Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980 31 Veitt í klak í Elliðaánum Stangaveiðifélag Reykjavíkur og Veiði- og fiskiræktarráð stóðu fyrir laxatekju í klak í Elliðaánum á laugardag og sunnudag. 175 hrygnur náðust að þessu sinni en um 140 hæng- ar. Því náðust um 315 fiskar að þessu sinni. Það er árlegur viðburður að laxar úr Elliðaán- um eru fangaðir með þessu hætti og síðan kreist úr þeim hrogn og svil og þau klakin út. Seiðin sem fást með þessum hætti eru sett í Elliðaárnar sem kviðpokaseiði en einnig er hluti alinn lengur og settur í ýmsar ár sem sumaralin seiði eða sjógönguseiði. Tíu til fimmtán sjálfboðaliðar frá Stangaveiðifélagi Reykjavík- ur tóku þátt í þessum „veiðum", en nú verður breyting þar á, þar sem Veiði- og fiskiræktarráð er að yfirtaka þessa starfsemi Stangaveiðifélagsins og verður vinna við þessa laxatöku hér eftir greidd af Reykjavíkurborg. Ljósm. A.S. UPPLÝSINGAR ígóðubandi Tölvuútskriftir og listar eru nauðsynlegur upplýsingabrunnur á mörgum vinnustöðum. En verða fyrst þægilegar og aðgengilegar í meðförum þegar þær eru komnar í gott band, tölvumöppuna frá Múlaliindi. Stærðir eftir þörfum hvers og eins - og verðið hvergi hagstæðara. gD 11 Hafið samband við sölumann. Múlalundur Ármúla 34 - Símar 38400 og 38401 - 105 Reykjavík * EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Buta- og rýmingarsala Rýmingarsalan hófst í gær. Nú er tækifaeri að gera góð kaup. Efnisbutar, yfirhafnir og margt fleira. Aöeins þessa einu viku. Verksmiðjan MAX Armúla 5. Austurendi 1. hæð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.