Morgunblaðið - 16.10.1980, Side 45

Morgunblaðið - 16.10.1980, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980 45 ■1 i VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI Ekki skýrir blaðið frá kennslu- greinum doktorsins, en skjóta mætti því að skólameistara að bráða nauðsyn bæri til að honum yrðu ætlaðir tímar á stundaskrá til að kenna hið framandi tungu- mál sálfræðinga og uppeldisfræð- inga svo það yrði ekki eins óskilj- anlegt komandi kynslóðum og það er nútíma íslendingutn. Þess skal getið að nú mun fáanleg í Kenn- araskóla Islands sálfræðinga- orðabók, en nemendur læra ekki erlendar tungur af orðabókum einum." • Félagslíf í Vogum ekki á marga fiska „Hreppsbúi“ skrifar: „í Vogum sem tilheyrir Vatnsleysustrandarhreppi búa um 400 íbúar. Þar er samkomuhús, ein verzlun, sjoppa, skóli og sjálfvirk símstöð, svo að eitthvað sé nefnt. En félagslífið á staðnum er ekki upp á margá fiska og það er nánast ekkert sem ungt fólk getur gert þar í frístundum sínum. Gætu tekið þátt í 3. deildinni Það hefur lengi verið starfandi ungmennafélag í Vogunum, en það hefur alls ekkert gert fyrir ungt fólk eða aðra. í Vogunum er til ágætis knattspyrnuvöllur, en þrátt fyrir það og þó að áhugi á knattspyrnu sé mikill er ekkert knattspyrnuféiag til á staðnum. Það þyrfti að koma upp knatt- spyrnuliðum hér eins og annars staðar á landinu, bæði fyrir hina yngri og hina eldri og hinir síðarnefndu gætu alveg tekið þátt í 3. deildar keppninni í knatt- spyrnu. Ekkert félagsheimili ekkert bíó eða leikhús Þó að gott samkomuhús sé í Vogunum þá eru sárasjaldan hald- in böll í því, aðeins þrisvar til fjórum sinnum á ári. Þá má geta þess að ekkert félagsheimili, bíó eða leikhús eru til hér. Hafa ekki staðið sig sem skyldi Eins og sést á þessari upptaln- ingu minni hafa þeir menn sem starfað hafa í ungmennafélaginu hér í vogunum og aðrir áhrifamenn ekki staðið sig sem skyldi að mínu áliti. Það er því ekki að undra þótt félagslífið hér sé viðburðasnautt." Þessir hringdu . . . • Bófahasar á bílastæðum G. Sk. hafði samband við Velvakanda og sagðist taka kröft- uglega undir kvörtun um bíla- stæðaskort í miðborginni og skort á langtímastæðum fyrir fólk sem þar vinnur. — Við núverandi aðstæður er lögregluyfirvöldum tæpast stætt á því að ganga hart að mönnum sem neyðast til að skilja bíla sína eftir augnablik á stöðum sem e.t.v. eru ekki merkt bílastæði. Þessi bófahasar sem yfirvöld borgarinnar stofna til með aðgerðarleysi sinu í bíla- stæðamálum er þeim ekki sæm- andi sem fjáröflunarleið. Fyrst eru skapaðar þessar öngþveitisað- stæður og menn neyddir til að SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Nokkrir lesendur hafa komið að máli við mig um og eftir helgina og bent mér á að í skákinni á föstudaginn var, þar sem hvítur var sagður eiga mát í sex leikjum, átti hann í raun og veru mát í þremur. Staðan kom upp í skák þeirra Cehovs, sem hafði hvítt og átti leik, og Veselovskys á skák- móti í Sovétríkjunum í ár. Lausnin sem iesendurnir bentu á er þannig: 24. Dh8+!! — Kxh8, 25. Bf6+ - Kg8, 26. Hxe8+ mát. Þetta er mun skemmtilegra mát en það sem Cehov fann og hófst á 24. Hxg6+, en hann minnist ekkert á 24. Dh8+ í skýringum sínum við skákina. Þetta bráðskemmtilega dæmi sýnir okkur að meistararnir eiga ekki alltaf síðasta orðið. yfirgefa bílana í þeim smugum sem þeir vinna, síðan eru þeir gripnir og sektaðir miskunnar- laust. Ég segi: Fyrst á að koma með lausn á þessum málum og þá fyrst geta yfirvöld staðið ströng á sínu. • Hunsa gersamlega almenningsálitið Þ.J. hringdi í Velvakanda og hafði eftirfarandi að segja: — Ég verð að segja það eins og er að það eru hraustir menn sem sigla útvarpsskútunni okkar. Þeim virð- ist ekkert koma það við, hvað hlustendur útvarpsins vilja hlýða á. Það er á allra vitorði að gerð var skoðanakönnun um útvarps- hlustun og þar kom fram sú almenna skoðun að allt of mikið væri af hvers kyns tónlistarþátt- um þar sem sígildri tónlist væri hugsunarlaust skellt á fóninn þrátt fyrir áralöng mótmæli neyt- enda og vanhæfni útvarpsins til slíks flutnings. En allt kemur fyrir ekki, þessir hraustu menn syngja þeim mun meira sjálfir sem hlustendur eru óánægðari og hunsa þannig gersamlega almenn- ingsálitið. Siðasta dæmið um ger- ræðið er brottfelling miðdegis- sagna sem hafa um árabil verið langvinsælasti dagskrárliðurinn, bæði meðal þeirra sem heima sitja eða liggja og ekki síður hjá fólki við vinnu sína. Já, þeir eru óneit- anlega hraustir þarna á Skúlagöt- unni. HÖGNI HREKKVÍSI f-/T © 1980 MrNauRht Synd.. Inc. ,K> KCMoíí SLÆhAV Ogei A ÞFTTA 6TA2f hA(Tf/" Kantlímdar — smíðaplötur (Hobby-plötur) fyrir fagmenn og leikmenn. Spónl.oðar " KOTO- ESS** T«v.»,d r;kpa 3L****£ Wngaamída. ■ Hvítar Plast- hillur 1 30 cm, • f 7* °0 60 cr á hreidd. 24, cm * lengd. Huröir é fata- skápa m#* •ikar- •P*ni, Hl. ounar undir °B b»*. P/aaf- /agöar hillur Þaö er ótrúlegt hvað hægt er að smíöa úr þessum hobbýplötum, t.d. klæöa- skápa, eldhúsinnréttingar, hillur og jafnvel húsgögn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.