Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980 39 Loftur Hjartar - Minningarorð Minning: Jónína Guðborg Guðmundsdóttir Fæddur 8. febrúar 1898. Dáinn 8. október 1980. Loftur Guðni Hjartar fæddist á Gerðhömrum við Dýrafjörð 8. febrúar 1898. Foreldrar hans voru hjónin Steinunn Guðlaugsdóttir og Hjörtur Bjarnason. Loftur ólst upp við hefðbundin sveita- og sjávarstörf, en eins og títt var um efnalitla varð hann fljótt að standa á eigin fótum. Leiðin lá til Bíldudals og lærði hann þar húsa- smíði, en 22 ára gamall flutti hann til Reykjavíkur og bjó þar síðan, þar til hann andaðist á Landa- kotsspítala 8. þ.m. Með Lofti er genginn einn þeirra mörgu hæglátu, starfsömu manna, sem með hörðum höndum unnu þjóð okkar upp úr fátækt til bjargálna. Hann var mikill verk- maður og smiður af guðs náð. Fjölmargir munir, listilega gerðir, bera vott um hagleik, smekk og vandvirkni, sem alla tíð voru ríkjandi þættir í lífi hans. Loftur var því jafnan eftirsóttur til vinnu og minnist ég þess ekki, að hann hafi nokkurn tíma gengið atvinnu- laus á sínum langa starfsferli. í einkalífi var Loftur mikill gæfu- maður, hann kvæntist árið 1930 Guðrúnu Árnadóttur, glæsilegri konu, og eignuðust þau þrjár dætur, Steinunni, Dóru og Krist- ínu. Heimilið að Barmahlíð 11 bar vott um glæsileik og gestrisni þeirra hjóna. Þangað var gott að koma, gleðjast og syngja með glöðum, því að söngurinn var Lofti hjartans mál. Ungur kynntist hann Sigurði Þórðarsyni, söng- stjóra, og gekk í Karlakór Reykja- víkur á fyrstu starfsárum kórsins. Með kórnum söng hann og ferðað- ist meðan heilsa og aldur leyfði, djúp var bassaröddin, enginn falskur tónn, hér held ég að Loftur hafi átt sínar bestu stundir. Kveðjuorð: Fæddur 24. nóvember 1919. Dáinn 5. október 1980. Þegar hringt var og okkur færð sú harmafregn að bróður konu minnar, minn besti vinur, hefði orðið bráðkvaddur, vildi ég ekki trúa að lífsþráður þessa góða manns væri allur. Árið 1942 hófust kynni okkar Gunnars, sem jafnan var nefndur seinna nafni sínu. Ég minnist hans eins og hann var alla tíð, fríður sýnum, svipurinn svo bjart- ur og hlýr, kvikur í hreyfingum, hreinskilinn og hispurslaus. Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar vcrða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendihréfs- formi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu Hnubili. Loftur var drengur góður í þess orðs bestu merkingu, einstakt prúðmenni, sem ljúft er að minn- ast og benda á öðrum til eftir- breytni. Það er hverjum dýrmæt- ur skóli, sem náið fær að kynnast slíkum heiðursmanni. Ég er einn af mörgum úr þessum skóla og flyt bestu þakkir fyrir, þó að eftirbreytnin hafi ekki alltaf verið í takt við kennarann. Nú, þegar Loftur hefur kvatt þennan heipi, sendi ég honum einlægar hugarkveðjur og þakka vináttu hans við fjölskyldu mína. Guðrúnu og öðrum nánustu sendi ég samúðarkveðjur. Stefán B. Stefánsson Kveðja frá eldri fé- lögum Karlakórs Reykja- víkur í dag kl. 13.30 verður Loftur G. Hjartar jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík. Gamlir söngfélagar hans úr Karlakór Reykjavíkur kveðja hann hinstu kveðju með þökk fyrir ljúfar endurminningar um góðan félaga og fagra bassarödd, sem kórinn naut í u.