Morgunblaðið - 23.09.1980, Page 47

Morgunblaðið - 23.09.1980, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980 27 r • James Hunt, fyrrverandi heimsmeistari i „Formúlu 1“ kappakstri, er alltaf jafnvinsæll hjá kvenfólkinu. Hér sést hann með tveimur sem Kreinilega hafa keypt sér of stuttar buxur. Arnór er meiddur • Yngsti atvinnumaður okkar í knattspyrnu. Arnór Guðjohnsen, sem leikur með Lokeren í Belgíu, getur ekki leikið með isienska landsliðinu á móti Tyrkjum á miðvikudag vegna meiðsla. Arnór lék ekki með liði sínu um helgina. Arnór sem er annar frá vinstri á myndinni hér að ofan hefur átt góða leiki með liði sínu það sem af er keppnistimabilinu. Lokaren hafði fjóra útlendinga í liði sínu er keppnistímabilið hófst. Þá Lubanski frá Póllandi, sem er lengst til vinstri, Lato, einnig frá Póllandi, annar frá hægri, og loks Danann Preben Elkjær, sem er lengst til hægri. En nú hefur nýlega einn nýr bæst í hópinn, Dobias frá Bohemians í Prag. Lubanski og Lato léku nýlega 80. og 94. landsleiki sína fyrir Pólland. En þeir voru aðalmennirnir í liði Póllands er gerði garðinn frægan í HM-keppninni í Vestur-Þýskalandi 1974. - segja kunnugir um ítalska knattspyrnu SEM KUNNUGT er, gekk írski knattspyrnusnillingurinn Liam Brady til liðs við ítalska knatt- spyrnurisaveldið Juventus á sið- asta sumri. Fóru kaupin fram eftir fleiri vikna þóf, þar sem fleiri félög höfðu mikinn hug á að fá Brady í sinar raðir. Og auðvit- að varð kappinn að kynna sér öll þau tilboð sem honum bárust. Juventus bauð best. Framundan er þvi erfitt keppnistimabil hjá Brady. Ilann þarf að aðlagast ítalskri knattspyrnu, sem þykir heldur hciftarlegri en sú enska, hann þarf að læra á hina nýju félaga sína, hann þarf að yfir- stiga tungumálaerfiðlcika sem óhjákvæmilega munu koma upp og margt fleira mætti telja. Brady gekk bærilega í æfingar- leikjum með ítalska liðinu, skoraði meðal annars tvö mörk í einum þeirra. En í fyrstu umferð ítölsku deildarkeppninnar náði Juventus jafntefli á útivelli og bar lítið á Brady. Hann var með „yfirfrakka" allan leikinn og er það væntanlega forsmekkurinn af því sem koma skal. ítalir hafa nýlega opnað knattspyrnuvígstöðvar sínar fyrir erlendum knattspyrnumönnum. Fyrir nokkrum árum léku þó all margir útlendingar með ítölskum liðum, þ.á m. Bretarnir Denis Law og Jimmy Greaves. Denis Law stóð sig mjög vel, hann lék um tíma með Torino og skoraði á einu keppnistímabili 10 mörk. Það þykir samsvara 25—30 mörkum á keppnistímabili í ensku knattspyrnunni, slíkur er varnar- leikurinn í ítölsku knattspyrn- unni. En Law ber Itölum ekki sérlega vel söguna. „Maður þarf helst að hafa augu í hnakkanum til þess að víkja sér undan brjál- uðum varnarmönnum." Síðan heldur Denis Law áfram og segir frá einum af fyrstu leikjum sínum með Torino: „Við vorum að leika gegn Lanerossi Vicenza og vorum komnir í 3—1. Skoski landsliðs- maðurinn Joe Baker, sem Torino keypti um svipað leyti og félagið keypti mig, hafði skorað tvívegis og leikið vörn Lanerossi grátt. Miðverði Lanerossi líkaði atferli Bakers stórilla, sveif að honum og potaði í augun á honum. Dómar- inn sá ekki atvikið, en sá hins vegar er Joe sparkaði í bræði sinni á eftir ítalanum. Og Joe var vikið af leikvelli." Denis Law klikkir síðan út með því að vara Breta við að ganga á mála hjá ítölskum félögum. Law gekk vel, en aðra sögu er að segja af Jimmy Greaves, þeim magnaða markaskorara. Hann var um skeið hjá AC Milano og var fljótur upp á kant við kerfið. Það var margt sem honum mislíkaði við félagið og bitnaði það á frammistöðu hans á leikvellinum. Það gat ekki endað nema á einn veg, hann var settur á sölulistann. Og ítölunum til undrunar, mynd- aðist þegar í stað hin myndar- legasta biðröð. Það var síðan Tottenham sem hreppti leikmann- inn dýrmæta. Það er því ekki öllum gefið að aðlagast ítalskri knattspyrnu og augu knattspyrnu- áhugamannanna munu beinast í ríkum mæli að Brady ... Borussia Dortmund hefur ný- lega keypt hinn 28 ára gamla miðvallarspilara Walter Meuws frá FC Brugge. Walter hefur um nokkurt skeið verið fastur maður i belgíska landsliðinu. Ray Wilkins enski landsliðs- maðurinn i Man. United þjáist af magaveiki og getur ekki leikið með liði sínu fyrr en í nóvem- bermánuði i fyrsta lagi. Brian Clough hefur sett John Robertsson á sölulista hjá félagi sínu Nottingham Forest. Það var Robertsson sem skoraði sigur- mark Forest í siðasta úrslitaleik gegn Hamborg SV, er Forest tryggði sér Evrópumeistaratitil- inn. Brian hefur mikinn áhuga á að fá til liðs við sig Colin Morris frá Blackpool. • Liam Brady i hinum röndótta búningi Juventus. Við hlið hans er landsliðsmaðurinn kunni, Roberto Bettega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.