Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980
33
félk í
fréttum
Gamli
fanginn
+ HÉR í blaðinu á
fimmtudag var sagt frá
þessum gamla ameriska
blökkumanni í frétt á
forsíðu blaðsins. — Þetta
er hinn 104 ára gamli
lífstíðarfanKÍ, John Dav-
is, sem árið 1922 framdi
innbrot hjá fatakaup-
manni einum í S-Karo-
línufylki, eftir að hann
hafði selt John gamla föt
sem hann gat ekki notað
þegar allt kom til alls. —
Þá var þyngsta refsing
við innbrotsþjófnuðum í
fylkinu lífstíðar fangelsi.
Þann dóm hlaut gamli
negrinn. — Sjá nánar í
blaðinu í gær, ef vill. —
Myndin af fanganum er
tekin fyrir skömmu.
Eg mun sigra!
+ MUHAMMAD Ali hefur nú hafið loka-
þjálfun sína fyrir keppnina við Larry
Holmes sem fram fer í Las Vegas 2.
október. bar munu þeir berjast um
meistaratitil Hnefaleikasambandsins í
þungavigt. Ali hefur létzt mikið að
undanfornu og er það hald manna, að það
muni auka sigurlikur hans verulega.
Þrátt fyrir að Ali hafi ekki barist í tvö ár,
hefur annáluð kokhreysti hans ekki
minnkað. „betta verður engin keppni. Ég
ét Holmes í mig og slæ hann út úr
hringnum!“ sagði Ali og virðist hvergi
smeykur að venju. — Þetta er nýleg mynd
írá æfingu AIis og þjálfarans Marty
Monroe, í Los Angeles.
„Lífid er sterkara ..
+ FYRIR SKÖMMU hrimsótti Johannes Páll páfi II borgina Frascati sem er skammt suður af Róm á ítaliu.
Þar vottaði hann fórnarlömhum seinni heimsstyrjaldarinnar virðingu sina. Nú eru liðin 37 ár frá því að
Bandamenn vörpuðu sprengjum á borgina, sem kostuðu 600 manns lífið og særðu þúsundir annarra. „Lífið
er sterkara en dauðinn. við verðum að velja veg lífsins," sagði páfi þeim 5 þúsundum manna sem fylltu
aðaltorg borgarinnar, er hann flutti messu þar i septembersól.
BLÚM
VIKUNNAR bfstfc'í
UMSJÓN: ÁB.
UM
REYNIVIÐINN
í Fornhaga í Hörgárdal
Herdís Pálsdóttir garðyrkjukona í Fornhaga í
Hörgárdal hefur tekið saman eftirfarandi pistil og
fylgdi honum mynd sú er hér birtist:
„Myndin sem fylgir er af gömlu reynitrjánum í
Fornhaga eins og ég man fyrst eftir þeim. Þangað var
stutt leið úr bæjardyrum og þar var gott að vera. Sitja
í skjóli og halla sér upp að stofninum, hlusta á þyt í
laufi og fuglasöng. Frá þeim bernskudögum á ég
margar ljúfar minningar.
Um uppruna þessara trjáa er ekkert vitað með vissu.
Sögn er til um það að þau séu ættuð úr
Möðrufellshrauni í Eyjafirði en líklegra þykir mér að
þau séu úr Tunguárgiljum, — þar vex reyniviður enn í
dag, blómgast og þroskar fræ. Sonur Þorláks Hall-
grímssonar sem bjó í Skriðu fór til Danmerkur og nam
þar eitthvað í ræktun og þykir mér líklegt að hann hafi
sótt þessar plöntur í gilin ásamt birki því sem
gróðursett var í Skriðu um sömu mundir. En í
Reyniviðirnir að Fornhaga í H<»rgárdal.
Myndina tók Morten Hansen, líklega á árunum 1915—1920.
Reyniviðirnir að Fornhaga í Hörgárdal. Myndina tók Morten
Hansen árid 1914.
Fornhaga bjó Björn sonur Þorláks og halda menn að
trén á þessum bæjum hafi verið gróðursett samtímis á
árunum milli 1820 og 1830.
Nú eru flest trén í Fornhaga fallin, aðeins tvö eftir.
Efstu trén (til vinstri á myndinni) dóu þegar ég var
barn, á árunum 1920—1925, en öll hin hafa brotnað af
rótum í stórhríðarbyljum. Samt sem áður lifa þau og
hafa endurnýjað sig sjálf.
Langt frá trjánum hafa komið upp rótarsprotar, sem
vaxið hafa með ótrúlegum hraða og eru þau tré nú
orðin eins há eða hærri en gömlu trén voru eða um það
bil 10—12 m.
Svæðið í kringum gömlu trén var girt af árið 1940
(áður voru sprotarnir bitnir niður) og á þessum tíma
hafa þau teygt þetta úr sér. Auðvitað hef ég grisjað
þessar þyrpingar eftir þörfum. Einnig hef ég tekið upp
stóra toppa af rótarsprotum, aðskilið kvistina, plantað
í beð og síðan út í garð að nokkrum árum liðnum. í
garðinum ofan við veginn sem liggur um hlaðið í
Fornhaga standa þau í röðum og skýla fyrir verstu
vindáttum og eru bakgrunnur fyrir annan gróður.
- H.P.
bess má geta að reyniviðirnir sem hér hafa
verið gerðir að umtalsefni munu hafa verið með
þeim allra fyrstu sem ræktaðir voru hér á lanui
og komust til nokkurs þroska. Afkomendur
þeirra mun mega finna víðsvegar um landið. —
Ums.