Morgunblaðið - 16.10.1980, Síða 18

Morgunblaðið - 16.10.1980, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980 Sýning Magnúsar Kjartanssonar Enn einu sinni hefur sýning verið opnuð í Djúpinu, og að þessu sinni er það einn af okkar fremstu ungu myndlistarmönn- um, sem hengt hefur verk sín í kjallaranum undir veitingastof- unni Hornið. Þessi sýning Magnúsar Kjart- anssonar er að mínum dómi í sérflokki þegar mið er tekið af því, sem staðurinn hefur haft á boðstólum að undanförnu. Magnús Kjartansson hefur verið mjög athafnasamur í myndlist. Það er ekki langt liðið síðan hann hélt sýningu á sama stað ásamt öðrum listamanni og sýndi þá þrívíðar myndir, er þeir félagar höfðu gert í sameiningu. Síðan tók hann þátt í Haustsýn- ingu FÍM og vakti þar óskerta athygli með nokkrum sprellandi verkum, er voru með því besta á þeirri sýningu. Þessi sýning Magnúsar í Djúpinu er að vísu ekki stór að vöxtum, 21 verk, en hún er samt hvergi smá í sniðum. Það er ekki fjöldi sýn- inga né verka, sem ræður úrslit- um um hróður listamanna. Það er aðeins hið myndræna verð- mæti, er fundið verður í verkum þeirra og ekkert annað. Sama hvort um er að ræða þennan eða hinn stílinn. Það myndræna er það eina sem gefur listaverki gildi. Magnús Kjartansson vinnur verk sín á nútímalegan hátt og annað væri ekki hugsanlegt hjá eins einlægum listamanni og honum. Hann verður vart settur í flokk með einhverjum sérstök- um listamannahópum, til þess er hann of sjálfstæður í myndgerð sinni, og er það vel, að allir falli ekki í þá þrautleiðinlegu meðal- mennsku, er öllu virðist tröllríða á þessum umbrotatímum í tækni og vísindum. Af þessum orðum mínum mega menn draga þær ályktanir, að ég sé nokkuð ánægður með sýningu Magnúsar Kjartansson- ar í Djúpinu. Satt er það. En máli mínu til stuðnings bendi ég aðeins á nokkur verk, er mér urðu til umhugsunar á þessari sýningi. Nr. 3, 4, 19, 10 og 14. Allar eru þessar myndir unnar í því, er Meistari Kjarval kallaði Mixed Media og varpar þessi aðferð sérstökum blæ á mynd- gerð Magnúsar. Það er viss gamánsemi í þessum verkum Magnúsar, sem ekki var eins áberandi hjá honum áður. Það er í stuttu máli mikil framför og þroski í þessum verkum, en auðvitað er sumt, sem betur mætti fara, og ég er viss um, að búast má við meiri og sterkari átökum hjá Magnúsi á næstunni. Til hamingju með þessa sýningu, en munum það, að hálfnað er verk, þá hafið er. Magnús Kjartansson virðir fyrir sér eitt verka sinna. Jón Reykdal sýnir Þeir, sem þekkja til Jóns Reykdals sem myndlistarmanns, hafa eingöngu haft spurnir af honum sem grafíker, eða réttara sagt á okkar tungu, sem svart- listarmanni. Hann hefur þegar unnið sér nafn á þeim vettvangi og gert þar margt gott. Nú hefur Jón komið á óvart með olíumál- verk, er hann sýnir á sýningu, er hann hefur stofnað til í Norræna húsinu. Þar eru 48 verk til sýnis, 21 þeirra er olíumálverk, en grafík rekur lestina. Jón Reykdal er ljóðrænn mál- ari, sem vinnur verk sín á furðulega rómantískan hátt. Það er samband lands og fólks og fólks og fugla, sem orðið hefur vakinn að þessum verkum. Og ekki má láta hina húmanísku lífsskoðun Jóns fara fyrir ofan Myndlist eftir VALTÝ PÉTURSSON garð og neðan, þegar þessar myndir eru skoðaðar. Allt er hér í mjög léttum litatónum, og það er sérlega hreint yfir þessum verkum. Bygging þeirra ekki margbrotin og vel skiljanleg fyrir þá, er lesa vilja hitt og annað úr myndmálinu. En því er ekki að neita, að sumum mun finnast vanta nokkurt átak í þessi verk, og að Jón hafi ekki enn sem komið er náð sömu tökum á olíumálverkinu og hann hefur á grafíkinni. Það held ég, að fari ekki framhjá neinum, Jón Reykdal: Maður og jökull. sem skoðar þessi verk. Ég held, að þetta sé ofur eðlilegt. Jón hefur stundað grafík það mikið og náð þeim árangri, að það væri óhugsandi, að þess kenndi ekki í málverki hans. Sannleikurinn er sá, að þessar listgreinar; olíu- málverkið og grafíkin, eru býsna ólíkar, þótt segja megi, að um systur sé að ræða. Af málverkum Jóns nefni ég aðeins örfá eða þau, er mér féllu best hjá listamanninum. Nr. 5 er heilla í litabyggingu en margt annað á þessari sýningu. Nr. 8 fannst mér einnig gott. Nr. 15 er mjög