Morgunblaðið - 23.09.1980, Síða 14

Morgunblaðið - 23.09.1980, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980 ^ . . allir eiga þeir clö verci eitt . . Síðari hluti Texti: Rannveig M. Níélsdóttir. Myndir: Ragnar Axelsson. Séra Heimir Steinsson: Kirkjan er svar Guðs við ákalli heimsins I Ég á þess ekki von, að nokkur kristinn maður fái til muna áfellst mig fyrir svartsýni, er ég fullyrði, að eitt af meginein- kennum 20. aldarinnar verði fundið í orðum hins forna sálma- skálds: „Úr djúpinu ákálla ég.“ Að sjálfsögðu á sérhvert tíma- skeið í sögu manna sín eigin vandkvæði við að glíma. A öllum öldum hafa mennirnir hrópað úr djúpum angistar sinnar. Slíkt er hlutskipti fallinnar skepnu. En vor eigin öld er í einu efni ríkulega frábrugðin fyrri tíma- skeiðum kristinnar krikju: Fjöldi samtímamanna vorra hef- ur villst af vegi í dýpstu merkingu þeirra orða. Heilög trú verst í vök. Heimspekikenning- ar, stjórnmálameinlokur og vís- indaleg hjátrú koma og fara, ekki eins og sterkviðri, heldur miklu líkastar óráðnum vind- sveipum á hafi mannlegrar hugsunar. Undirtónninn eini, sem ekki breytist í svip, er sífellt vaxandi veraldarhyggja, og í för með henni er gengisfelling allra hluta, sem ekki verða keyptir og seldir til skammvinnra og yfir- borðskenndra nautna. Mennskir menn hrópa vissu- lega úr djúpinu, — úr djúpi tómleikans — úr kveljandi rökkri innihalds- og tilgangs- lausrar tilveru. Má vera að margur sé sér ekki meðvitandi örvæntingar sinnar. Ýmsir gráta í leyndum stað, án tára. Og sjálfu ákallinu er í færri tilvik- um snúið til Drottins, af því að menn eiga sér einungis óljósa hugmynd um Drottin Guð, ef þeir eiga hana þá nokkra. En menn hrópa allt að einu. Með nægtahorn í höndum taka menn andköf í tómarúmi. Mér er það fyllilega ljóst, að framangreind lýsing er aðeins önnur hlið máls. Fjöldi manna víða um heim á sér vissulega ekkert nægtahorn. Nautnaleitin víkur þráfaldlega fyrir baráttu vegna einföldustu lífsnauðsynja. Og hitt skyldi síst gleymast, að um heim allan er aragrúi krist- inna manna, sem ekki einungis búa að óljósri hugmynd um guðlega veru, heldur elska Drottin Guð af öllu hjarta sínu, allri sálu sinni, öllum mætti sínum og öilum huga sínum. En allt að einu hnígur þróun hins svonefnda „kristna heims" í þann farveg, sem nú var lýst. Og víða virðist þessi tilhneiging vera svo langt á veg komin, að andlegt hrun vofir yfir. II Verkamenn í víngarði hinna ýmsu kristnu kirkjudeilda tak- ast á við þetta nýja vandkvæði afkristnunr með mismunandi hætti og í krafti mismunandi arfleiða. Þessi mismunur ákvarðast með miklu leyti af sögu kirkna vorra og raunar þjóða, af menningararfi, tungu- taki og lífsháttum. Engin astæða er til að hafna slíkum arfi. Fastheldni við fornan sið er einn sterkasti þáttur heilbrigðrar mannlegrar tilveru, og án þeirr- ar fastheldni verður oss skreipt undir fæti. Vér ættum hvert um sig að varðveita erfðageymd vora og kosta kapps um að hjálpa hvert öðru með tilstyrk hennar í stað þess að kasta Séra Heimir Steinsson. Ljósm. Kristján. henni á glæ og svíkja þannig samvisku vora. Á hinn bóginn ber ekki að ala á ágreiningi, sem á sér sögulegar forsendur í löngu liðnum tíma. Þessa stundina stöndum vér öll andspænis sama vanda: Vér heyrum hið orðlausa ákall úr djúpunum umhverfis oss. Það hróp er um aðra hluti fram forsenda