þ.b. 30 ár undir stjórn Sig. Þórðarsonar, vonar Lofts frá æskuárum, því hann fæddist á Gerðhömrum í Dýrafirði, en þar bjuggu foreldrar hans, Hjörtur Bjarnason (ættaður af Suðurnesj- um) og Steinunn Guðlaugsdóttir (ættuð úr Húnavatnssýslu), í tví- býli við foreldra Sigurðar og hefur því tónlistin verið samofin lífi Lofts frá vöggu til grafar, og framlag hans vel fram borið af hógværð og prúðmennsku. Loftur giftist Guðrúnu, dóttur Árna Árnasonar og Kristínar Ólafsdóttur á Bakkastíg 7 hér í borg, þann 15. nóv. 1930 og vantar Foreldrar hans voru Jóhanna V. Þorsteinsdóttir og Guðmundur Auðunsson, börn þeirra hjóna voru Hermann Karl, Herold Frið- geir, Auðunn Gunnar, Katrín Svala, Hanna Ólöf, og Kristín, kona undirritaðs. Það voru miklir kærleikar með þeim heiðurshjón- um þar sem aldrei féll skuggi á, og minningin um þau er ávallt gædd birtu, fegurð og heiðríkju. Ástund- uðu þau við uppeldi mannvæn- legra barna sinna að stuðla að félagsanda, samheldni og ástúð þeirra í millum. Atvikin höguðu þó svo til, að þegar fjölskyldan fluttist frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur árið 1927, varð Gunn- ar (þá 8 ára) eftir hjá ömmu sinni og afa, þeim Guðrúnu Gísladóttur' og Auðunni Jónssyni, kom hann með þeim tveimur árum síðar en dvaldi þó áfram á heimili þeirra hér í Reykjavík. Árið 1930 fellur amma hans frá, en Guðlaug föður- systir hans tekur við bústjórn, og dvaldi Gunnar þar áfram, til 18 ára aldurs. Daglegt samband hafði hann við foreldra og systkini sín þennan tíma, þar til hann flutti til þeirra. Mat hann Guð- laugu föðursystur sína mikils, og taldi hana sem sína aðra móður. Eftirlifandi konu sinni Ester Kratsch kvæntist hann 5. júní 1948, og sagði hann, að það hefi verið stærsta gjöf lífsins sér til handa. Eignuðust þau fjögur börn: Auði , Þorbjörgu Grétu, Guðmund og Guðlaugu, sem öll eru nú uppkomin og hafa stofnað eigin heimili. Barnabörnin tvö, Auður Ester og Auðunn Gunnar voru augsýnilega augasteinar afa síns. Á hinu aðlaðandi heimili þeirra því 1 mánuð í gullbrúðkaupið þeirra hjóna, sem búið hafa í Reykjavík allan sinn búskap og lengst af í Barmahlíð 11. Guðrún Á. Hjartar lifir mann sinn á áttugasta aldursári og sendum við henni samúðarkveðjur. Loftur var húsasmiður að mennt og starfaði við þá iðn í rúmlega hálfa öld og lengst af hjá Kornelíusi ■ Sigmundssyni bygg- ingameistara, og aldrei varð hann atvinnulaus þó nokkur væri rýrð á vinnumarkaði í þá daga, því bæði var maðurinn hagur, vinsæll og verkamaður góður. Systkini Lofts voru sjö og af þeim eru fimm dáin, Snæbjörn, Friðrik, Halldóra, Ólafur og Þórð- ur. María Snæbjörg dvelur nú á DAS og Ágústa Hjartar býr í Reykjavík. Loftur og Guðrún eiga 3 dætur og 6 dætrasyni, Steinunni Hjartar, búsetta í Reykjavík, gifta Stefáni Stefánssyni, Dóru Hjart- ar, búsetta í Kaliforníu, giftist Eysteini Þórðarsyni, og Kristínu Hjartar, var gift Skúla Guðna- syni. Öllum vinum og ættmennum hins látna vottum við