Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980 Ég finn hvergi startbyssuna, strákar! BRIDGE Umsjón: PélLBergsson COSPER Viltu veðja 100 kalli að við séum ekki tvíburar? Garðar Loftsson list- málari — Sextugur í úrspilsþraut ert þú með spil suðurs og einhverra hluta vegna opnar þú á 1 laufi. Vestur hoppar þá í 4 spaða og norður vill líka vera með. Hann stekkur í 6 lauf og verður það lokasognin. Norður S. Á1062 H. K T. ÁG L. ÁD9763 Suður S. 4 H. ÁDG7 T. KD103 L. G1082 Útspil spaðakóngur. Þú reynir eðlilega ásinn en þá trompar austur með fjarka og spilar næst hjartafjarka. Og nú er spurningin hvernig á að standa að þessu. Á að svína trompinu eða ekki? Andstæðingarnir eiga bara tvö tromp og vel kemur til greina að taka bara á trompásinn og láta slag standa. En sé gert ráð fyrir, að vestur eigi til hjarta þá er til hundörugg leið. Þú tekur hjartafjarkann með ás og spilar næst hjartadrottning- unni. Gerum ráð fyrir að vestur fylgi aftur þá lætur þú tígulásinn frá blindum. Næst spilar þú hjartagosa en þá fylgir vestur ekki, lætur spaða, en tígulgosinn fer úr blindum. Þá er vitað, að vestur átti 8 spaða og 2 hjörtu. Næst spilar þú tígulkóng. Vestur lætur tvistinn en næst Iætur hann spaða í tíguldrottninguna. Þá er skipting vesturs orðin ljós. 10 spil á hálitunum, 1 tígull og hann á því bæði trompin. Og aðeins er eftir að svína trompinu og vinna spilið. Á þennan veg má vinna spil þetta hvenær sem vestur á a.m.k. eitt tromp. Hefði hann átt bara eitt hjarta þá hefði það komið í ljós þegar drottningunni var spil- að og þá væri bara eftir að spila tíglunum og athuga hve mörg spil hann ætti þar. Og varla þarf að bæta við, að ef vestur trompar þá má trompa betur í blindum og kóngurinn mun koma næst í trompásinn. í dag 23. september er sextugur Garðar Loftsson listmálari frá Böggvisstöðum í Svarfaðardal. Foreldrar hans voru Loftur Bald- vinsson útgerðarmaður og bóndi, er bjó rausnarbúi á Böggvis- stöðum. Hann er látinn fyrir mörgum árum síðan. Móðir hans er Guðrún Friðfinnsdóttir núlif- andi á Dalvík. Dvelur hún hjá dætrum sínum og tveim sonum að Bjarkarbraut 7. Hún er komin yfir nírætt og ber aidur sinn vel, eftir langan og annasaman dag. Börnin voru 12 og eru 10 á lífi í dag. Tveir bræðranna eru dánir. Garðar var sjöunda barn foreldra sinna. Á mannmörgu heimilí þurfti mörgu að sinna, bæði til sjós og lands. Garðar tók ungur til hendi vegna heimilis síns og sjálfs síns. Garðar lauk gagnfræðaprófi við menntaskólann á Akureyri. Um 20 ára bil vann Garðar við KEA á Akureyri. Komu þar listrænir hæfileikar hans til notkunar, því auk venjulegra verslunarstarfa, þá vann hann mikið við útstill- ingar. Snemma komu fram listrænir hæfileikar Garðars. Hann var mjög drátthagur og litameðferð hans honum í blóð borin. Enda ekki langt frá honum að skyld- leika listmálararnir Jón Stefáns- son, Freymóður Jóhannsson, Sig- urður Guðmundsson listmálari, Jónas Hallgrímsson skáld og nátt- úrufræðingur og svo Laxamýrar- ættin. Garðar er sjálfmenntaður lista- maður og hefir hann verið mikil- virkur listamaður. Eru málverk hans víða um þetta land, Norður- lönd og Bandaríki Norður-Amer- íku. Það er birta og heiðríkja yfir verkum hans og sönn litafegurð eins og íslensk náttúra býður svo fjölbreytilega upp á. Garðar hefir verið gæfumaður í einkalífi sínu og á ég þar við hreina og heilsteypta trú á Frels- arann Jesúm Krist. Fyrir meira en tuttugu árum siðan, átti hann sitt afturhvarf. Hann frelsaðist og tók afstöðu með söfnuði Hvítasunnu- manna fyrst á Akureyri og síðar meir hér í Reykjavík. En þar hefir hann átt heimili undanfarin 15 ár. Garðar nam Biblíufræði í Eng- landi og er góður enskumaður og vel fær í Helgum Ritningum. Að Um Skíðblaðni — hið f urðulega skip Asa Ingvar Agnarsson skrifar: „í Gylfaginningu segir svo: Þá mælti Gangleri: „Hvat er at segja frá Skíðblaðni, er hann beztr skipa, hvárt er ekki skip jafnmikit sem hann?