Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1980 • Schuster í landsliðspeysu Vestur-Þýzkalands gegn IIollendinKum, þar sem Schuster sýndi snilldartakta. Jafntefli á Selfossi Lið Selfoss og Þróttar gerðu jafntefli, 1—1, er liðin mættust í 2. deild Islandsmótsins í knatt- spyrnu á Selfossi á 'augardag. Leikur liðanna var frekar tilþrifa- lítill, og sárasjaldan brá fyrir góðri knattspyrnu. Það var Tryggvi Gunnarsson sem náði forystunni fyrir Selfoss á 20. mínútu leiksins er honum tókst að skora eftir mikið þóf inni í vítateig. í síðari hálfleik jafnaði svo Sigurbergur Sigsteinsson met- in er hann skoraði á 60. mínútu með góðum skalla. Voru þetta sanngjörn úrslit eftir gangi leiks- ins. —KP. Dýrmæt stig Völsungar hrepptu sannarlega dýrmæt stig er liðið sigraði Fylki 2—1 á Húsavík i 2. deild ís- landsmótsins í knattspyrnu um helgina. Þrátt fyrir sigurinn er Völsungur ekki úr fallhættu. Ómar Egilsson skoraði bæði mörk Völsunga og það merkilega er, að Ómar iék einmitt með Fylki síðustu árin. Fylkir gæti hugsanlega síast i fallsæti, en liðinu hefur einmitt vantað i til Völsunga sumar mann eins og Ómar, sterkan miðvörð til að binda saman vörn liðsins. Ómar skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu eftir að Olgeir Sigurðs- son hafði gert usla í vörn Fylkis og verið felldur í kjölfarið af því. Seint í leiknum bætti Ómar við öðru marki beint úr aukaspyrnu. Undir lok leiksins tókst Hilmari Sighvatssyni siðan að minnka muninn fyrir Fylki.V Austri kveður 2. deild AUSTRI tapaði rétt einu sinni í 2. deildar keppninni, er efsta lið deildarinnar, KA, kom í heim- sókn og hafði á brott með sér bæði stigin. Sigur KA var eftir atvikum sanngjarn, en lokatölur leiksins urðu 2—0. Staðan í hálfleik var hins vegar jöfn, 0-0. Mikil barátta var í leiknum þrátt fyrir að úrslitin skiptu ekki svo ýkja miklu máli, Austri svo gott sem faliinn og KA þegar meistari í 2. deild. Gunnar Blöndal braut ísinn uppi við mörkin er hann skoraði fyrir KA á 55. mínútu. Átta mínútum síðar bætti Gunnar Gíslason öðru marki við og þar við sat. Köln teflir fram gegn IA einum besta knattspyrnu- manni veraldar í dag! SENN líður að því að Akranes leiki fyrri leik sinn i 1. umferð UEFA-keppninnar í knatt- spyrnu. Mótherjarnir eru vestur- þýska liðið 1. FC Köln. Kölnar- arnir eru Skagamönnum ekki framandi, fyrir tveimur árum mættust liðin í Evrópukeppni bikarhafa. Köln vann þá heima- leik sinn 4 — 1, en Skaginn þótti leika mun betur heldur en sú tala gefur til kynna. Bættu Skaga- menn tapið upp með því að gera jafntefli 1 —1, við þýska stórliðið á Laugardalsvellinum. Er Köln leikur á Laugardals- vellinum, gefst íslenskum knatt- spyrnuáhugamönnum kostur á að berja augum einn efnilegasta og jafnframt snjallasta knattspyrnu- mann í heiminum í dag. Það er Bernd Schuster. Hann braust fyrst fram í sviðsljósið í Evrópu- keppninni á Italíu í sumar, lék hann þar lykilhlutverk í þýska liðinu og lagði m.a. upp öll mörk Klaus Allofs í 3—2 sigrinum gegn Hollandi. íslendingar hafa áður séð til Schuster, hann lék með vestur þýska landsliðinu gegn íslandi á Laugardalsvellinum í fyrra sumar. Þá var Schuster efnilegur, nú þykir hann frábær. Svo frábær, að knattspyrnugagn- rýnendur um víða veröld keppast við að hrósa honum í hástert, segja Schuster vera sambland af Franz Beckenbauer, Wolfgang Overath og Karl Schnellinger. Schuster þakkar enska lands- liðsmanninum Tony Woodcock að miklu leyti hversu vel hefur geng- ið hjá honum að undanförnu, en sem kunnugt er gekk Woodcock til liðs við Köln nokkru fyrir lok síðasta keppnistímabils. „Köln er gerbreytt lið eftir að Woodcock kom