innilega samúð okkar við andlát þessa söngbróður vors. Hvíli hann í friði. Sveinn S. Pálmason hjóna réðu gleðin og gestrisnin, og allir sem þar komu fundu sig svo hjartanlega velkomna. Sá eðlisþátturinn sem ríkastur var í lyndiseinkunn Gunnars, var hlýleikinn, glaðværðin og bjart- sýnin, og þegar ættingjar og vinir komu saman á gleðistundum, var hann hrókur alls fagnaðar, spilaði á harmonikuna, söng og gerði öllum svo glatt í geði með léttleika sínum og góðlátlegri kímni. Ekki naut hann síður aðdáunar hinna yngri sem hópuðust venju- lega kringum hann til að hlusta á tónlist hans og taka þátt í gleð- skapnum. Við samfylgdarlokin hér minn- umst við okkar ástkæra vinar, með hlýrri þökk fyrir allar góðu samverustundirnar, og lengi mun hún ylja hjarta okkar, minningin um hinn góða og trausta mann. Megi góður Guð styrkja eigin- konuna, börnin, tengda- og barna- börnin, ástvini og vini í sorg þeirra. Blessuð sé minning Auðuns Gunnars Guðmundssonar. Sig. ó. Helgason. Fædd 22. október 1909. Dáin 13. september 1980. Hinn 19. september siðastliðinn var kvödd í Kópavogskirkju, Jón- ína Guðborg Guðmundsdóttir, húsmóðir, Löngubrekku 37 í Kópa- vogi, en hún andaðist 13. septem- ber í Borgarspítalanum eftir nær tveggja ára örðug veikindi. Jqnína Guðborg Guðmundsdótt- ir var fædd á Melum á Skarðs- strönd og voru foreldrar hennar hjónin Jónína Margrét Guð- mundsdóttir ljósmóðir, (f. 10. 9. 1874) og síðari maður hennar Guðmundur Baldvin Björnsson, bóndi þar (f. 21. 12. 1875). Jónína Margrét var lengi ljós- móðir í Skarðsstrandarhreppi, eða á Skarðsströnd eins og það heitir í mæltu máli. Var hún fædd og uppalin í Purkey á Breiðafirði, en Guð- mundur maður hennar aðfluttur á þennan stað. Þau hjón önduðust með skömmu millibili. Guðmundur drukknaði í Breiðafirði 21. september árið 1924, tæplega fimmtugur að aldri en Jónina kona hans andaðist vorið eftir úr illvígum sjúkdómi, eða 8. apríl árið 1925. Þau Jónína Margrét og Guð- mundur eignuðust fjögur börn, Agnesi er átti dr. Árna Árnason lækni, er seinast var héraðslæknir á Akranesi, Jónínu Guðborgu og tvo drengi, Ólaf, sjómann, er fórst er skipi hans var sökkt á stríðsár- unum síðari og Valtý, er lengi var verkamaður við höfnina og er nú látinn fyrir allmörgum árum. Jónína Margrét ljósmóðir var tvígift. Var fyrri maður hennar Ólafur Björnsson bóndi. Með hon- um átti hún þrjú börn, tvo syiji, er báðir hétu Björn og dóu í bernsku og Jónfríði Ólafsdóttur, er átti Jón Rögnvaldsson, sem lengi var yfir- verkstjóri hjá Eimskipafélagi ís- lands. Eru þau bæði látin. Og eru nú ekki á lífi önnur barna Jónínu Margrétar en Agnes, ekkja dr. Árna. Eins og lesið verður af framan- sögðu, er Guðborg aðeins ungling- ur, nær barn að aldri, er þau systkini missa foreldra sína báða. Heimilið leystist upp, sjálfkrafa. Var hún það sumarið, er hún missti móður sína, kyrr í sveitinni en flutti suður til Reykjavíkur þá um haustið, en þar bjó þá systir hennar, Jónfríður, ásamt manni sínum Jóni Rögnvaldssyni, en hjá þeim átti hún og þau systkini nokkurt athvarf langa hríð. Guðborg fór í vist og var í