Morgunblaðið - 20.09.1980, Qupperneq 20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980
19
formenn SUS
Ásgeir Pétursson, formaður SUS 1955—57:
Höfðum hugann öðru frem-
ur við sjálfstæði landsins
„Hvaða málaflokkar voru það
aðallega, sem þið höfðuð áhuga á
um miðjan sjötta áratuginn"?
Ungir sjálfstæðismenn létu sér
auðvitað fátt mannlegt óviðkom-
andi þá eins og nú. Það er því ekki
auðgert að meta það hvaða mál-
efni menn báru helst fyrir brjósti.
En vissulega settu ákveðnir mála-
flokkar þó skýrari svip á starfið
en aðrir, enda mótast flest mál-
efni eftir þjóðfélagsaðstæðum
hverju sinni.
Auðvitað leiðir þó af sjálfu sér
að ungir menn höfðu hugann öllu
öðru fremur við sjálfstæði lands-
ins, vörzlu þess og verndun. Liðinn
var aðeins rúmur áratugur frá því
að þjóðin öðlaðist fullt sjálfstæði
með lýðveldisstofnuninni 1944. Til
voru þeir, sem litu svo á að
sjálfstæðisbaráttunni hefði lokið
með þeim áfanga. Þessir menn
töldu að hlutleysi væri affarasæl-
ast fyrir þjóðina. Þessu vorum við
algerlega ósammála. Við töldum
rétta stefnu í þessu þýðingar-
mesta máli okkar vera þá að líta
svo á, að sjálfstæðisbaráttunni
lyki reyndar aldrei. Hún væri þá
fólgin í því útávið að tryggja
sjálfstæði og öryggi landsins í
samstarfi við aðrar vestrænar
lýðræðisþjóðir og innávið í því að
treysta og efla atvinnu- og efna-
hagsgrundvöll landsmanna.
„En voru ekki einmitt miklar
flokkadeilur um öryggismálin um
þessar mundir"?
Jú vissulega. Vinstri stjórnin
fyrsta, gerði öryggismálin að eins-
konar verzlunarvöru og lék háska-
lega leiki í meðferð þeirra og
utanríkismála. Þetta var uggvæn-
legt því lífsnauðsyn var á því að
lýðræðisflokkarnir kæmu sér
saman um fastmótaða stefnu í
öryggis- og utanríkismálum, sem
byggðist á samstöðu vestrænna
þjóða um verndun frelsis og sjálf-
stæðis. Þetta vissu margir í öðrum
lýðræðisflokkum. En það voru þó
ekki einungis þeir stjórnmála-
menn, sem blindast höfðu á báð-
um augum af hinu austræna vagli,
sem börðust gegn vörnum lands-
ins, heldur fundust einnig þeir,
sem enn höfðu ekki skilið að
hlutleysi er blekking, sem hefur
orðið sjálfstæði margra þjóða að
falli. Enn í dag sjáum við stöðugt
ný rök fyrir réttmæti þeirrar
skoðunar.
„Hvaða önnur málefni báruð þið
einkum fyrir brjósti"?
Auðvitað voru okkur öll fram-
faramál hugleikin. Ef eitthvað á
að nefna, man ég það að mennta-
mál voru ofarlega á baugi. Skilj-
anlega er meðferð þeirra mála eitt
mesta hagsmunamál æskunnar.
Við vildum auka verknámið í
skólum og fullnægja vaxandi þörf
atvinnuveganna á sérmenntuðum
mönnum, körlum og konum. Á
þessum árum var mjög rætt um og
það réttilega að efla iðju og iðnað,
þar á meðal stóriðju.
En forsenda þess að koma upp
nýjum iðnaði var auðvitað sú að
tækniþekking væri fyrir hendi í
landinu. Við settum því fram þá
stefnu að koma upp tækniskóla og
efla háskólann almennt og þá
sérstaklega raunvísindaþátt hans.
Ég held að ekki sé ósanngjarnt að
segja að þarna stigu ungir Sjálf-
stæðismenn gæfuspor, því úrbæt-
ur urðu miklar.
Einnig minnist ég þess að sam-
göngumál voru ofarlega á baugi.
Með nýjum tímum varð stöðugt
augljósara að vegagerð úr varan-
legu efni var og er hið brýnasta
úrlausnarefni. Við áttum stundum
í rökræðum við þá sem eldri voru
út af þessu.
Okkur fannst þeir sumir ekki
vilja skilja að varanleg vegagerð
er ekki lúxus heldur mjög arðbært
fyrirtæki, sem eykur framleiðsl-
una, rýfur einangrun og greiðir
fyrir hverskyns mannlegum sam-
skiptum og framförum. Bæði í
efnalegum og menningarlegum
skilningi. Þessi barátta átti sinn
þátt í fyrstu stórframkvæmd á
þessu sviði, lagningu Reykjanes-
brautar.
„En voru ekki uppi deilur vegna
þeirra kosningaúrslita sem urðu
1956“?
Ásgeir Pétursson.
