Morgunblaðið - 23.09.1980, Síða 40

Morgunblaðið - 23.09.1980, Síða 40
Sími á ritstjórn og skrifstofu 10100 JMvrgunblabib Síminn á afgreiðslunni er 83033 JRvreunblntiib Lánskjaravísitala 183 stig:_______________ Hefur hækk- að um 55% á einu ári en verðbótavisitala aðeins um 46,45% SEÐLABANKINN hefur reiknað út lánskjaravísitólu fyrir októ- bermánuð og er hún 183 stig, en var 178 stij? fyrir septembcrmánuð. Hún hefur því hækkað um 2.81%. A einu ári hefur lánskjaravísital- an hækkað úr 118 stigum í 183 stig, eða um 55%. Verðbótavísitala hækkaði hins vegar á tímabilinu september 1979 til september 1980 um 46,45%. Á þessum tölum er ljóst að langtímalán, sem standa einstakl- ingum til boða, og eru flest miðuð við lánskjaravísitölu eða verða það á næstunni, eru rúmlega 100% verð- tryggð sé miðað við hækkun launa. I gæzluvarðhald fyrir tilraun til fjárkúgunar ÚTLENDINGUR var í gær úrskurðaður í gæzluvarðhald til 1. október i sakadómi Reykjavíkur fyrir tilraun til fjárkúgunar. Það var kona, sem einnig er af erlendu bergi brotin, sem kærði manninn. Hún hafði fengið bréf frá manninum, þar sem hann krafði hana um peninga. Að öðrum kosti myndi hann opinbera nokkuð sem hann hefði undir höndum og komið hefði konunni ákaf- lega illa ef birtist opinberlega. Konan kærði manninn og var hann handtekinn. Húsleit var gerð hjá manninum en það sem leitað var að fannst ekki. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur mál þetta til rannsóknar og er hún á frumstigi. Maður- inn hefur kært gæzluvarð- haldsúrskurðinn til Hæsta- réttar. Mál af þessu tagi eru afar fátíð hérlendis. ASV hótar að semja á Vestfjörðum IIALDI árangurslaust samninga- þóf áfram, hlýtur að reka að því að Alþýðusamband Vestfjarða taki samningamálin i sinar hendur fyrr en seinna og knýi fram samninga á heimavelli, segir i ályktun 24. þings sambandsins, sem haldið var í Flókalundi um helgina. Er ályktun þingsins um kjaramál birt á bls. 30 í Mbl. i dag. Þingið ályktar að það sé lág- markskrafa verkafólks að búa við sömu lífeyrisréttindi og samið hefur verið um við opinbera starfsmenn og leggur áherzlu á að skattalækkanir láglaunafólks fái að birtast í öðru en orðunum tómum, eins og komizt er að orði. Þingið varar „mjög eindreg- ið við því, að hin sérfræðilegu sjónarmið einstaklinga, sem hvorki þekkja til atvinnurekstrar né bar- áttu verkalýðshreyfingarinnar af eigin raur,, séu um of látin ráða stefnumörkun og störfum aðila vinnumarkaðarins". ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980 Björgunarsveitarmenn, starfsmenn Flugmálastjórnar og Loftferðaeftirlits skipuðu framkvæmda- stjórn leitarinnar ásamt Vopnfirðingum, en leitinni stjórnar Valdimar Ólafsson yfirflugumferðar- stjóri. 'OPNAFJÖRCUR' VrKu/kmt •’W" n SM,ÍÖRVATNS-:fj Leitarmenn einbeittu sér i nótt að svæði því i Smjörfjöllum, sem merkt er með krössi. Óttast iim aídrif flug- manns og 2ja íarþega ÞRIGGJA manna, sem voru með flugvél frá Flugfélagi Austurlands á leið frá Bakka- firði til Egilsstaða í gær, er saknað. óttazt er, að flugvélin hafi farizt i SmjörfjöIIum uppi af Þrætutungu suður af Vopna- firði. Leitarflokkar frá Vopna- firði og Egilsstöðum voru komnir á þær slóðir, þar sem neyðarsendir vélarinnar hafði verið miðaður út, þegar Mbl. hafði síðast fregnir af í nótt, en höfðu þá ekki fundið flugvélina. Flugvélin er 10 manna af gerðinni Britten Norman Island- er, TF-RTO. Hún var í áætlunar- flugi frá Egilsstöðum til Vopna- fjarðar og Bakkafjarðar og var á leið til Egilsstaða, þegar hennar var saknað. Með vélinni voru flugmaður og 2 farþegar, sem komu um borð í Vopnafirði. Vélin lagði upp frá Bakkafirði um klukkan 14.20 og heyrðist í henni yfir Vopnafirði. Þegar vélin kom ekki til Egilsstaða á tilsettum tíma var farið að grennslast fyrir um flugtaks- tíma, kallað var á vélina og flugstaðir á leiðinni athugaðir. Þegar það bar ekki árangur voru flugvélar beðnar að svipast um eftir vélinni og var flugvél Landhelgisgæzlunnar, TF-SYN, í grennd við Egilsstaði klukkan 15.30 á leið til Reykjavíkur. Flugvél frá Flugfélagi Austur- lands fór síðan til leitar klukkan 15.56. Heyrðu vélarnar í neyðar- sendi þegar þær komu yfir Vopnafjörð. Var hann miðaður út í um 1200 metra hæð milli fjallstinda í