Morgunblaðið - 23.09.1980, Page 28

Morgunblaðið - 23.09.1980, Page 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980 jr Ragnhildur Olafs dóttir frá Hvann- eyri — Minning Fædd 16. febrúar 1896 Dáin 12. september 1980 Ég var á ferðalagi þegar mér barst andlátsfregn frú Ragnheiðar Ólafsdóttur, konu Guðmundar Jónssonar fyrrum skólastjóra á Hvanneyri. Þótt kynni mín og hennar yrðu aldrei mjög náin, finn ég samt hvöt hjá mér til þess að minnast hennar nokkrum orðum vegna þeirrar ánægjulegu sam- skipta, er ég átti við hana alloft á stopulum stundum. Þeir sem mikið hafa ferðast um land okkar á vetri öllu meira en sumri, finna öðrum fremur, hversu mikils virði það er að vera tekið tveim höndum af gestrisni og hlýju, þegar mann ber að garði. Og það er ótrúlegur, og mér liggur við að segja óskýranlegur munur á, hvaða andi liggur í loftinu burtséð frá annars alveg sambæri- legum mat og drykk. Á mínum ferðum um margra ára skeið — oftast sem erindreki Sambandsins — hlakkaði ég alltaf til þess að koma að Hvanneyri til þeirra skólastjórahjónanna. Höfð- ingleg gestrisni þeirra og persónu- leg hlýja í minn garð, snart mig trúlega enn notalegar fyrir það, hversu rækilega var sums staðar búið að telja mér trú um það, að Guðmundur skólastjóri myndi hafa öllu meira dálæti á mörgu öðru en „SÍS-veldinu“ og erindrek- um þess. Ég yrði því tæplega nokkur aufúsugestur. Persónuleg reynsla mín stað- festi síður en svo andúð skóla- stjórans á erindum mínum, eða samvinnuhugsjón og starfi. Þvert á móti reyndist Guðmundur mér einhver ánægjulegasti og háttvís- asti móttakandi, bæði í skóla sinum og á heimili, þar sem ég naut undantekningarlaust í ríkum mæli elskusemi þeirra hjóna beggja, bæði til orðs og æðis. Og þetta gleymist mér ekki. Nú, þegar þessi merka kona er öll á mælikvarða jarðvistarlífsins, er mér einkar ljúft að þakka henni liðnar samverustundir. Og áreið- anlega eru þeir margir, sem áþekka sögu hafa að segja frá hinum mörgu skólastjórnarárum þeirra hjóna á Hvanneyri. Ófáir munu nú minnast þeirra með þakklæti og virðingu. Ég veit, að nú „hefur sól brugðið sumri" í lífi Guðmundar vinar mins, bæði á þessum kólnandi haustdögum í ríki náttúrunnar, en þó einkum í eigin huga og hjarta hans sjálfs. Um leið og ég þakka alla tryggð og óverðskuldaða ræktarsemi, bið ég honum þess, að trú hans, og meðfæddur sálar- styrkur haldi honum uppi á sorg- aröldum unz um hægist og kyrr- Birting afmœlis- og minningar- greina. ÁTHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast biaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein. sem birtast á i miðvikudagsblaði, að berast i siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess ska) einnig gctið af marggefnu tilefni að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubili. látt lognsævi ævikvöldsins umvef- ur hann á ný. Blessuð veri minning frú Ragn- hildar. Baldvjn Þ. Kristjánsson. Við andlát Ragnhildar Ólafs- dóttur, verður fyrst fyrir mér mynd síungrar heiðurskonu, sem bar aldur sinn með þeim hætti að aldrei flaug í hugann að telja árin sem að baki voru. Mynd af konu sem af reisn og virðuleik stóð við hlið manns síns í annasömu og ábyrgðarmiklu starfi. Svo samtvinnuð er mynd þeirra beggja í huga samferðamannanna að vart verður um annað talað án þess að hins sé getið. Ragnhildur og Guðmundur Jónsson fv. skólastjóri á Hvann- eyri eru í mínum huga mikilhæf sómahjón og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að eiga með þeim samleið. Segja má um Ragnhildi Ólafsdóttur, hún - var „drengur góður". Að vera drengur góður er mannlýsing sem segir: Slíkur maður er vandaður til orðs og æðis, hann er réttlátur, sanngjarn