Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980 Hópferðabílar 8—50 farþega Kjartan Ingimarsson SÍmi 86155, 32716. Innileyar þakkir færi ég öllum þeim sem gerdu mér afmælisdag minn í senn ánæyjuleyan og eftirminni- leyan. Skeytið góða þakka þér, þinn skal hróður lifa. Meðan Ijóðið lýsir mér, listir óðinn skrifa. Lárus Salómonsson. í Kaupmannahöf n FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI GRAM FRYSTIKISTUR FYRSTA FLOKKS FRÁ FÖNIX HÁTÚNI 6A,SÍMI 24420 Hljóðvarp kl. 20.40: Ekki fór það í blýhólkinn Á dagskrá hljóðvarps kl. 20.40 er frásoguþáttur, Ekki lór það í blýhólkinn. Erlingur I)av- íðsson rithofundur les frásögu, sem hann skráði eftir Jóni „goða “ Kristjánssyni. — Þetta eru frásagnir af Jóni goða sem kom gangandi austan úr Köldukinn til Akureyrar árið 1915 á leið til Vesturheims. En skipið var farið og hann stranda- glópur og fór aldrei lengra. Hann býr enn hér á Akureyri, kominn á níræðisaldur. Fyrir rúmlega hálfri öld var verið að klambra upp fyrsta mjólkursamlaginu hérna á Ákur- eyri. Tankarnir voru komnir á hafnarbakkann, en þá reyndist fátt um ráð til þess að koma þeim á áfangastað. Jón goði átti sleða og hesta. Hann lét smíða annan Erlingur Davíðsson. sleða, spennti fjóra hesta fyrir og lét velta tönkunum yfir á sleðana. Einn hestanna, sem voru fjórir fyrir ækinu, var ákaflega baldinn en sterkur og munaði um hann. Þennan hest lét Jón Vilhjálm Þór teyma en Vilhjálmur var þá hálfgerður strákur, milli tvítugs og þrítugs, þótt orðinn væri hann kaupfélagsstjóri þá þegar. Þegar nýtt samlag var tekið í notkun í sumar var hvergi getið um sleð- ann hans Jóns goða eða söguna um tankaflutninginn — ekki fór það í blýhólkinn. Jón goði fékk auknefnið af því að hann rak lengi Hótel Goðafoss ásamt Jónínu Sigurðardóttur, systur Sigurðar gamla búnað- armálastjóra. Jón átti marga nafna á Akureyri og þurfti því auðkenningar við. Hann var heppinn með auknefnið. Davíð Stefánsson út kom 1963, sagði Ágústa, en áður hafði þetta verið prentað í Islandi í máli og myndum, sam út kom hjá Helgafelli 1960. Skáldið gengur upp fjallshlíðina fyrir ofan Fagra- skóg og lætur hugann reika til bernsku- og æskuára. Hann minn- ist þess að fyrstu skipin hans voru hefilspænir sem hann lét sigla í þvottaskál. „Allt fram til ferming- ar smíðaði ég skip. Seglskipin voru mitt eftirlæti og sérstaka lotningu bar ég fyrir þrímöstruðu skonn- ortunum," segir hann. Davíð lýsir bátum föður síns og minnist þess „Aður fyrr á árunum“ kl. 10.25: Sá sem gengur fjörur Endurminningar Davíðs Stefánssonar Á dagskrá hljóðvarps kl. 10.25 að hafa eitt sinn fengið að fara í er þátturinn „Áður fyrr á árun- róður með honum. Og fjaran um" í umsjá Ágústu Björnsdótt- speglast í huga hans: „Sá sem ur. Aðalefni: „í haustblíðunni" gengur fjörur, getur átt á ýmsu eftir Davíð Stefánsson frá Fagra- von.“ skógi. Þorleifur Hauksson les. Tónlistin sem spiluð verður í — Það verður lesinn kaflinn í þættinum er Haustið úr Árstíðun- haustblíðunni úr Mæltu máli, sem um eftir Vivaldi. Sjónvarp kl. 22.00: Lögðu sig og sína í hættu — með því að tala við fréttamenn Á dagskrá sjónvarps kl. 22.00 er bresk fréttamynd, Sjö dagar í Gdansk (The Impossible Strike). Pólsk yfirvöld meinuðu frétta- manninum Julian Manyou og félögum hans frá Thames-sjón- varpsstöðinni að fylgjast með gangi verkfallanna miklu. sem skóku sjálfar máttarstoðir hins sósíaiíska þjóðskipulags. Þeir fóru engu að síður á vettvang sem skemmtiferðamenn. tóku kvikmyndir í skipasmiðastöðinni í Gdansk og ræddu við verka- menn. — Það kemur fram í myndinni að pólska sendiráðið í London neitaði fréttamönnunum um vega- bréfsáritun sem slíkum, sagði Bogi Arnar Finnbogason, þýðandi texta. Þeir fóru því til Póllands sem ferðamenn og tóku myndina á litla myndatökuvél. Við sjáum þarna myndir af verkfallsmönnum á götum úti og viðtöl við þá. Einnig úr Lenín-skipasmíðastöð- inni í Gdansk. Rætt er við fram- ámenn í hópi verkfallsmanna, t.d. Önnu Valtinovicz, og þeir segja frá viðbrögðum stjórnvalda við mót- mælum gegn kerfinu. Aðalfor- ystumaður verkfallsmanna, Lech Walesa, og aðalsamningamaður stjórnarinnar sjást undirrita sam- komulagið sem gert var í þessari deilu. Það kemur og fram að sumt af þessu fólki leggur sig og fjölskyld- ur sínar í hættu með því að ræða við sjónvarpsmennina. Útvarp Reykjavfk ÞRIÐJUDKGUR 23. september. 