Við sjálfstæðismenn töldum að
framsókn og kratar hefðu notfært
sér galla kjördæmaskipunarinnar,
sem þá gilti, til þess að „reikna sér
út“ fleiri þingmenn en eðlilegt var
að þeir fengju. Ferill hins svo-
nefnda hræðslubandalags varð til
þess að herða á og flýta því að
kjördæmaskipaninni var breytt
1959. Sannleikurinn um þá breyt-
ingu er að mínu viti sá að við
flýttum okkur ef t.v. um of, því
fljótlega komu fram alvarlegir
ágallar á núverandi kjördæma-
skipan, reyndar einnig aðrir en
þeir augljósu, sem bundnir eru við
ranglæti í hlutfalli atkvæðamagns
að baki þingmanna í ólíkum kjör-
dæmum. Ér reyndar spurning
hvort innbyrðis erfiðleikar í Sjálf-
stæðisflokknum eiga ekki að
nokkru rætur sínar að rekja til
þessara efna.
„Hvað er um félagsstarfsemi
sambandsins að segja“?
Við gáfum m.a. út bæklinga um
stjórnmál og svo kom sambands-
síðan í Morgunblaðinu út undir
ágætri ritstjórn Þórs Vilhjálms-
sonar. Við beittum okkur fyrir
stofnunum nýrra félaga, t.d.
tveggja á Austurlandi. Fyrsta
atvinnuráðstefnan, reyndar um
landbúnaðarmál, var haldin á
þessari tíð. Síðar fylgdu margar
slíkar á eftir. Annars var starf-
semin með svipuðu sniði og verið
hafði.
„Hvernig var samvinnan innan
S.U.S. og við forystu flokksins"?
Hún var góð. Stjórnin var sam-
hent og ríkti jafnan drengilegt
samstarf, þótt fyrir kæmi að við
deildum um sjónarmið. Allt voru
þetta ágætismenn. Metingur og
eigingirni þekktist ekki þótt
stundum þyrfti að samræma sjón-
armið ungu mannanna, sem gat
orðið heitt í hamsi, eins og ungum
mönnum er títt. Hafi okkur farn-
ast vel stjórn S.U.S. á þessum
árum, er það ugglaust vegna
einhuga samstöðu stjórnarinnar.
Ekkert félagsstarf getur blómgast
ef sjálfa stjórnina brestur sam-
stöðu.
Samstarfið við flokksstjórnina
var gott, þótt sjónarmið væru
vissulega ekki alltaf hin sömu. En
við ungir sjálfstæðismenn bárum
gæfu til þess að skilja, að á fáu var
þjóðinni meiri nauðsyn en að
Sjálfstæðisflokkurinn væri sam-
hentur og einhuga, þannig að afl
hans kæmi að fullum notum. Við
stóðum því þétt að baki formanns
okkar, Ólafs Thors, og áttum
jafnan við hann hin bestu sam-
skipti — reyndar ógleymanleg. Og
nú í dag á ég enga ósk einlægari til
ungra sjálfstæðismanna en að
þeir efli samstöðu og einingu
flokksmanna, til nýrra átaka og
framfara þjóðinni til gæfu og
gengis. Þá er bezta vegarnestið að
sjálfstæðismenn standi af
trúmennsku vörð um hugsjónir
sínar og berjist drengilega fyrir
framgangi þeirra.
Ellert B. Schram, formaður SUS 1969—1973:
„Eins og vítamíni hefði verið
sprautað í unga sjálfstæðismenn
þegar vinstri stjórnin tók við“
„Fyrst er frá því að segja að ég
tók við forystu í SUS þegar mikill
óróleiki var á meðal námsmanna
víða um heim og sú vakning, sem
gætti meðal ungs fólks barst
einnig til íslands. Unga fólkið reis
upp gegn kerfinu og ríkjandi
skipulagi. Enginn vafi er á því að
þessi bylgja hafði töluverð áhrif
m.a. á þingkosningarnar ’67 for-
setakosningarnar 1968 og kosn-
ingarnar 1970. Þetta gerði Við-
reisnarstjórninni ákaflega erfitt
fyrir og þá einkum Sjálfstæðis-
flokknum, sem var ímynd valdsins
í augum ungs fólks.
Ég gerðist talsmaður þess að
Sjálfstæðisflokkurinn opnaði sig
og aðlagaði gagnvart þessum nýju
viðhorfum og skoðunum og m.a.
vegna þessa urðu snörp og mikil
átök við kosningu mína til for-
manns, sem reyndar endurspegl-
uðu átökin sem áttu sér stað í
flokknum sjálfum.
