Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1980 19 Sölusamband islenzkra fískframleiðenda: Fisksölumál í Portúgal Ríkisstjórnin skiptir tiltölulega litlu máli og kommúnistaflokkur- inn öllu máli. Flokkurinn ákveður og stjórnin framfylgir skipunum hans. Bulganin forsætisráðherra hvarf í skuggann og Krúsjeff fékk í hendur öll völd. Kosygin hefur ekki á hendi hið raunverulega vald heldur Brezhnev. Arum saman framfylgdi Andrei Gromyko, hinn lífseigi utanríkisráðherra, af stakri samvizkusemi ákvörðunum stjórnmálaráðsins, framkvæmda- stjórnarinnar á hæsta tindinum, sem hefur alla þræði í sínum höndum. Sovézka utanríkisráðuneytið framfylgir utanríkisstefnu, en ákveður hana ekki. Aðalhlutverkið er utan ramma stjórnarinnar og í höndum alþjóðadeildar miðstjórn- arinnar (arftaka Komintern Len- ins, sem Stalin “leysti upp“ 1943 til að blekkja bandamenn sína í striðinu um framtíðarstefnu Rússa). Yfirmaður alþjóðadeildar- innar, Boris Ponomarev, er geysi- voldugur, þótt hann sé aðeins aukafulltrúi í stjórnmálaráðinu og það sé mótsagnakennt. Raunveru- legur yfirmaður hans er sennilega Suslov hinn aldurhnigni. Hann er orðinn 78 ára gamall og hefur lengi verið helzti hugsjónasér- fræðingur flokksins. Ponomarev gegnir mörgum störfum, en aðal- starf hans er að tryggja að framsókn kommúnismans haldi áfram um allan heim þrátt fyrir öll áföll og alla erfiðleika. STEFNUMIÐ Rússar hugsa herfræðilega. Það gera skammlífar ríkisstjórnir á Vesturlöndum ekki með fáeinum undantekningum. Þar sem Brezh- nev og samstarfsmenn hans sitja í Kreml sjá þeir fyrir sér heim, þar sem það takmark að ná heimsyfir- ráðum virðist ekki lengur tálsýn og þar sem hlægilega auðvelt virðist að ná fram þrennum hern- aðarlegum markmiðum. Þau eru: Olían í íran og Saudi-Arabíu; olían í Mexíkó og Venezúela; og málmauðlindir Suður-Afríku. Olían í Persaflóa: Þótt and- spyrnan í Afganistan haldi áfram, hefur innrás Rússa fært Rauða herinn hættulega nærri Persaflóa. íran er í upplausn og þótt kon- ungsfjölskyldan í Saudi-Arabíu sé föst í sessi stendur landið ekki traustum fótum. Þar að auki ráða Rússar tveimur hernaðarlega mikilvægum stöðum: Suður-Jem- en og Eþíópíu. Olian við Karibahaf: Þótt ný- lenda Russa í Karibahafi, Kúba, sé illa á vegi stödd og mikill fjöldi flóttamanna streymi frá landinu eru flugumenn Castros iðnir við kolann á þessum slóðum og starf þeirra ber árangur. Stjórnarflokk- ur byltingarsinna í Nicaragua, Sandinistar, standa nú í sérstök- um tengslum við Rússa og Kúbu- menn. E1 Salvador og Guatemala eru í hættu. Jamaica og Panama stefna í átt til marxisma. Hvorki Mexikó né Venezúela eru í bráðri hættu, en ef allt þetta svæði hyrfi undir yfirráð kommúnista og Bandaríkjamenn héldu áfram að halda að sér höndum mundu þessar miklu orkuauðlindir lenda í beinni hættu. Málmar Suður-Afríku: Þótt Mugabe sé eindreginn marxisti hefur hann valdið Rússum von- brigðum, enda hefðu þeir heldur kosið að skjólstæðingur þeirra, Nkomo, hefði komizt til valda. En horfur á langdreginni baráttu virðast ekki slæmar frá sjónar- miði