Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1980 + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaöir og afi, HJALTI BJÓRNSSON, Grundartúni 2, Akraneai, lézt á Sjúkrahúsi Akraness, 5. september. Sigríður Einarsdóttir, Birna G. Hjaltadóttir, Gísli H. Sigurösson og barnabðrn. Eginmaöur minn og faöir, tengdafaöir og afi, JÓN BJÖRNSSON, Brunnstíg 7, Hafnarfiröi, lést 7. september. Gíslína Sveinbjörg Gísladóttir, Stetán Jónsson, Edda Magnúsdóttir og börn. Eiginkona mín og móöir okkar, GUÐBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR, Egilsstaóakoti, Villingaholtshreppi, sem lést 31. ágúst, veröur jarösungin frá Villingaholtskirkju fimmtudaginn 11. sept. kl. 2. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Sjúkrahús Selfoss. Guömundur Hannesson og bðrn. t Útför HALLDÓRS S. ÁRNASONAR fer fram frá Akraneskirkju miövikudaginn 10. september kl. 2 e.h. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlega bent á Kópavogshæli. Dmtur hins látna. t Eiginkona mín og móöir okkar, VALGERDUR ÓLAFSDÓTTIR, Arnarhrauni 4, Hafnarfiröi, veröur jarösett frá Hafnarfjaröarkirkju miövikudaginn 10. sept- ember kl. 2 e.h. Helgi Jónsson, Þórunn Jónsdóttir, Ólafur G. Jónsson. + Elginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir, ÞÓRDURJASONARSON, byggingatæknifræöingur, Háteigsvegi 18, Reykjavík, veröur jarðsunginn frá Háteigskirkju miövikudaginn 10. september kl. 13.30. Jónína Þóröardóttir, Þóröur M. Þóröarson, Magnús Valdimarsson, Jenný Einarsdóttir. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUNNLAUGURJÓHANNESSON, deildarvöróur alþingis, Skálageröi 15, Reykjavik, veröur jarösunginn frá Hallgrímbkirkju miövikudaginn 10. sept- ember kl. 3 e.h. Þeir, sem vilja minnast hans, láti Hallgrímsklrkju njóta þess. Olga Siguröardóttir, Guömunda Gunnlaugsdóttir, Marinó Friöjónsson, Elísabet Gunnlaugsdóttir, Hlðöver Jóhannsson, Málfríóur Gunnlaugsdóttir, Sigmar Holbergsson og barnabörn. + Minningarathöfn um ÁSMUND STURLAUGSSON, frá Snartartungu, fer fram í Háteigskirkju miövikudaginn 10. sept. kl. 15.00. Jarösett veröur frá Óspakseyrarkirkju, Strandasýslu, fimmtudag- inn 11. september kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlega bent á liknarstofnanir. Svava Jónsdóttir, bðrn og tengdabðrn. Erlendur sjómaður Fæddur 9. febrúar 1894 Dáinn 30. ágúst 1980. Til afa frá barnabörnum Afi var nýorðinn langafi og var eins og að þetta væri hans eigið barn, svo einlæg og mikil var gleði hans. Hann fylgdist mjög náið með fæðingu þess og fyrstu ævi- dögum, eins og hann hefur alltaf fylgzt með okkar uppvexti. Það er svo skrítið, þegar við hugsum um það núna, að afi var aldrei eins og gamalt fólk að tala við. Alltaf, þegar við vorum með honum, setti hann sig i okkar spor, og skipti þá litlu máli, hvað við vorum að tala um. Við gerum okkur ef til vill ekki grein fyrir því fyrr en seinna, hve mikils virði það er að alast upp í nánum tengslum við afa sinn. Þær kyn- slóðir, sem ólust upp á undan okkur eru þær kynslóðir, sem við lærum af. Afi var dálítið sérstakur. Hon- um féll bezt að umgangast ungt fólk og skiptast á skoðunum við það, og margumtalað kynslóðabil var óþekkt milli okkar. Hann var litið gefin fyrir mannfagnaði, en undi sér bezt við lestur, enda var hann víðlesinn. Kvæði voru hon- um afar hugleikin, og oft fór hann með kvæði, kenndi okkur þau og af og til samdi hann til okkar vísur, sem voru vanalega heilræði og ábendingar, og mættum við nú minnast þeirra og lifa eftir þeim, það væri afa að skapi. Það