Morgunblaðið - 16.10.1980, Page 2

Morgunblaðið - 16.10.1980, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980 Gunnar Thoroddsen: Kaus Ólaf Ragnar og felldi Þorvald Garðar ATKVÆÐI Gunnars Thor- oddsens, forsa'tisráðherra. réði úrslitum í kjori formanns menntamáianefndar efri deild ar Alþingis í gær og var Ólafur Ragnar Grímsson kjorinn for- maður með 4 atkvaKlum, en l>orvaldur Garðar Kristjánsson hlaut 3 atkvæði stjórnarand- stæðinga í nefndinni. Davíð Að- alsteinsson var kjörinn varafor- maður með 4 atkvæðum, en Karl Steinar Guðnason hlaut 3. Sam- komulag var um Salóme Þor- kelsdóttur sem fundaskrifara. Eyjólfur Konráð Jónsson var formaður nefndarinnar á síð- asta þingi, en vék úr nefndinni Slangan vill ekki tilraunarotturnar þó sprelllifandi sé NÝTT dýr bættist við í Sædýra- safninu í Hafnarfirði fyrir nokkru er safninu harst að gjöf kyrkislanga, sem handarísk hjón gáfu safninu. Síðan slang- an kom í glerhúr það, sem verður heimili hennar i Ilafnar- firði. hefur hún ekkert étið. en fa-ða þessara dýra er eingöngu lifandi dýr. í þvi skyni voru m.a. fengnar þrjár hvítar rott- ur frá Keldum. en þar höfðu þa*r verið notaðar til tilrauna. Slangan hefur hins vegar ekki litið við því sem að henni hefur verið rétt og skiptir þá ekki máli hvort það hafa verið rott- ur, mýs eða kjúklingar. Dýrin hafa verið jafn lifandi að morgni og á kvöldin þegar þau voru sett inní húr slöngunnar. Svavar Gunnarsson hjá Sæ- dýrasafninu sagði í gær, að ekkert þyrfti að vera athugavert við það þó dýrið væri enn ekki farið að éta á þessum nýja stað. Það voru þau Lára og Arthur Clarke, sem gáfu Sædýrasafninu slönguna, en þau hafa nokkrum sinnum skoðað safnið og fannst ótækt að engin slanga skyldi vera í safninu. Arthur Clarke hafði notað kyrkislönguna við kennslu víða um Bandaríkin, en fannst hún orðin of stór og fyrirferðamikil á ferðalögum sínum. Akvað hann því að gefa Sædýrasafninu kyrkislönguna, en ekki mun óalgengt að fólk í Bandaríkjunum hafi siík dýr á heimilum sínum. Matthías verð- ur heiðursgest- ur í Manitoba MATTIIÍAS Á. Mathiesen. alþing- ismaður og forseti Norðurlanda- ráðs, heldur í dag áleiðis til Kanada. en hann verður heiðurs- gestur á árshátíð Scandinavian Cluh, í Manitoha. um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Norðurlandaráðs fer í slíka ferð. í na'stu viku mun Matthías svo fara um íslendingahyggðir í Mani- toha og þá mun hann m.a. hrim- sækja þinghúsið og ra'ða þar við þingmcnn og ríkisstjóra. Nýtt búvöruverð: „Allt fast og óljóst“ „ÞETTA gengur ekkcrt, allt er fast og engir fundir hafa verið boðaðir,“ sagði Gunnar Guð- bjartsson formaður Stéttarsam- bands hamda. aðspurður í ga‘r um framvindu mála varðandi nýjan grundvöll búvöruverðs. Kvað Gunnar allt óljóst í þess- um málum ennþá, verið væri að ræða sjálfan grundvöllinn en margt spilaði inn í eins og t.d. mikill vafi á verði ullar og gæru, en haustmarkaðsverð á því er minnkandi og verðfall erlendis. fyrir Gunnar Thoroddsen með samkomulagi sjálfstæðismanna um nefndakjor. Stjórnarandstæðingar hafa meirihluta í landbúnaðarnefnd efri deildar og þar voru Egill Jónsson og Eyjólfur Konráð