Kremlverja. Nkomo ræður enn yfir 20.000 mönnum og ný- tízku sovézkum hergögnum, þar á meðal skriðdrekum, og herlið hans hefur ekki verið sameinað herafla Zimbabwe. Ef SWAPO, sem er undir kúbanskri vernd, kemst til valda í Namibiu, fá Rússar öfluga bækistöð til aðgerða i Suður- Afríku, þar sem vel skipulögð leynisamtök blökkumanna, Afr- íska þjóðarráðið (ANC), eru undir öruggri stjórn kommúnista. Auk þessara hnattrænu stefnu- markmiða verða Rússar að taka tillit til nokkurra annarra tækni- legra atriða, sem heyra undir stefnu þeirra, fljótlega eða áður en langt um líður. Auk kosninganna i Bandaríkj- unum og Vestur-Þýzkalandi verða þeir að hugsa um ráðsefnu þá, sem verður haldin í Madrid í nóvember til að gaumgæfa framkvæmd Helsinki-samningsins. En hann var nóg mikilvægur til þess, að Brezhnev lagði til 30. júlí, að afmælis Helsinki-sáttmálans yrði minnzt með „Evrópudegi" og hann stakk upp á því, að Madrid- ráðstefnan yrði tengd viðræðum um afvopnun. Brezhnev og félagar vita, að þeir yrðu að leggja á hilluna hvern þann áróðurssigur, sem þeir kynnu að vinna í Madrid, ef þeir sendu til dæmis skriðdreka út af örkinni til að brjóta pólska verkamenn á bak aftur. Þeir geta heldur ekki horft fram hjá hinu iskyggilega ástandi í nálægari Austurlöndum, þar sem ríkisstjórn Menachem Begins í Israel virðist staðráðin í þvi að kalla fram fimmtu styrjöldina við arabísku grannríkin. Egyptar mundu sennilega halda sig utan við slíkt stríð vegna samkomu- lagsins í Camp David og því yrði þessi styrjöld fyrst og fremst viðureign milli Israels og Sýr- lands, sem er sovézkt leppríki. Ef til styrjaldar kæmi gæti það jafngilt árekstrum með staðgengl- um milli Bandaríkjanna, verndara ísraels, og Sovétríkjanna vernd- ara Sýrlands. Þetta gæti orðið hættulegt ástand og stofnað hnattrænum fyrirætlunum Rússa í hættu. Ekkert af þessu má skilja þann- ig, að þeir muni endilega halda að sér höndum og horfa upp á það að Pólland renni þeim úr greipum. Þeir munu reyna í lengstu lög að koma í veg fyrir að það gerist, og ef þeir láta til skarar skriða gera þeir það með opin augu, í þeirri vissu að það gæti seinkað því að þeir gætu náð fram nokkrum þeim stórmikilvægu hernaðarlegu markmiðum, sem virðast vera innan seilingar. MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá Sölusambandi ísl. fiskframleið- enda: I blöðum undanfarnar vikur, einkum Þjóðviljanum og Tíman- um, hafa birst fréttir um fisksölu- mál í Portúgal. Sölusamband ísl. fiskframleið- enda hefur verið dregið inn í þessar fréttir. SÍF hefur fram að þessu ekki elt ólar við þessar fréttir, enda hafa þær verið í æsifréttastíl og dylgj- ur og fullyrðingar á svo lágu plani, að ekki hafa þótt svaraverðar. Ennfremur er fullljóst, að allir þeir, er starfa að fiskvinnslu og útgerð í þessu landi, hafa ekki látið blekkjast af þessum fréttum. Þessi fréttaflutningur keyrði þó um þverbak í síðasta sunnudags- blaði Tímans, 7. sept. sl., þar sem umbúnaður fréttar um þetta mál er slíkur, að nær öll baksíða blaðsins er undirlögð. í þessum fréttum gætir mikilla rangfærslna og misskilnings um starfsemi SIF og fisksölumál almennt, bæði inn- anlands og utan, svo að ekki verður lengur við unað. Solumál SÍF SÍF er eins og nafnið gefur til kynna sölusamband þeirra u.