Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1980 Verulegur munur er á stefnuskrám bandarísku stjórnmálaflokkanna Fyltíi bandarísku stjórnmála- flokkanna í kosninfjum ræðst yfir- leitt fyrst 0(; fremst af vinsældum einstakra frambjóðenda. Stefna flokkanna skiptir minna máli en skoðanir og framkoma frambjóð- enda. Raunin gæti þó orðið önnur í ár. Munurinn á stefnum flokk- anna er aujíljósari nú en oft áður, en það ætti að hafa áhrif á skoðanamyndun kjósenda. Jimmy Carter frambjóðandi Demókrata benti á, þegar hann hafði hlotið útnefningu flokks síns, að stefna Repúblikana hefur ekki verið jafn íhaldssöm ok nú síðan 1964. Þá töpuðu Repúblikan- ar með Barry Goldwater í broddi fylkingar kosningunum fyrir Lyndon B. Johnson og Demokröt- um með miklum mun atkvæða. Carter vonar, að sá leikur endur- taki sig í nóvember, en Ronald Reagan frambjóðandi Repúblik- ana er að sjálfsögðu á öðru máli. Hann er sannfærður um, að stefna Repúblikana sé það, sem þjóðin þarfnast og vill, og er hreykinn af stefnuskrá flokksins. Carter er ekki eins ánægður með stefnuskrá Demókrata. Edward Kennedy og stuðnings- menn hans fengu ýmsu áorkað á landsþingi flokksins, sem Carter hafði áður verið andvígur. Hann gekk að kröfum þeirra til að styrkja stöðu sína í flokknum og auka sigurlíkur hans í kosningun- um. Stefnuskrá Demókrata er því frjálslyndari en nokkru sinni fyrr og mun frjálslyndari en stefna Carters í forsetastóli undanfarin fjögur ár. Um 37% bandarískra kjósenda eru óháðir flokkunum, 39% kalla sig Demókrata, en aðeins 25% Repúblikana. Þó hafa 8 af 14 Bandaríkjaforsetum á þessari öld verið Repúblikanar. Mikill fjöldi kjósenda tekur afstöðu til flokk- anna eða frambjóðenda þeirra með tilliti til einstakra mála- flokka. Þrýstihópum um einstaka málaflokka hefur vaxið mjög fisk- ur um hrygg á síðústu árum, og þeir höfðu veruleg áhrif á stefnu- mótun flokkanna á landsþingum þeirra í sumar. Þeir komu því til leiðar, að flokkarnir tóku harðari afstöðu til ýmissa mála í stefnu- skrám sínum en oft áður. Flestum er fullljóst, að stefnu- skrár flokkanna gefa aðeins vís- bendingu um þá átt, sem flokkarn- ir vilja stefna í, en þeim er sjaldan fylgt út í ýztu æsar, og frambjóð- endur brjóta jafnvel oftar en ekki í bága við þær strax að loknum kosningum. Þó er forvitnilegt að bera saman boðskap Demókrata og Repúblikana í kosningunum í ár. Innanríkismál Þrýstihópar um einstök málefni hafa mest áhrif á stefnu flokk- anna í félagsmálum. Þeir láta allt frá hámarkshraðá á vegum úti til réttinda kynvillinga til sín taka. Á landsþingum flokkanna bar þó mest á hópum með eða á móti jafnréttislögum og fósture.vðing- um — með á þingi Demókrata og á móti á þingi Repúblikana. Demókratar telja fóstureyð- ingar til réttinda kvenna og vilja, að fjárhagsaðstoð ríkisins nái til kostnaðar efnalítilla kvenna vegna fóstureyðinga. Repúblikan- ar eru andvígir því og styðja breytingartillögu við stjórnar- skrána, sem á að snúa ákvörðun Hæstaréttar frá 1973 um löggildi fóstureyðinga við og „tryggja rétt- indi ófæddra barna", eins og segir í stefnuskrá þeirra. Áður en breytingatillögur við bandarísku stjórnarskrána geta tekið gildi, þurfa 38 ríki, eða % hlutar Bandaríkjanna, að sam- þykkja þær. Barátta fyrir sam- þykkt breytingartillögu, sem á að tryggja jafnrétti kynjanna hefur staðið lengi. 35 ríki hafa þegar samþykkt hana. Stjórnmálaflokk- arnir studdu báðir tillöguna í stefnuskrá sinni 1976, en Repú- blikanar gera það ekki í ár. Demókratar ítrekuðu stuðning sinn á landsþingi flokksins og kváðu fastar að orði en nokkru sinni fyrr. Þeim er umhugað um, að ríki, sem enn hafa ekki samþykkt jafnréttistillöguna, geri svo hið bráðasta. Til að stuðla að því hafa þeir þá stefnu, að þinga hvorki í ríkjum né styrkja frambjóðendur, sem eru á móti tillögunni. Repú- blikanar eru hlynntir jafnrétti kynjanna, en vilja ekki að það kosti konur gamalgróin réttindi, eins og að vera undanþegnar herskyldu. Þeir vilja, að ríkin fái að taka afstöðu til tillögunnar upp á eigin spýtur og án íhlutunar stjórnmálaflokkanna eða alríkis- stjórnarinnar. Stefna Repúblikana boðar í flestum málum minni afskipti alríkisstjórnarinnar og frekara sjálfstæði heimastjórna ríkjanna 50. Þeir lofa að minnka ríkisút- gjöd og lækka tekjuskatta ein- staklinga verplega á næstu 3 árum. I stefnuskrá þeirra segir: „Með því að auka hagvöxt mun skattalækkun draga úr nauðsyn ríkisstyrkja til atvinnulausra, vel- ferðaáætlana og atvinnubóta- vinnu." Repúblikanar telja að þjóðinni . stafi um þessar mundir mest hætta af verðbólgu og áhrifum hennar á atvinnulífið, en þess vegna „verður Carter að láta af stjórn"! Þeir vilja, að framboð á peningum vaxi í samræmi við hagvöxt, og segja: „Ef við eigum að ná takmarki okkar um fulla atvinnu og jafnvægi í verðlags- málum, er aðgerða þörf, bæði í ríkisfjármálum og peningamál- um.