var gaman að gleðja hann afa. Það þurfti ekki mikið til og er tómlegt núna, þegar hann er ekki lengur hjá okkur. Erlendur Ólafsson fyrrum sjó- maður Barónsstíg 21 Reykjavík, andaðist laugardagsmorgun 30. ágúst sl. 86 ára að aldri. Var þá lokið löngum æfidegi mikillar vinnu. Hélt hann allt til hinstu stundar skýrleika sínum og hugs- un. Erlendur fæddist að Ytri-Hól Vestur-Landeyjum 9. febrúar 1894 sonur hjónanna Guðríðar Þor- steinsdóttur og Ólafs Erlendsson- ar er þar bjuggu. Móðir hans var af Arnarhólsætt, afi hennar Guðni Ögmundsson hafði flúið úr Skaftáreldum, og setzt að í Vest- ur-Landeyjum. Þorsteinn faðir Guðríðar var Sigurðsson frá Skúmstöðum. Ólafur faðir Erlend- ar var sonur Erlendar Ólafssonar bónda og smiðs frá Kumbla á Rangárvöllum og síðar bóndi í Hala í Asahreppi. Ólafur langafi Erlendar, var Sigurðsson og bjó á Ólafsson - Minning Ægissíðu í Holtum. Heitir sú ætt V íkingslækj arætt. Foreldrar Erlendar bjuggu að Ytri-Hól frá vorinu 1883 til ársins 1906, að þau urðu að flýja þaðan sökum vatnságangs, þegar Hólsá flæddi yfir. Þau fluttu og bjuggu góðu búi í Vetleifsholti-Parti í Asahreppi, þangað til þau fluttu til Reykjavíkur um árið 1920 og bjuggu að Kárastíg 10. Stundaði faðir hans smíðar í Reyjavík og þótti góður smiður. Hann lézt árið 1925. Guðríður og Ólafur eignuðust 12 börn. Af þeim komust 5 upp og var Erlendur þeirra yngstur ásamt Guðna tvíburabróður sínum, sem fórst með togaranum Ólafi í nóv- ember 1938. Þórunn systir hans lézt í desember 1978 á 90. aldurs- ári. Sigurður elsti bróðirinn flutt- ist til Kanada, lærði til prests þar og þjónaði lengst af í Manitoba, Árborg og Selkirk og lézt þar árið 1961, og Vigdis lézt um tvítugt. Var ávalt mjög kært samband mili þeirra systkina. Hinn 5. mái árið 1928 giftist hann Jóhönnu Vigdísi Sæmunds- dóttur frá Lækjarbotnum í Lands- sveit. Varð þeim 4 barna auðið. Þau eru Sigríður Theódóra, Guð- ríður Ólafía og tvíburarnir Guð- rún og Ólafur, en hann lézt á 5. aldursári árið 1940. Dæturnar eru allar giftar, tengdasynirnir eru undirritaður, Gísli Guðmundsson og Örn Clausen. Barnabörnin eru 10 talsins og eitt barnabarnabarn. Heimili þeirra Jóhönnu og Er- lendar stóð fyrst að Kárastíg 10 eða þar til þau fluttu árið 1933 að Barónsstíg 21 þar sem þau hafa búið síðan. Fyrstu árin bjuggu þau í sambýli með Guðríði móður hans og Guðna bróður hans. Heimilið að Barónsstíg 21 hefur einkennst af reglusemi og mynd- arskap. Þar ríkti vinátta og kært samband milli heimilismanna og ekki skal gleymt hinni öruggu forsjá húsmóðurinnar í fjarveru heimilisföður við störf á sjónum. Hjónaband þeirra og allt samlíf var slíkt, að á betra var ekki kosið. Þau voru samhent í uppeldi barn- anna, og ekki er það orðum aukið, að þau hafi helgað þeim allt líf sitt. Þau hjón voru bæði af Víkings- lækjarætt, og sótti Erlendur margt í þá sunnlenzku ætt. Finnst mér margar mannlýsingar um menn úr þeirri ætt koma heim og saman við hann, eins og ég k.vnntist honum, en um þá var m.a. sagt: „Þaðan kom óbilandi elja en þeir sem sverja sig í þá ætt eru manna óverkkvíðnastir. Séu þeir á annað borð fúsir að vinna eitthvert verk þarf ekki lengi að biðja þá þess, þeir eru fyrr en varir teknir til óspilltra málanna + Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, ERLENDUR ÓLAFSSON, Barónsstíg 21, veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, þriöjudaginn 9. september, kl. 1.30. Blóm afþökkuö, en þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á líknarstofnanir. Jóhanna V. Sssmundsdóttir, Sígríður