Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1980 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1980 29 Útgefandi sMofrfö hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjorn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100,, Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakiö. Er ríkisstjórnin tilbúin til að greiða tapið á Atlantshafsfluginu ? Ríkisstjórnin fjallar á fundi sínum í dag um Flugleiðamálið og væntanlegar viðræður við ráðherra í Luxemborg á næstu dögum. Steingrímur Hermannsson, samgönguráðherra, hefur sagt opinberlega, að ríkisstjórnin verði að gera upp við sig, áður en viðræður við Luxemborgara hefjast, hvað hún er tilbúin til að gera til þess að greiða fyrir málefnum Flugleiða. Ástæða er til að taka undir þessi orð Steingríms Hermannssonar, sem hefur talað af meira viti um vandamálin í flugmálum okkar en aðrir ráðherrar og talsmenn stjórnarinnar. Það er auðvitað þýðingar- laust fyrir íslenzku ríkisstjórnina að óska eftir viðræðum við stjórnvöld í Luxemborg, nema hún hafi fyrst gert sér grein fyrir því, hvort hún sé reiðubúin til að leggja eitthvað það fram, sem máli skiptir til þess að halda Atlantshafsfluginu áfram, en það- eru að sjálfsögðu peningar. Steingrímur Hermannsson sagði í sjónvarpsþætti á dögunum, að Atlantshafsflugið væri vonlaust. Engu að síður hefur ríkisstjórnin óskað eftir viðræðum við Luxemborgara, sem væntanlega miða að því að kanna leiðir til þess að halda þessu flugi áfram. Tilgangurinn með því að halda Atlantshafsfluginu áfram, sem samgönguráðherra telur vonlaust, hlýtur að vera sá að tryggja atvinnu þess mikla fjölda fólks, sem hefur byggt afkomu sína á þessu flugi bæði hér og í Luxemborg. Ríkisstjórnir Islands og Luxemborgar standa því frammi fyrir þeirri spurningu, hvort þær séu tilbúnar til þess að leggja fram fé úr ríkissjóðum þessara tveggja landa til þess að halda fluginu áfram um skeið í von um betri tíð. Hér er er auðvitað átt við bein fjárframlög til þess að standa undir taprekstri,. en ekki þjóðnýtingu, sem alþýðubandalagsmenn augsýnilega stefna að en ætla verður að sjálfstæðismenn í ríkisstjórninni muni standa í móti. Islenzka ríkisstjórnin verður að gera tvennt upp við sig áður en fulltrúar hennar halda utan: I fyrsta lagi: er ríkisstjórnin reiðubúin til að leggja fram nokkra milljarða úr ríkissjóði til þess að greiða tapið á áframhaldandi flugi yfir Atlantshafið, t.d. næstu 2—3 árin? Verður svar íslenzku ríkisstjórnarinnar jákvætt, ef Luxemborg- arar bera fram þessa spurningu á fundunum í Luxemborg? Hvernig ætlar íslenzka ríkisstjórnin að afla þessa fjár, ef svar hennar verður jákvætt? Ætlar hún að gera það með því að skera niður útgjöld á öðrum sviðum eða leggja nýja skatta á þjóðina? I öðru lagi: hefur íslenzka ríkisstjórnin komið sér saman um það, hvort hún ætlar að fella niður lendingargjöld Flugleiða á Keflavíkurflugvelli, eins og Steingrímur Hermannsson sagði Luxemborgurum fyrr á þessu ári að gert yrði, en hefur ekki haft bolmagn til þess að fá samþykkt í ríkisstjórninni? Ráðherrar Alþýðubandalagsins hafa staðið gegn þessari aðstoð við Flugleið- ir fram að þessu. Getur samgönguráðherra Islands ekki staðið við orð sín í Luxemborg fyrr á þessu ári og ef svo er ekki, er þá hægt að búast við því að ráðherrar í Luxemborg taki mikið mark á því, sem íslenzku fulltrúarnir segja nú? Svör ríkisstjórnarinnar hér verða að liggja alveg skýr fyrir áður en haldið er til Luxemborgár. Einstakir ráðherrar í ríkisstjórninni hafa leikið þann ljóta leik að gefa þeim mikla fjölda fólks, sem nú er að missa