og sáttfús. Hann er hjálpsamur og fer með friði. Þannig þekkti ég þessa heiðurskonu. Ég sá þau hjón fyrst árið 1947. Þá var ég ung stúlka, nemandi við Húsmæðraskólann að Varmalandi í Borgarfirði. Það vakti þá strax athygli mína og aðdáun hvað vel þeim báðum tókst að sameinast því unga fólki, sem þar var samankomið. Ekkert kynslóðabil, eins og fólki er nú svo tamt á tungu og allri veru. Síðar kynntist ég betur þessum eðlisþáttum þeirra, því marga gleðistund höfum við átt sameiginlega. Árið 1966, þegar Rebekkustúkan Ásgerður var stofnuð þá lærði ég að meta og virða Ragnhildi. En hún var ein af stofnendum þeirrar stúku. Hún var virkur félagi og góður og bar heill og hag stúku sinnar mjög fyrir brjósti. Þess má geta að Guðmundur var einn hinna áhugasömu Oddfell- owa, sem svo ötullega unnu að stofnun Stúkunnar Ásgerðar og hefur stutt allt hennar starf með góðum og hollum ráðum og ein- stökum velvilja. Þáttur þeirra hjóna er mikill og góður í starfi Oddfellowa á Akra- nesi. Ég vil fyrir hönd Oddfellowa á Akranesi færa hinni látnu heið- urskonu bestu þakkir fyrir sam- veruna og öll hennar störf fyrir stúku sína. Veífir skiptast — Allt fer ýmsar leiðir inn á fyrirheitsins lönd. Einum lífið arma breiðir, öðrum dauðinn réttir hönd Kinum flutt er árdaKskveðja, öðrum sunxið dánarlag, allt þó saman knýtt sem keðja, krossför ein með sama bra#. Veikt ok sterkt i streng er undið. stórt ok smátt er saman bundið. Svo snilldarlega lýsir Einar Benediktsson því, hve lífið er fjölbreytileg og margslungið. Veg- ir liggja til allra átta, sífellt eru vinir að heilsast og kveðjast. Vinaskilnaður er sá af örþráðum lífsins, sem ekki verður umflúinn. Einum flutt er árdagskveðja öðr- um sungið dánarlag. I sömu andrá er einn að fæðast, annar að deyja. Einn er glaður, annar hryggur. Allt er þetta ein samofin heild, ein órofa keðja. Krossför ein með sama brag. í gróðri jarðar sjáum við þenn- an sannleik hvað skýrast. Á vorin lifna blóm og grös, og teygja sig mót hækkandi sól, breiða blöðin fagnandi móti sumrinu, í þeirri vissu að verða að lúta i lægra haldi fyrir hörku vetrarins. í hverju smáblómi sjáum við meist- araverk Guðs handa. hvert visnað blóm ber í sér sumaríræ til endumýjunar nýs lífs. Hið stóra sterka tré með laufguðum grein- um á sterkum stofni, vekur að- dáun okkar og virðingu. Það stendur af sér stormana, það bognar ekki, en brotnar kannski í bylnum stóra síðast. Eins er það með hinn stóra sterka mann, hann stendur af sér hretviðri lífsins, stendur teinréttur, bognar ekki, en brotnar kannski í bylnum stóra síðast. Þannig^var það með konuna Ragnhildi Ólafsdóttur, sem heil og óskipt stóð við hlið manns síns í annasömu og ábyrgðarmiklu starfi. Eins og laufguð björkin, stóð hún teinrétt, en brotnaði í bylnum stóra síðast. Hönd dauðans fínnst okkur ým- ist köld og harkaleg, eða mild og friðandi, þegar hún kemur eftir langvarandi sjúkdómsstríð, þar sem engin mannleg hönd fær bætt. Nú er ævisól Ragnhildar Ólafsdóttur til viðar gengin og sæti hennar autt. Hin milda og friðandi líknar- hönd, leiddi þreytta barnið inn á fyrirheitsins lönd. Og þar bíða vinir í varpa, sem von er á gesti. En, hnígur ei sól að kvöldi, og rís dýrðleg næsta morgun? Fylgir ei vor vetri, með fyrirheit um sumar- gróður, líf og ljós og yl? Hver kær vinur, sem kveður þennan heim, hann lifir áfram í hugum okkar. Við biðjum algóðan guð. Ver þú hennar skjól, vefðu hana í náðar- ríkum kærleiksörmum þínum. Guðs blessunar biðjum við kærum vini, Guðmundi Jónssyni. Biðjum þess að hann hljóti nú umbun þess kærleika, sem hann umvafði kon- una sína um langt árabil. Nú þegar leiðir skiljast, flyt ég henni einlægar þakkir