“ Demókratar eiga í vök að verj- ast í efnahagsstefnu sinni, þar sem kreppan, sem nú ríkir í Bandaríkjunum, reið yfir landið í stjórnartíð þeirra. Verðbólgan hefur minnkað á undanförnum mánuðum, en atvinnuleysi hefur aukizt. Fyrir tilstilli Kennedys segir í stefnuskrá þeirra: „Flokkur Demókrata mun ekki beita stefnu, sem leiðir til vaxtahækkana og aukins atvnnuleysis í baráttu sinni gegn verðbólgu. Við munum ekki gera neinar ráðstafanir, hvorki í ríkisfjármálum né pen- ingamáíum, sem munu auka at- vinnuleysi verulega." Þessi stefna Demókrata brýtur í bága við aðgerðir Carters gegn verðbólgu á síðustu mánuðum, en hann sagði í yfirlýsingu til lands- þingsins um stefnuskrána: „Ég legg áherzlu á, að ekkert er mér mikilvægara í innanríkismálum en full atvinna. En okkur verður að vera ljóst, að með aðgerðum til að ná fullri atvinnu verðum við einnig • að hamla á móti verð- bólgu." Utanríkis- og varnarmál Báðir bandarísku stjórnmála- flokkarnir vilja styrkja stöðu Bandaríkjanna í heiminum, en Demókratar vilja fara hægar í sakirnar en Repúblikanar, sem vilja eyða miklu fé til varnarmála og gera herafla landsins sem fjölbreytilegastan. Báðir meta At- lantshafsbandalagið mikils og vilja efla það og styrkja í samráði við hin aðildarlöndin. Flokkarnir eru sammála um að aftra ásókn Sovétríkjanna, en Repúblikanar eru mun harðorðari í þeirra garð en Demókratar, sem leggja áherzlu á samningaviðræður við Sovétmenn í stefnu sinni. í stefnuskrá Repúblikana segir: „Repúblikanar harma þá sveiflu, sem á sér stað í átt að hlutleysi í Vestur-Evrópu ... Eitt helzta tak- mark ríkisstjórnar Repúblikana verður að tryggja í samráði við aðildarlönd NATO, að Bandaríkin leiði sameiginlegt átak, til að endurreisa öflugt og sjálfsöruggt bandalag, sem er viðbúið ógnum 9. áratugsins. Yfirburðir Sovétríkjanna í her- búnaði er helzta utanaðkomandi hættan, sem steðjar að NATO. NATO hefur of oft á svokölluðu „detente" tímabili dregið úr eða seinkað nauðsynlegum aðgerðum í varnarmálum og gért sér of mikl- ar vonir um samninga um vopna- takmörkun, á meðan Varsjár- bandalagið undir stjórn Sovétríkj- anna hefur orðið sterkasta her- bandalag heims." Demókratar segja hins vegar í stefnuskrá sinni: „Bandaríkin eru nú og munu verða áfram sterkasta veldi veraldar ... Ríkisstjórn Demókrata mun stuðla að sterku Atlantshafsbandalagi og stöðugu hernaðarjafnvægi í Evrópu. Við munum reyna að endurnýja kjarn- orkuvopn og hefðbundin vopn NATO um leið og við stuðlum að jöfnum samdrætti innan NATO og Varsjárbandalagsins." Fyrir rúmu ári síðan undirritaði Jimmy Carter annan samning Bandaríkjamanna við Sovétríkin" um takmörkum vopnabirgða (SALT II). Samningurinn bíður enn afgreiðslu í bandaríska þing- inu, en vinsældir hans dofnuðu mjög við innrás Sovétríkjanna í Afganistan. Repúblikanar kalla samninginn „hreinasta gallagrip" í stefnuskrá sinni og segja, að hann myndi „lögfesta veikari stöðu Vestrænna ríkja". Demó- kratar eru á öðru máli og segja: „Einu takmarki stjórnar Demó- krata vr náð við gerð SALT II samningsins. Hann styrkir þjóð- aröryggi okkar beint, og við mun- um reyna að fá hann samþykktan við fyrstu hentugleika." Demókratar eru ákveðnir í „að láta hugsjónir okkar (Bandaríkja- manna) gegna mikilvægu hlut- verki í mótun utanríkisstefnu Bandaríkjanna". Þeir eru ánægðir með mannréttindastefnu Carters síðastliðin fjögur ár og munu „fylgja gildandi lögum með því að neita ríkisstjórnum, sem brjóta grundvallarmannréttindi, um að- stoð, nema aðstoðar sé þörf af augljósum mannúðarástæðum". Repúblikanar eru lítt hrifnir af mannréttindastefnu Demókrata. Þeir segja, að hún hafi komið niður á yfirlýstum vinaþjóðum Bandaríkjanna, en lönd, sem virða mannréttindi einskis, eins og Sovétríkin, Víetnam og Kúba, hafi ekki fundið fyrir henni. Repúblik- anar lofa að fylgja á ný „þeirri grundvallarreglu að koma fram við vin sem vin og yfirlýstan óvin sem óvin án nokkurra afsakana“. ah i..........................J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.