atvinnu sína, í skyn með almennum yfirlýsingum, að ríkisstjórnin væri hugsanlega tilbúin til að koma til hjálpar. Sú aðstoð, sem fólgin er í almennum yfirlýsingum um, að verið sé að kanna í félagsmálaráðuneytinu hvort uppsagnir Flugleiða séu lögmætar eða yfirlýsingum um það, að verið sé að kanna fjárhagsstöðu Flugleiða eða óskúm um viðræður við Luxemborgara, er einskis nýt og raunar verri en engin, vegna þess að hún gefur fólki von, sem er á sandi byggð. Hér er spurning um fjármuni, mikla fjármuni og ekkert annað og ríkisstjórnin getur ekki lengur skotið sér undan því með almennum yfirlýsingum að svara því, hvort hún er tilbúin til að leggja fram þá milljarða sem til þarf til þess að halda þessum taprekstri áfram. Sumir ráðherrar hafa haft uppi gagnrýni á forráðamenn Flugleiða vegna uppsagna og niðurskurðar á umsvifum félagsins. Þessir sömu ráðherrar eiga að líta í eigin barm vegna þess, að forystumenn Flugleiða hafa haft þrek til þess að gera það, sem er alltof fátítt í fari íslenzkra stjórnmálamanna, þ.e. að horfast í augu við staðreyndir. I I I . 11 1 i 14 1 Fjölmenni við ortodoxamessu í Dómkirkjunni ORTODOXMESSA var sungin i Dómkirkjunni í Reykjavik sl. sunnudaK- Tuttugu ortodoxirprestar frá ýmsum löndum tóku þátt í guðsþjónustunni en þeir eru hingað komnir til viðræðna. Dómkirkjan var þétt setin við messuna. Meðal kirkjugesta voru biskup íslands. herra Sigurbjörn Einarsson og frú og margir prestar landsins. Emilianos metropolitan af Silybríu, prédikaði en Jóhannes metropolitan, frá Finnlandi flutti erindi um Ortodoxukirkjuna og messuhefðir hennar. Við messuna meðtóku prestarnir kvöldmáltiðarsakramenti og að lokinni messu fór fram sérstök athöfn, „antidorn", er afgangsbrauðinu var útdeilt til kirkjugesta. Að lokinni messunni héldu prestarnir, ásamt 3 fulltrúum frá Lútherska heimssambandinu, til Skálholts J)ar sem þeir búa sig undir einingarviðræður við Lúthersku kirkjuna. A fimmtudagskvöldið verður i Skálholti sameiginleg messa lútherskra og ortodoxra presta og á miðvikudags- kvöldið flytur biskup íslands erindi um kirkju á íslandi nú og fyrr og Þorgerður Ingólfsdóttir flytur sérstaka tónlistardagskrá. Messuformið sameinar ortodoxar kirkjur Við messuna i Dómkirkjunni var eftirfarandi ávarpi dreift til kynn- ingar þvi sem fram fór: I ortodoxu tilbeiðsluformi eru fluttar tvennskonar bænir. Bænirnar sem söfn- uðurinn heyrir, þegar prestur flytur þær, síðan bænir sem prestur les í hljóði. Það gerist t.d. ætíð við kvöld- máltíðarsakramentið, að prestur les aðeins hluta af hinum helgu bænum upphátt, þannig að fyrir eyrum hlust- andans mynda þær ekki eðlilega heild. Þær eru fluttar fyrir Guði engu að síður. þótt hlutar þeirra séu í hljóði. Ein orsök I þessa mun vera hin djúpa tilfinning fyrir dulardómi Guðs, og um leið máti til að skapa helga virðingu fyrir sakra- mentinu í kólnandi hjörtum. Hin guð- lega nærvera í sakramentinu að skiln- ingi ortodoxra er svo háheilög og yfirþyrmandi, að upplifun hennar í „samtali við Guð“ svo og skilningur á þeim dulardómi er aðeins gefinn þeim sem vígðir eru til þjónustunnar við Drottinn. Þær raddir heyrast nú gjarnan meðal ortodoxra að ekki nægi að læra að heiðra sakramentið heldur verði að, kenna söfnuðinum að skynja messuna sem guðsþjónustu safnaðarins alls en ekki aðeins prestanna. Spurt er: Verður messan nokkru sinni sameiginleg guðs- þjónusta ef söfnuðurinn heyrir aðeins hluta af því sem fer fram? Nægir það að öðlast uppljómun sálar og hugar er menn lifa táknmál helgisiðanna og dramans í messunni? Þarf ekki söfnuð- urinn að skynja í guðsþjónustunni þá samábyrgö sem hann ber sem Guðslýð- ur og „konunglegt prestafélag“ (1. Pét. 2. 