Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19,_sími 83033.
Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 280
kr. eintakið.
Hvað elskar
sér líkt...
Þaö er smátt, sem pólitíska humlstunyan ekki finnur. í
forystufírein í Tímanum í j;ær reynir Þórarinn Þórarinsson
að skýla sér bak við hálfsagðar sögur Wilsons, fyrrum
• forsætisráðherra Breta, um viðræður hans og forráðamanna
Islendinga, þegar síðasta þorskastríð geisaði en Morgunblaðið
birti frétt um þessi ummæli fyrir um ári og líklega hefur hún farið
framhjá Þórarni á hafréttarráðstefnunni. En þessir hálfkveðl-
ingar brezka forsætisráðherrans verða nú tilefni til venjulegs níðs
um formann Sjálfstæðisflokksins.
Það hefur ekki þótt mannborulegt hingað til á íslandi að troða
sér undir brezka verndarvænginn, og í þorskastríðinu sjálfu kom
vel í ljós, að þeim Bretum er annað betur gefið en heilagur
sannleikurinn — og eiga þeir það sameiginlegt með framsóknar-
mönnum. Það er raunar lítilmannlegt að reyna að leita sér
pólitísks skálkaskjóls í brezku níði, en hæfir þó skel kjafti.
Alkunna er, að síðasta þorskastríð vannst undir forystu Geirs
Hallgrímssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hafði stjórn-
arformennsku á þeim tíma og 200 mílna fiskveiðilögsögu að
aðaltakmarki stjórnar sinnar. Þetta tókst m.a. vegna sterkra
tengsla brezku stjórnarinnar við Atlantshafsbandalagið — og þá
einkum utanríkisráðherra stjórnarinnar, sem nú er látinn.
En Wilson og framsóknarmenn geta skrifað sína „sögu“ án þess
að öðrum komi það við. Og eitthvað verður Þórarinn að hafa fyrir
stafni, meðan hann er ekki á hafréttarráðstefnum.
Það er út af fyrir sig ánægjulegt, að einhver skuli taka mark á
„söguskoðunum" Wilsons, því að ekki eru þær í hávegum hafðar í
Bretlandi. En það er mátulegt á Þórarinn Þórarinsson, að hann
skuli eiga samleið með honum í þeim efnum. Þetta samstarf skyldi
þó ekki hafa byrjað í þorskastríðinu?
Samkomulag sjálfstæð-
ismanna um nefndakjör
Samkomulag það, sem varð í þingflokki Sjálfstæðisflokksins
um kjör í þingnefndir hefur vakið almenna ánægju meðal
flokksmanna og stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. Sá klofn-
ingur, sem varð í Sjálfstæðisflokknum á sl. vetri við stjórnar-
myndun Gunnars Thoroddsens, hefur valdið miklum sárindum
meðal almennra flokksmanna og stuðningsmanna flokksins, sem
leita ekki eftir persónulegum frama á vettvangi stjórnmálanna en
leggja hins vegar af mörkum mikla vinnu í þágu þeirra hugsjóna,
sen Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir. Þetta fólk ekki sízt fagnar
því samkomulagi, sem varð um nefndakjör í þingbyrjun í
þingflokki Sjálfstæðisflokksins.
Margir hafa haldið því fram, eftir að núverandi ríkisstjórn var
mynduð, að ekki mundi gróa heilt í Sjálfstæðisflokknum og þess
yrði ekki langt að bíða, að hann sundraðist. Þeir andstæðingar
Sjálfstæðisflokksins, sem þannig tala, hafa sjálfsagt ekki gert sér
grein fyrir því, að allt frá stjórnarmynduninni og til þessa dags
hefur krafa hinna almennu flokksmanna og stuðningsmanna
flokksins verið ein og hin sama, að flokknum verði haldið saman.
Þeir trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins, sem stuðla að sundrungu
í störfum sínum geta ekki vænzt stuðnings almennra flokksmanna
við slíka iðju. I ræðu, sem Geir Hallgrímsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, flutti sl. sumar í Bolungarvík lagði hann
sérstaka áherzlu á sættir og undirstrikaði nauðsyn þess að
sjálfstæðismenn vinni saman að fjölmörgum verkefnum, sem
úrlausnar bíða á vettvangi flokksins, þótt ágreiningur sé á öðrum
vígstöðvum. Að því eiga sjálfstæðismenn að vinna og samkomulag
í þingflokknum verður flokksmönnum áreiðanlega hvatning til
þess.
