Morgunblaðið - 23.09.1980, Page 16

Morgunblaðið - 23.09.1980, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980 . . allir eiga þeir að vera eitt. . . Kristnir menn verða að sameinast í Jerúsalem, sem stundum heí- ur verið nefnd höfuðhorK kristn- innar. má finna fuiltrúa allra kristinna safnaða heimsins otí að auki fulltrúa flestra trúarhra«ða veraldar. „Ortodoxa kirkjan er fjölmennasta ok elsta kirkjan í Jerúsalem.“ saKði fulltrúi Jerús- alemhúa í Skálholti, Meliton Ca- vatskilis. archimandrite, er hann var spurður um stöðu ortodoxu kirkjunnar í Jerúsalem. Melitun vinnur í fjármáladeild patriark- ans í Jerúsalem. „í ísrael, sérstaklega í Jerúsal- em, er mikið samband milli hinna ólíku safnaða. Hjá því verður vart komist því þar má finna alla kristna söfnuði. Jerúsalem er jú miðstöð kristinnar trúar. En ortodoxa kirkjan hefur þó nokkra sérstöðu meðal safnaðanna þar Meliton Cavatskilis: „Veröum aö leggja sjálfselskuna til hliöar." vegna þess hve gömul og fjölmenn hún er. Um 250.000 íbúar Israel og Jórdaníu tilheyra örtodoxu kirkj- unni og eru þar á meðal bæði arabar og Grikkir. Við í ortodoxu kirkjunni höfum mikið samband við aðrar kirkjur og auðvitað eru samskipti okkar aðeins friðsamleg og góð núna. Aður fyrr logaði allt í illdeilum milli safnaðanna í Jerúsalem, eins og alheimur veit. En nú lifa þar aliir í sátt og samlyndi. Söfnuð- Rætt við Meliton Cavatskilis, archimandrite frá Jerúsalem urnir hafa gert með sér sérstakt samkomulag hvað varðar hina helgu staði borgarinnar og ríkis- stjórn landsins virðir það sam- komulag." — Hvernig er háttað sjálfu safnaðarlífinu? „Messur eru hjá okkur eins og hjá öðrum ortodoxum kirkjum. Þar að auki höfum við skóla og andlegir leiðtogar sjá um andiega heill safnaðarmeðlima." „Verðum að ræða mistökin“ — Er ekki erfitt að starfa að kristilegum málefnum í Jerúsalem innan um svo marga mismunandi söfnuði og alls konar trúarbrögð? „Nei, það er alls ekki erfitt. Ekki ef við lifum með umburðarlyndi í garð hvers annars. En ef við erum fanatísk getur lífið orðið erfitt. Það byggist allt á því að við virðum og umberum hvert annað.“ — Heldur þú að fyrirhugaðar einingaviðræður muni hljóta far- sælan enda? „Það vona ég svo sannarlega vegna þess að nú á dögum er það mikilvægt að kristnir menn geti lifað saman, sérstaklega þeir ungu. Sundrung milli safnaða er oft vegna mismunandi áhuga og mikillar sjálfselsku. Við verðum að leggja áherslu á að leggja til hliðar þessa sjálfselsku. Við verð- um að ræða þau mistök sem hafa verið gerð og komast hjá misskiln- ingi. Við verðum að sjá hvað það er sem sundraði svo við getum orðið ein kirkja á ný.“ Eins og paradís Veðrið í Skálholti var mjög gott og Meliton var hrifinn af um- hverfinu. „Það er alltaf gott að koma til og kynnast stað sem íslandi. Hér er svo hreint og kyrrt og fulit af brosandi fólki. Hér er iíka heitt í veöri og ég sem hélt það að hér sæist sjaldan eða aldrei til sólar. En hún hefur skinið á okkur á hverjum degi. Mér finnst sérstaklega gaman að koma hingað því mig hefur alltaf dreymt um það. Eg man eftir því að í skólanum virti ég landið fyrir mér efst á hnattlíkan- inu en ég hélt að þangað kæmist ég aldrei. Eftir að við lentum hér sl. laugardag og vorum á leið í langferðabíl frá flugvellinum spurði sessunautur minn hvort mér þætti ísland vera sérstætt. „Nei,“ sagði ég. „Ég er vanur eyðimörkunum heima." En svo þegar ég fór að sjá græna bletti og allt var svo blómlegt sagði ég við sessunaut- inn: „Þetta er eins og fyrstu vikuna eftir sköpunina." Þú veist hvernig þá var umhorfs á Jörð- inni. Hér var þá paradís," sagði hann og hló dátt. Skúlahús Menntaskólans á tsafirði. JÆenntaskólinn á Isafirði tíu ára Menntaskólinn