mínar og fjölskyldu minnar, fyrir tryggð og vináttu liðnu áranna. Við kveðjum nú aldna heiðurskonu, sem auðn- aðist á langri vegferð, að marka spor sín heill og hamingju, sjálfri sér til handa og ástvinum sinum. Konu sem ávann sér traust og virðingu samferðamanna sinna. Konu sem við vissum að við áttum að vini, sakir drengskapar hennar og heiðarleika. Blessuð sé minning hennar. Friður veri með sálu hennar. Hallbera Leósdóttir Systir mín, Ragnhildur Ólafs- dóttir, kona Guðmundar Jónsson- ar fyrrverandi skólastjóra á Hvanneyri, andaðist 12. þ.m. eftir langvarandi veikindi. Hún var fædd 16. febrúar 1896 í Brimnesgerði í Fáskrúðsfirði, dóttir hjónanna Ólafs Finnboga- sonar, bónda þar, og Sigríðar I. Bjarnadóttur. Þau giftust árið 1887, eignuðust 11 börn, af þeim dóu tvö ung, en 9 komust upp. Auk þess ólu þau upp dreng, Ásmund að nafni, sem yngri bróðir föður okkar eignaðist árið sem foreldrar okkar giftust. Þau tóku hann í fóstur, og var hann hjá þeim til 18 ára aldurs. Börnin sem upp komust voru þessi: Ólöf Sigurrós, f. 28. nóv. 1890, dó 9. júní 1907, Jóm Emil, f. 27. febr. 1893, Ragnhildur f. 16. febr. 1896, Lovísa, f. 4. jan. 1898, dó 22. ágúst 1919, Anna Sigríður, f. 23. febr. 1900, dó 14. maí 1980, Bjarni Ásgeir, f. 18 apríl 1903, dó 19. febr. 1933, Elínborg, f. 14. júní 1906, Sigurður, f. 19. nóv. 1907, dó 18. nóv. 1930 og Ólöf Sigurrós, f. 21. febr. 1910. Utan hjónabands átti Ólafur dreng, sem hét Ágúst, f. 14. ág. 1899, dó 13. maí 1976. Eins og sjá má af ofanrituðu var annað skarð nýlega höggvið í systkinahópinn, er Anna Sigríður andaðist 14. maí sl. Ætt okkar er að einum þræði frá Indriða Ásmundssyni bónda á Borg í Skriðdal. Ásmundur langafi okkar var bróðir séra Páls Ind- riðasonar á Kolfreyjustað. Bjarni Ásmundsson móðurafi okkar var í beinan karllegg kominn frá séra Bjarna Gissurarsyni í Þingmúla, en hann var sonur séra Gissurar, sem giftur var Guðrúnu dóttur séra Einars Sigurðssonar í Hey- dölum, og voru þeir skáldin Bjarni Gissurarson og Stefán Ólafsson systkinasynir. Það má kallast þrekvirki af foreldrum okkar að komast af sem þau gerðu með allan þennan barnahóp á smábýlinu Brimnes- gerði, sem var mjög erfitt bæði til sjós og lands, og ekki síst þegar þess er gætt, að þarna var tvíbýli frá því þau byrjuðu búskap til ársins 1908. Á þessum tímum var lífsbarátt- an mjög hörð og þurfti dugnað, sparsemi og árverkni til að fleyta svona stórri fjölskyldu. Við slík tímamót er ástvinir hverfa, sem í æsku unnu saman af öllum kröftum og liðu saman súrt og sætt, koma upp úr djúpi minninganna myndir, sem skapa sögu, og þótt sú saga verði mjög einstaklingsbundin, þá á hún þó erindi til afkomenda og vina, sem líta vilja til fortíðar sinnar á gerbreyttum tímum. Foreldrar okkar voru gædd óvenjulegum dugnaði. Faðir okkar var afkastamikill, sívinnandi með- an heilsan var sæmileg og hélt okkur krökkunum hlífðarlaust til vinnu eins og við orkuðum. Hann var svo lengi sem ég man stefnu- vottur og matsmaður í Fáskrúðs- fjarðarhreppi. Móðir okkar var sjaldgæf kona, ótrúlega afkasta- mikil, velvirk með afbrigðum, gæflynd og nærgætin og í alia staði hin ástríkasta móðir. Jafn- framt var framkoma hennar ávallt svo virðuleg sem best mátti vera. Matargerð öll og saumaskap- ur lék henni í höndum. Skýringin á þessu felst sennilega í því, að fyrir og um fermingu dvaldi hún á mestu myndarbúum í Fljótsdal, t.d. Hrafnkelsstöðum og hjá séra Lárusi Halldórssyni og Kristínu konu hans á Valþjófsstað og fermdist þar. Árið eftir fermingu fluttust foreldrar hennar til Eskifjarðar ásamt henni og syninum Ás- mundi, síðar trésmíðameistara. Árið 1884 var hún svo ráðin stofustúlka, sem þá var