Morgunblaðið - 16.10.1980, Side 22

Morgunblaðið - 16.10.1980, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980 Búið að salta 20 þúsund tunnum meira en í fyrra NÚ ER búið að salta í rúmloKa 62 þúsund tunnur aí síld á vertíðinni, sem hóíst 25. september með „EIN náKrannakonan hafði á orði, að ekki væri svefnfriður um nætur vegna rúlluskrölts rétt við svcfnherbergisKlugK- ann ok undanfarið hefur Mjóifjörðurinn verið upp- Ijómaður, en 15-20 skip hafa verið hér á reknetaveiðum,“ saiíði Vilhjálmur Iljálmars- son fyrrverandi ráðherra er Morjíunhlaðið hafði samband við hann á Brekku í Mjóafirði í >jær. Saiíði Vilhjálmur að hátarnir leuðu net sin innan frá Leirum ok út undir fjarð- arkjaft ok lenðu hæði Krunnt ok þétt. Bændur á Brekku og Eyri í Mjóafirði hafa síðan í ágústmán- uði lagt netstubba beint undan bæjunum og hafa þeir fengið eitthvað af síld á hverjum degi og veiði reknetabáta. Er þetta um 20 þúsund tunn- um meiri söltun en á sama tíma í fyrra. Mest hefur mest 3 tunnur. Síld var söltuð í 6 sumur í Mjóafirði þegar mest var af síldinni eystra og var mest saltað þar í 8 þúsund tunnur. Nú hefur íbúðarhús síldarsöltunar- fólks verið tekið undir menning- una, eins og Vilhjálmur orðaði það, en þar er nú skóli, bókasafn og gistiaðstaða. Síldarævintýrið er því ekki komið til íbúa í Mjóafirði enn þá, þó svo að ævintýralegt sé að sjá út á fjörðinn á næturnar. Vilhjálmur sagði, að búskap- urinn hefði forgang í Mjóafirðin- um og undanfarið hefði verið unnið að því að koma fé til slátrunar á Neskaupstað. Er féð flutt með bát til Neskaupstaðar og komast allt að 100 kindur i hverja ferð, en bændur í Mjóa- firði ætla að slátra 800 fjár í haust. verið saltað á Eskifirði, eða um þriðjungur þ.e. um 22 þúsund tunnur hjá þremur söltunarstöðvum. Á Fáskrúðsfirði er búið að salta i hátt i 10 þúsund tunnur hjá Pólarsíld og um 9 þúsund tunnur á Höfn í Hornafirði. Á Neskaupstað var í gær búið að salta L um 1.000 tunnur og í um 1800 tunnur á Reyðarfirði. Að- eins ein söltunarstöð er nú á Seyðisfirði, Norðursíld, og þar var í gær búið að salta í um 4.000 tunnur. Talsvert hefur verið fryst af síid í Vestmannaeyjum og þar er búið að salta í á 5. þúsund tunnur. Saltað hefur verið í um 2.500 tunnur í Þorlákshöfn, rúmlega þúsund tunnur í Grindavík og 1200 tunnur í Keflavík. Margir hringnótabátar eru nú á miðunum og má búast við að mikið verði saltað á síðasttöldu stöðunum og Akra- nesi þegar þeir koma inn. Síld- veiði fyrir Norðurlandi lauk fyrir nokkru, en mun meira var saltað af síld á mörgum stöðum nyrðra heldur en undanfarin ár og þá einkum á Dalvík og Húsavík. Verð á síld var ákveðið fyrir tímabilið frá miðjum ágúst til 1. október. Nýtt verð á síld hefur ekki verið ákveðið og er það nú til umfjöllunar hjá Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins. Mjóifjörður: Varla svefnfriður vegna rúlluskrölts frá reknetabátunum Eftir söngvakeppnina á Irlandi: Samstarf íslenskra og erlendra listamanna? Ljósm.: Emilia Bj. Bjórnsdóttir. Ensk/írski söngvarinn Peter O'Donnell og Björgvin Halldórsson i upptökustúdíói Hljóðrita i Hafnarfirði i vikunni. Þeir