Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1980 31 Fjármálaráðuneyti gefur út bráðabirgðalög: 40% iimflutningsgjald á allt innf lutt sælgæti 32% innflutningsgjald á innflutt kex Fjármálaráðuneytið hef- ur gefið út bráðabirgðalög um sérstakt timabundið innflutningsgjald á sæl- gæti og kexi. Samkvæmt lögum þessum verður 40% innflutningsgjald almennt lagt á innflutt sælgæti og 32% innflutningsgjald á kex. Innflutningsgjaldið mun hafa í för með sér um 33% hækkun á útsöluverði sæigætis, en tæplega 30% hækkun á útsöluverði kex. I frétt ráðuneytisins segir m.a., að þegar innflutning- ur var gefinn frjáls á kexi um sl. áramót og síðan á sælgæti 1. apríl sl., hafi innflutningur á vörum þessum aukist verulega um- fram það sem gert hafði verið ráð fyrir. Þessi aukni innflutningur leiddi þegar til mikils samdráttar í inn- lendri framleiðslu þessara vara og var því fyrirsjáan- legt að yrði ekkert að gert, gæti það leitt til stöðvunar atvinnurekstrar í viðkom- andi iðngreinum og at- vinnuleysis starfsmanna. Til þess að fyrirbyggja slíkt og jafnframt að veita innlendum iðnfyrirtækjum í þessum greinum svigrúm til þess að aðlaga sig óheftri samkeppni við innflutning hér um ræddra vara, var talið nauðsynlegt að grípa nú þegar til tímabundinna aðgerða og leggja sérstakt innflutningsgjald á nefndar vörur. Lögin, sem gefin eru út 5. september sl., gilda til 1. mars 1982. Innflutnings- gjaldið ekki að okkarbeiðni — segir Þórarinn Gunnarsson, skrif- stofustjóri FÍI „ÞEGAR tillögur um þessi mál voru til umfjöllunar í ráðuneytinu fyrir allnokkru síðan, samþykkti félagið þær fyrir sitt leyti, enda þá þegar orðinn um þriðjungs sam- dráttur hjá fyrirtækjum í iðn- greinunum," sagði Þórarinn Gunnarsson, skrifstofustjóri Pé- lags íslenzkra iðnrekenda, er Mbl. innti hann álits á hinum nýbirtu bráðabirgðalögum um sérstakt innflutningsgjald á sælgæti og kex. „Ég vil þó taka sérstaklega fram, að þetta innflutningsgjald er alls ekki til komið að beiðni okkar. Við höfum ætíð verið á móti höftum, nema þegar sérstak- ar kringumstæður hafa verið fyrir hendi, og við teljum einmit, að aðstæður nú réttlæti þessa laga- setningu fyllilega. Þessir innlendu framleiðendur hafa ekki fengið þá nauðsynlegu hægfara niðurfell- ingu tolla, sem lofað var, einfald- lega vegna þess að gömlu kvótun- um var haldið gangandi allan þennan tíma. Þá hafa þessir framleiðendur þurft að kaupa undanrennu- og mjólkurduftið í framleiðslu sína á innlendu markaðsverði, en ekki heimsmarkaðsverði hverju sinni, eins og lofað hafði verið. Verðið hér innanlands hefur verið frá fjórfalt og upp í sexfalt hærra heldur en gengur og gerist á heimsmarkaði. Sælgætisframleið- endur fengu svo mismuninn end- urgreiddan 6—8 mánuðum síðar og það gefur auga leið hvert þeir peningar fóru í 50% verðbólgu. Kexframleiðendur hafa hins vegar aldrei fengið undanrennuduftið á heimsmarkaðsverði, fyrr en um síðustu áramót. Gjaldið er hugsað tímabundið og verður það eflaust, enda leyfa reglur EFTA ekki gjaldtöku sem þessa nema í 18 mánuði, og það hefur verið samþykkt hjá EFTA að þessi gjaldtaka fari fram til 1. marz 1982. í framhaldi þess hyggst félagið svo keyra í gegn svokallað þróunarverkefni fyrir sælgætis- og kexiðnað, en tillögur að því hefur Ingjaldur Hannibals- son, deildarstjóri tæknideildar FÍI, unnið. Ingjaldur sagði í samtali við Mbl., að í framhaldi af ferð FÍI með sælgætisframleiðendum til Sviss fyrir skðmmu hafi verið ljóst hvernig skipuleggja bæri aðstoðina við sæígætisiðnaðinn. Tillögurnar gera ráð fyrir, að aðstoðinni sé skipt í fimm megin- þætti, sem séu það sjálfstæðkr, að hugsanlegt sé, að einstaka fyrir- tæki nýti sér aðeins suma þætti hennar. I fyrsta þætti tillagnanna kem- ur fram, að umbúðir um íslenzkt sælgæti eru ekki samkeppnishæf- ar við