kallað, til Bergs Thorbergs landshöfðingja og fór þá um haustið með strand- ferðaskipinu Thyra vestur um land til Reykjavíkur. Það virðist nokkuð sérstakt, að alveg óþekkt unglingsstúlka austan af fjörðum skyldi hafa verið ráðin á slíkt heimili, en gera má ráð fyrir, að þau hjónin séra Lárus og Kristín hafi mælt með henni, en það sýnir hvílíkt traust þau hafa borið til hennar. Á þessum tímum þótti það hinn besti skóli fyrir ungar stúlkur að komast á góð og myndarleg heim- ili. Þarna var um að ræða heimili æðsta embættismanns landsins á þeirri t.íð. Þetta mun hafa mótað móður okkar mjög mikið. Fyrir aldamót höfðu foreldrar okkar ráðist í að byggja allstórt timburhús í Brimnesgerði. Undir húsinu var hlaðinn steinlímdur kjallari, skorsteinn var hlaðinn úr rauðum tígulsteini, á stofuhæð var inngangur úr dyraskúr, eldhús til hægri, stigi upp á loft gegnt dyrunum, allstór stofa ljósmáluð til vinstri og inn úr henni með suðurhliðinni önnur minni. Stærri stofan var búin fallegum húsgögn- um. Svefnherbergi voru uppi á efri hæð. Það var mikið áfall fyrir fjöl- skylduna, þegar Sigurrós, elsta systur okkar, dó vorið 1907. Þá lagðist vinnuþunginn eðlilega mest á okkur Ragnhildi, auðvitað fylgdu systurnar Lovísa og Anna fast á eftir, því að allir þurftu að hjálpast að eftir mætti. Haustið 1910 þurfti ég að fara til lækninga til Reykjavíkur. Ég kom ekki aftur fyrr en vorið eftir, því ég kom mér í skóla jafnframt því sem ég gekk til læknisins. Við þetta varð auðvitað þyngri róður- inn fyrir þau systkinin, sem heima voru. í október 1914 fórum við Ragn- hildur suður til Reykjavíkur, ég i Menntaskólann, en hún í hús- stjórnardeild Kvennaskólans. Við vorum samtímis í Reykjavík fram á vorið og fór hún þá heim á undan mér, því hennar skóla lauk fyrr. Ragnhildur var svo heima þar til árið 1921, að hún kom til Kristin Sveinbjörns dóttir — Fædd 3. ágúst 1906 Dáin 14. september 1980 Fé <>k frami eru fallvolt hnoss, hraukar hrunKjarnir. SætUHt minninK. sætastur arfur eru ástarfræ í akri hjartans. Jóhann SÍKurjónsson. Síminn hringir, sonurinn til- kynnir: Móðir mín er látin. Kristín vinkona mín er dáin. Hugurinn fyllist sorg, söknuði og eftirsjá. Tilfinningaöldurnar lægir, minningarnar streyma fram, sem myndir á tjaldi. Ég sé hana á bestu starfsárun- um axla tvöfalda ábyrgð, án þess að kikna, þótt beita þyrfti elflingu líkama og sálar, uppgjöf var hugtak, sem var henni fjarlægt. Eg sé hana mörgum árum síðar, synirnir 5 allir farnir að heiman og hafa stofnað eigin heimili, líkamleg heilsa farin að bila, en Minning stálharður viljinn knýr áfram til starfa og tómstundaiðju. Ótaldar ferðir átti hún í Laugardalslaug á síustu árum og taldi þær með sínum bestu stundum. Ferðalög voru henni mjög að skapi, og ferðaðist hún mikið, miðað við aðstæður allar. Ég þakka henni af alhug, sam- fylgdina í öllum ferðum okkar, þótt ekki þættu þær allar stór- brotnar á nútima mælikvarða. Leikhúsferðir fórum við margar saman og höfðum gjört áætlun fyrir næsta leikár, mörg fleiri áform höfðum við á prjónunum, er dauðinn tók til sinna ráða og sannaði enn einu sinni mátt sinn. Síðustu framkvæmdir, sem hún hugðist gjöra, var viðhald og fegrun á heimili sínu, fegurðar- smekkur hennar var mjög góður og þroskaður. Því verkefni var nær lokið, er endalokin urðu svo snögglega. Ég kveð, kæra vinkonu, hjart- ans þökk fyrir samfylgdina og allar ánægjustundirnar, sem við áttum saman. Guð blessi Kristínu og varðveiti á ferðinni, sem hún hefir lagt upp í. Ég kveð hana í trú og trausti á hann, sem sagði: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Snjólaug Lúðviksdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.