Jónsson endurkjörnir formaður og varaformaður í gær, hlutu 4 atkvæði hvor, Helgi Seljan hlaut 3 atkvæði í formannskjöri og aftur 3 atkvæði í varafor- mannskjöri. Samkomulag var um Eið Guðnason sem funda- skrifara, en því embætti gegndi Helgi Seljan í nefndinni á síðasta þingi. Þá var einnig í gær kosið í stjórn fjárhags- og viðskipta- nefndar neðri deildar, en þar buðu stjórnarandstæðingar ekki fram, þrátt fyrir meirihluta, vegna samkomulags sjálfstæð- ismanna um nefndakjör. Því samkomulagi fylgdi, að Halldór Ásgrímsson yrði áfram formaður nefndarinnar. Varaformaður er Guðmundur J. Guðmundsson, en fulltrúi Alþýðuflokksins var varaformaður nefndarinnar á síðasta þingi. Fundarskrifari er nú sem fyrr Ingólfur Guðnason. Talið á laugar- daginn hjá bankamönnum VERIÐ er að safna saman um allt land kjörkössum í kosningu banka- manna, en væntanlega verður talið hjá þeim nk. laugardag. Samkvæmt upplýsingum Vil- helms G. Kristinssonar hjá Sam- bandi íslenzkra bankamanna höfðu um 2100 manns kosningarétt. Verkfall á af- mæli Þorsteins EINS og fram kemur á baksíðu Morgunblaðsins ákvað 43ja manna nefnd Alpýðusambands íslands að óska eftir því við aðildarfélög sambandsins, að þau boði verkfall í einn dag, 29. október. Nú vill svo til, að þessi dagur er afmælisdagur Þor- steins Pálssonar, fram- kvæmdastjóra Vinnuveitenda- sambands íslands og verður hann 33ja ára þennan dag. Spurningin er, hvort val þessa dags er tilviljun?! Ilárgreiðslumeistarar héldu viða- mikla hárgreiðslusýningu á Hót- el Sögu um helgina og sigldu sýningarstúlkur um sali i hrönnum. en myndina tók Ragn- ar Axelsson Ijósmyndari Morgun- hlaðsins af einni stúikunni. Flugleiðir hef ja flug til Amsterdam FLUGLEIÐIR hafa gefið út sumar- áætlun fyrir sumarið 1981, en helsta nýmælið í þeirri áætlun er ein ferð á viku til Amsterdam í Hollandi. íslenskt flugfélag hefur ekki flogið þangað áætlunarflug með farþega í liðlega 10 ár. Utanríkismálanefnd Alþingis. Geir Hallgrímsson for- mannsefni meirihluta stjórnarandstæðinga GEIR Ilallgrimsson er formanns- efni meirihluta utanríkismála- nefndar Alþingis og Benedikt Gröndal varaformannsefni. en stjórnarandsta“ðingar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins og þingflokk- ur Alþýðuflokksins hafa náð sam- komuiagi um formannskjör í nrfndum. þar sem þeir hafa meiri- hluta. Formannsefni minnihlutans í utanríkismálancfnd verður að öll- um líkindum Ilalldór Ásgrímsson. Ekki var í ga-r hægt að halda fund i fjárveitinganefnd. þar sem fram- sóknarmenn eiga að fá varafor- mann, þar sem bæði Þórarinn Sigurjónsson og Alexander Stef- ánsson sækjast eftir varafor- mennskunni. Samkomulag alþýðubandalags- manna og framsóknarmanna um skiptingu formennsku í deilda- nefndum var ekki fullfrágengin í gærkvöldi, en m.a. lá þá fyrir, að framsóknarmenn fengju formenn menntamálanefndar neðri deildar og heilbrigðis- og trygginganefndar efri deildar, en formaður hennar á síðasta þingi var Davíð Aðalsteins- son. Alþýðubandalagsmenn fá þá formann heilbrigðis- og trygginga- nefndar neðri deildar, en formaður hennar á síðasta þingi var Guðrún Helgadóttir. Ljóst er, að Garðar Sigurðsson