Við ungir sjálfstæðismenn sett-
um fram okkar stefnumið sem
mörg hver komust í ályktanir
Landsfundar Sj álfstæðisflokksins
og í stefnu hans. Við ger5um þá
kröfu að ungt fólk fengi fulltrúa í
miðstjórn og reglum um mið-
stjórnarkjör yrði breytt þannig að
þar sætu ekki eingöngu þingmenn,
og að hinn almenni flokksmaður
hefði meiri áhrif á stefnu flokks-
ins;
Á þesum tíma urðu miklar
breytingar á stjórn flokksins,
Bjarni Benediktsson fellur frá,
Jóhann Hafstein lætur af störfum
sem formaður 1973, og við honum
tekur Geir Hallgrímsson. Sem
eðlilegt er höfðu þessar breytingar
mikil áhrif á störf sambandsins á
þessum tíma.
í landsmálum gerist það helst
að Viðreisnarstjórnin missir þing-
meirihluta sinn 1971, aðallega
vegna þess að Alþýðuflokkurinn
tapar miklu fylgi til Hannibals og
hans stuðningsmanna. Sjálfstæð-
isflokkurinn stóð nokkuð vel af sér
þetta stjórnartímabil.
Ég held að forystumenn SUS og
Ellert B. Schram.
reyndar flokksmenn allir hafi
þekkt sinn vitjunartíma og haft
vit á því að koma til móts við
breytt viðhorf almennings í land-
inu. Lögð var mikil áhersla á að
flokkurinn skoðaði sjálfan sig,
rykið var hreinsað af stefnumál-
um flokksins og rétt brugðist við
breyttum tíðaranda.
Ég tel að þær breytingar sem
áttu sér stað á flokknum hafi átt
stóran þátt í sigri hans í Alþing-
iskosningunum 1974, auk þess sem
nýr formaður stýrði flokknum
sem fulltrúi nýs tíma. Við settum
fram fjölmörg ný atriði sem höfð-
uðu til ungs fólks, meira, en
gerðist meðal hinna flokkanna og
aldrei hefur einum flokki tekist að
fá eins mikið af fylgi ungs fólks til
liðs við sig eins og Sjálfstæðis-
flokkurinn gerði þá.
Það var eins og vítamíni hefði
verið sprautað í SUS þegar vinstri
stjórnin tók við 1971. Sjálfstæðis-
flokkurinn hafði verið í stjórnar-
aðstöðu í tólf ár og það hafði sín
áhrif á starfsemina. Sterk forysta
var í flokknum og olnbogarými
yngri manna lítið. Þegar vinstri
stjórnin tekur síðan við skapast
ný viðhorf, mikill baráttuandi
vaknaði meðal ungra sjálfstæð-
ismanna og við höfðum að ein-
hverju að stefna.
Það var góður andi ríkjandi í
röðum ungra sjálfstæðismanna á
þessum árum og ég á ekkert nema
góðar minningar frá starfi mínu í
SUS.
Leikarnir
í Moskvu
Þess var vandlega gætt að is-
lenska þjóðin fcngi ekki að sjá
þessa mynd af Ólympiuleikunum
í Moskvu. Á mcðan við fylgdumst
með glæsilegum iþróttamönnum
heyja keppni i fögrum iþróttum
innan um glæst leiktjöld suvét-
skipulagsins, var þetta sú mynd.
sem alþýða Afganistans sá af
baksviði Ólympiuleikanna. Þetta
baksvið birtist Tékkum fyrir 12
árum og Ungverjum 12 árum þar
áður.
Það er sameiginlegt þessu
tákni ug Ólympíuhringjunum að
þau birtast bæði með reglulegu
millibili. Annað á tólf ára fresti
en hitt á fjögurra ára fresti.
Hugmynda-
fræðin og
raunveru-
leikinn
SÓSIALISMI:
Þú átt tvær kýr og gefur
nágranna þínum aðra. _
KOMMÚNISMI:
Þú átt tvær kýr, stjórnin
tekur báðar og gefur þér
mjólkina.
FASISMI:
Þú átt tvær kýr, stjórnin
tekur báðar og selur þér
mjólk.
NAZISMI:
Þú átt tvær kýr, stjórnin
tekur báðar og skýtur þig.
SKRIFRÆÐI:
Þú átt tvær kýr, stjórnin
tekur báðar, skýtur aðra,
mjólkar hina og hellir
mjólkinni niður.
KAPITALISMI:
Þú átt tvær kýr, selur
aðra og kaupir þér tarf.
Opnar um-
ræður um
málefni
flokksins
Um alllangt skeið hefur SUS
gengist fyrir ráðstefnum um þau
mál, sem ofarlega hafa verið á
baugi hverju sinni, bæði lands-
mál og flokksmál. Af einstökum
umræðuefnum má nefna vega-
mál, menningarmál, sveitar-
stjórnarmál. utanrikismál og
menntamál.
Á síðastliðnu ári efndi SUS til
ráðstefnu um málefnið „Sjálf-
stæðisflokkurinn í kosningum" og
fékk til framsögu menn úr öðrum
stjórnmálaflokkum. Er óhætt að
fullyrða að slíkt sé einsdæmi í
íslenskum stjórnmálum. Sýnir
þetta betur en nokkuð annað
hversu óhræddir sjálfstæðismenn
eru við frjálsar umræður um sín
flokksmálefni.