þ.b. 250 fiskframleiðenda, sem þar eru félagar. SÍF hefur það megin- markmið að tryggja öllum félög- um sínum sölu á öllum saltfiskaf- urðum sínum, á besta fáanlega verði og bestu afhendingar- og greiðsluskilmálum, sem völ er á hverju sinni. Til að sjá um þessi mál kýs árlegur aðalfundur fjór- tán manna stjórn úr sínum hópi, sem tekur ákvarðanir í sölumálum og öðrum hagsmunamálum félags- heildarinnar. Þá liggja fyrir upp- lýsingar um allar sölur á vegum SÍF, söluverð, erlend umboðslaun o.fl., hjá þeim opinberu aðilum, sem fjalla á einn eða annan hátt um útflutnings- og gjaldeyrismál. Af þessu er ljóst, að um sölur á vegum SÍF ríkir engin einkennileg leynd eins og haldið hefur verið fram, en upplýsingar um söluverð á einstökum afurðum eru ekki fjölmiðlaefni af eðlilegum við- skiptaástæðum. Einn af meginkostum samtaka fiskframleiðenda um fisksölumál er að hafa heildaryfirlit yfir alla framleiðsluna hverju sinni og geta vísvitandi beint einstökum teg- undum og gæðaflokkum að hinum mörgu mörkuðum á þann hátt, sem skilar framleiðendum og þjóðarheildinni mestu. Sölur og útflutningur 1980 Sölur og afskipanir á saltfiski á þessu ári hafa gengið vel. SÍF hefur samið um sölur á um 45—47.000 tonnum af blautsöltuð- um saltfiski af hinum ýmsu stærða- og gæðaflokkum. Af þessu magni voru um 20.000 tonn af þorski seld til Portúgal auk nokk- urs magns af öðrum ódýrum tegundum, sem vart finnst mark- aður fyrir annars staðar. Eins og öllum, er að fiskvinnslu vinna, er kunnugt, var þar fyrst og fremst um lægri gæða- og verðflokka að ræða, vegna þess að portúgölsk yfirvöld telja sig ekki hafa efni á að kaupa bestu gæði á því háa verði, sem fyrir þann fisk fæst. Afskipanir upp í þessa samninga hófust strax í ársbyrjun og til loka ágúst hefur verið afskipað af 1980 framleiðslu til Portúgal 19.600 tonnum, til Spánar 10.000 tonnum, til Ítalíu rúmlega 5.000 tonnum og til Grikklands 2.300 tonnum. Auk þessa hafa farið um 1.000 tonn af söltuðum ufsaflökum til V-Þýska- lands, og rúmlega 1.000 tonn af söltuðum þorskflökum, einkum til Ítalíu og þó einnig til Spánar, en grundvöllur fyrir þessari fram- leiðslu skapaðist að nýju í lok síðasta árs. Verðmæti þessa útflutnings fyrstu átta mánuði ársins er nálægt 50 milljörðum ísl. króna. Villandi verðsamanburður Látið hefur verið að því liggja í blaðafréttum, að ísland hafi verið hlunnfarið í viðskiptum við Portú- gal með þeim sölum, sem SÍF hefur samið um þangað. Er jafn- vel gengið svo langt, að sagt er, að þar geti verið um að ræða nokkur hundruð dollara fyrir hvert tonn. Gefið hefur verið upp eins og um sé að ræða eitthvert stórvirki, að hægt sé að ná $2.600 meðalverði fyrir hvert tonn af blautverkuðum stórþorski með eftirfarandi gæða- samsetningu: 50% fiskur af fyrsta gæðaflokki, 25% af öðrum gæða- flokki, eða samtals 75% af fyrsta og öðrum gæðaflokki, og 25% af lakari flokkum. Enda