þeirra sögulegu að- stæðna sem vér nú búum við. Þess er vænst, að vér færum örvæntingarfullri kynslóð von, berum gleði inn í sorgarhús, flytjum líf inn í veröld, þar sem dauðinn liggur í leyni. Vissulega erum vér þess alls ómegnug að takast á við þetta verkefni. Vér erum ekki einungis sundruð í fjölda kirkjudeilda. Vér erum einnig einstaklingar og burðumst á veg fram með þrákelkni vora og hroka. Sam- eiginlegt átak virðist eiga heima í draumsins ríki, án tengsla við veruleikann í hversdagslegasta skilningi þess orðs. En gegnum myrkur aldar, sem vilist hefur af vegi og gegnum takmarkanir vorar allar, skín ljós heimsins. Ofar landamerkj- um ríkja og þjóða, ofar virkis- görðum mismunandi trúarhefða, talar Orð Guðs til vor. Þetta Orð á ekkert skylt við þær raðir málhljóða og bókstafa, sem vér að jafnaði eigum við, þegar talað er um „orð“. „í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð. Það var í upphafi hjá Guði. Allir hlutir eru gjörðir fyrir það, og án þess varð ekkert til, sem til er orðið". Orð Guðs er Guð sjálfur, skapari alheimsins, uppspretta lífsins og hinstu rök tilveru vorrar. Andspænis því orði hljóðna allar raddir. Þegar þetta Orð er til vor talað, fæðist Kristur í heiminn: „Orðið varð hold — og hann bjó Predikun er flutt var í Skál- holtsdómkirkju við sameiginlega guðsþjónustu íslensku Þjóð- kirkjunnar og sendifulltrúa Ortodoxu kirkj- unnar Texti: Jóh. 1:1-5, 14. með oss.“ Leyndardómur hold- tekjunnar hefur að geyma end- anlega og óbrigðula lausn vand- kvæða vorra. Andspænis Orði Guðs í Jesú Kristi hljóðnar „trúarlegur" ágreiningur sem og annað sundurlyndi: „Hér er ekki Gyðingur né grískur, hér er ekki þræll né frjáls maður, hér er ekki karl né kona, því að þér eruð allir einn maður í samfélag- inu við Krist Jesúm." í samfélaginu við Krist er oss öllum vísað til þess sætis, sem oss ber: Vér erum með fullu seld honum í hendur, og oss heimilast ekki að krefjast nokkurs réttar, valds eða sérstöðu í eigin nafni. I samfélaginu við Krist verður öll sú viðleitni, sem byggir á eigin ágæti voru, að engu. En í sömu andrá tekur almáttugur Guð stjórnina í sínar hendur og heldur áfram verki sínu að skapa og endurleysa heiminn, — þrátt fyrir eymd vora — og með liðveislu vorri. III Já, — með liðveislu vorri — hversu þrotin sem vér kunnum að vera. Með liðveislu vorri — ekki sem einstaklinga í nútíma skilningi þess orðs — ekki held- ur sem einstakra kirkjudeilda, er hver um sig ber sín sérkenni — heldur með liðveislu vorri sem Kirkju, — með liðveislu kirkj- unnar í heild — sem hins leyndardómsfulla iíkama Krists. Af eigin mætti erum vér ekkert, en í samfélaginu við Krist erum vér allt. í Kristi erum vér verkfæri Guðs, hendur Guðs. Þegar vér sameinumst í tilbeiðslu heilagrar, lifandi Kirkju erum vér það Orð Guðs, sem varð hold á jörðu — líkami Krists að verki meðal manna. — Með þetta í huga tökum vér daglega upp verk vort að nýju, í veröld sem hrópar úr djúpinu. Kirkjan er svar Guðs við ákalli heimsins. Vér erum öll falin í því svari. Mismunandi arfleifð vor er einnig falin í svarinu. Hinar mjög svo sundurleitu myndir hennar eru allar verkfæri Guðs, hendur Guðs, sem hann á leynd- ardómsfullan hátt beitir til þess að koma áformum sínum í fram- kvæmd. IV Tuttugasta öldin er ekki ein- ungis öld ákalls úr djúpinu. Hún er einnig tímaskeið dýpri