Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1980 Aranya Prathet — búddaklaustur efst á klettahæð fimm kílómetra frá landamærunum Thailands megin. Götumynd frá Khao Dang. Frá flóttamannabúðunum í Nonjf ChanK sem eru skammt frá landamærum Thailands Kampútscy. ■ Frá sjúkrahúsinu í Khao Dang. — þar er malargólf en samt er húsið þokkalegasta vistarvera. Skurðaðgerð framkvæmd i sjúkrahúsi Khao Dang flóttamannabúðanna. Frá flóttamannahúöunum í Thailandi „Böm og unglingar báru þess greinileg merki að þau höfðu búið við alvarlegan næringarskort“ Viðtal við Sigríði Guðmundsdóttur. hjúkrunarfræðing, sem starfaði á veKum Rauða krossins í Thailandi síðastliðið sumar. Svo sem kunnugt er hefur mikill fjöldi manna flúið frá Kamhódíu á þeim tíma sem stjórn I’ol Pot hefur setió þar við völd. Flóttamannastraumurinn hefur lejíið til Thailands fyrst og fremst og hefur komið þangað miklu meiri fjöldi en thailensk stjórn- völd hafa treyst sér til að taka við. Flóttafólkið. sem skiptir hundruðum þús- unda. hefur því sest þar að í tiltölulega einangruðum flóttamannahúðum þar sem það bíður þess að komast til einhvers annars lands — eða að ástandið í Kamhódíu lagist þannig að það >foti snúið heim aftur. Ýmsar hjálparstofn- anir sjá flóttafólkinu fyrir Iífsviðurværi og veita því margháttaða aðstoð. því að sjálfsögðu hefur það enga moguieika á að bjarga sér sjálft í flótta- mannahúðunum. Sifjríður Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur, kom nýlega heim frá Thailandi þar sem hún hefur gegnt störfum á vegum Rauða krossins um þriggja mán- aða skeið. Sigríður vann í hópi þrettán norrænna heilbrigðis- starfsmanna sem störfuðu á sjúk- rahúsi í flóttamannabúðum skammt frá landamærum Thai- lands og Kambódíu. Búðir þessar nefnast Khao Dang og eru í þeim um 120.000 flóttamenn frá Kam- bódíu. Blaðamaður Morgunblað- sins ræddi við Sigríði um dvöl hennar þar og var hún fyrst spurð hvernig ástandið væri þarna í búðunum nú: „Það er fremur gott — bærinn í Khao Dang er mjög vel skipulagð- ur af flóttafólkinu,“ sagði Sigríð- ur. „Þar var regla á flestum hlutum, — t.d. voru þarna skóiar fyrir börn í fjórar klukkustundir á dag. Mér þótti undravert hversu fólkið var duglegt að bjarga sér — það var mjög áhugasamt um að sækja þau námskeið sem því stóðu til boða og notaði tíma sinn vel. Þetta fólk var tiltölulega vel menntað — margir höfðu verið á menntaskóla- eða háskólastigi þegar stjórnarskiptin urðu í Kam- bódíu. — Þegar flóttafólkið kom upphaflega til búðanna fyrir u.þ.b. einu ári var það mjög illa haldið. Börn og unglingar báru þess greinileg merki að þau höfðu búið við langvinnan og alvarlegan nær- ingarskort. Það mátti gjarnan margfalda með tveimur þau ár, sem þau virtust hafa lifað, til að fá réttan aldur þeirra. Þeir sem voru sextán ára litu til dæmis út fyrir að vera átta eða níu ára. En nú er séð fyrir því að þetta fólk líði ekki skort.“ I hverju fólst starf þitt þarna? „Ég vann á sjúkrahúsi sem sá eingöngu um fólk sem þarfnaðist skurðaðgerðar. Flestir, sem lögð- ust inn á sjúkrahúsið, höfðu hlotið skotsár eða slasast af jarðsprengj- um. Mest af þessu fólki var flutt til okkar frá búðunum í Nong Sameth og Nong Chang sem eru alveg við landamærin. Þangað átti svo þetta fólk að fara aftur þegar það var gróið sára sinna. Það gerðu líka flestir. Margir höfðu særst er þeir voru að ná í matbjörg fyrir fjölskyldur sínar í Kambódíu — það er algengt að fólk komi yfir landamærin til að ná í mat, sem ýmsar hjálparstofn- anir láta því í té, og flytji hann með sér til fjölskyldna sinna í Kambódíu. Þetta fólk var yfirleitt mjög heimfúst. Aðrir höfðu lítinn áhuga fyrir að snúa til baka og létu sig frekar hverfa en vera sendir til landamæranna aftur. Mikil ókyrrð er við landamæri Thailands og oft kom til skotbar- daga. Einu sinni kom til mikils bardaga — það var 23. júní þegar Víetnamar gerðu innrás inn í Thailand og stóð sú orrusta í tvo daga. Þá kom í ljós að hópurinn sem ég var í var of fámennur til að anna því hlutverki sem honum var ætlað. Atján Þjóðverjar sem sáu um spítala skammt frá okkur voru mun betur settir. Hjá okkur mátti ekkert bera út af með heilsufar því við vorum svo fá. Þó bjargaðist allt enda var starfsandinn ein- staklega góður." Hvert var viðhorf þessa fólks til ófriðarins, — var mikið um stríðs- glaða menn þarna? „Nei, þetta fólk er friðsamt í eðli sínu og lítur, held ég, á ófriðinn sem hverja aðra plágu. Ég held líka að margir þarna hafi ekki áttað sig á hvað var að gerast — það er mjög erfitt að botna í ástandinu þarna." Hvernig var að starfa þarna — var aðstaðan sem þið höfðuð sæmileg? „Yfirleitt gekk vel — en mörg einstök tilfelli voru að sjálfsögðu erfið viðureignar. Aðstaðan til lækninga var nokkuð góð og ár- angurinn betri en maður gæti ætlað — eða álíka og á sjúkrahús- um í Evrópu. — Heilsufarsvanda- málin, auk skotsáranna, voru fyrst og fremst smitnæmir sjúkdómar, s.s. kólera, lömunarveiki og mala- ría, sem þó hafði þegar tekist að draga mjög úr með sóttvarnarað- gerðum og bólusetningum. Mikið var leitað eftir fóstureyðingum þar sem nauðganir höfðu átt sér stað, — oft var ekki um neina þungun að ræða og þurfti fremur að hjálpa þessum konum með einhverjum málamyndaaðgerðum. Sumum læknunum þarna í land- inu þótti það ekki við hæfi en okkur fannst aðeins vera um mannúðarverk að ræða. Annars hefur stefnunni í heil- brigðismálum verið breytt nokkuð þarna undanfarið. Nú er lagt meira upp úr alþýðulækningadóm- um landsmanna sjálfra en áður. Nýlega var til dæmis komið upp sjúkrahúsi þar sem innfæddir læknar geta stundað lækningar sínar. Finnsk hjúkrunarkona hef- ur umsjón með starfinu og gætir þess að ekki sé farið út í neitt hættulegt. Sjúklingarnir geta val- ið á milli sjúkrahúsa og flytja sig gjarnan á milli ef árangur næst ekki. Innfæddu læknarnir rækta sínar jurtir og gera pillur í samræmi við sínar kenningar — það merkilega er að árangur hjá þeim er í mörgum tilfellum ekki síðri en í öðrum sjúkrahúsum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.