Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1980 37 Islandsmótið í sandspyrnu: Ný íslandsmet í öllum flokkum ÍSLANDSMÓTIÐ í sandspyrnu var haldið á veKum Bílaklúbbs Akur- eyrar við Hrafnagil i Eyjafirði sl. laugardag og sunnudag. Keppt var i 5 flokkum. flokki fólksbila á venjulegum dekkjum, fóiksbila á sérútbúnum dekkjum. jeppa á venjulegum dekkjum. jeppa á sér- útbúnum dekkjum og mótorhjóla. Ný íslandsmet voru sett I hverj- um flokki en úrslit urðu sem hér segir: 1 flokki fólksbíla á venjulegum dekkjum sigraði Valur Vífilsson á Plymouth Valiant 340 Valur fór brautina, sem er 91,44 métrar, á 8,20 sekúndum, t öðru sæti varð Ragnar S. Ragnarsson á Charder 361 á 8,79 sekúndum og í þriðja sæti varð Sigþór Sigþórsson á Mustang 302 á 9,03 sekúndum. Sigurvegari í flokki fólksbíla á sérútbúnum dekkjum varð Bragi Finnbogason á Pontiac 427 (Chevy) á 4,11 sekúndum. í öðru sæti varð Sigurbjörn Höskuldsson á Mustang Cobra 406 á 6,80 sekúndum. í þriðja sæti varð Gunnar Eiríksson á Dodge Dart 340 á 6,93 sekúndum. Halldór Jóhannesson á Willys 304 sigraði í flokki jeppa á venjulegum dekkjum. Hann fór brautina á 6,51 sekúndu. í öðru sæti varð Svein- björn Eiríksson á Willys 304 á 6,72 sekúndum og í þriðja sæti varð Sigurgeir Arngrímsson einnig á Willys 304 á 6,82 sekúndum. í flokki jeppa á sérútbúnum dekkjum varð Reynir Jóhannesson í fyrsta sæti á Willys 350. Hann fór brautina á 5,30 sekúndum í keppn- inni. Eftir keppnina fór hann braut- ina á 5,07 sekúndum sem er nýtt íslandsmet í þessum flokki. í öðru sæti varð Guðmundur Gunnarsson á Willys 340 á 5,68 sekúndum. í þriðja sæti varð Sigur- steinn Þórsson á Willys 304 á 6,71 sekúndu. í mótorhjólaflokki sigraði Rúnar Gunnarsson á Kawasaki 1000 á 5,30 sekúndum. í öðru sæti varð Páll Harðarson á Hondu 500 á 6,45 sekúndum. í þriðja sæti varð Stefán Tryggvason á Montessa 360 á 6,78 sekúndum. mannfólkið fer að heita númer eða tölustafir. Engin kyngreining í nafnnúmeratískunni. En aum- ingja karlarnir með karlaaflið sitt á leiðinni, leiðinni í „salt“. Það á ekki af þeim að ganga. Siðferði? Það heyrðist hátt í þeim konum sem vildu frjálsar fóstureyðingar. Þeim nægði ekki að lög landsins heimiluðu rýmkun í þeim efnum í neyðartilfellum og lögin væru endurskoðuð á þeim grundvelli. Því neyð er það og mikil ábyrgð hvílir á þeim sem taka ákvörðun um að deyða kviknað líf. En það varðar þær ekkert um, heldur unnu þær klárt að því að gera konur að skynlausum dýrum. Þær mega gamna sér hömlulaust og ef kviknar líf í óþökk þá bara að láta eyða því. Þær loka augun- um fyrir því að kynlíf er einkamál hjá skynigæddum verum, en ekki hjá dýrum. Því að dýrin skynja aðeins líkamseðli sitt. En Guð hefur gefið skynigæddri veru „samvisku" og í skjóli samvisk- unnar býr ábyrgðartilfinningin, að vera ábyrgur gjörða sinna. Ef slíkur hugsunargangur fær hljómgrunn sem frjálsar fóstur- eyðingar þá sljóvgar það ábyrgð- artilfinningu hjá almenningi. í útvarpsþættinum „Við“ (í apríl) var hvetjandi áróður að börn og unglingar iðkuðu kynlíf. Enginn gjörði athugasemd. Hjónaband eða skírlífi, hjónaband og maka- tryggð er að verða aukaatriði og hvergi heyrist að laða ungar