umbúðir um erlent sælgæti. Því er nauðsynlegt að gjörbreyta umbúðum um íslenzkt sælgæti og þarf að gera það með það í huga að umbúðirnar megi nota ef útflutn- ingur hefst á íslenzku sælgæti. Æskilegt er að hönnun umbúða verði unnin af samstarfshópi, sem skipa fulltrúar fyrirtækja, um- búðafyrirtækja, hönnuður og markaðsráðgj af i. í öðrum þætti tillagnanna er sagt að nauðsynlegt sé fyrir fyrir- tæki í sælgætis- og kexiðnaði að taka upp virka sölustarfsemi og endurskoða dreifingaraðferðir. Hvert fyrirtæki þarf að gera sérstakt söluátak, en einnig getur komið til greina að skipuleggja sameiginlegt söluátak fyrir grein- arnar í heild. í þriðja þætti tillagnanna er sagt að flest fyrirtækjanna verði að þróa nýjar vörutegundir auk þess sem í mörgum tilfellum megi bæta þær vörutegundir, sem fram- leiddar eru í dag. Fyrirhugað er að fá tækniaðstoð við vöruþróunina frá Iðntæknistofnun íslands og Rannsóknarstofnun landbúnaðar- ins, auk þess sem kanna þarf hvort hráefnaseljendur geti ekki aðstoð- að við þetta starf. í mörgum sælgætisfyrirtækj- anna þarf að efla stjórnun, segir m.a. í fjórða þætti tillagnanna. Þjálfa þarf verkstjóra til að beita nútímaverkstjórnaraðferðum, þjálfa þarf starfsfólk og í sumum tilfellum getur komið til greina að taka afkastahvetjandi launakerfi í notkun. Fimmti þáttur tillagnanna gerir ráð fyrir því, að þau fyrirtæki, sem ætla að endurnýja fram- leiðslutækin, þurfi að fá aðstoð erlendra sérfræðinga við val véla og skipulagningu verksmiðjanna. Breytir litlu fyrir okkur — segir Walter Hjaltested, heildsali „ÉG HELD, að setning þessara bráðabirgðalaga sé mjög misráðin og muni í raun litlu breyta um markaðinn," sagði Walter Hjalte- sted, framkvæmdastjóri Heild- verzlunar Ásgeirs Sigurðssonar, sem flytur inn sælgæti, er Mbl. innti hann álits á nýbirtum bráða- birgðalögum um verndartoll á innflutt sælgæti og kex. „Ég held, að við munum halda okkar markaðshlutdeild þrátt fyrir þennan óþurftarskatt. Við erum allavega ákveðnir í því að láta ekki knésetja okkur með þessum valdboðsaðgerðum. Inn- flytjendur munu eflaust nota tím- ann fram að því, þegar innflutn- ingurinn verður aftur gefinn frjáls, til að undirbúa sig að fara á fullri ferð af stað að nýju þurfi þeir að draga eitthvað saman. Þessi skattlagning gerir í raun lítið annað en að hækka vöruverð til neytenda, sem þýðir, að við getum lagt meira á vöruna, og það er neytandinn, sem situr uppi með allt saman", sagði Walter enn- fremur. Setning bráðabirgða- laganna er hneyksli — segir Árni Árna- son, framkvæmda- stjóri Verzlunarráðs íslands „ÞAÐ er mjög ámælisvert að setja þessi bráðabirgðalög, aðeins ein- um mánuði áður en Alþingi kemur saman, það er í raun hneykslan- legt," sagði Árni Árnason, fram- kvæmdastjóri Verzlunarráðs ís- lands, í samtali við Mbl. er hann var inntur álits á nýútgefnum bráðabirgðalögum, sem gera ráð fyrir því, að lagt verði 40% innflutningsgjald á allt innflutt sælgæti og 32% innflutningsgjald á innflutt kex. „Það er ekkert sem hefur ýtt á, að setja þessi bráðabirgðalög, þvert á móti hefði verið full ástæða til að sjá hvaða áhrif frjálsræðið hefði á markaðinn hér á landi. Sú aðlögun hefur ekki átt sér stað vegna stöðugra yfirlýs- inga um, að innlenda framleiðslan væri eins og sökkvandi skúta svo og yfirlýsinga ráðherra um að þetta gjald yrði lagt á. Við hjá Verzlunarráðinu höfum fylgzt með innflutningnum frá því hann var gefinn frjáls og það var eins og við var að búast mikil aukning til að byrja með. Síðan komst nokkurt jafnvægi á hlutina næstu tvo mánuðina. Þá kemur mikið stökk upp á við í júlí og það teljum við mikið til vera til komið vegna stöðugra umræðna um að til standi að setja þetta umrædda gjald á. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem við höfum beztar, þá hefur framleiðsla flestra stærstu inn- lendu fyrirtækjanna verið lítið mi'nni undanfarna mánuði en á sama tíma í fyrra. Þeir hafa einfaldlega ekkert verið að kvarta og talið sig geta staðið í þessari samkeppni. Því getum við ekki séð nein frambærileg rök fyrir setn- ingu þessara bráðabirgðalaga og okkar skoðun er sú, að setning laga sem þessara sé bjarnargreiði við innlendu framleiðendurna, því það er allt eins líklegt að sama sagan endurtaki sig aftur eftir eitt og hálft ár. Gaganvart innflytjendum er það auðvitað alveg óverjandi, að gefnar séu út yfirlýsingar í marz, að allur innflutningur verði eftir- leiðis gefinn frjáls, sem reyndar var gert. Síðan þegar menn eru farnir að stunda þessi viðskipti, er settur fyrirvaralaust á þau mjög hár innflutningstollur, sem gerir það að verkum að þessar vörur verða að mestu leyti óseljanlegar. Þá má geta þess, að fjölmargir innflytjendur hafa í dag gert tilraunir til að afpanta vörur, sem þeir höfðu pantað í þeirri góðu trú, að ekki yrði settur slíkur tollur á. Þá er allt tal um að innlenda framleiðslan hafi ekki fengið sína aðlögun út í hött. Það hafa verið innflutningshöft á sælgæti við lýði alveg fram á síðasta ár. Eitt er það einnig, sem er mjög alvarlegt við þessa lagasetningu nú, en það er að hún færir okkur, ennþá lengra frá fríverzlun en nú er, en á siðasta ári var t.d. lagt sérstakt 35% innborgunargjald á innflutt húsgögn, sem hefur reyndar sýnt sig að vera algerlega gagnslaus aðgerð. Því er spurning- in orðin sú, hvort við íslendingar ætlum yfir höfuð að taka þátt í fríverzlun áfrarn," sagði Árni Árnason að síðustu. MORGUNBLAÐINU hefur bor izt svohljóðandi ályktun frá Félagi islenzkra stórkaup- manna vegna nýbirtra bráða- birgðalaga um innflutnings- gjaid á innflutt sælgæti og kex. Félag ísl. stórkaupmanna mót- mælir harðlega bráðabirgðalög- um frá 5. sept. um sérstakt tímabundið innflutningsgjald á sælgæti og kex. Það vekur furðu að yfirvöld skuli grípa til þeirra aðgerða að setja á enn ný gjöld á innflutn- ing í þessu tilfelli til verndar kex- og sælgætisiðnaöi þvert ofan í óskir hlutaðeigandi aðila. Vert er að vekja athygli á því að aðlögunartími í þessum iðn- greinum hefur verið sá sami og öðrum, þó svo að þeir hafi notið sérstakrar verndar innflutnings- Breytir litlu um markaðs- stöðu okkar — segir Þórir Har- aldsson, verksmiðju- stjóri Nóa og Síríus „ÞESSI lagasetning er að mínu mati hálfgert vindhögg, hún mun litlu breyta um stöðuna á mark- aðnum," sagði Þórir Haraldsson, verksmiðjustjóri hjá Sælgætis- verksmiðju Nóa og Síríus, er Mbl. innti hann álits á hinum nýbirtu bráðabirgðarlögum um setningu verndartolla á innflutt sælgæti og kex. „Salan hjá okkur snarminnkaði auðvitað í fyrstu eftir að innflutn- ingurinn var gefinn frjáls, en síðan höfum við hægt og sígandi verið að ná fyrri markaðshlutdeild í flestum tegundum sælgætis. Það er helzt konfekt og Maltasúkku- laðikex, sem okkur hefur ekki tekizt að auka söluna á eins mikið og æskilegt væri“ sagði Þórir ennfremur. hafta, sem allir voru sammála um að mjög nauðsynlegt hafi verið að afnema. Ljóst var að eftir afnám þessara hafta myndu skapast vissir erfiðleikar en alls ekki Iiggur ljóst fyrir hvernig þessir nýju verndartoll- ar muni bæta hag kex- og sælgætisframleiðenda, auk þess brjóta þeir í bága við anda þeirra fríverzlunarsamninga sem Isiand er aðili að. Félag íslenzkra stórkaup- manna ítrekar að slíkir vernd- artollar þjóna engan veginn hagsmunum framleiðenda, þýða einungis hærra verð til neytenda og aukna skattheimtu þess opin- bera. Félag ísl. stórkaupmanna skorar því á yfirvöld að afnema þessa verndartolla hið fýrsta. FÍS mótmælir lagasetningunni: Þýðir aðeins hærra verð til neytenda og aukna skattheimtu hins opinbera

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.