þótt engin söluverð verði gefin upp af áður- greindum ástæðum, er þó skylt að skýra frá því, að söluverð, sem SÍF hefur samið um fyrir þessa sam- setningu fisks, eru hærri en með- alverðið $2.600. I samningum SÍF frá því í vor við Portúgali er samið um alla stærðarflokka og alla gæðaflokka, en um þá er það að segja, að í samningunum er aðeins gert ráð fyrir um 25% af fyrsta og öðrum gæðaflokki og 75% af þriðja og fjórða gæðaflokki, og ætti því að vera augljóst að samanburður á þessu tvennu í 20 flokka verðtöflu, án magnsetningar, er út í hött. Fréttir um samninga SÍF við Portúgal í júlí sl. eru eins og fleira í þessu máli getsakir einar. Samn- ingar SÍF við Portúgal fyrir árið 1980 voru gerðir í lok febrúar, sl. Aðrir samningar við þá hafa ekki verið gerðir á þessu ári. Hráefnisverð Miklu moldviðri hefur sömuleið- is verið þyrlað upp um að unnt væri að greiða útgerðar- og sjó- mönnum mun hærra hráefnisverð, en þessir aðilar ásamt fiskkaup- endum hafa samið um í Verðlags- ráði sjávarútvegsins. Dylgjur um sjóðsmyndun „einhverra aðila“ vegna mismunar á söluverði er- lendis annars vegar og umsömdu hráefnisverði innanlands hins vegar eru svo hjákátlegar og lýsa svo mikilli vanþekkingu á undir- stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar að undrum sætir. Þeim til upplýs- ingar, sem opinberað hafa van- kunnáttu sína á þessum málum, skal á það bent, að um 4 kg af hráefni (fiskur upp úr sjó) þarf til að gera 1 kg af þurrkuðum salt- fiski eins og honum er dreift til neytenda í saltfiskneyslulöndum og þar með í Portúgal. Hvern er reynt að blekkja? Er verið að gera gys að fiskvinnslufólki eða skiptir atvinna þess engu máli lengur? Það er vitað mál, að fjölmargir erlendir aðilar hafa sýnt því brennandi áhuga að ná með bein- um eða óbeinum hætti fótfestu í útgerð og fiskvinnslu á íslandi í kjölfar útfærslu landhelgi íslands. íslensk stjórnvöld hafa einarðlega neitað mörgum áköfum tilraunum í þessa átt. Það er full ástæða fyrir allt fiskvinnslufólk, útgerðarmenn og sjómenn að standa fast að baki stjórnvöldum í þessum málum og láta ekki blekkjast af síendurtekn- um gylliboðum hálf erlendra fyrirtækja eða jafnvel opnum auglýsingum erlendra samkeppn- isaðila, sem nýleg dæmi eru um. Lokaorð Allt frá árinu 1974 hefur aðeins eitt fyrirtæki, ríkisfyrirtækið Reguladora, haft leyfi til saltfisk- innflutnings í Portúgal og stjórn- ar jafnframt dreifingu vörunnar þar í landi. Síðan þessi skipan komst á hefur portúgalska ríkið eitt séð um innflutning á saltfiski. Allar saltfisk-útflutningsþjóðir hafa orðið, hvort sem þeim hefur verið það ljúft eða leitt, að lúta þeirri skipan mála. Þessu fyrir- komulagi hefur áður í fjölmiðlum í fréttum um þetta mál réttilega verið líktvið verslun með áfengi á Islandi. Að lokum mótmælir SIF harð- lega og vísar til föðurhúsanna endurteknum aðdróttunum um „sviðsetta glæpi“, „óeðlilega há umboðslaun", „stirðnað sölukerfi" og fleiri ásakanir í líkum dúr, sem bornar hafa verið á borð fyrir blaðalesendur síðustu vikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.