samtal, og ég segi honum, að ég hyggist skrifa um þessa atburði í blaðið er hann spurði mig að því. Bað hann mig þá að yfirgefa staðinn, og minnir mig þá að ég hafi spurt: Af hverju? — Þá vitnar hann í 9. grein lögreglu- samþykktar Reykjavíkur, þar sem segir að borgara sé skylt að yfirgefa svæði ef lögregla fer fram á það, að viðlagðri refs- ingu. Spurði ég þá hver sú refsing væri. Skipti þá engum togum, að Magnús réðist á mig og segir um leið, að það komi í ljós, hver refsingin verði. Sneri hann vinstri hönd mína aftur fyrir bak, tók mig hálstaki og ýtti mér síðan í átt að lögreglu- bíl og síðan þar inn. Þá var ekið á lögreglustöðina við Hverfisgötu, og þar var ég færður beint inn í fangageymslu. Magnús var síðan spurður um ástæðu fyrir handtöku, og bar hann við ölvun og mótþróa hjá mér. Þar sem ég var ekki undir áhrifum krafðist ég þess að tekin yrði af mér blóðprufa. Því svar- aði Magnús með því að leggja á mig hendur og ýta mér inn í klefaganginn og þar inn í kiefa. Þar með lauk okkar samskiptum í bili. Þegar þetta var, var klukkan um það bil 3. í klefanum var ég síðan þar til klukkan 4.15, er ég fór til yfirheyrslu. Henni lauk síðan klukkan 5.15 og þá fór ég út úr húsinu aftur skömmu síðar. Til yfirheyrslu á ég svo að mæta aftur á morgun, þriðju- dag“, sagði Guðlaugur, og kvaðst að lokum vilja vísa því algjör- lega á bug að hann hefði verið drukkinn eða með óspektir, eða á nokkurn hátt hindrað störf lög- reglunnar umrætt kvöld. Blaðamaður Helgarpóstsins I handtekinn í fyrrinótt: Hindraði störf löreglunnar — segir yfirlögregluþjónn Sveitarstjórnarmenn í Grundarfirði og forráðamenn Arnarflugs á flugvellinum við Grundarfjörð. Arnarflug til Grundarfjarðar ARNARFLUG hóf fyrir helgina áætlunarflug til Grundarfjarðar. en ráðgert er að fljúga þangað þriðjudaga. fimmtudaga og laugar- daga. t tengslum við þessar ferðir er síðan flogið áfram til Bíldudals og viðkoma höfð i Grundarfirði á báðum leiðum. Á laugardagsmorguninn, þegar fyrsta áætlunarferðin var hafin, tóku forráðamenn sveitarfélagsins á móti vélinni á flugvellinum, en frá Reykjavík er um hálftíma flug á Twin Otter-vél. Með í ferðinni voru forráðamenn Arnarflugs og buðu sveitarstjórnarmenn Arnarflug velkomið til Grundarfjarðar, sem er tíundi áætlunarstaður félagsins. Sögðu þeir Grundfirðinga binda von- ir við þessar flugsamgöngur. Flug- völlurinn liggur í um 8 km fjarlægð frá þorpinu og eru uppi ráðagerðir um gerð nýs flugvallar örlítið lengra frá, í landi Þórdísarstaða, en þar eru skilyrði talin hagstæðari hvað varð- ar vindátt. Flugmenn í þessari fyrstu ferð til Grundarfjarðar voru Viðar Hjálm- týsson og Friðrik Jónsson. Umboðs- maður Arnarflugs á Grundarfirði er Friðrik A. Clausen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.