9-10). Hinsvegar má það ekki gleymast að messuformið sameinar allar ortodoxar kirkjur, þótt tungumál þeirra séu fjöl- mörg. Þetta hefur ómælanlegt gildi nú þegar ortodoxir verða iðulega að biðjast fyrir í felum. Þeir vita að þeir eru eitt með bræðrum og systrum þar sem þeir iðka trú sína. Jafnvel smáatriði helgi- siðanna eru hin sömu um gjörvalla ortodoxu kirkjuna. Kristin kirkja hlýtur líka að þakka ortodoxu kirkjunni fyrir að viðhalda þeim tóni í tilbeiðslunni sem kallast mega bænastef fornkirkjunnar, fyrir að bera vitni um gildi þessa helgiforms og þó umfram allt fyrir að vitna um þann kraft sem í því felst og ber uppi alla þá sem játa Krist." Tveir ortodoxu prestanna I kórnum i Dómkirkjunni sl. sunnudag. I.jósm. ÓI.K.M. Brauðið blessað áður en þvi er Klæði prestanna eru mismunandi og hin skrautiegustu. útdeilt. Þrir úr hópi þeirra sem sungu messuna. Messuform ortodoxa er ólikt þvi lútherska. „Komum til að biðja fyrir samein- ingu hinna aðskildu kirkjudeilda“ Delstu atriði úr prédikun Emili- anos, metropolitans af Silybriu: Vér erum saman komin hér í þessu íslenzka guðshúsi til þess að vér, fyrir bænir yðar, öðlumst styrk til þeirrar guðfræðilegu ráðstefnu vorrar sem framundan er. Hverju sinni sem vér komum saman til að neyta heilagrar kvöldmáltíðar, þá er það mikilvægt, en þessi samvera er sérstaklega mark- verð því það er í fyrsta sinn í sögu Islands sem vér neytum hér heilagrar kvöldmáltíðar. Vér komum frá hinum ýmsu greinum hinnar ortodoxu fjöl- skyldu til að kynna þjónustu vora i Kristi, og til að biðja fyrir sameiningu hinna aðskildu kirkjudeilda. Leyfið oss að benda á nokkra mikilvæga þætti í tilbeiðslu vorri og draga fram nokkur lærdómsrík atriði. Tilbeiðslan er samskipti mannkynsins við Guð, raunverulegur skilningur á þessari veröld í návist Guðs. Þeir sem aðeins sjá fáein einangruð atriði í ortodoxri guðsþjónustu án tillits til þeirrar heildar og fyllingar sem felst í ortodoxri trúarhefð, missa gjarnan af megininntaki hennar. Enn erfiðara væri að kynna hina þykku ortodoxu bók með því að lesa upp eina síðu hennar. Hér er um að ræða trúariðkun sem á rætur að rekja langt aftur í aldir og hafði fundið sitt form er bízantísk guöfræði náði hámarki. Textar helgisiða vorra fela í sér meðvitund um hið yfirskilvitlega, um heilagleika Guðs og endurlausn sköp- unarinnar sem trúlega á sér ekki hliðstæðu í vestrænum helgisiðum. Ef sálmar vorir eru þýddir á vestræn tungumái, missa þeir ekki mikið af mikilleik sínum fái þeir aðeins að halda austrænu tónformi sínu. Hinn samfelidi taktur messunnar truflast lítið þótt skyndileg bænarköll séu flutt. Þátttakendum í ortodoxri tilbeiðslu finnst gjarnan að sérhver kristinn maður ætti að sameinast í bæn á þennan hátt. Á tilbeiðslustundum gerist það stundum að fólk öðlast hugljómun, ólýsanlega reynslu. í helgihaldi voru fléttast saman hið háa og heilaga annarsvegar og hið kunn- uglega og hversdagslega hinsvegar. Til dæmis þegar kornabarn er borið, til skírnar og neytir sakramentis eða þegar „antidorn", — þvi afgangs brauði sem ekki var helgað — er útdeilt að lokinni messu, eða þegar prédikarinn í ræðu sinni vitnar í orð einhvers af kirkjufeðrunum með því að samlikja hinum ólíku deildum innan kristindómsins við teina í hjóli. Líkingin er, að því nær sem þær koma hjólnöfinni, sem er Kristur, því nær koma þær óhjákvæmilega hver ann- arri. Hér nálgumst við vissulega kjarna málsins. Gleði er lykilorðið og þakklæti til Guðs fyrir takmarkalaus- an