Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980 3 Ellefu ára meðalstarfsaldur á endurráðningarlistanum STJÓRN FlugfreyjufélaKs ís- lands gekk i gær á fund Stein- grims Hermannssonar samgöngu- ráðherra og Svavars Gestssonar félagsmálaráðherra og kynnti þeim sin sjónarmið varðandi endurráðningar Flugleiða á flugfreyjum, en þær hafa mót- mælt þvi að ekki er algjörlega farið eftir starfsaldurslista við endurráðningar. Steingrimur Hermannsson sagði aðspurður i samtali við Mbl. i gær að hann teldi óliklegt að þetta mál yrði tekið fyrir á rikisstjórnarfundi, kvaðst ekki sjá hvernig það væri hægt þar sem um sjálfstætt hluta- félag væri að ræða. Siðdegis i gær voru flugfreyjur á fundi hjá Flugleiðum. Morgunblaðinu barst i gær eftirfarandi fréttatilkynning frá Flugleiðum: Vilja gott samstarí „Á fundi Flugleiða og stjórnar Flugfreyjufélags íslands í dag ítrekuðu fulltrúar Flugleiða tillög- ur og hugmyndir um leiðir til þess að sem flestar flugfreyjur haldist í starfi. Þar á meðal hlutastörf, sumarstörf og launalaus frí yfir þann tíma sem minnst er flogið. Stjórn Flugfreyjufélagsins lýsti strax yfir að þær væru að koma af fundi með félagsmálaráðherra og samgönguráðherra. Þær kröfðust þess, að ekki yrði gengið frá endurráðningum fyrr en eftir rík- isstjórnarfund á morgun. Þá upp- lýstu stjórnarkonur í Flugfreyju- félaginu, að á ofangreindum ríkis- stjórnarfundi yrðu málefni Flug- leiða tekin fyrir. Sögðust hafa komið sjónarmiðum sínum á framfæri við ráðherra. Á fundi Flugleiða með stjórn Flugfreyjufélagsins sl. föstudag var þeim afhentur listi með 68 nöfnum flugfreyja, sem félagið vill endurráða. Ennfremur að Flugleiðir vildu eiga gott samstarf við Flugfreyjufélagið og samráð um breytingar og e.t.v. viðbótar- ráðningar, verði meira flug í vetur en þegar er ákveðið. Flugfreyjur voru ekki til viðtals um samkomu- lag að svo stöddu." Engin vilyrði en íhugun hjá ráðherrum Gréta Önundardóttir varafor- maður Flugfreyjufélagsins sagði í samtali við Mbl. í gær að á fundi stjórnar félagsins með Flugleiða- mönnum í gær hefðu þær mót- mælt endurráðningu eins og Flugleiðir vilja haga henni. Þá staðfesti Gréta að Flugleiðir hefðu lagt endurráðningarlista með 68 nöfnum fyrir stjórn Flugfreyjufé- lagsins sl. föstudag. Gréta kvað stjórn félagsins hafa gengið á fund samgönguráðherra og félags- málaráðherra í gær, en þeir hefðu ekki gefið nein vilyrði um málið, Drukknaði er bíll hans féll í höfnina UNGI maðurinn, sem drukknaði er bifreið hans féll í Reykjavikur- höfn aðfaranótt sl. sunnudags, hét Guðmundur Kristinn Helga- son, til heimilis að Framnesvegi 18. Guðmundur heitinn var 25 ára gamall, fæddur 1. apríl 1955. Atburður þessi varð um klukk- an fjögur um nóttina. Skömmu áður hafði lögreglan veitt bifreið Guðmundar athygli á Skúlatorgi og vildu lögreglumennirnir stöðva för hennar. Eltu þeir bifreiðina eftir Skúlagötu og inn á hafnar- svæðið. Þegar bifreiðin var komin framhjá Tollstöðinni og var að koma að afgreiðslustað Akraborg- ar sveigði hún til hægri og ók fram af hafnarbakkanum. Lögreglumennirnir gerðu þegar boð um aðstoð og voru kafarar frá lögreglunni komnir á staðinn eftir skamma stund. Köfuðu þeir niður að bifreiðinni, sem lá um 15—20 metra frá bakkanum. Bifreiðin Guðmundur Kristinn Helgason var læst og tók talsverðan tíma að opna hana. Guðmundur var látinn þegar hann náðist úr bifreiðinni. Bifreið Guðmundar var af gerð- inni Fiat 127. Matthías Á. Mathiesen: Vísitalan hækk- ar um 13—15% — frá 1. ágúst til 1. nóvember „ÞAS ER lióst mál, að verðbólg- an síðustu mánuði arsiiiS VTrð'jr á milli 60—70%,“ sagði Matthías Á. Mathisen alþ.m. á fundi trúnaðarmanna Sjálfstæðis- flokksins á Suðurnesjum sl. fimmtudag. „Vísitala framfærslukostnað- ar mun hækka milli 13 og 15% frá 1. ágúst til 1. nóvember og því heldur frá upphafi árs til loka milli 54—60%.