verður formaður sjávar- útvegsnefndar neðri deildar, þótt stjórnarandstæðingar hafi þar meirihluta, þar sem formennska Garðars fylgdi samkomulagi sjálf- stæðismanna um nefndakjör og fá þá framsóknarmenn formann sjáv- arútvegsnefndar efri deildar, sem var Stefán Guðmundsson á síðasta þingi. Ekki lá ljóst fyrir í gærkvöldi, hvernig alþýðubandalagsmenn og framsóknarmenn skiptu með sér iðnaðarnefndunum, en Skúli Alex- anderson var formaður iðnaðar- nefndar efri deildar á síðasta þingi, en Þorvaldur Garðar Kristjánsson var formaður iðnaðarnefndar efri deildar, sem stjórnarliðar hafa nú meirihluta í með Gunnari Thorodd- sen, forsætisráðherra. Samkomulag stjórnarandstæð- inga í þingflokki Sjálfstæðisflokks- ins og þingflokks Alþýðuflokksins nær til tveggja nefnda í sameinuðu þingi og fjögurra deildanefnda. Um utanríkismálanefnd er fjallað hér að framan, en Alþýðuflokksmenn fá formann allsherjarnefndar samein- aðs þings, sem verður Jóhanna Sigurðardóttir. Varaformannsefni Sjálfstæðisflokksins er Halldór Blöndal. Búið er að kjósa í landbúnaðar- nefnd efri deildar, þar sem Egill Jónsson er formaður og Eyjólfur Konráð Jónsson varaformaður. Þorvaldur Garðar Kristjánsson er formannsefni stjórnarandstæðinga í félagsmálanefnd efri deildar, þar sem hann var formaður á síðasta þingi, og Karl Steinar Guðnason varaformannsefni. Eiður Guðnason er formannsefni stjórnarandstæð- inga í allsherjarnefnd efri deildar og samgöngunefnd efri deildar. Varaformannsefni í samgöngu- nefndina er Guðmundur Karlsson og í allsherjarnefndina Salome Þorkelsdóttir. Hagkaup kærir félag bókaútgefenda - synj- að um leyfi til sölu bóka „IIAGKAUP mun kæra niður- stöðu fundar Félags íslenzkra bókaútgefenda fyrir Verðlags- stjóra þar sem heiðni Hagkaups um leyfi til að selja bækur í verzluninni, var hafnað" sagði Guðjón Guðmundsson hjá Hag- kaup í samtali við Mbl. i gær. en beiðni Hagkaups var felld í þriðja sinn hjá Bókaútgefendum i gær með 50 atkvæðum gegn 40 og 6 sátu hjá. í samtali við Mbl. í gær sagði Guðjón að Verðlagsstjóra yrði kynnt niðurstaðan og málið kært til þess að reyna að rjúfa þessa einokun á sölu bóka sem viðgengst í dag. Sagði Guðjón að talsmenn Bókaútgefenda vildu gjarnan láta reyna á þetta mál fyrir dómstól- um og í samtali við Oliver Stein formann Félags íslenzkra bókaút- gefenda í gær kvað hann Bókaút- gefendur ekki óhressa yfir því að málið yrði afgreitt fyrir dómstól- um, því þar með yrði skorið úr um það hver rétturinn væri í þessum efnum og „ef það kemur á daginn að við erum að brjóta lög með ákvörðunum okkar," sagði Oliver „þá verðum við að breyta út frá því.“ Jón Gestur Vig- fússon er látinn JÓN Gestur Vigfússon, fyrrverandi sparisjóðs- gjaldkeri í Sparisjóði Ilafnarfjarðar, er látinn. Jón Gestur vann um árabil í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Meðal áhugamála hans var skógrækt og var hann frumkvöðull að ýmsu í þeim málum. Þá starfaði Jón Gestur að kirkjulegu starfi, hann var söngmaður góður og söng m.a. með Karlakórnum Þröstum og rithönd Jóns Gests þótti með fádæmum vönduð. Jón Gestur Vigfússon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.