kærleika og fyrir þá náð og kraft sem til vor streymir í Kristi. Oft er vitnað til kirkjunnar sem brúðar Krists. Kærleikur Guðs nær til yztu endimarka jarðar og andi hans er hvarvetna. Himnarnir eru opnir. Enn einu sinni eru eyðimerkur jarðarinnar vökvaðar og frjósamar gerðar með því vatni sem er uppspretta lífsins. Til þess að eignast lífið, verðum vér að endurfæðast af vatni og Heilögum Anda. Drottinn nær þannig að innstu hjartarótum vorum, hreinsar þær og kveikir þar líf. Sameiginlega myndum vér Kirkjuna, sem er musteri Guðs, hin nýja sköpun, frjáls og án tak- Emilianos metropolitan af Sily- briu í kór Dómkirkjunnar sl. sunnudag. l.jÓKm. ÓI.K.M. marka. Henni er ætluð köllunin til hins himneska ríkis. íhugun er ein leið til þess að eiga samféíag við Guð. Andi og hugsun verða að vera ótrufluð og skír, vilji maður heyra rödd Guðs. Einlægur tilbiðjandi skynjar gildi bænar og einveru í heimi sundruðum af gráð- ugri valdafíkn. Andsvarið við vitstola heimi, valdníðslu hans og ranglæti er að snúa baki við honum og finna í afneitun og kyrrð leiðina til baka til andlegrar heilbrigði. Hver og einn þarfnast við og við að haga sér eins og munkur. Auðvitað fer munkurinn ekki heldur varhluta af þjáningum heims- ins utan veggja sinna. Hann er virkur þátttakandi í mannlífinu, virkari en flestir, en á annan hátt en almenning- ur. Þeir sem iðka sanna íhugun og þeir sem iðka sanna tilbeiðslu eiga margt sameiginlegt. Þeir ígrunda ekki aðeins sín eigin hjörtu, þeir reyna að kafa djúpt i hjarta þess heims sem þeir eru hluti af, þótt þeir virðist á vissan hátt hafa yfirgefið hann. í rauninni snúa þeir baki við heiminum einungis til þess að greina sem best dýpstu og afskiptustu raddir sem stíga upp frá innstu djúpum sköpunarinnar. Bænin er ekki flótti frá þeim heimi sem Guð skapaði, bænin er að fela hann Guði. Mikilvægasta þjónusta vor viö heim- inn er einmitt þögnin, að þegja, að hlusta, að spyrja, að horfast á auð- mjúkan en óragan hátt í augu við það sem veröldin sjálf lokar augum fyrir — því illa og því góða. Hin trúarlega ihugun gefur oss hugboð um áhrif þess að vilja mæta Guði. Hvaða gagn er að bænalífi? Bænin blindar oss ekki gagnvart umheiminum, en hún breytir því, hvernig vér skynjum hann og auðveld- ar oss að sjá hann — að sjá alla menn, alia sögu mannkynsins í Ijósi Guðs. Jafnframt því, að ortodoxa trúariðk- unin fæst við vandamál lífsins, varpar hún ljósi á spurningarnar um lífið eftir þetta, handan grafar. Nútíma fólk er haidið skelfingu gagnvart dauðanum. Annað hvort óttast það eða efast. Það streitist gegn þeirri hugmynd að það muni deyja. Með upprisu sinni gaf Kristur oss aðra mynd af dauðanum, eins og fram kemur í þessari bæn: „Með lífgefandi dauða Krists, hefur Guð leitt oss úr greipum forgengileikans til ódauðlegs lífs“. Þar sem trúin sjálf er uppistaöan í textum helgiformsins, verður endur- lausnarverk Krists þar algerlega mið- lægt og nær til allrar sköpunar. Leyndardómurinn sem varað hefur frá örófi alda, er nú opinberaður. Sonur Guðs er orðinn sonur manns. Hann steig niður til mín til þess að hefja mig upp til sín. Adam brást forðum og tilgangi Guðs varð ekki náð. Guð hefur nú orðið maður til þess að Adam geti orðið sem Guð. Því fagni öll sköpun, og allir tónar náttúrunnar syngi einum hljóm, því að höfuðengill nálgast hina heilögu meyju í lotningu, flytur heilsan sína til huggunar í hryggð hennar (Boðun- arsálmurinn, 2. tónsöngur). í sálmahefðinni er sigursöngur lífs yfir dauða hið ríkjandi stef. Til dæmis er sálmur eftir Leo keisara sem þannig hljómar: Drottinn, rödd