“ „Verðlagsforsendur fjárlaga og lánsfjáráætlun 1980 gerðu ráð fyrir 31% hækkun á árinu en það mun láta nærri að sú tala tvöfaldist. Af þessu sést að árangur núverandi ríkisstjórnar í baráttunni við vandann er enginn og verðbólgan verður um 60% annað ário í Töð. ??!r euma af lélegri stöðu ríkissjóðs en minnast þá ekki á 50—60 millj- arða kr. skattaaukningu í tíð núverandi ríkisstjórnar og ríkis- stjórnar ólafs Jóhannessonar. Þá er ekki minnst á stöðu atvinnuveganna sem vægast sagt er uggvænleg". „Það er ljóst af öllu þessu," sagði Matthías að lokum, „að núverandi ríkisstjórn er ekki megnug þess að leysa þau miklu vandamál sem við blasa í þjóð- féiaginu en ráðherrana skipti það litlu, þeir sitji á meðan stætt en lofað að íhuga það. Gréta kvað Flugfreyjufélagið leggja áherzlu á það að í gegn um árin hefði verið farið eftir starfsaldri við endur- ráðningar, en „við viljum gott samstarf við fyrirtækið," sagði hún, „og ætlum ekki í neitt stríð við það, það er ekki okkar ósk, við viljum hag þess sem mestan nú sem endranær." „óskemmtilegt en nauðsynlegt verkefni“ „Við teljum það athyglisverða hugmynd að gefa kost á hluta- störfum fyrir flugfreyjur og vitum að það myndi henta ýmsum í hópi þeirra fjölmörgu flugfreyja sem hafa hlotið starfsþjálfun í þeim störfum, en þetta atriði virðist stjórn Flugfreyjufélagsins ekki hafá rætt við félagsmenn sína fremur en ýmis önnur atriði sem við höfum rætt við stjórnina til þess að sem flestar flugfreyjur geti haldið starfi og samvinna geti orðið í þeirri erfiðu stöðu þar sem segja þarf upp fólki," sagði Erling Aspelund framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Flugleiða í sam- tali við Mbl. í gær. Erling kvað það hafa komið fram hjá stjórn Flugfreyjufélags- ins að það eina, sem ætti að gilda, væri beinn starfsaldurslisti, en slíkt væri hins vegar ekki samn- ingsbundið og í slíkri uppsögn sem um væri að ræða, yrði að taka tillit til margs, m.a. með því að meta hæfni í starfi. Slíkt væri óskemmtilegt en nauðsynlegt í þeirri endurskipulagningu að sníða fyrirtækinu stakk eftir vexti. Erling kvað 43 flugfreyjur af 68, sem félagið vildi endurráða, vera innan ramma starfsaldurs- lista upp að 68, en hins vegar væru 25 flugfreyjur á endurráðningar- listanum sem hefðu allar meira en sjö ára starfsaldur og miðað við listann væri meðalstarfsaldur 11 ár. Flugfreyja með hæstan starfs- aldur á listanum hefur unnið í 25 ár, en sú með lægstan starfsaldur í 7 ár tæp. Erling kvað félagið þurfa um 15 fyrstu flugfreyjur, þ.e. yfirflugfreyjur, í hverri ferð, og þær yrðu valdar eftir starfs- aldri á endurráðningarlistanum, þ.e. þær sem hafa mesta starfs- reynslu. Stóiy viwiLR m pffA Nviar ^GARHÓV-V"- Ivörur BÍLDSHÖFÐA teknar Ifram dan- iega Metravara og tillegg — Fínflauel — Terylene — Ullarefni — Gardínu- efni — Kjólaefni — Skyrtuefni — Vatnsheld efni — Efnisbútar —■ Fóöur — Rennilásar — Lítiö gallaðar denimbuxur — dömusamfestirnar — Bolir — Blússur — Skyrtur — Herraföt Stakar buxur — Skór — Plaköt — Metravara — Plötur — Kassettur — Rennilásar — Tvinni — Bækur — Smábarnaföt í gjafasettum o.fl., o.fl. Otrúlegt vöruúrval á UpÞt>oö *!9ul*9um toutum á Baldur Brjánsson skemmtir gestum ■meö töfrabrögðum. __________ TTTtT aö verfta síðastur. LÁTIÐ EKKI HAPP UR HENDI SLEPPA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.