“ Hárr segir: „Skíðblaðnir er beztr skipanna ok með mestum hagleik gerr, en Naglfar er mest skip. Þat á Múspell. Dvergar nökkurir, synir Ivalda, gerðu Skíðblaðni ok gáfu Frey skipit. Hann er svá mikill, at allir æsir megu skipa hann með vápnum ok herbúnaði, ok hefir hann byr, þegar er segl er dregit, hvert er fara skal, en þá er eigi skal fara með hann á sæ, þá er hann gerr af svá mörgum hlutum ok með svá mikilli list, at hann má vefja saman sem dúk ok hafa í pungi sínum." • Gátu látið skipið efnast og afefnast Margt er furðulegt, sem frá er sagt i goðsögnum, en þó mun sumt vera, sem styðst við raunveru- leika, og sem skilja mætti ef stuðst væri við hinn nýja lífsskiln- ing, sem boðaður er í kenningum dr. Helga Pjeturss. Margt í goð- sögnum á rót að rekja til lífsins á öðrum stjörnum. Svo mun og vera um sögu þá af Skíðblaðni, hinu merkilega skipi, sem Snorri Sturluson segir frá í Eddu. Æsir voru lengra komin þjóð á annarri jörð og Skíðblaðnir var einn hinna merkilegu farkosta þeirra. Frá- sögnin bendir til þess, að Æsir gátu látið Skíðblaðni efnast (mat- erialiserast) eða afefnast eftir þörfum: haft hann í fullri stærð og með öllum búnaði, er þeir þurftu á honum að halda eða haft hann „í pungi sínum" þess á milli, þ.e. látið hann hverfa eða verða að engu, afefnast. Hér gæti og verið um það að ræða, að hinir lengra komnu munu fara hamförum milli fjar- lægra staða og milli byggðra hnatta á svipstundu, en víða í Eddu er einmitt sagt frá atburð- um, er þannig mætti skilja. eðli sínu er Garðar óáreitinn friðsemdarmaður, farsæll og stefnufastur. Munar um lið hans í söfnuði Hvítasunnumanna og styrk stoð hefir hann verið Kristniboði meðal framandi þjóða. Garðar hlaut í vöggugjöf einkar fagra og bjarta tenor-rödd, beitir henni af smekkvísi og syngur í einum kunnasta kór landsins Kirkjukór Fíladelfíu undir stjórn Árna Arinbjarnarsonar. Garðar er faðir tveggja sona og einnar dóttur, Skírnir prestur, Baldur uppeldisfulltrúi og Hrafn- hildur gift og búandi kona. Nú við þessi merku tímamót í lífi Garðars, sendum við vinir hans honum og öllu fólki hans innilegustu hamingjuóskir í tilefni afmælisins. Biðjum við honum Blessunar Drottins á ókomnum tima og náðar til þjónustu í Guðs Ríki. Fyrir hönd Fíladelfíusafnað- arins færi ég traustum vini og bróður innilegustu kveðjur og þakklæti fyrir órofa samstöðu og liðsemd við útbreiðslu fagnaðarer- indis Jesú Krists. Einar J. Gíslason. Krýndur í Kaíró Kairó, 20. Keptember. — AP. SONUR fyrrvcrandi íranskeisara, Reza krónprins, verður væntan- lega krýndur nýr keisari í Kairó í október og mun þá mynda útlaga- stjórn að sögn egypzka tímaritsins „Október“ í dag. Tímaritið sagði að Reza yrði tvítugur í október og ýrði því krýndur í samræmi við írönsku stjórnarskrána frá 1906. Reza er um þessar mundir í Egyptalandi og hyggst stunda nám í stjórnmálavis- indum og hagfræði í bandaríska háskólanum í Kaíró að sögn systur hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.