Morgunblaðið - 20.09.1980, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 20.09.1980, Qupperneq 18
SAMBAND ungra sjálf- stæðismanna er 50 ára nú á þessu ári. Sambandið var stofnað þann 27. júní 1930 á Þingvöllum. Fyrsti formaður SUS var Torfi Hjartarson. Þrettán félög ungra sjálfstæðismanna víðsvegar um landið stóðu að stofnun SUS. Þetta voru: Fylkir á ísafirði. Félag ungra sjálfstæðismanna í Bolungarvík. Félag ungra sjálfstæðismanna í Borgarnesi. Félag ungra sjálf- stæðismanna á Eskifirði. Víking- ur, félag ungra sjálfstæðismanna á Sauðárkróki. Njörður, félag ungra sjálfstæðismanna í Siglu- firði. Eyverjar, félag ungra sjálf- stæðismanna í Vestmannaeyjum. Félag ungra sjálfstæðismanna í Vestur-Húnavatnssýslu. Heim- dallur í Reykjavík. Óðinn á Flat- eyri. Skjöldur í Stykkishólmi. Stefnir í Hafnarfirði og Vörður á Akureyri. Á næstu árum f jölg- aði aðildarfélögum og sam- bandinu óx fiskur um hrygg og varð brátt eitt öflug- asta stjórnmálaafl á ís- landi. Ekki leikur á því nokkur vafi. að Samband ungra sjálfstæðismanna hefur haft mikil áhrif í íslenzkum stjórnmálum á undanförnum áratugum og hefur enn. Bæði hefur SUS haft veruleg áhrif á stefnu Sjálfstæðisflokks- ins og almennar stjórnmála- umræður i landinu og eins hafa flestir forystu- menn Sjálfstæðisflokksins hlotið sina stjórnmálaþjálfun innan vébanda sambands- ins. Á þessum átta siðum er gerð grein fyrir ýmsum stefnu- og starfsmálum SUS, rætt er við nokkra af fyrrverandi formönnum og birt ágrip af sögu sam- bandsins. I Afnám vinstri skatta AFNÁM vinstri skatta var eitt af kjörorðum Sjálfstæðisflokksins fyrir siðustu kosningar. Ttl að fríska upp á minnið er rétt að endurtaka þetta kjörorð hér. 1. Söluskattur lækki úr 23,5% í 20%. 2. Tekju- og eignaskattar verði færðir í fyrra horf. 3. Skattur verði afnuminn af fyrningum. 4. Vörugjald verði fellt niður. 5. Sérstakur skattur á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði verði felldur niður. 6. Skattar á ferðalög verði af- numdir. 7. Nýbyggingargjald verði fellt niður. Geir Haflgrimsson formaður Sjálfstæðisflokksins: Hlutverk SUS er að vera samvizka Sjálfstæðisflokksins Ungir Sjálfstæðismenn brugð- ust skjótt við eftir stofnun Sjálfstæðisflokksins fyrir 51 ári. Þegar ári síðar er Samband ungra Sjálfstæðismanna stofn- að. Á þessum tímamótum þykir mér vænt um að þakka ungum Sjálfstæðismönnum starf þeirra í hálfa öld, sem haft hefur heillavænleg áhrif á stefnu og störf Sjálfstæðisflokksins, og þar af leiðandi á þróun þjóðmála á íslandi. Ég hef einnig samtökum ungra Sjálfstæðismanna per- sónulega skuld að gjalda. Um 20 ára skeið leitaði ég til þessara samtaka til fróðleiks og upplýs- inga um stjórnmálastefnur og þróun þjóðmála. Þar fann ég vettvang áhugamála minna, far- veg skoðana og sannfæringar minnar, eignaðist félaga og vini, sem síðan hafa verið sam- starfsmenn ekki eingöngu á sviði stjórnmála heldur og í öðrum þjóðlífsþáttum. Ég vonast til að samtök ungra Sjálfstæðismanna megi verða sem flestum ungum mönnum það, sem þau hafa verið mér og fjölmörgum öðrum hingað til. Sjálfstæðisstefnan hlýtur öðr- um stjórnmálastefnum fremur Geir Hallgrimsson að skírskota til ungs fólks, þar sem byggt er á frelsi, framtaki og ábyrgðartilfinningu einstakl- ingsins í stað ópersónulegrar forsjár hins opinbera. Frjáls samskipti einstaklinganna tryggja í senn bezt efnahagslega afkomu fjöldans og lýðréttindi. Frjáls markaðsbúskapur hefur hvarvetna sýnt yfirburði yfir sameignarstefnu og socialisma, þegar litið er til lífskjara, mann- úðar og menningar. Áhugi, þekking og sannfæring er öllum nauðsynleg, sem taka þátt í stjórnmálum. Vissulega kemur að þvi i lífi allra að taka tillit til sjónarmiða annarra og miðla málum. Stjórnmálaflokk- ur nær ekki fjöldafylgi án mála- miðlunar. En fjöldafylgi má ekki kaupa því verði að misst sé sjónar á hugsjónum, höfuð- stefnumálum eða látið af sann- færingu sinni. Fylgi flokks er ekki alltaf öruggur mælikvarði, hvort rétt sé stefnt. Kjarkinn má ekki bresta, þótt á móti blási um sinn. Þá ber að efla samtök og sam- heldni og berjast til sigurs. Hvort heldur er í meðlæti eða mótlæti reynir á trúmennsku yngri manna sem eldri við hug- sjónir og sannfæringu. Það er ekki sízt hlutverk ungra Sjálfstæðismanna að vera samvizka Sjálfstæðisflokksins að þessu leyti. 