urðu þriðji og fjórði i röðinni i söngvakeppninni á Írlandi nú nýverið. IIÉR á landi er nú staddur á vegum Hljómplötuútgáfunnar hf., enski söngvarinn Peter O'Donnell. en hann hafnaði i þriðja sæti söngvakeppninnar i Castlebar á írlandi sem haidin var nýlega, en þar varð Björgvin Halldórsson sem kunnugt er i fjórða sæti, en alls bárust um 1800 lög til keppninnar. Ástæða þess að O’Donnell er hingað kominn, er að sögn Jóns Ólafssonar hjá Hljómplötuútgáf- unni sú, að hann heyrði mikið af íslenskum lögum úti er keppnin stóð yfir, og fékk hann þá áhuga á að koma hingað, kynna sér ís- lenska tónlist, hljóðritunarað- stöðu og fleira. Hefur hann þegar sungið tvö lög inn á plötu til reynslu í Hljóðrita í Hafnarfirði, en ekkert hefur þó verið ákveðið hvort af útgáfu verður eða ekki. „Það er verið að kanna ýmsa möguleika í þessu efni,“ sagði Jón Ólafsson, „en enn er of snemmt að segja nokkuð nánar um það. Ég get þó sagt að hingað er í vikunni væntanlegur umboðsmaður O’Donnells, og ætlar hann að kanna nánar hvað hér er um að ræða. — Hvort af einhverju sam- starfi milli íslenskra og enskra hljómplötuútgefenda eða milli ís- lenskra og erlendra listamanna verður að ræða, getur tíminn einn sagt til um.“ Til aðstoðar O’Donnell við upp- tökuna í Hljóðrita voru meðal annarra hljómlistarmennirnir Pálmi Gunnarsson, Magnús Kjartansson, Sigurður Karlsson °g Tryggvi Hiibner, auk Björgvins Halldórssonar og starfsmanna fyrirtækisins. Peter O’Donnell er sem fyrr segir enskur, en er af írskum ættum. Hann er nú búsettur í Los Angeles í Kaliforníu, þar sem hann er nú að koma upp hljóm- sveit með þarlendum lista- mönnum, að sögn Jóns Ólafssonar. O’Donnell er annars „sólósöngv- ari“, og lag hans, sem varð þriðja í röðinni í keppninni, neínist „We All Need Love“. Olaf Palme, Thorbjörn F&lldin, leiðtogi jafnaðarmanna. forsætisráðherra. Gösta Bohman, Ola Ullsten, fjármálaráðherra. utanríkisráðherra. Svíþjóð: „Efnahagur lands- ins er í kaldakoh44 - sagði Olaf Palme þegar vantrausts- tillaga var borin fram á stjórnina. Frá GuAfinnu kaxnarsdóttur, fréttaritara Mbl. ^ i Stokkhólmi. 15. október. Á miðvikudaginn mun sænska þingið ganga til atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu Jafnaðarmanna á sænsku stjórnina. Mjög harðar umræður urðu í sænska þinginu i dag. „Efnahagur landsins er i kaldakoli." sagði Olaf Palme, leiðtogi Jafnaðarmanna og beindi hörðum ásökunum að Thorbjörn Falldin. forsætisráðherra og stjórn hans. Hann ásakaði stjórnina um að hafa villt um fyrir kjósendum hvað varðar efnahagsstöðu landsins og fór hörðum orðum um ákvarðanir stjórnarinnar um að hætta við að tryggja eftirlaunafólki óskertan kaupmátt. „Allir flokkar ættu sameiginlega að leysa efnahagsvandamál lands- ins,“ sagði Olaf Palme „En eins og nú er ástatt erum við búnir að missa alla von um að geta haft nokkra samvinnu við þessa stjórn. Hún fer í engu að tillögum okkar. Við verðum þess vegna að lýsa vantrausti okkar á henni og krefj- ast nýrra kosninga." Thorbjörn Fálldin, forsætisráð- herra gagnrýndi Jafnaðarmenn og Olaf Palme fyrir að hafa engar eigin efnahagstillögur