Fleiri og fleiri hafa nú áhyggjur af því upplausnarástandi, sem
ríkir í íslenzku þjóðlífi. Þegar styrkur Sjálfstæðisflokksins er
mestur er hann eina raunverulega sameinandi aflið, sem hægt er
að byggja á. Þess vegna eru margir aðrir en sjálfstæðismenn, sem
hafa áhyggjur af þeirri sundrungu, sem verið hefur í röðum
sjálfstæðismanna um skeið. Upplausnin kallar á hið sameinandi
afl, og þá kjölfestu, sem Sjálfstæðisflokkurinn getur verið. Það á
að verða sjálfstæðismönnum hvatning til þess að setja niður þær
deilur, sem verið hafa uppi innan flokksins og einbeita kröftum
flokksins að því uppbyggingarstarfi, sem framundan er. Nú er þörf
þess konar þáttaskila í íslenzku þjóðlífi, sem Viðreisnin varð 1960.
Sterkur og samhentur Sjálfstæðisflokkur er eina þjóðfélagsaflið,
sem tryggt getur að þau þáttaskil verði.
íslenzka málaársnefndin ásamt Hjálmari ólafssyni formanni Norrænafélagsins á ísiandi. Talið frá vinstri:
Hjörtur Páisson, Haraldur Óiafsson, Guðrún Erlingsson, Aðalsteinn Davíðsson, Hjálmar Ólafsson og
Stefán Karlsson.
Málaársnefnd Norrænafélagsins:
flvannaamiul erinarsuutit
Davvilavlagat
Dordsange
Dordsanger
Dordsinger
Dorðurlendskir sangir
Dorðursöngvar
'pohjolan lauluja
Norðursöngvar, gcfin út af nor-
rænum útvarpsstöðvum.
Snælda með norsku, sænsku
og færeysku efni væntanleg
MÁLAÁRSNEFND Norrænafélagsins á íslandi, sem starfar í samvinnu við samskonar
nefndir á hinum Norðurlöndunum, til þess að kynna Norðurlandamálin innan allra
landanna, boðaði nýlega blaðamenn á sinn fund til að kynna störf sín og hvað fram
undan væri. Þar kom meðal annars fram að mjög gott samstarf hefur tekizt með
námsstjóranum í dönsku og menntamálaráðuneytinu, sem veitti 5.000 þúsund krónur til
ótgáfu á snældu með norrænu efni og einnig að norrænu útvarpsstöðvarnar hafa nú
gefið út söngbók með lögum og textum frá öllum Norðurlöndunum.
I bókinni eru textar á 8
tungumálum, þar á meðal græn-
lenzku, samísku og færeysku auk
hinna málanna fimm. Út-
varpsstöðvarnar hafa einnig
gert nokkra þætti, sem ætlaðir
eru til flutnings í útvarpi og eru
að miklu leyti byggðir á bókinni
og mun þess ekki langt að bíða
að þættirnir verði fluttir hér.
Á snældunni verður efni frá
Noregi, Svíþjóð og Færeyjum,
bæði lesið og sungið. Það verða
þjóðsögur og smásögur frá
hverju landi, sem tengdar verða
með söngvum. Efnið hafa Björg
Juhlin, Sigrún Hallbeck og Ingi-
björg Jóhannessen valið.
Vonandi ætti þetta efni að
geta vakið athygli íslenzkra
skólanemenda á því að með
dönskunáminu öðlast þeir jafn-
framt lykil að sænsku og norsku
og að ýmsum þeim orðmyndum
færeysku sem þeir þekkja ekki
úr eigin máli. Hörður Bergmann
námsstjóri hefur unnið að því að
ýta þessu á flot og beðið dönsku-
kennara að benda nemendum
sínum á það hve stutt er á milli
þessara mála.
Bókafulltrúi ríkisins hefur
hvatt bókaverði til þess að hafa
sýningar á norrænum bókum.