lagleg mynd og hefur styrkara form en margt annað. Af grafík fannst mér áhrifamest nr. 24, 26, 28, 29, 36. Hér er um dúkristur og sáldþrykk að ræða, og eru dúkristur í miklum meiri- hluta. Eitt besta verkið á þessari sýningu fannst mér nr. 36, sem er, held ég, það besta, er ég hef séð eftir Jón Reykdal. Þetta mun vera í fyrsta skipti, sem Jón heldur einkasýningu á grafík og olíumyndum. Hann er ungur maður, sem þegar hefur getið sér góðan orðstír, og ég efast ekki um, að hann eigi eftir að halda á brattann eins og dugandi fólki á listabraut sæmir. Það er ekkert óeðlilegt við það, að einhverju sé ábótavant, þegar haldið er á nýjar brautir. Málverkið er skemmra á veg komið í höndum Jóns en grafísk vinna, en það segir á þessu stigi málsins ekki neitt um hina raunverulegu hæfileika Jóns Reykdals sem málara. Sjáum þessa sýningu, hún er þess virði. Óskum Jóni alls góðs á komandi árum og þökkum fyrir okkur. Czeslaw Milosz Gabriel Garcia Marquez Sitthvað um í hvert skipti sem fréttir berast frá Stokkhólmi um ákvörðun átj- ánmenninganna sem velja Nóbels- verðlaunahafa í bókmenntum hefjast umræður og deilur um niðurstöður. Ljóst er að akademian hefur á undanförnum tveimur árum forð- ast að láta undan þrýstingi. Með því að velja ljóðskáldin Odisseas Elits frá Grikklandi í fyrra og pólska útlagaskáldið Czeslaw Mil- osz nú hafa hinir virtu herramenn raunverulega beint augum heims- ins að jafningjum sínum í hópi akadímekera og fagurkera og leik- ið á pressuna sem hefur tilhneig- ingu til að segja fyrir verkum. Meðal höfunda sem nefndir voru í fjölmiðlum nú eru Graham Greene frá Englandi, Gabriel García Márquez frá Kolombía, Doris Lessing frá Englandi, Léo- pold Sédar Senghor frá Senegal, Gúnter Grass frá Þýskalandi og Bandaríkjamaðurinn Norman Mailer. Meðal útlagahöfunda sem sumir töldu líklegan er Tékkinn Milan Kundera. Því ber ekki að neita að aka- demían hefur oft verið seinheppin. Hver man til dæmis eftir Spán- verjanum José Echegaray sem fékk Nóbelsverðlaunin 1904 eða Karli Spitteler frá Sviss sem var verðlaunaður 1919? Eða hverjum dettur í hug að menn eins og Bertrand Russell og Winston Churchill hafi í raun átt skilið Hún vill að ég sé sér sólskinsfífl Dagur Sigurðsson. SÓLSKINSFÍFL Höfundur gaf út 1980. ur er (má nota orðið hagmælska í þessu sambandi?). Grasasnafræði sannar þetta: Ég verð að játa það í upphafi þessarar umsagnar um Sólskins- fífl Dags Sigurðarsonar að ný ljóð eftir hann verka oftast á mig eins og endurómur eldri ljóða hans. Að Orð hafa ýmsa eiginleika aðra en semíngstísku aöra en grámaþýsku. Finndu blæ orða í eyra. þessu leyti minnir hann mig á Jónas Svafár. Báðir virðast standa í stað. Aftur á móti er engin ástæða til að beita Dag harðri gagnrýni. Hann á sér eigin rödd sem er um margt sérstæð. Sama er að segja um Jónas. Bestu ljóð Dags vitna um ferska skynjun, næmt skopskyn, hug- kvæmni máls. Ef Sólskinsfífl sker sig að einhverju leyti úr fyrri bókum skáldsins er munurinn einkum vaxandi tilhneigin til að kveða um píkur og tittlinga. Af æskulegri þörf lofsyngur Dagur sköp konunnar. Vakandi dreymir hann um „að við séum fléttuð saman þétt, að þú sért sveitt með rennandi blauta píku“. Stundum kemur manni það á óvart hve góður ljóðasmiður Dag- Ræflar Skrævur Baldin Túngutak er tak í túngu tak á túngu tekið á túngu og tekur í túnguna Ó Flóra Flóra Flora mia bella Bullaðu bullaðu aftur og fram. Finndu keim orða í munni hvernig þau fara í munni hvernig þau braggöast í munni. Ræflar frjóvga skrævur. Út koma baldin baldin Tugg tugg tugga túngujórtur Flóra Gyöja Flóra beljan mín Hún vill aö ég sé sér sólskinsfífl já grasasni á beit. Jafnvel nauðaómerkilegt kvæði eftir Kúbuskáldið Nicolás Guillén þýðir Dagur þannig að úr verður skemmtilegur orðaleikur, haturs- fullt níðið um McCarthy kemst vel til skila á íslensku: „Hérna liggur hæstvirtur McCarthy,/ dauður á dánarbeði,/ umkringdur öpum fjórum;/ hérna liggur hæstvirtur McApi,/ dauður í Carthyhvílu,/ umkríngdur gömmum fjórum.“ Það er tilvalið að lesa Sólskins- fífl þegar manni leiðist eða í strætó. Ég hef reynt það sjálfur að bókin er fyrirtaks afþreying.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.