hingað, hann er svo duglegur og ósérhlífinn leikmaður að hann hlýtur að smita út frá sér. Þá hef ég lært mikið af honum þó að stöðurnar sem við leikum á vellin- um séu gerólíkar," sagði Schuster nýlega í viðtali við erlent knatt- spyrnutímarit. Annars þykir Schuster vera yfirvegaður og vel gefinn ungur maður, ekki einn af þeim sem þætti líklegur til þess að láta frægðina stíga sér til höfuðs. Hann þakkar það unglingaþjálf- ara nokkrum að nafni Ludwig Paula. Paula þjálfaði Schuster sem táning hjá Bavaríuliðinu Hammerschmiede, en þar steig Schuster fyrstu skrefin. „Paula kenndi mér að reyna frekar að finna eitthvað sem betur mætti fara heldur en að halla sér aftur eftir góðan leik og hugsa aðeins um hve góður leikurinn var. Þetta geri ég enn þann dag í dag, maður verður aldrei of góður," segir Schuster. Frá Hammarschmiede lá leiðin til Augsburg FC. Hann lék nokkra leiki með úrvalsliði Schwabig í Munchen og ætlaði síðan ekki að trúa sínum eigin eyrum er hann frétti að hann hefði verið valinn í unglingalandslið Vestur-Þýska- lands. Með því liði lék hann 10 leiki og landsliðsþjálfarinn Jupp Derwall fylgdist með þeim öllum og varð alltaf sannfærðari og sannfærðari að hér væri upprenn- andi stórstjarna á ferðinni. Frá Augsburg lá leiðin til Köln- ar. Ekki þó fyrr en eftir málaferli, þar sem félag hans Augsburg seldi hann til tveggja liða í einu og hitt félagið, Borussia Mönchenglad- bach var eðlilega ekki hrifið af vinnubrögðunum og kærði allt saman. Þetta átti sér allt stað um sumarið 1978. Siðan hefur Schust- er gengið í það heilaga, framleitt erfingja og komið sér vel fyrir. Og hann er, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, aðeins 20 ára að aldri ... • Schuster sýnist ánægður með dráttinn í UEFA-keppninni, en þar dróst lið hans 1. FC Köln, gegn Akranesi. Námskeiö fyrir leiöbeinendur fatlaðra íþróttasamband fatlaðra efnir til A- og B-stigs leiðbeinendanám- skeiðs i Reykjavik dagana 30. sept. — 5 okt. nk. sbr. meðfylgj- andi dagskrá. Námskeiðið er einkum ætlað iþróttakennurum en einnig öðr- um, sem áhuga hafa á þvi að kynnast iþróttastarfsemi fatl- aðra og vilja siðan vinna að eflingu þeirra og útbreiðslu. Forstöðumaður námskeiðsins verður Magnús H. Ólafsson, íþróttakennari og sjúkraþjálfari, sem auk hans kenna á námskeið- inu hinir ýmsu einstaklingar sem tilgreindir eru í meðfylgjandi dagskrá. Þess er vænst að þátttakendur verði sem víðast að af landinu, því alls staðar er meira og minna af fötluðu fólki, sem vill og þarf á íþróttum og útivist að halda, en vantar leiðbeiningar og tilsögn ásamt nauðsynlegri hvatningu. Þátttökutilkynningar skal senda bréflega eða simleiðis til skrifstofu ÍSI í Laugardal fyrir 25. þ.m. og skal þar greina nafn, stöðu, heimilisfang og síma. Námskeiðsgjald er ekkert en þátttakendur verða sjálfir að kosta uppihald svo og ferðir til og frá Reykjavík þar sem um það er að ræða. Björgvin brotnaði Björgvin Björgvinsson, línu- Verður Björgvin í gifsi í a.m.k. maðurinn knái hjá Fram, handar- þrjár vikur og frá keppni og brotnaði í æfingarleik með Fram í undirbúningi þann tíma. Vestmannaeyjum um helgina. Bikarkeppni í fjölþrautum fer fram á Laugardalsvelli dag- ana 20. og 21. september nk. Keppni i tugþraut hefst kl. 14, laugardaginn 20. sept. En i fimmtarþraut kvenna kl. 14, sunnudaginn 21. sept. Hverju félagi er heimilt að senda þrjá þátttakendur og verða tveir reiknaðir til stiga í keppninni. Þátttökutilkynningar skulu berast til skrifstofu FRÍ íþrótta- miðstöðinni Laugardal eða póst- hólf 1099 í síðasta lagi 18. sept. •mmmmmmmmmmm* ,<4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.