Væntanlegur er eins konar
málkynningartexti á mjólkur-
umbúðum; forráðamenn hlutað-
eigandi fyrirtækja tóku af mikl-
um skilningi málaleitun um
þetta.
Skrifað hefur verið útvarpi og
sjónvarpi til þess að minna á
norræna málaárið og fara fram
á að eitthvert tillit verði tekið til
þess í dagskrárgerð.
Sótt hefur verið um styrk til
Norræna menningarsjóðsins til
ýmissar starfsemi á árinu, svo
sem til kaupa á hljómplötum eða
snældum með norrænu efni,
sungnu eða lesnu, en margir
sviðslistamenn nágranna okkar,
leikarar og söngvarar, eiga fullt
erindi til Islendinga og ættu að
geta náð eyrum þeirra, einkum
ef prentaðir eða fjölritaðir text-
ar fylgdu plötunum sem ætlun er
að dreifa til framhaldsskóla og
almenningsbókasafna ef af fjár-
veitingu verður.
:Sótt hefur verið um styrk til
þess að fá fyrirlestra í fram-
haidsskóla um þau tungumál
Norðurlanda sem fjær liggja
íslenzku, en í sambandi við það
tungumál sem næst liggur skal
þess getið að mikill áhugi er á
því að koma út sérstöku kynn-
ingar- eða kennsluhefti í fær-
eysku. Allt er þetta þó undir
fjárveitingu komið.
Norræna félagið hefur staðið
fyrir fjórum samkomum í Nor-
ræna húsinu þar sem kynnt hafa
verið þau tungumál sem töluð
eru á Norðurlöndum og stendur
til að þessar samkomur verði
fleiri.
Málaárinu er ætlað að standa
til loka skólaársins 1981.
Helbrigðis-
þing hefst í dag
Heilbrigðisþing hefst á Ilótel
Loftleiðum í dag og stendur í tvo
daga. Til þingsins er boðið 200
fulltrúum sjúkrahúsa, heilsu-
gæslustöðva, dvalarheimila og
annarra sjúkrastofnana. sveitar-
stjórna, stjórnsýslustofnana, Al-
þingis og félagasamtaka, sem
heint eða óheint hafa afskipti af
heilhrigðisþjónustu í landinu og
er hugmyndin að stefna þessum
fulltrúum saman til að ra‘ða
vandamál heilhrigðisþjónust-
unnar. Þing þetta er á vegum
heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytisins og á að vera vett-
vangur til upplýsingaöflunar og
miðlunar í því skyni að hefja
nýja og víðtækari stefnumótun á
sviði heilbrigðismála.
Meginviðfangsefni heilbrigðis-
þingsins er annars vegar stefnu-
mörkun í sjúkrahúsamálum og
hins vegar stefnumörkun í heilsu-
gæslumálum. Erindaflokkar eru
fimm og fluttir verða 13 fyrir-
lestrar.
Undirbúningur heilbrigðisþings
hefur verið í höndum starfshóps
um heilbrigðismál sem heilbrigð-
isráðherra skipaði sl. vor, og er
formaður Páll Sigurðsson ráðu-
neytisstjóri. Er ætlunin að starfs-
hópur um heilbrigðismál vinni úr
þeim upplýsingum, sem lagðar
verða fyrir þingið í þeim tilgangi
að gera tillögur um stefnumótun
heilbrigðismála fyrir 9. áratug-
inn.
Ljósm.: Sverrir Pálsson.
Menntaskólinn á Akureyri í síðdegisskímunni í október.
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980
25
Gleymum ekki geðsjúkum:
Kiwanismenn
selja K-lykilinn
NÆSTKOMANDI laugardag.
þann 18. október, mun Kiwanis-
hreyfingin gangast fyrir sölu á
K-lyklinum undir kjörorðinu
^GIeymum ekki geðsjúkum“.
Ágóðinn af sölunni mun að mestu
leyti renna til uppbyggingar
endurhæfingarhcimilis í Reykavík
fyrir geðsjúka en einnig til geð-
deildar Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri. Nú þegar er fengin lóð
undir endurhæfingarheimiíið og
mun bygging þess hefjast eigi
síðar en scx mánuðum eftir að
afhending fjárins fer fram en það
verður afhent 15. janúar 1981.