þín eyddi ríki Heljar og orð máttar þíns vakti þann til lifsins sem dvalist hafði dögum saman í gröf sinni. Lazarus varð forstef frelsunar og endurfæð- ingar. Alit er mér ómögulegt, Drott- inn allherjar (Lazarussálmurinn 2. Plag. tónsöngur). Guð starfar í sögu mannkynsins: Hið jarðneska líf er sá staður þar sem vér, sem fólk, erum sköpuð og endur- sköpuð. Að áliti grísku lærifeðranna er sagan það sem vér erum og það sem vér getum orðið. Ef megin áhersla væri ekki lögð á manneskjurnar, heldur á tækniframfarir eingöngu, stefndum vér að tímabili án raunveru- legrar sögu. Þetta er hinn þrúgandi voði vorra tíma. Augum er lokað fyrir hinum eilífu þörfum og afskræmd mynd af homo technicus eða homo economicus stýrir óskum og vænting- um flestra manna í dag Guð er virkur í sögunni: Þetta er áberandi í ortodoxu messugjörðinni sem dvelur ekki eingöngu við hið liðna. Hið liðna verður virkt, nálægt, nútíð. Þannig er sagan endurlifuð, reynd að nýju. Guð og maður mætast. Vér sjáum frumkvæði Guðs á sér- hverri hættustundu ísraels. Hann kemur til þeirra, hann sem gerði sögu þeirra að nútíma veruleika. Þannig lifum vér atburði sögunnar á mjög djúpstæðan hátt hér og nú. Sam- kvæmt helgitextunum Philanthropos, Kyrios, Pantocrator er hann Drottinn sögunnar, — hann hefur vald á öllu sem við ber. Hann kemur til móts við fólk í eymd þess og vonleysi. Eins g sálmaskáldið kemst að orði um sitt eigið ástand: „Sál mín er umflotin. Ég sekk í fen þar sem finnst engin fótfesta ... augu mín bresta meðan ég bíð Guðs míns.„ Það sem tilbeiðsluhefðum er þannig háttað, lifir hinn ortodoxi maður ekki utan við heiminn, né heldur þannig að hann búi aðeins yfir einföldum skiln- ingi á heiminum. Það, sem hann uppgötvar, er, að líf hans verður ekki fullkomið nema hann opni hjarta sitt fyrir Guði, að hann gangi með Guði. Þetta þýðir tvennt: í fyrsta lagi skilst honum hversu ófullkomið allt mann- legt frelsi hlýtur að vera. í öðru lagi verður ljóst að vegurinn fram á við býr yfir vissri trúarlegri áhættu, ortodoxia cða orthopraxia. Undir niðri og allt um kring eru hin eilífu baráttuöfl að verki. Auðvitað þekkir maðurinn ekki öll atriði þessa lífs, hann einfaldlega lifir þennan raun- veruleika. Vonleysi hverfur fyrir innri friði, óvissa fyrir vissu, sundrað líf fyrir heilsteyptu lífi. Eins og Kirke- gaard sagði: líf hins kristna manns er eins og sundmannsins, sem hættir sér út á 7000 faðma sjávardýpi, en honum er haldið uppi Mannkynssagan á sér skuggahliðar, en trú vor gerir oss að sigurvegurum yfir sögunni en ekki að fórnarlömbum. Líf í Kristi er áhættu- samt. Það er stöðugur undirbúningur undir baráttuátök. Píslarvottar, dýrl- ingar og allir játendur trúarinnar bera því vitni. Vér lifum í óslitnu samhengi við forfeður vora, sem hlekkir í þeirri keðju Iyftum vér hjörtum vorum til Krists, endurlausnarans og friðar- höfðingjans — að hann veiti oss öllum vizku, kærleika og þolgæði til blessun- arríkrar umræðu þessara daga á þessari stóru hrífandi eyju. KMTt imi '»i ini 'lifHI'lv 11 iií i ’li *»lt i*, Biskup íslands. herra Sigurbjorn Kinarsson heilsar einum ortodoxu prestanna að lokinni messunni á sunnudaginn. I.josm. ÓI.K.M. „Samband lútherskra . og ortodoxra hefur ætíð verið vinsamlegt“ Rætt við biskup íslands um fund ortodoxu prestanna í Skálholti „Eg tel þennan fund vera bæði mikilvægan og sögulegan," sagði biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson er Mbl. ræddi við hann um fund ortodoxu prestanna í Skálholti. „Að vísu hafa slíkir fundir verið haldnir áður og mun þetta vera sá þriðji. Þeir hafa annars vegar verið skipulagðir af orto- doxum prestum í samráði við patríarka þeirra, hábiskupuna, og hins vegar af Lútherska heims- sambandinu. Tilgangur fundarins í Skálholti er að undirbúa frekari viðræður við lútherska kirkjuleiðtoga varð- andi innbyrðis afstöðu kirkju- deildanna. Hvað þær eiga sam- eiginlegt og hvað aðskilur þær.