'Ég á enga ósk betri Sambandi ungra Sjálf- stæðismanna til handa á þessum tímamótum en að ungir Sjálf- stæðismenn reynist þessu hlut- verki sínu vaxnir. Báknið burt - umræð- ur að frumkvæði SUS Enginn vafi leikur á þvi, að Samband ungra sjálfstæðisnianna hefur að mörgu leyti veri^ leiðandi i stjórnmálaumræðun’ á undan- förnum árum. Eitt af þvi, sem setti svip á umræðurnar var stefnuyfir- lýsing SUS, undir neitinu „Báknið burt“. Þar kom fram sá vilji ungra sjálfstæðismanna að draga úr völd- um og umsvifum rikisvaldsins og að auka jafnframt svigrúm ein- staklingsins. SUS lagði til: Að afskipti hins opinbera af lánsfjármarkaðnum yrðu með eðli- legum hætti. Að arðráni á sparifé yrði hætt. Að reynt yrði að tryggja aukna hagkvæmni í opinberum rekstri. Að skapaðar yrðu forsendur fyrir afnámi niðurgreiðslna og útflutn- ingsbóta. Að sífellt endurmat færi fram á opinberri þjónustu svo að hún sam- svaraði vilja og þörfum fólksins hverju sinni. Að tinstaklingurinn fengi ekki opinbera þjónustu undir kostnaðar- verði án tillits til efnahags nema í undantekningartilvikum. Að ríkið dragi stórlega úr þátt- töku sinni í rekstri og framleiðslu fyrirtækja. Að ýmis ríkisfyrirtæki og stofn- anir yrðu lögð niður eða seld einstaklingum. Að Framkvæmdastofnun ríkisins yrði lögð niður og þau verkefni, sem hún sinnir, yrðu falin öðrum. Ungir sjálfstæðismenn eru ekki alfarið á móti ríkisrekstri eða af- skiptum ríkisins af einstaka málum. Þeir telja hins vegar að ríkisafskipti og áhrif stjórnmálamanna séu óeðli- leg í íslensku þjóðlifi, þau skerði hagkvæmni og velmegun og séu lýðræði til tjóns. Hvað er SUS SAMBAND ungra sjálfstæð- ismanna er bandalag kjördæm- issamtaka ungra sjálfstæð- ismanna um allt land. Tilgangur SUS er: 1. að vinna að varðveislu hins islenska lýðveldis, sjálfstæðis og fullveldis og hagnýtingu gæða landsins i þágu islenskra þegna. 2. að efla i landinu þjóðlega, víðsýna og frjálslynda framfara- stefnu á grundvelli einstaklings- frelsis, atvinnufrelsis og séreign- ar með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Aðildarsamtök SUS eru nú átta. Utanríkis- stefnan hef- ur tryggt þjóðinni vel- f erð og öryggi Ungir sjálfstæðismenn lýsa fullum stuðningi við stefnu Sjálfstæðisfiokksins í utanrik- is- og öryggismálum enda hef- ur dómur sögunnar staðfest að stefna flokksins og forystu- hlutverk á þessu sviði hefur reynzt þjóðinni afar farsæl og tryggt öryggi og velferð henn- ar og frelsi til orðs og æðis. Áherzla verði lögð á eftirfar- andi meginþætti: 1. Þátttöku íslands í starfi Sameinuðu þjóðanna. 2. Þátttöku íslands í samstarfi Norðurlandanna. 3. Þátttöku íslands í Atlants- hafsbandalaginu. 4. Traust varnarsamstarf ís- lands og Bandaríkjanna og viðleitni ti! að tryggja frið og öryggi á Norður- Atlantshafssvæðinu. 5. Samstöðu íslands með öðr- um Evrópuríkjum eins og hún hefur mótazt með þátttöku í Evrópuráðinu, aðildinni að Fríverzlunar- samtökum Evrópu og viðsk- iptasamningum við Efna- hagsbandalag Evrópu. 6. Alþjóðiega baráttu fyrir því að allar þjóðir fái búið við mannréttindi og lýðræðis- lega stjórnarhætti, um leið og lýst er yfir fordæmingu á stjórnarháttum er brjóta í bága við þessi frumréttindi. t 7. Vernd auðlinda og umhverf- is með alþjóðlegu samstarfi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.