Á blaðamannafundi sem Kiwan-
ishreyfingin efndi til kom fram að
undirbúningur þessarar söfnunar
hefur staðið í níu mánuði. Sala
K-lykilsins fer þannig fram að
gengið verður í hús um landið allt
og lykillinn einnig seldur á götum
úti. Þá verður pöntunarlistum einn-
ig komið um borð í báta og skip en
sú tilhögun reyndist mjög vel er
K-lykillinn var seldur 1977 og vilja
Kiwanismenn þakka sjómönnum
Þrír félagar í Kiwanis-klúbb Reykjavíkur, t.v. Finnbjörn Gíslason,
Birgir Vigfússon og Jón K. ólafsson. Fyrir ofan þá er merki
söfnunarinnar.
Þetta hús er byggt úr einingum sem framleiddar voru i Bergiðjunni og er það dagheimili við Kleppsspítala.
rausnarlegt framlag þeirra í þeirri
söfnun.
í ræðu sem Tómas Helgason,
geðlæknir, flutti á blaðamanna-
fundinum kom fram að brýn þörf er
á endurhæfingarheimilum fyrir
geðsjúka hér á landi. Sagði hann að
geðsjúkir hefðu lengst af mætt
afgangi í heilbrigðisþjónustunni
hérlendis, — geðsjúkir ættu vegna
annmarka sinna erfitt með að
berjast fyrir hagsmunamálum sín-
um og gleymdust því gjarnan.
Skortur á slíkri aðstóðu ylli einnig
þeim sem fengjust við geðlækn-
ingar töluverðum erfiðleikum — í
sumum tilvikum þyrfti að útskrifa
sjúklingana . of snemma vegna
plássleysis en í öðrum þyrftu þeir
að dvelja lengur en nauðsynlegt
væri á geðsjúkrahúsum vegna þess
að ekki væri hægt að finna þeim
samastað. Vildi hann þakka Kiwan-
ismönnum það mikla starf sem þeir
hafa á liðnum árum unnið í því
skyni að bæta hag geðsjúkra.
Minntist hann sérstaklega söfnunar
Kiwanismanna 1974 en þá söfnuðu
þeir fé til tækjakaupa fyrir Bergiðj-
una á Kleppi sem er endurhæfing-
arvinnustaður fyrir geðsjúka. Mun
Bergiðjan einmitt framleiða vegg-
einingar þær sem nýja endurhæf-
ingarheimilið verður byggt úr. Að
lokum sagðist Tómas vona að söfn-
unin skilaði góðum fjárhagslegum
árangri, en þó væri ekki síður
mikilvægt að hún vekti athygli á
vandamálum geðsjúkra og skapaði
skilning og samúð í þeirra garð.
Þessu atriði vilja Kiwanismenn
sérstaklega vekja athygli á, — hér á
landi munu fordómar í garð geð-
sjúkra því miður vera útbreiddir og
veldur það þeim oft miklum erfið-
leikum sem hafa þó nógu mikið við
að stríða fyrir. Vonast þeir til
söfnunin verði til þess að vekja fólk
til umhugsunar um vandamál þessa
hóps og verði til þess að þeim verði
sinnt meira i framtíðinni.
Kiwanishreyfingin á íslandi var
stofnuð árið 1964 og samanstendur
af 36 klúbbum með yfir 1200
félögum. Hreyfingin starfar í ná-
inni samvinnu við geðverndarfélag
Islands. Styrktarverkefni hreyf-
ingarinnar í heild eru málefni
geðsjúkra og hefur hreyfingin selt
K-lykilinn þriðja hvert ár í þágu
þessa málefnis á svo nefndum
K-degi.
K-lykilinn er lítið barmmerki og
kostar hann 1000 kr. Kiwanis-
hreyfingin hvetur landsmenn til að
leggja geðverndarmálum lið og taka
vel á móti sölufólki. Ef einhverjir
þeir sem vilja styrkja málefnið sjá
framá að þeir verði ekki heima á
laugardag eða fari á mis við
sölufólk með öðrum hætti, geta þeir
greitt framlag sitt inn á gíróreikn-
ing nr. 32331-4 eða komið við í
húsnæði Kiwanishreyfingarinnar
að Brautarholti 26.
