Morgunblaðið - 23.09.1980, Side 46

Morgunblaðið - 23.09.1980, Side 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980 Fólk og fréttir í máli og myndum • Jú þaö veröur aÖ segjast eins og er aö það voru mikil þrengsli á j'fúunni þegar nýlega var keppt í 14 km götuhlaupi í Sydney í Astralíu. Keppendur voru 20.000. Sigurvegarinn kom í mark á 41,50 mínútum. Ilann heíur væntanlega ekki byrjað aftastur þegar hlaupararnir voru ræstir. • Þrátt fyrir að kappaksturs- maöurinn Alan Jones hafi slopp- ið frá meiðslum er hann keyrði útaf á æfingu á Zandvoort kapp- akstursbrautinni slapp bíll hans ekki við skemmdir, eins og sjá má þar sem hann er tekinn á brott. Alan Jones þykir liklegur heimsmeistari í greininni i ár. • Markakóngur 2. deildar óskar Ingimundarson KA. Hann hefur skorað tuttugu mörk með liði sínu i sumar. Lið hans KA er efst í 2. deildinni og hefur unnið sér rétt til að leika í 1. deild næsta keppnistimabil. • Handknattleiksíþróttin á íslandi er i stöðugri sókn hér á landi. Á myndinni hér að ofan má sjá mjög fróðlegt línurit yfir þá aukningu sem orðið hefur í iþróttinni siðan árið 1963. Á siðasta ári voru iðkendur iþróttarinnar 10.000 og eykst f jöldi þeirra væntanlega í ár. Það á vel við að birta þessa mynd núna þar sem keppnistímabil handknattleiksmanna er að hefjast. • Gamla kempan Björn Nordquist hefur leikið síðustu misserin með bandariska liðinu Minnesota Kicks og i lok síðasta keppnistimabils var hann búinn að sætta sig við að leggja skóna á hilluna, enda orðinn 38 ára gamall. En bandariska félagið var ekki á því að Björn „gamli“ væri útbrunninn og bauð honum samning upp á eitt ár til viðbótar. Björn var búinn að tryggja sér góða atvinnu heima i Svíþjóð og hann mun nú vera að athuga með möguleikana á að halda starfinu opnu i ár til viðbótar. Hann langar nefnilega óskaplcga til að leika meiri knattspyrnu... • Þótt ótrúlegt sé, er ekki langt síðan að vestur-þýski knatt- spyrnusnillingurinn Kari Heinz Rumenigge var enginn sniilingur og sjálfur hafði hann áhyggjur af því hvort að nokkuð yrði úr sér á knattspyrnusviðinu.. En það small allt saman hjá honum á siðasta keppnistimabili. Fram að þvi hafði honum farið hægt og bítandi fram. Á siðasta keppnis- timabili var Rumenigge meistari með Bayern, markahæsti leik- maður deildarinnar, Evrópu- meistari með landsliði Vestur- Þýskalands, kjörinn besti maður Evrópukeppninnar, auk þess sem að hann hlaut „gullknött Adidas" eftir að hafa verið kjörinn besti knattspyrnumaður Evrópu af að- standendum þess fyrirtækis ... I i J>jk *.♦.». .«.« *j». '** *;«. -.« < •* »*. ** *.t •* *.*.< • * »■«■ - *■> •* •:•: **

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.