Th. Erlendsdóttir, Hjalti Geir Kristjánsson, Guöriöur Ó. Erlendsdóttir, Gísli Guömundsson, Guórún Erlendsdóttir, örn Clausen og barnabörn. + Ástkær maöurinn minn, sonur, faöir, stjúpfaöir, bróöir, tengdafaö- ir og afi, KARL HELGI GÍSLASON, frá Súgandafirói, Álftahólum 4, veröur jarösunginn frá Fossvogsklrkju, fimmtudaginn 11. sept. kl. Erla Kristjánsdóttir, Þorbjörg Frióbertsdóttir, Gisli Guómundsson, Gisli Karlsson, Katrin Karlsdóttir, Guóm. Þorlákur Guómundsson. Kristín Karlsdóttir, Ágúst Sigmarsson, Karl Karlsson, Laufey Torfadóttir, Axel Ketilsson, barnabörn og systkini. og eru í senn útsjónarsamir og afkastamiklir. Þótt þeir geti verið meinlegir í orðum, skeyti þ .irra hvöss og beitt eins og iiraun- nibburnar sem standa upp úr svörtum sandinum ofarlega á Rangárvöllum, þar sem ættin á upptök sín, eru þeir viðkvæmir undir niðri, hjartahlýir, mega í rauninni ekkert aumt sjá.“ Mannlýsing þessi gæti svo vel átt við Erlend, að ekki þyrfti að hafa mörg fleiri orð um það. í huga mér koma fram atburðir sem undirstrika slíkt, og einmitt þetta hversu óverkkvíðinn hann var, þegar hann var búinn að taka ákvörðun um að vinna eitthvert verk, þá þurfti ekki lengi að bíða þess að það væri gert. Oft hefi ég hugleitt það hvað um Erlend hefði orðið, slíkan hæfi- leikamanna ef hann hefði fæðst nokkrum áratugum síðar, 'þegar leiðin til mennta varð auðveldari en þá var. Maður á borð við Erlend, sem gleypti í sig allan þann fróðleik sem fyrir augu hans bar, var óvenju víðlesinn og mátti fletta upp í honum. En í þá daga var það höfuðatrið- ið að vinna með sínum tveim höndum og færa björg í bú. Kom þar skírlega fram hversu skyldu- rækinn hann var við foreldra sína og umhyggja hans fyrir þeim, og að þau mættu eiga friðsælt æfi- kvöld og síðar fjölskyldu sinni. Kom þá ljóslega fram hversu umhyggjusamur faðir hann var og hvatti dætur sínar til mennta, og fylgdist af áhuga með framgangi þeirra. Hinu skal heldur ekki gleymt, að í hlutverki sínu í okkar litla samfélagi var hann einn af horn- steinunum. Bóndasonurinn, sem gerði sjómennskuna að æfistarfi, við þær aðstæður sem þá voru, eignaðist vini og aðdáun allra þeirra er honum kynntust, var ákveðinn en aldrei ósanngjarn, gerði mestar kröfur til sjálf sín, ílengdist í skipsrúmi en var alls- staðar eftirsóttur. Lengi var hann á togurum Kveldúlfs, lengst af bátsmaður á Gulltoppi, og rómaði hann mjög það fyrirtæki og Thor heitinn Jensen. Þegar árunum fjölgaði hætti hann á togurum og réðst til Ríkisskips, fyrst á Súðina og síðan á Esjuna, þar til hann hætti sjómennsku,, en var um nokkurra ára skeið vaktmaður hjá því fé- lagi, þar til hann hætti störfum árið 1972 þá 77 ára gamall. Lifði hann í skjóli umhyggju- samrar eiginkonu þar til heilsa hennar brast og hann fluttist til okkar og dvaldi hér í nokkurn íima. Fór heilsu hans hrakandi eftir því sem árin liðu, en góðar stundir átti hann, þegar hann hafði dætur sínar og barnabörn í kringum sig, þá leið honum allra bezt. Hann var vægast sagt lítt gefinn fyrir mannamót, fjölskyld- an og nánustu ættmenni voru honum allt. Nú er æfideginum lokið, að baki er langur vegur manns, sem alls- staðar skildi eftir sig spor hrein- leikans, og sem öllum sem honum kynntust þótti vænt um. Hann leggst nú til hvílu hinsta sinni við hlið foreldra sinna og sonar. Megi hann hvíla í friði, friður guðs hann blessi og hafi þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning Erlendar Ólafssonar. Hjalti Geir Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.