skiln- ings á mikilvægi Kirkjunnar sem heildar. Hún einkennist af einlægri viðurkenningu á því, að leyndardómsfullur líkami Krists hefur að engu öll mannleg landa- mæri og starfar eðli sínu sam- kvæmt eins og þau væru ekki til. Alkirkjuhreyfingin er mikil- vægasta dæmi þessa skilnings, þessarar viðurkenningar. Hin sögulegi fundur Orþodoxu kirkj- unnar í Skálholti er markverður þáttur sömu þróunar. I þessum hlutum öllum heimilast oss að sjá Drottin Guð að verki, þar sem hann ryður ríki sínu braut- ina á jörðu og á himni. Fögnum því og látum huggast í Drottni. Kappkostum að bregð- ast á réttan hátt við þeim kröfum, sem sögulegar aðstæður samtíðar vorrar gera til vor. Tökum höndum saman og fær- um veröld, sem hrópar úr djúp- inu, innihaldsríka tilveru, gleði líT Amen. Daníel Martinsen Eins og gefur að skilja komu upp ýmsar spurningar um iúthersku kirkjuna i umræðum ortodox- anna i Skálholti og einnig um það hvernig best væri að haga áframhaldandi viðræðum um til- tekin efni. Ortodoxu prestunum til ráðlegginga og upplýsinga voru tveir menn frá Lútherska heimssambandinu, þeir Daníel Martinsen, Bandaríkjamaður sem starfar á skrifstofu Lúth- erska heimssambandsins í Genf, og Kritszhner frá Munchen sem er formaður nefndar þeirrar sem undirbýr viðræðurnar við orto- doxu kirkjuna. Rætt við Daniel Martinsen og Kritszhner frá Lútherska heims- sambandinu Frá guðsþjónustunni i Skálholtsdómkirkjunni. „Ortodoxa kirkjan sendir hingað tvo menn frá flestum kirkjum sínum en i undirbúningsnefnd lúthersku kirkjunnar er ekki svo. Lútherskar kirkjur eru of margar til þess. Því hefur Lútherska heimssambandið skipað sérstaka nefnd sem er skipuð möpnum frá öllum heimsálfum," sögðu þeir Martinsen og Kritszhner. „Þetta er í fyrsta skipti sem formlegar viðræður við ortodoxa eru undirbúnar. Áður hafa ein- stakir biskupar og patriarkar ræðst við óformlega. En það er það margt sem aðskilur þessar tvær kirkju að búast má við því að undirbúningur að þessum alls- herjar viðræðum taki langan tíma. Stundum hafa samskipti orto- doxa og annarra kristinna ekki verið sem best og þau tímabil koma til umræðu nú í þessum undirbúningsviðræðum. Grískir ortodoxar hafa það t.d. á tilfinn- ingunni að hættulegt sé að hafa samband við kirkjur vesturlanda vegna þess sem gerðist á miðöld- um er gríska kirkjan einangraðist. Þeir virðast vera vantrúaðir á góðan vilja af hálfu vesturlanda- búa. Þetta og margt annað t.d. einnig það að ortodoxarnir koma frá ýmsum löndum og tala því mörg og mjög mismunandi tungu- mál, gera undirbúningsviðræðurn- ar afskaplega flóknar og stirðar." „Veröum að ræða það sem sundrar“ „En við getum ekki bara fallist í faðma og gleymt því liðna. Við verðum að ræða allan þann klofn- ing og alla þá sundrung sem hefur orðið milli kirknanna til þess að komast hjá misskilningi og til þess að komast að því hvað gerir kirkjurnar svo mismunandi. Það er ekki auðvelt að komast að því því lútherska kirkjan er ekki afkvæmi þeirrar ortodoxu og sú ortodoxa þróaðist ekki út frá þeirri lúthersku. Heldur hafa þær báðar orðið til innan kaþólsku kirkjunnar og verður þvi að leyta langt aftur til að rekja slóðir þeirra sitt í hvora áttina. Væntanlegar viðræður kirkn- anna verða ekki aðeins um guð- „Viljum hlýða bæn Krists umsam- einaða kirkju44

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.