Smjörfjöllum uppi af Þrætutungu. Vegna þess hversu lágskýjað var og ókyrrt í lofti var ekki mögulegt að leita á þessu svæði úr lofti. Leitarflokk- ur frá Vopnafirði lagði skömmu síðar af stað akandi, ríðandi og síðan fótgangandi og þurfti m.a. að vaða Þverá í mitti. Frá Egilsstöðum fór hópur frá björg- unarsveitinni Gró á jeppum, dráttarvélum, fjórhjóladrifnum sjúkrabifreiðum og 3 snjóbílum frá Eskifirði, RARIK og Pósti og Síma. Fóru leitarmenn frá Egils- stöðum upp frá Hvanná og þaðan inn á Smjörvatnsheiði í átt að ætluðum slysstað. Snjór er á öllum Smjörfjöll- um, en snjólaust upp í 700 metra hæð. Alskýjað var á leitarsvæð- inu og dimmt yfir, en veður til leitar fór þó batnandi er á leið. Seinfarið er um svæðið og leit- uðu björgunarsveitarmenn með aðstoð lukta og ljósa snjóbíla þar sem þeim varð viðkomið. Flugvélin, TF-RTO frá Flugfélagi Austurlands. sem saknað er. Viðræðuslit vegna ihlut- unar Svavars Gestssonar — Slík vinnubrögð myndu ekki einu sinni ganga í Póllandi í dag — segir Páll Sigurjónsson YFIRLÝSING, sem Svavar Gestsson félagsmálaráðherra sendi inn á sáttafund í gær olli þvi, að viðræðunefnd Vinnuveitendasambands íslands hætti viðræðum við Alþýðusamband Íslands og kvaðst ekki taka þátt í samningaviðræðum á ný, fyrr en Svavar Gestsson hefði dregið bréf sitt til baka. Vinnuveitendur létu bóka hjá sáttasemjara, að um freklega „íhlutun“ væri að ræða i frjálsan samningsrétt og sagði Páll Sigurjónsson formaður VSÍ í samtali við Morgunblaðið í gær: „Slíkt sem þetta myndi ekki einu sinni ganga í Póllandi i dag. Með þessari afskiptasemi virðist ráðherra vera að þvinga upp á okkur því kerfi, sem Pólverjar eru að reyna að afnema.“ Aðdragandi málsins var sá, að í fyrrakvöld um klukkan 17 krafðist Verkamannasamband íslands þess, að rædd yrði krafa ASÍ um hámarksverð á fæði til farand- verkafólks. Þessa kröfu neituðu vinnuveitendur að ræða, þar sem ekki væri hægt að setja slíkt hámarksverð vegna mismunandi aðstæðna á hverjum stað. Guð- mundur J. Guðmundsson formað- ur VMSÍ sagði þá, að ef viðræður fengjust ekki um þessa kröfu, myndi hann sjá til þess, að stjórnvöld veittu ekki atvinnuleyfi til erlends farandverkafólks og var gerð sérstök bókun hjá sátta- semjara um þetta mál. I gærdag átti síðan viðræðuefnd frá ASI fund með Svavari Gestssyni, þar sem ásamt ráðherra sátu Þórður Friðjónsson, Þröstur Ólafsson og Arnmundur Backman. Af hálfu ASÍ sátu fundinn Guðmundur J. Guðmundsson, Karl Steinar Guðnason, Benedikt Davíðsson, Björn Þórhallsson, Jóhannes Siggeirsson, Ásmundur Stefáns- son og Snorri Jónsson. Á fundin- um mun hafa verið rætt um félags- og skattamál. Bréf Svavars Gestssonar félags- málaráðherra barst sáttasemjara ríkisins um klukkan 16.30 í gær, og kom það sem sprenging inn á viðræðufundinn, en þá var verið að ræða sérkröfur Sambands byggingamanna og fleiri aðila. Bréfið hljóðaði svo: „í tilefni af bókun Verkamannasambands ís- lands á fundi hjá ríkissáttasemj- ara hinn 21. þ.m., varðandi mál- efni farandverkafólks, lýsir fé- lagsmálaráðuneytið yfir því, að það mun ekki veita atvinnurek- endum leyfi til ráðninga farand- verkafólks, sbr. 3. gr. laga nr. 39 15. mars 1951, fyrr en samningar hafa náðst um málefni þess.“ Bréfið var undirritað af Svavari Gestssyni og Hallgrimi Dalberg ráðuneytisstjóra. Lögin, sem vitn- að er til í bréfinu, bera heitið: „Lög um rétt erlendra manna til að stunda atvinnu á íslandi". Er viðræður voru komnar í hnút, hafði ríkissáttasemjari, Guðlaugur Þorvaldsson, samband . við Svavar Gestsson og varð sam- tal hans til þess, að ráðherrann vildi hitta - forystumenn VSÍ. Stefndi ráðherra forystumönnum VSÍ til fundar við sig í höfuðstöðv- ar Alþýðubandalagsins að Grett- isgötu -3. Þeir neituðu og varð þá úr að ráðherra hitti þá í ráðuneyt- inu. Fóru þeir til fundar við ráðherra um klukkan 18 og voru komnir aftur á sáttafund klukkan 18.30 og var fundinum síðan slitið. Skilyrði vinnuveitenda fyrir áframhaldandi viðræðum er, að ráðherra dragi bréf sitt til baka. Það hafði hann ekki gert í gær- kveldi og því hefur ekki verið boðaður nýr sáttafundur, en Guð- laugur Þorvaldsson bað viðræðu- aðila að vera í viðbragðsstöðu klukkan 10 árdegis í dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.