Morgunblaðið - 23.09.1980, Side 39

Morgunblaðið - 23.09.1980, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980 47 Fréttir í stuttu máli Larsen vann Karpov TllburK. 22. wptember. AP. DANSKI stórmeistarinn, Bent Larsen, vann Anatoly Karpov heimsmeistara í þriðju umferð Interpolisskákmótsins, og er Larsen því efstur á mótinu ásamt Portisch og Spassky, sem vann Svtann Ulf Anderson í 31. leik, þar sem tefld var Sikileyj- arvörn. Spassky stýrði hvítu mönnunum. Larsen stýrði svörtu mönnunum í skákinni við Karp- ov og upp kom rússnesk vörn. Verkfalli aflýst London. 22. september. AP. VERKFALLI rúmlega 23.000 hafnarverkamanna var t' dag afstýrt er samkomulag náðist í deiiu sem kom upp er segja átti 178 verkamönnum í Liverpool upp störfum, þar eð fyrirtseki þeirra er í þann veginn að leggja upp laupana. Verður þeim tryggð vinna hjá öðrum fyrir- tækjum og þurfa því ekki að fara á atvinnuleysisskrá. Fundarlausir miðvikudagar Nýju Dehll. 22. septemher. AP. ÁKVEÐIÐ hefur verið i Ind- landi að framvegis megi ráð- herrar og embættismenn hins opinbera ekki halda fundi eða taka þátt í fundahöldum á mið- vikudögum. Þann dag skuli þeir hins vegar einbeita sér að því að „hreinsa upp hjá sér“ og afgreiða þau má) er safnast hafa upp. Tígur beit konu Hómaborx. 22. september. AP. TÍGRISDÝR í dýragarði Róma- borgar reif og tætti hægri hand- legg rúmlega þrítugrar konu sem var að gæla við dýrin í gær. Konan fór ekki eftir viðvörunum og gekk að búri dýranna, tók um rimla þess og „spjallaði" við dýrin. Alit í einu greip eitt dýrið í hönd konunnar með fyrr- greindum afleiðingum. Reif dýr- ið höndina nánast af, og var hún það illa útleikin að ekki var hægt að græða hana aftur á. Gullúnsan yfir 700 dollara London. 22. september. AP. GULLVERÐ hækkaði snarlega í dag er fregnir bárust af því að írakar hefðu lýst stríði á hendur írönum og fór únsan yfir 700 dollara. Við lok viðskipta var verð únsunnar 709,50 dollarar og hefur ekki verið hærra frá 11. febrúar er hún seldist á 713,50 dollara. Andófsmenn teknir fastir Vinarborx. 22. september. AP. NÍU tékkneskir andófsmenn voru teknir fastir um helgina og sá tíundi dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Fimm voru hins vegar látnir lausir úr haldi eftir yfirheyrslur. Af slysstað i Biggin Hill. Vélin rakst á rafmagnslínurnar sem eru næst á myndinni og kom niður handan við húsagðtu og rétt hjá áhorfendastæðum, þar sem voru þúsundir áhorfenda. simamynd - ap Lá við harmleik í Biggin Hill Bixxin Hill, 22. september. AP. SJÖ MANNS fórust með flugvél af gerðinni Douglas A-26, sem fórst við Biggin Hill-flugvöllinn i gærdag. Með flugvélinni fórust fimm Bretar og tveir Bandaríkjamenn. Vélin tók þátt i flugdegi til minningar um orrustuna um Bretland ásamt 50 öðrum brezkum, þýzkum og bandariskum flugvélum, sem á sinum tima tóku þátt i orrust- unni. Að sögn sjónarvotta var vélin að rétta við úr svokallaðri heil- veltu, er hún stakkst í jörðina og sprakk í loft upp. Vélin mun hafa misst of mikla hæð í veltunni. Mikil mildi þótti að ekki hlaust enn verra slys af, þar sem vélin rakst í jörðina aðeins 100 metra frá stórum áhorfendaskara, og aðeins í fárra metra fjarlægð frá íbúðarhverfi. í hrapinu rákust vængir vélarinnar í síma- og rafmagnslínur er liggja í húsa- götu og sleit þá í sundur. Flugvélin var um 35 ára og flugstjóri var Donald Bullock, en fyrirtæki hans hefur annast við- Forsætisráðherra Japans, Zenko Suzuki, sagði í dag, að dauðadómurinn yfir andófs- manninum Kim Dae Jung kynni að leiða til þess að Japanir hættu efnahagsaðstoð sinni við Suður-Kóreu. hald og rekstur gamalla sögu- legra flugvéla. Vélar af þessari tegund, en þær gengu oft undir nafninu „Invader", stóðu sig vel í síðari heimsstyrjöldinni. Kim Dae Jung var dæmdur til dauða af herrétti í Suður-Kóreu 17. september sl. Einnig voru 23 fylgismenn hans dæmdir í fang- elsi. Kim var gefið að sök að hafa efnt til samsæris um að steypa stjórn landsins. Flóðá Indlandi — 300 manns hafa drukknað Cuttack. Indlandi. 22. september — AP. HUNDRUÐ manna hafa látið lífið í miklum flóðum á suð-austur Indlandi sl. fjóra daga. Herlið hélt af stað í dag til flóðasvæðanna að bjarga 30.000 manns sem enn eru á lífi í þorpum þeim sem fóru undir vatn. Opinberar skýrslur segja að um 300 manns hafi látist. Amnesty International: Ilundruð manna beittir misrétti í Kólombíu London. 22. september — AP. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa sent stjórnvöldum í Kolombíu skýrslu, þar sem segir, að stjórnarherinn standi fyrir pyntingum og handtökum hundruða manna af pólitisk- um ástæðum. í yfirlýsingu sem samtökin gáfu frá sér segir, að þau hafi sent stjórnvöldum í Kolombíu nákvæmt yfirlit um mál 600 manna, sem hafi verið beittir misrétti. Mikið af heimildun- um var aflað er nefnd á vegum Amnesty International fór í ferð um Kolombíu í janúar sl. í skýrslunni kemur fram að flestir þeirra sem hafa verið handteknir eru indiánar, bændur og verkalýðsforingjar. Auk þess hafa læknar og lög- fræðingar verið handteknir og pyntaðir. Dauðadómurínn yfír Kim Dae Jung: Japanir hóta refsiaðgerðum Tokyo, 22. september — AP. HL.JÓMTÆKJADEILD rÁ fÁ V SÍMI25999 LAUGAVEG 66

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.