Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980 7 Ranglátur skattur Steinþór Gestsson alþm. ritar forystugrein í Suöurland, þar sem hann fjallar um það ákvæói skattalaga. sem heimilar skattyfirvöldum aö áætla tekjur á þá, sem starfa viö eigin atvinnurekstur eóa stunda sjálfstæöa starfsemi. Steinþór segir: „Ný skattalög voru sett 1978 er tóku gildi um sl. áramót. Þau voru sniðin við staögreiöslukerfi skatta. Einnig var í þeim aó finna margskonar um- bætur frá eldri laga- ákvæðum en eínnig nýjar reglur, sem ekki var sannreynt um að skiluðu þeim árangri sem að var stefnt. Eitt þeirra nýmæla, sem voru á frumvarpinu til skattalaga 1978, var ákvæði um aö þeim, sem starfa við eigin atvinnu- rekstur eða sjálfstæöa starfsemi, skyldi ákvarða tekjur af starfinu, eigi ægri en launatekjur þeirra heföu orðið, ef þeir hefðu starfað sem laun- þegar hjá óskyldum að- ila. Ýmsum þingmönnum þótti að meö slíku ákvæöi væri opnuð leið til að leggja tekjuskatt á annað en tekjur manna. Ekki varð þó samkomu- lag um að fella ákvæðið brott, en gerð var tilraun til að setja ákveönari við- miðunarreglur í lögin og var ætlunin að þær dygðu til þess að skaði hlytist ekki af ákvæðinu. Skattalögin komu á ný til umfjöllunar á Alþingi sl. vetur, enda var nú horfiö frá því ráði að Steinþór Gestsson koma á staðgreiðslukerfi skatta enn um sinn, og því þörf aö breyta lögun- um til samræmis við þaö. Þá komu um leið aörir efnisþættir laganna til endurskoðunar og var þá fjölmörgu breytt. Þá varð mikil umræöa um 59. grein laganna, það er ákvæðiö um skyldu skattstjóra til að ákvarða smáatvinnurekendum tekjur. Eins og áöur sagði voru settar ákveðnar við- miðunarreglur í lögin 1978. Við endurmat þeirra þótti þingmönnum að þau dygöu ekki til þess að fyrirbyggja ofsköttun á þá einstakl- inga, sem 59. grein lag- anna tekur til, og nú eftir að skattar hafa verið lagðir á eftir hinum nýju lögum, hefur það komið skýrt í Ijós, að þrátt fyrir viömiöunarreglurnar, sem settar voru inn, þá er skattgreiðendum mis- munað verulega þegar beitt er gildandi ákvæö- um um tekjuákvöröun skattstjóra á smáatvinnu- rekendur." Bændur mótmæla Síöan segir Steinþór Gestsson: „Fjórir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins gerðu til- raun til að koma fram breytingu á lögunum aö þessu leyti og fluttu til- lögu um það á Alþingi aö síðari málsgrein 1. tölu- liðar A-liðs 7. gr. laganna félli brott og að 59. grein laganna ásamt fyrirsögn félli brott. Ekki bar Alþingí gæfu til að samþykkja breyt- ingartillögur þessar. Þær voru felldar í neöri deild meö miklum mun at- kvæöa, að viöhöfðu nafnakalli. Nú brennur vandi á herðum margra smáat- vinnurekenda vegna ranglátrar skattalöggjaf- ar að þvi er varðar tekju- ákvörðun þeim til handa. Sjálfsagt hafa margir kært þær álögur sem þannig eru ákvarðaöar, enda er um að ræða óverjandi óréttlæti og mísmunun sem af því leiðir þegar þessum ákvæðum er beitt. Þá brýtur það og í bága við þá sjálfsögðu reglu aö tekjuskattur skulí ekki lagður á ímyndaðar tekj- ur, heldur samanlagðar og raunverulegar tekjur. Aðalfundur Stéttar- sambands bænda álykt- aöi um máliö og skoraði