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. Þuiur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbi. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 8.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Þórhalls Guttorms- sonar frá kvöldinu áður. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Kolur og Kolskeggur" eftir Barböru Sleigh. Ragnar Þor- steinsson þýddi. Margrét Helga Jóhannsdóttir les sögulok (31). 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 „Áður fyrr á árunum“ Ágústa Björnsdóttir sér um þáttinn. Áðalefni: „í haust- blíðunni“ eftir Davíð Stef- ánsson frá FagraskíWi l-í' — _ _ ieiiur Hauksson les. 11.00 Sjávarútvegur og sigling- ar. Umsjónarmaður: Ingólf- ur Arnason. Fjallað verður öðru sinni um fiskifræðileg málefni og rætt við Sigfús Schopka fiskifræðing. 11.15 Morguntónleikar. Kammarsveit Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í Vancouver leikur Divertimento í D-dúr eftir Joseph Haydn/ Sinfón- iuhljómsveitin í Boston leik- ur Sinfóníu nr. 41 i C-dúr (K551) „Júpiter-hljómkvið- una“ eftir Wolfgang Amade- us Mozart; Eugen Jochum stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Á frivaktinni Margrét Guð- mundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Sigurð- ur smali“ eftir Benedikt Gislason frá Hofteigi. Gunn- ar Valdimarsson les (2). 15.00 Tónleikasyrpa. Tónlist úr ýmsum áttum og lög leikin á ólik hljóðfæri. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. Melos-kvartettinn í Stutt- gart leikur Strengjakvartett nr. 3 í D-dúr eftir Franz Schubert/ Janet Baker og Dietrich Fischer-Dieskau syngja „Fjóra dúetta“ fyrir alt og barítón op. 28 eftir Johannes Brahms; Daniel Barenboim leikur með á pi- anó/ Lazar Berman leikur á píanó Konsertetýður nr. 10. 11 og 12 eftir Franz Liszt. 17.20 Sagan „Barnaeyjan“ eft- ir P.C. Jersild. Guðrún Bachmann þýddi. Leifur Ilauksson les (12). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Á frumbýlisárunum Jon E. Iljálmarsson ræðir við Drífu Kristjánsdóttur, Ólaf Einarsson, Ingu Stef- ánsdóttur og Sigurð Ragn- arsson ábúendur að Smára- túni í Fljótshlíð. 20.00 24 prelúdíur op. 28 eftir Frédéric Chopin. Alexander Slobodnjak leikur á píanó. 20.40 Ekki fór það í blýhólkinn Erlingur Davíðsson rithöf- undur les frásögu, sem hann skráði eftir Jóni ‘„goða“ Kristjánssyni. 21.10 Frá tónlistarhátíðinni f Schwetzingen 1980. Kammersveitin í Pforzheim leikur. Stjórnadi: Paul Ang- erer. Einleikari: Joachim Schall. a. „Fjórar fúgur“ um nafnið Bach eftir Robert Schu- mann. b. Fiðlukonsert í E-dúr cftir Johann Sebastian Bach. 21.45 Útvarpssagan: „Hamr- aðu jarnið“ eftir Saul Bell- ow. Árni BlanW^ ;es þý6. ingu sína (8). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Úr Austfjarðaþokunni. Vilhjálmur Einarsson skóla- meistari á Egilsstöðum ræðir við Guðlaugu Sigurðardótt- ur fyrrum farandkennara frá Útnyrðingsstöðum á Völlum. 23.00 Á hljóðbergi. Umsjónar- maður: Björn Th. Björnsson listfraeðingur. „Morgunverð- ur meistaranna“ (Breakfast of Champions) eftir Kurt Vonnegut. Höfundur les. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. og ÞRIÐJÚDAGÚR 23. september 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsine-»r dagskrá 20.35 Fræið Sýning Leikbrúðulands. Aður í Stundinni okkar 29. október 1978. 20.40 Dýrðardagar kvik- myndanna Vitskertu visindamennirn- ir Þýðandi Jón O. Edwald. 21.15 Sýkn eða sekur? í heimahögum. Þýðandi Ellert Sigur- björnsson. 22.00 Sjö dagar í Gdansk (The Impossihle Strike) Bresk írítíámynd. Fótek yfirvöld meinuðu breskum sjónvarpsmönnum að fylgj- ast með gangi verkfallanna miklu, sem skóku sjálfar máttarstoðir hins sósial- iska þjóðskipulags. Þeir fóru engu að síður á vett- vang sem skemmtiferða- menn. tóku kvikmyndir f skipasmiðastöðinni i Gdansk og ræddu við verk- fallsmenn. Þýðandi Bogi Arnar Finn- 22.30 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.