fram að færa. En það er gagnrýni.sem margir aðrir hafa fært fram að undanförnu. Gösta Bohman, fjár- málaráðherra kallaði Olaf Palme nöldurskjóðu, sem aðeins vildi hindra stjórnina í viðleitni hennar við að rétta við efnahag landsins. „Jafnaðarmenn segja bara nei við öllu,“ sagði utanríkisráðherrann, Ola Ullsten. „Þeir hafa engar eigin tillögur fram að færa. Olaf Palme hefur aldrei tekist að spara eina einustu krónu,“ bætti Ullsten við. „Ríkisstjórnin hefur alltaf gert sér far um að hlífa þeim, sem minnst mega sin í efnahagsaðgerð- um sínum,“ sagði Ullsten einnig. Hann minnti þjóðina á, að hún er góðu vön. „Við erum vön því, að hagur okkar batni með hverju ári. En við slíku er ekki að búast á næstu árum,“ sagði Gösta Boh- man, fjármálaráðherra. „Við mun- um eiga í efnahagserfiðleikum næstu 10 árin og allir verða að hjálpast við að bera þá byrði.“ „Ríkisstjórnin hefur gripið alltof seint í taumana," sagði Olaf Palme og bætti við: „Og þegar hún loksins gerði eitthvað, þá alltof harka- lega.“ Lars Werner, formaður komm- únistaflokksins fór einnig mjög hörðum orðum um stjórnina og efnahagsaðgerðir hennar. Hann kallaði þær „októberbyltingu Boh- mans“. „Sparnaðaráformin eru svik við vinnandi fólk, barnafjöl- skyldur og eftirlaunafólk," sagði Lars Werner, formaður kommún- ista. „Við töpum atkvæða- greiðslunni“ Staða stjórnarinnar og stjórnar- andstöðunnar í sænska þinginu er 175 þingsæti gegn 174 þingsætum. Möguleikar Jafnaðarmanna á að fella stjórnina eru raunverulega engir, þar sem talið er útilokað, að nokkur úr þingliði stjórnarinnar muni greiða atkvæði með van- trauststillögu Jafnaðarmanna. „Við gerum okkur fulla grein fyrir því, að við töpum þessari atkvæðagreiðslu," sagði Olaf Palme, og bætti við: „en við viljum með þessu móti láta í ljósi óánægju okkar með efnahagsaðgerðir stjórnarinnar. Við verðum að lýsa vantrausti á stjórnina — kjósend- ur okkar krefjast þess. Fólk er búið að fá nóg af þessari stjórn, sem hækka söluskattinn, eykur at- vinnuleysið og svíkur eftirlauna- fólk. Þetta er ekki lengur nein miðflokkastjórn. Allar ákvarðanir eru svartasta íhald — stjórnin er fangi Hægri flokksins". Efnahagsaðgerðir stjórnarinnar Efnahagsaðgerðir stjórnar Thorbjörns Fálldins eru mjög yfir- gripsmiklar. Þær eiga að auka tekjur ríkisins um 6 til 7 milljarða sænskra króna á árinu 1981 og 1982. Sparnaðaraðgerðirnar eru víðtækastar í húsnæðismálum og félagslegum úrbótum. Húsaleigu- aðstoð sem í Svíþjóð er mjög algeng, mun minnka nokkuð og hálfur milljarður þar með renna í sænska ríkiskassann. Eftirlauna- fólk hættir að fá kaupmátt bóta tryggðan til fulls, eins og verið hefur. Greiðsla fyrir meðöl og læknaþjónustu mun hækka úr 25 krónum sænskum í 40 krónur. Atvinnurekendur eiga að borga fyrstu 7 veikindadaga starfsfólks. Niðurgreiðslur á matvörum munu minnka um 1,2 milljarð sænskra króna. Styrkur til skólanna lækkar um 306 milljónir sænskra króna. Háskólakennsla í vissum greinum fellur niður við fjölmarga háskóla. Námslán tengjast tekjum. Lest- armiðar verða dýrari, — ásamt fleiri aðgerðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.