á ríkisstjórnina að setja nú þegar bráðabirgðalög sem taki til þessara ákvæða skattalaganna. Vitað er að víða um land hafa bændur mót- mælt þessu lagaákvæöi og hyggjast safna undir- skriftum undir áskorun til ríkisstjórnarinnar, sem hnígur í sömu átt og samþykkt stéttarsam- bandsins og breytingar- tiiiögur þingmanna Sjálf- stæðisflokksins, eins og greint er frá þeim hér að framan. Það er eðlilegt að al- mennur vilji komi fram um fullkomna leiörétt- ingu þessara mála, sem því aðeins næst, aö laga- breyting sem gerð verö- ur, veröi afturvirk þannig aö skattar sem lagðir hafa verið á nú í ár, á grundvelli ákvæðisins, verði felldír niður án kæru. Afdrif þessa máls varða ekki eingöngu þá sem starfa við eigin at- vinnurekstur, ekki bænd- ur eina, heldur lands- menn alla, sem fylgjast með framvindu málsins af vaxandi áhuga.“ Komió og skoöió nýju bílana frá MITSUBISHI GALANT OG SAPPORO, á sjónvarpsskermi í sýningarsal Heklu hf. aó Laugavegi 170-172. Sjón er sögu ríkari. Hjartans þakkir til allra, sem sýndu mér vináttu með heimsóknum, gjöfum og skeytum og hlýjum kveðjum á níutíu ára afmæli mínu 10. september sL Sérstakar þakkir til frændfólks míns sem fyrir þessu stóðu og gerðu mér daginn ánœgjulegan og ógleym anlegan. Guð blessi ykkur öll, Daníel Ó. Eggertsson, frá Hvallátrum. Ofnþurrkaöur harðviður Teak: 2“x5“, 2“x6“, 21/2“x5“, 21/2“x6“ Eik: 1“, VAU, 11/2“, 2“ Oregonpine: 2“x5“, 2“x6“, 21/2“x5“, 2V2“x6“, 3“x6“ CX. Mjög hagstætt verö. arur&s SsT^ Timburverzlunin v Volundur hf. KLAPPARSTIG 1, SIMI 18430 qílarskóli ÓLAFS GAUKS SIMI 27015 KL.5-7 Innritun í skólanum, Háteigsvegi 6, daglega kl. 5—7, síðdegis, sími 27015. Upplýsingar á öörum tímum í síma 85752. Kvöldtímar fyrir fulloröna. Hljóöfæri á staönum. Eldri nemendur sem halda áfram, hafi samband sem fyrst. Odýrt en gott í hádegínu LeSSÍum sérstaka áherslu á fiskrétti ELDAVÉLAR VIFTUR og hér er nýja danska voss HELLUBORD OFNAR eldavélin ein með öllu Nýja grillelementið grillar út á jaðra stóru ristarinnar, t.d. 8 stór T-bone í einu. 25% orkusparnaður með nýju ofnelementi, hurð og einangrun. Samt tryggir aukin hitageta fullkomna sjálfhreinsun. Hitaskúffan hefur m.a. sérstaka lágstiliingu til snöggrar lyftingar á gerdelgi. <MMMMM> Fjórar hraðhellur, ein með snertiskynjara og fínstillingu. Stór sjálfhreinsandi ofn með Ijósi, grillelementi, Innbyggðum grillmótor og fullkomnum girllbúnaði. Útdregin hitaskúffa með eigin hitastilli. Stafaklukka, sem kveikir, slekkur og minnir á. Ljós í öllum rofum veitir öruggt yfirlit og eykur enn glæsibrag hinnar vönduðu vélar. Barnalæsing á ofnhurð og hitaskúffu. Emailering í sérflokki og fjórir litir: hvítt, gulbrúnt. grænt og brúnt. Voss eldhúsviftur í sömu litum: súper-sog stiglaus sogstilling, varanleg fitusía og gott Ijós. 100 ára ferill og yfirgnæf- andi markaðshlutur í matar- gerðarlandinu Danmörku eru til marks um gæðin. Breidd 59,8 cm. Stillanleg Hagstætt verð og góðir hæð: 85-92 cm. greiðsluskilmálar. Fæst einnig án klukku GRAM kæli- og frystiskápar og grillmótors. í sömu litum. HATUNI 6A /rú nix SIMI 24420

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.