á ísafirði var settur sunnudaginn 7. sept. 1980 kl. 16.00 í samkumusal skólans í heimavistinni á Torf- nesi. Á þessu hausti eru liðin tíu ár frá því að skólinn var settur í fyrsta skipti, en það gerðist 3. okt. 1970. Þessa afmælis var sérstaklega minnst við skóla- setninguna. Gunnar Jónsson, formaður Fræðsluráðs Vestfjarða, flutti stutta ræðu, þar sem hann rakti aðdraganda að stofnun Mennta- skólans á ísafirði og fjallaði um hið mikla brautryðjendastarf sem fyrsti skólameistarinn, Jón Baldvin Hannibalsson, innti af hendi á sínum tíma. Þá fór fram samleikur á flautu og gítar, sem Manuela Wiesler og Snorri Örn Snorrason önnuðust, en þau léku við mjög góðar undirtektir lög eftir þrjú frönsk tónskáld. Bundið áfangakerfi Skólameistari, Björn Teitsson, flutti síðan skólasetningarræðu. Alls eru skráðir 120 nemendur í skólann á komandi vetri, þar af verða 37 á 1. ári, 30 á 2. ári, 30 á 3. ári og 23 á 4. ári. Nýnemar eru þannig nokkru færri en í fyrra. Nemendahópurinn á 2.-4. ári skiptist þannig á milli náms- brauta, að tíu eru á verslunar- og skrifstofubraut (aðeins á 2. ári), 37 á félagsfræða- eða mála- sviði og 36 á raungreinasviði. Verið er að taka upp í skólanum anna- og áfangakerfi, reyndar í allbundinni mynd, en vegna smæðar skólans er ekki unnt að bjóða upp á jafn mikla fjöl- breytni varðandi námshraða og tíðkast í sumum skólum, þannig að í reynd mun bekkjakerfi haldast að talsverðu leyti. Á fyrsta ári verður nú engin þýska kennd fyrr en eftir jól. Af nemendum eru 58 eða tæpur heimingur frá ísafirði, 26 koma annars staðar að af Vest- fjörðum og 37 úr öðrum lands- hlutum. Stúlkur eru 76 í skólan- um, eða 63%, en piltar aðeins 44. Starfslið Breytingar á starfsliði skólans eru að þessu sinni með minna móti. Einn fastur kennari, Þrá- inn Hallgrímsson enskukennari, lætur af störfum, og einnig lætur elsti starfsmaður skólans nú, Þórdís Árnadóttir, af störf- um. Tveir nýir kennarar koma til fastra starfa, en það eru Eiríkur Þorláksson, sem tekur við enskukennslunni, og Geir- finnur Jónsson, sem mun kenna stærðfræði og eðlisfræði. Þá hafa skólanum bæst nýir stundakennarar: Auður Har- aldsdóttir kennir félagsfræði, Kristján Ólafsson kennir við- skiptagreinar, Kristín Björns- dóttir kennir dönsku og Elísabet Þorgeirsdóttir íslensku. Hús- móðir á heimavist hefur verið ráðin Kristín Lúthersdóttir. Byggingamál o.fl. Nú er verið að steypa upp nýtt skólahús, í tengslum við heima- vistina, og er sjálf steypuvinnan langt komin. Húsið á að verða fokhelt og frágengið að utan fyrir 1. ágúst 1981.1 því verða 13 kennslustofur, bókasafn, kenn- arastofa, skrifstofuherbergi o.fl. Alls á hið nýja skólahús að geta rúmað 250 nemendur, þannig að þar á allt bóklegt framhaldsnám á ísafirði að geta farið fram í fyrirsjáanlegri framtíð. í ræðu sinni benti skólameistari á, að nú þegar væri í raun boðið upp á fjölbrautanám á ísafirði, þó að margir gerðu sér það e.t.v. ekki ljóst, enda eru skólarnir tveir, sem í hlut eiga, Menntaskólinn og Iðnskólinn. Mikið og gott samstarf hefur tekist með þess- um skólum, m.a. búa margir iðnskólanemar á heimavist M.í. og nokkur samvinna er varðandi kennslu í sumum greinum. Formleg sameining skólanna tveggja í einn fjölbrautaskóla kemur mjög til greina þegar hið nýja skólahús verður fullbúið. Varanleg gatnagerð í Borgarnesi Undanfarið hefur verið unnið að gatnagerðarframkvæmdum á Borganesi og í hreppnum umhverfis og er þar helzt að nefna lagningu olíumalbiks SéB*. L.iííorka st. sér um. Alls hafa verið lagðir um 2.5 kilómetrar. Loftorka er nú að lesíííjá oiiumöl fyrir Vegagerð ríkisins út frá Borgarnesi, alls um 2 kilómetra. ^"yn^nsiiturðsBon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.