“ — Telur þú að þessi fundur muni koma til með að breyta einhverju? „Hann er örugglega skref í þá átt. Breytingar gerast ekki í einu stökki heldur skref fyrir skref og fyrsta skrefið er vitaskuld fólgið í gagnkvæmri kynningu. Sjálfir hafa þeir óskað eftir því að hafa þessa fundi í lútherskum löndum. Þeirra tilgangur er sá að vera í lúthersku andrúmslofti, kynnast lúthersku kirkjunni, safnaðar- og trúarlífi. Það er þeim að sjálf- sögðu mikilvægt, þeir eru að íhuga afstöðu sína til þessarar kirkju.” — í ræðu við ortodoxu-mess- una var talað um sameiningu allra safnaða. Er það það sem vakir fyrir þeim með umræðun- um? „Það vakir auðvitað fyrir okkur öllum kristnum mönnum. Við vitum það að í grunni erum við eitt af því að við játum sama Drottinn og boðum sama Drott- inn. Hins vegar hafa leiðir legið víða eins og kunnugt er, bæði í landfræðilegum og sögulegum skilningi. Margar kirkjur sem tilheyra austurblokkinni hafa lif- áð í einangrun um aldaraðir og ekki haft möguleika á sambandi við aðra kristna menn. Þær hafa verið eins og kristnar vinjar umluktar íslam.“ „Ekki dæmi um venjuleRa ortodoxa messu“ Biskupinn var meðal kirkju- gesta við ortodoxu messuna í ■Dómkirkjunni og var hann spurð- ur að því hvernig áhrif messan hefði haft á hann? „Ég er nú töluvert kunnugur þeirra tilbeiðsluháttum og hef þó nokkrum sinnum getað verið viðstaddur ortodoxar guðsþjón- ustur. Ég hef ævinlega orðið fyrir sterkum áhrifum. Guðsþjónusta þeirra varðveitir svo margt frum- lægt kristið að mínu áliti. Auk þess er öll framkoman áhrifamik- il. Það er mikil auðmýkt, ein- lægni og tign yfir öllu. Guðsþjónustan sem flutt var á sunnudaginn er ekki dæmi um það hvernig þeir haga sinni messu venjulega. Þeir eru vanir að nota reykelsi mikið en það gerðu þeir ekki þarna af hagnýt- um ástæðum. Þeir minnast sinna dýrlinga einnig mjög í venju- legum guðsþjónustum sínum og hafa af þeim myndir eins og kunnugt er. Þeirra viðhorf til dýrlinga- mynda er það að auðvitað eru þetta ekki annað en myndir sem benda á hinn himneska veruleika sem öll messan er endurskin af. Það er sjálfur himininn sem þarna er í nánd og auðvitað Guðs heilögu, fyrst og fremst, og Drottinn sjálfur. Þeir felldu einnig niður ýmsa þætti til að stytta messuna og þeir höfðu heldur ekki þá söng- krafta sem þeir eru vanir að hafa. — Er það aðeins ytra messu- formið sem i stórum dráttum aðskilur þessar tvær kirkjudeild-^ ir, ortodoxu- og lúthersku kirkj1 una? „Það vil ég nú ekki segja, það væri of mikið sagt. Þær leggja mismunandi skiln- ing í ýmis atriði eða réttara sagt, leggja mismunandi áherslu á fjölmörg atriði. Þetta stafar auð- vitað af því að þessar kirkjudeild- ir hafa gengið sitt hvorn veginn án þess að vita hvor af annarri. En innbyrðis viðhorf lúth- erskra og ortodoxra hefur alla tíð verið opið og vinsamlegt. Á sið- bótatímanum var samband milli Wittenberg og Konstantínopel. Nánasti samstarfsmaður Lúthers vildi gera patriarkanum í Konst- antínopel grein fyrir því hvað þeir lúthersku væru að gera og hvað hefði knúið þá til uppreisn- ar gegn páfanum. Svo tilfinning- in fyrir einingu í grunni er til staðar,“ sagði Sigurbjörn Ein- arsson að lokum. l i« tv f , t»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.