tveimur húsum eða svo uns hún giftist eftirlifandi eiginmanni sín- um Baldvini Jónssyni, tæknihönn- uði og uppfinningamanni, er kunnastur mun fyrir dúnhreins- unarvélar sínar og fleiri uppfinn- ingar, er hann hefur fengið einka- leyfi fyrir. Þau giftu sig 3. október árið 1931, þannig að hjónaband þeirra varði næstum því hálfa öld. Baldvin Jónsson er Þingeyingur að ætt, sonur hjónanna Jóns Baldvinssonar frá Garði í Aðaldal, trésmiðs og síðast rafveitustjóra í Húsavík og konu hans Aðalbjarg- ar Benediktsdóttur Jónssonar á Auðnum, bónda og síðar bóka- varðar, en um hann segir í ævi- skrám, auk annars: „Gegndi fjölda trúnaðarstarfa, enda taiinn einn hinn helsti maður sýslunnar fyrir sakir gáfna og þekkingar." Þau Baldvin og Guðborg stofn- uðu heimili sitt í Reykjavík og bjuggu þar lengst, en árið 1963 reistu þau sér hús í Kópavogi og þar bjuggu þau síðan eða að Löngubrekku 37. Þau eignuðust þrjú börn, sem eru talin í aldursröð: Aðalbjörg Unnur Baldvinsdótt- ir, stúdent og meinatæknir. Henn- ar maður er Guðjón Sigurkarlsson læknir. Eiga þau tvær dætur. Þau búa á Selfossi. Jón Haukur Bald- vinsson múrarameistari, kvæntur Guðrúnu Elíasdóttur. Eiga þau þrjú börn og búa í Mosfellssveit. Yngst er svo Jónína Margrét Baldvinsdóttir, kennari, en hennar maður er Dónald Jóhannesson, skólastjóri Snælandsskóla í Kópa- vogi, en þau búa þar í bæ og eiga tvö börn. Er þetta myndarlegasta fólk, sem erft hefur góða kosti ginna foreldra. Ég kynntist þeim hjónum, Guð- borgu og Baldvini Jónssyni, barn að aldri, en hann og faðir minn heitinn, Guðmundur Pétursson, voru trúnaðarvinir og veiðifélag- ar. Elliðavatnsmenn, eins og það hét á máli millistríðsáranna. Þau Guðborg og Baldvin reistu sér sumarbústað við Elliðavatn árið 1938 og bjuggu þar, held ég, flest sumur, allt til ársins 1962. Þar kom fram verkhyggni og vinnusemi þessara ætta. Élja og iðni eyjamanna í Breiðafirði og hagleikur, hugvit og verklagni húsbóndans. í bústað þeirra var gott að koma, hvenær sem var. Þetta voru erfiðar timar öðrum þræði, fátækt og kreppa, en á hina hliðina miklir tímar, fegurð og æska. Ég kom oft á heimili þeirra, ásamt foreldrum mínum og bræðrum, og nú að leiðarlokum ljóma þeir dagar á nýjan hátt. Guðborg unni börnum og hafði gott lag á strákum og lét gjarnan sem ætti hún þá sjálf. Hún talaði í alvöru við börn og við fundum til öryggis í návist hennar alla tíð. Við Elliðavatn var gestkvæmt og öllum vel tekið, og þannig vona ég að henni hafi verið tekið í eldskini hnigandi sólar hins síð- asta dags. Blessuð veri minning hennar og við sendum samúðarkveðjur. Jónas Guðmundsson. Nítján ára piltur frá Ghana með mörg áhugamál óskar efth pennavinum. Julius Kwesi Tham Central Region House of Chief.> Box 139, Gape Coast, Ghana. Átján ára íranskur piltur, sem segist skrifa í nafni íslömsku byltingarinnar, og hefur áhuga á þjóðlögum og byltingarsöngvum, listum, bókmenntum og ferða- lögum: Hann segir í lok bréfsins að ísland sé uppáhaldsland sitt. Esmael Kazemi, Iran, Ahvaz, P.O. Box 1337. Auðunn Gunnar Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.