ógiftar mæður, fráskildar konur eða ekkjur að festa ráð sitt að nýju heldur er tónað: Ég er maður, einstaklingur. Ég er frjáls og óháð þá í kynlífi sem öðrum gjörðum. Hvað gjörir ríkið og samfélagið fyrir einstæðinga? Það gæti farið svo að ungar ógiftar mæður og fráskildar konur komist betur af með því að lifa frjáisu óbundnu lífi en í hjóna- bandi og hvað verður þá um siðferðið í landinu því að þessar einstæðu konur missa ekki kyn- gleði sína, þó svo óheppilega hafi tekist til. Siðgæði? Að taka tillit til skoðana ann- arra er kristilegt siðgæði, en að bera virðingu fyrir öllum trúar- brögðum er ekki kristilegt sið- gæði. Það gæti farið svo að ekki verða vandræði fyrir moham- eðstrúarmenn að reisa moskur sínar hér á íslandi og iðka sinn réttlætisávöxt t.d. höggva hend- urnar af þjófunum og fl. þvuml. Og sumir dýrkenda þeirra gera aðgerð á stúlkubörnum til þess að fyrirbyggja að síðar meir hafi þær ánægju af samförum við maka sinn. Trúarbrögð sem láta í friði t.d. þær indverskar konur sem drepa tengdadætur sínar ef að þeirra mati heimamundur er rýr. Trúar- brögð þar sem dýrkendur falla fram fyrir líkneskjum gjörðum af manna höndum t.d. tálguð í tré eða höggvin í stein. Þjónkun og tilbeiðsla á manna-guðum og er komma-guðinn áhrifamestur sem trúarbragð. Jafnvel dómsvaldið aflífar fólkið í nafni trúarbragða þeirra. En Jesú Kristur er ekki trúar- bragð. Innihald boðskapar hans er m.a. lausn frá synd og satans valdi og það er boðið upp á að byggja sig upp í lífi og starfi í réttlæti hans, með trúnni er starfar í kærleika. Dómsvald Krists er ekki gefið upp á þennan heim en í staðinn er gefið frelsi til að velja hans réttlæti eða hafna því. Að lokum Síðari ár hefir verið áberandi hvernig reynt hefir verið í tíma og ótíma að efla þjóðina til dáða í krafti sögu og menningar forfeðr- anna og núna nýlega eru land- vættirnar komnar á kreik. En þegar slíkt hjálpræði í tíma og ótíma tónar í mín eyru þá kyrja ég: „Þeir eru, þeir eru í gröfunum:“ Höldum okkur við höfuðið og yfirstandandi tíma meðan hann er fyrir hendi. Það er nær að efla þjóðina til dáða til að þiggja réttlæti Guðs í Kristi Jesú. Gröfin hans var tóm, dauðinn hélt honum ekki og á Drottins degi í skjóli náðar og syndafyrirgefningar verður gröf okkar, líka tóm. Ásdís Erlingsdóttir. Tilvitn: 1. Mós: 2. K., Matt. 5. K Jóh. 4.12. og 20. K 1. Tím. 2. K. Róm. 6. K SKÓLARITVÉLAR Þetta er nýja rafdrifna ritvélin frá Olympia sem sökum nýrrar tækni er nú fáanleg ótrúlega fyrirferðalítil, ódýr og í þremur mismunandi litum. Hálft stafabil, 44 lyklar, 3 blek bandsstillingar o.fl. sem aóeins er á stærri gerðum ritvéla. Fullkomin viögeröa- og varahlutaþjónusta. o Oiympia Intemational KJARAIM HF skrifstofuvélar & verkstæöi - ÁRMÚLI 22 SÍMI 83022 Verksmiójusala Buxur á alla aldurshópa Herrabuxur úr flaueli, kakí og denim. Dömubuxur úr flaueli, flannel og kakí. Unglingabuxur úr flannel, flaueli og denim. Barnabuxur úr flannel, flaueli og denim. Sumarjakkar á börn og karlmenn. Geriö góð kaup í úrvalsvöru. Opid virka daga kl. 9—18. Laugardaga kl. 9—12. BOT HF. Skipholti 7. Sími 28720.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.