Morgunblaðið - 09.09.1980, Síða 27

Morgunblaðið - 09.09.1980, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1980 35 Hverskonar kenningar liggja að baki þessari lyfjagerð þeirra — eru þetta kannski eins konar töfralæknar? „Ég veit mjög lítið um hvernig þeir haga starfi sínu — mest held ég að þeir noti alls konar jurtir sem þeir rækta. Þeir fást líka eitthvað við særingar í sambandi við geðræn vandamal en ég veit ekki hvernig þær fara fram.“ Hvaða framtíð bíður þessa fólks sem er þarna í búðunum? „Ég veit það ekki og það veit það sjálfsagt enginn. Flestir þarna stefna á að komast til einhvers þriðja lands og margir eiga ætt- ingja í Bandaríkjunum eða Evr- ópu. Yfirleitt er fólkið þarna bjartsýnt á eigin framtíð og gerir sér vonir um að eitthvert land taki við því að lokum. En það verða áreiðanlega margir að bíða lengi þarna í flóttamannabúðunum." Hvernig líkaði þér að starfa þarna — myndirðu geta hugsað þér að starfa áfram á vegum Rauða krossins? „Mér líkaði þetta starf mjög vel og vildi gjarnan komast að við svona starf hjá Rauða krossinum aftur. Félagsandinn var mjöggóð- ur þarna og fólkið mjög þakklátt fyrir það sem við gátum gert fyrir það. Samstarfið var mjög gott á milli hjálparstofnana, t.d. Catolic Relief, World Vision og Internat- ional Rescue sem þarna vinna í samvinnu við Rauða krossinn. Þrátt fyrir langan vinnutíma og ýmsa erfiðleika á ég enga ósk heitari en að fá tækifæri til frekari starfa á þessu sviði," sagði Sigríður að lokum. Nýr bátur í flota Norð- firðinga Neskaupstað 5. september. NÝR BÁTUR bættist í flota Neskaupstaðar í dag. Er það 250 tonna bátur, Fylkir NK 102, áður Gylfi BA 12. Báturinn er nýumbyggður í Skipavík í Stykkishólmi, ný aðal- vél hefur verið sett í bátinn, 1125 hestafla Caterpillar, ný brú er á bátnum og hann er einnig yfir- byggður og með skutrennuloka. Allar innréttingar eru nýjar og ný siglingar- og fiskleitartæki. í bátnum er einnig vél, sem getur framleitt 3 tonn af ís á dag. Eigendur eru Garðar Lárusson og Gísli Garðarsson, sem jafnframt er skipstjóri. Báturinn fer á tog- veiðar á morgun. Indira fær sonaraðstoð Nýju Delhi. 6. september. — AP. RAJIV Gandhi. eldri sonur Ind- iru Gandhi forsætisráðherra Indlands. álitur að það styrki stöðu móður hans, ef hann gefur sig að stjórnmálum, að þvi er indverska fréttastofan UNI hefur eftir honum i dag. Rajiv hefur verið ört hvattur til þess af stuðningsmönnum nýlát- ins bróður síns, að hefja þátttöku í stjórnmálum. Hann sagði við UNI, að hann mundi gera upp hug sinn fyrir næstu mánaðamót. Hann lýsti áhuga sínum á „að þjóna Kongressflokknum, ef það mætti verða til að styrkja stöðu flokks- ins“. Hins vegar kvaðst Rajiv ekki hafa áhuga á ráðherrastöðu. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRÆTI • - SlMAR: 17152- 173S5 B.B. BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. i V ÞARFTU AÐ KAUPA? T ÆTLARÐU AÐ SELJA? to Sumar eQdavélar frá ELECTROIUX sru auövilaö með tdóstuisafni, tölvustýringu, tennDsplötu, sjálfvirkum steikarmoell oghitastaíip.. ......____, AÓirarekki. Q Electrolux eldavélarnar eru meðal þeirra þekktustu í heimi. Fyrst og fremst vegna gæða- og svo auðvitað vegna tækni- nýjunga. Electrolux hefur oftast verið á undan samtíðinni í eld- hústækni. Þegar þú velur Electrolux eldavél geturðu valið eldavélagerð, sem hentar plássi og pyngju. Úrvalið og möguleikarnir eru margvís- legir. Ql Electrolux Kynningarbæklingur ókeypis. Það er óráðlegt, að kaup eldavél án þess að kynna sér vandlega hvaða möguleikar standa til boða. Vörumarkaðurinn sendir þér í pósti ókeypis, litprentaðan mynda- og upplýsingabækling. Sendu okkur nafn þitt og heimilisfang, eða hringdu í Electrolux deildina, simi: 86117 og við sendum þér bækling um hæl. ARMULAIa I I I * I ■ • I » A I • t l « 9 a »

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.