Halldór Jónatansson:
Rekstrartap Landsvirkjun-
ar 1331 milljón á þessu ári
leiðrétting á
- fáist ekki
— REKSTRARTAI* Landsvirkj-
unar nam 597 milljónum króna
árið 1978, 966 milljónum króna
árið 1979 og verður um 1331
milljón króna í ár fáist ekki
leiðrétting á gjaldskrá. Lands-
virkjun hefur orðið að brúa allan
halla af þessu tagi með erlendum
lántökum en það má öllum vera
ljóst að slíku verður ekki komið
við öllu lengur, sagði Halldór
Jónatansson aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Landsvirkjunar,
þegar Mbl. spurði hann um
fjárhagsstöðu fyrirtækisins, en
Landsvirkjun hefur sem kunnugt
er sótt um 19% hækkun á gjald-
skrá frá og með 1. nóvember nk.
Halldór Jónatansson sagði
ennfremur:
„Miðað við óbreytta gjaldskrá
yrði um að ræða rekstrartap hjá
Landsvirkjun á þessu ári að fjár-
hæð um 1331 m.kr. Er þá miðað við
50% verðbólgu og 40% hækkun
dollars. Landsvirkjun fór fram á
55% hækkun á sínum tíma frá 1.
ágúst s.l. að telja, sem svarar til um
22% hækkunar til almenningsraf-
veitna og nægt hefði til að tryggja
taplausan rekstur á árinu án frek-
ari gjaldskrárhækkana í ár. Þjóð-
hagsstofnun gaf umsögn varðandi
þessa hækkunarþörf og í henni
fólst að 40% hækkun 1. ágúst s.l.
væri hæfileg að áliti stofnunarinn-
ar sem fyrsta skref í leiðréttingu á
því misræmi tekna og gjalda sem
orðið hefur hjá Landsvirkjun á
undanförnum tveim árum og hefði
heldur minni verðlagsáhrif en til-
laga Landsvirkjunar. Hefði 40%
hækkun verið leyfð mundi fyrir-
sjáanlegt tap 1980 hafa lækkað úr
1331 m.kr. í 489 m.kr. Ríkisstjórnin
heimilaði Landsvirkjun hinsvegar
gjaldskrá
ekki nema 23% hækkun frá 10.
ágúst sl. að telja, sem þýddi um
9,0% hækkun á smásöluverði Raf-
magnsveitu Reykjavíkur svo dæmi
sé tekið.
Vegna þess hve langt er liðið á
árið þyrfti hækkun 1. nóvember nk.
að verða mjög há eða 57.5%, sem
þýðir um 23% til almennings til að
tryggja hallalausan rekstur í ár.
Stjórn Landsvirkjunar telur að úr
því sem komið er sé óraunhæft að
ætla sér að jafna metin í ár með svo
mikilli hækkun í einum áfanga og
hefur því fyrir sitt leyti tekið þá
stefnu að vinna bug á áframhald-
andi rekstrarhalla í áföngum enda
þótt það þýði að horfast verði í
augu við verulegt rekstrartap
þriðja árið í röð. Jafnframt er það
álit stjórnarinnar, að fyrsta skrefið
í þessa átt verði að draga úr
rekstrarhallanum í ár eins og
frekast er unnt með hækkun hinn 1.
nóvember nk., sem verði jafnframt
til að búa í haginn fyrir næsta ár og
megi ekki vera minni en 19%, sem
er Ví af þeirri hækkun sem þyrfti
til að ná hallalausum rekstri í ár.
Svarar þessi 19% hækkun til um
7,6% hækkunar á verði til almenn-
ings. Landsvirkjun leyfir sér að
treysta því að þessi, eftir atvikum,
hógværa hækkun nái fram að
ganga, en við það myndi rekstrar-
tapið í ár lækka um 891 milljón
króna.
Það sem hér hefur verið rakið er
glöggt dæmi um hvernig vandanum
hefur verið velt á undan sér í
nokkur ár. Hækkanir eru ýmist
skornar niður eða þeini frestað,
nema hvorttveggja sé. Hækkunar-
þörfin eykst vegna kostnaðar og
gengistaps af því að fjármagna
tapið með erlendum lánum og að
lokum situr almenningur uppi með
hærra verð en ella.“